Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 23 María Jónsdóttir frá Brimnesi — Minning F. 18. febrúar 1895 D. 18. desember 1977. í dag verður til moldar borin amma okkar, María Jónsdóttir og langar okkur systkinin að skrifa nokkur minningarorð um ömmu. Þegar við settumst niður til að skrifa þessar línur, þá voru það svo ótal margar minningar sem komu upp í huga okkar, minning- ar um alla þá bliðu og umhyggju sem amma bar til okkar alla tíð. Engin var jafn heilshugar í að gleðjast með okkur bræðrunum þegar vel gekk í íþróttunum, og til engrar var jafn gott að koma þegar á móti blés. Vinir okkar höfðu oft á orði að furðulegt væri að þetta gömul kona fylgdist svo vel með íþróttum sem raun var á, en það sannaði bara að hún hafði áhuga á öllu sem okkur viðkom. í gamla daga á Skúlaskeiðinu var ævinlega mjög gestkvæmt, enda voru afi og amma góð heim að sækja. Fátt vissu þau betra en að veita öðrum þótt efnin væru ekki alltaf mikil. Allir voru vel- komnir til þeirra, tryggð þeirra og vinátta var mikil, enda naut amma þess á ævikvöldinu. Gömlu vinirnir og börn þeirra sýndu henni sömu tryggð og vinsemd. Foreldrar okkar bjuggu sín fyrstu búskaparár hjá afa og ömmu á Skúlaskeiðinu, og þar stigum við systkinin okkar fyrstu bernsku- spor. Eftir lát afa, bjó amma til dauðadags hjá dætrum sinum og tengdasonum, sem umvöfðu hana umhyggju og blíðu, sem hún átti svo sannarlega skilið. Og fóstur- sonur hennar og hans fjölskylda létu ekki sitt eftir liggja. Eitt af því sem einkenndi ömmu okkar öðru fremur var hógværð og hennar einlæga guðstrú. Ótalin eru öll þau vers og bænir sem hún kenndi okkur og las með okkur, það er fjársjóður sem aldrei verð- ur frá okkur tekinn. Aldrei höf- um við heyrt hana hallmæla nokkurri manneskju, enda sá hún alltaf eitthvað gott í öllum. Það er ósk okkar að breytni hennar og lífsviðhorf verði okkur leiðarljós í lífinu. Hún er nú kvödd af okkur öllum með þökk og virðingu. Steinunn, Ólafur og Gunnar. 1 dag er til moldar borin Maria Jónsdóttir frá Brimnesi á Langa- nesi. María fæddist 18. febrúar 1895 og ólst upp að Hlíð í sömu sveit. Foreldrar Mariu voru þau Salóifte Jónasttir og Jón Sigurðs- son bóndi frá Vopnafirði. Dvald- ist María í foreldrahúsum fram að fermingu, lengra náði æskan ekki. Lífsbaráttan tók við, hún vann það sem til féll, vist hér, vist þar, í þá daga var um það eitt spurt hvort mannfólkið hefði í sig og á. Hálfþritug kynntist María lífs- förunaut sínum, Steini Guðmundi Hermannssyni sjómanni, og gift- ust þau 19. maí 1919. Fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla tíð. Reistu þau húsið að Skúlaskeiði 6 árið 1928. Steinn var frá Unustöðum í Kolbeins- staðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það var Maríu mikið lán að hitta Stein. Samhentari hjón munu vart hafa sezt að í Hafnar- firði, enda reyndist sambúðin eft- ir því. Töku þau hjónin að sér og ólu upp systurson Maríu, Sigmar Guðmundsson, er gerðist húsa- smiður er hann komst á legg og nú lifir kvæntur i Hafnarfirði. Tvíbura eignuðust þau hjónin, tvær stúlkur er hlutu nöfnin Sig- rún Rósa og Þórdis. Þær systur hafa ætíð haldið tryggð við Hafn- arfjörð og búa þar nú ásamt eigin- mönnum sínum, þeim Einari Ólafssyni vélstjóra, umsjónar- manni íþróttahússins, og Gunn- Iaugi Guðmundssyni tollgæzlu- Framhald á bls. 21. t Eiginmaður minn. faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, bróðir, afi og langafi. GUÐMUNDUR B. GUÐMUNDSSON frá Hlíð. Hringbraut 42. Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 29 des kl 2 Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bentá liknarstofnanir Fyrir hönd barna. tengdabarna, barnabarna, fóstursonar og systur Vigdis GuSbrandsdóttir. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR VALDIMARSSON, Hraungerði við Suðurlandsveg, lézt af slysförum 22 des Sigurlaug Helga Emilsdóttir. t Jarðarför, JÓNSÞÓRÐARSONAR Stigahlíð 22 sem andaðist 16 desember fer fram fimmtudaginn 29 desember kl 1 5 frá Fossvogskirkju Blóm afbeðin Börn og tengdabörn t Móðir okkar, REBEKKA PÁLSDÓTTIR frá Húsavik, lést að Elliheimilinu Grund á jóladag Geir Kristjánsson Óli Páll Kristjánsson H Fisk Fjardar- kaup AFNFIRÐINGAR i i aKieuur r\/| I N r. 9 l/\r , Fluqeldar ^ Biys \ Sólir /7' I Gos / f Stjörnuljós Trönuhr. ,Ka uplelag Pris ma > Reykjavikurvegur < Sölustaðir: Hjallahraun 9 Lœkjargata 20 0 BJÖRGUNARSVEIT | FISKAKLETTS ? HAFNARFIRÐI Jarðarför t OKTAVlU HRÓBJARTSDÓTTUR sem andaðist að Hrafnistu 20 desember fer fram frá Fossvogskirkju. föstudaginn 30 desember kl 1 5 Fyrir hönd vandamanna Sigurbjört Kristjánsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir t Jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföðru og afa, BRYNJÓLFS ÓLAFSSONAR verkstjóra Ásenda 12, fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 29 des kl 1 3 30 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Kristniboðið Fyrir mina hönd og barna okkar Kristrún Soffía Jónsdóttir Guðni Olafur Brynjólfsson Elin Anna Brynjólfsdóttir Ari Guðmundsson Margrét Brynjólfsdóttir Brynjólfur Arason Jóhannes Brynjólfsson Bryndis Brynjólfsdóttir Gunnar Brynjólfsson Jón Brynjólfsson t Eiginmaður minn og faðir okkar ÓLAFUR ÁSGEIRSSON, fyrrverandi tollvörður verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 29 desember kl 1 4 Freyja Rósantsdóttir Asthildur Ólafsdóttir Hilmar Ólafsson Sigurður Ólafsson t Föðursystir min RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR Holtsgötu 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29 desember kl 1 3:30 Þeim. sem vildu minnast hennar, er bent á Blindravinafélagið Jóhanna Sigurðardóttir. Skipasundi 34. Bróðir minn t ÞÓRIR PÉTURSSON, frá Hellissandi, andaðist 20 þ.m i Borgarspitalanum Jarðarförin fer fram i Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 29 desember kl 10 30 f h Sigurbjörg Pétursdóttir t James J Blake. sendiherra Bandarikjanna á íslandi færir innilegar þakkir sinar og fjölskyldu sinnar fyrir þær mörgu samúðarkveðjur, sem borist hafa vegna fráfalls eiginkonu hans, DOLORES A. BLAKE Minningarathöfn um frú Blake verður haldin i Kristskirkju Landakoti 29 desember kl 1 1 f h t Öllum þeim, sem á ýmsan hátt sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls og jarðarfarar DAVÍÐS ÞORGRÍMSSONAR, frá Ytri-Kárastöðum, þökkum við og óskum farsældar á komandi árum, með þökk fyrir þau liðnu Þórðveig Jósefsdóttir og fósturbörn. t Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum, sem með samúð og vinarhug hafa heiðrað minningu eiginmanns mins. föður okkar, tengdaföður og afa ÞORGRÍMS ST. EYJÓLFSSONAR forstjóra Hafnargötu 42, Keflavík. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki á 3 b deild Lands- spítalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun með hinum látna i langvarandi veikindum hans Eirika G. Árnadóttir Anna Þorgrimsdóttir Ásgrimur Pálsson Hólmfriður Guðmundsdóttir Árni Þ. Þorgrimsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.