Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 32
AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 MtvQwibUibib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JM»r0unÞtabib MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Bílainiiflutningsmálið: Rannsakaður innflutningur á fieiri tegundum □-------------------□ SEÐLABANKI Islands hefurgef- ið úl bráðabirgðareglur um inn- lenda gjaldeyrisreikninga og f dag, miðvikudaginn 28. desem- ber, verður unnt að stofna til slíkra reikninga f gjaldeyrisbönk- unum, Landsbankanum og Út- vegsbankanum. Reglur Seðla- bankans, sem birtar eru í heild á bls. 15, gera ráð fyrir að menn geti tekið út í einu án þess að gera sérstaklega grein fyrir ráðstöfun fjárins allt að 2.500 dollara og fari þá úttekt eigi fram úr 5.000 doliurum á ári (um eina milijön krðna). Fari fjárhæð fram úr þessu, verða menn að gera skrif- lega grein fyrir ráðstöfun fjárins til gjaldeyrisdeildar bankanna. Morgunhlaöinu barst í gær fréttatilkynning frá Seðlabankan- um um þessa reikninga. Hún er svohljóðandi: „Hinn 30. nóvember sl. veitti viðskiptaráðuneytið með reglu- gerð heimildir til sparifjáreignar RANNSÓKN bílainn- flutningsmálsins er haldið áfram af fullum krafti hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, en sem kunnugt er sitja nú tveir menn í gæzlu- varðhaldi vegna þess máls, innflytjandi notaðra bíla og maður nokkur, sem grunaður er um að hafa veitt innflytjandanum að- stoð við hin meintu brot. YR óskar eftir nýjum samningaviðræðum Eins og fram hefur komið í fréttum, er nú til athugunar inn- flutningur á 40—50 notuðum Mercedes Benz bifreiðum frá Vestur-Þýskalandi. Er þessa dag- ana verið að yfirheyra kaupendur bifreiðanna, m.a. til þess að kanna þá staðhæfingu innflytj- andans að kaupendunum hafi ver- ið kunnugt um hvernig i pottinn var búið og þeir hafi þess vegna greitt minna verð fyrir bif- reiðarnar en ella hefði orðið. Umræddur bílainnflytjandi hefur haft innflutning notaðra bifreiða frá Þýzkalandi að aðal- atvinnu nokkur undanfarin ár og flutt inn fleiri tegundir en Mercedes Benz. Stendur nú til að kanna hvort hugsanlega kunni að hafa verið brögð í tafli við inn- flutning annarra tegunda en Mercedes Benz. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur sent viðsemjendum sínum bréf, þar sem þess er óskað að viðræður um kjarasamn- inga félagsins verði teknir upp á ný í ljósi þeirra við- horfa sem hafa skapst í þjóðfélaginu á undanförn- um mánuðum. Guðmundur H. Garðars- son formaður Verzlunar- mannafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að félagið hefði fyrir nokkru sent viðsemjend- um sínum fyrrgreint bréf, en viðsemjendurnir væru: Vinnuveitendasambandið, Verzlunarráð Islands, Kaupmannasamtökin, Samband ísl. samvinnu- Gjaldeyrisreikningar frá og meó deginum í dag: Leyft að taka út allt að einni milljón kr. á ári í erlendum gjaldeyri við þá banka, sem heimild hafa til þess að verzla með erlendan gjaldeyri, en það eru Landsbankinn og Út- vegsbankinn. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi málsins i bönkunum í samráði við við- skiptaráðuneytið og á morgun, miðvikudaginn 28. desember, verður byrjað að taka á móti inn- lögnum i erlendum gjaldeyri í aðalbönkum Landsbankans og Ut- vegsbankans. Gert er ráð fyrir, að útibú bankanna fylgi á eftir fljót- lega upp úr áramótunum. Heimilt er að leggja inn á al- menna sparifjárreikninga í erlendum gjaldeyri þann gjald- eyri, sem ekki er skylt að selja gjaideyrisbönkunum. Er hér fyrst og fremst um að ræða erlend vinnulaun og þóknanir, afgang af áhafna- og ferðagjaldeyri, arf erlendis frá, fé, sem menn taka með sér við flutning til landsins, svo og umboðslaun og erlendar tekjur skipa- og flugfélaga og vá- tryggingarfélaga. Gjaldeyri á þessum reikningum er frjálst að ráðstafa til vöru- kaupa, sem ekki eru háð innflutn- ingsleyfum, og erlendrar þjón- ustu, þar á meðal til greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar. Um- boðslaunatekjum er þó aðeins heimilt að ráðstafa til innflutn- ings á frílistavörum og nokkrar takmarkanir eru á ráðstöfunar- rétti fyrirtækja. Eignayfirfærslur af þessum reikningum eru háðar heimildum gjaldeyrisyfirvalda, en settar verða almennar starfs- reglur um þær, þar með taldar greiðslur vegna arfs, búferla- flutnings eða langdvalar erlendis. Sömu reglur munu gilda um sparifé á innlendum gjaldeyris- reikningum og um aðrar innstæð- Framhald á bls. 18 félaga og Félag ísl. stór- kaupmanna. í bréfinu væri óskað eftir því að fá við- ræður við framangreinda aðila um samninga félags- ins í ijósi þeirra viðhorfa sem hefðu skapast undan- farna mánuði. Þetta bréf félagsins var sérstak- lega sent, með það í huga að þegar samið var við BSRB og banka- menn fyrir skömmu, var stuðst við ákveðna viðmiðun úti á hinum almenna launamarkaði, sem við höfum ekki fengið staðfest í samningi félagsins. Þvi höfum við óskað eftir við- ræðum við þesa aðila til þess að Framhald á bls. 18 Æskulýðs- ráð vill selja Tónabæ A StÐASTA fundi Æskulýðsráðs Reykjavíkur var samþykkt að Tónabær, húsnæði Æskulýðsráðs við Skaftahlíð verði selt og and- virðinu varið til uppbyggingar æskulýðsstarfs I borginni. Var til- laga um þetta mál samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1. Á fundi Æskulýðsráðs var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Æskulýðsráð fer þess á leit við borgarráð, að það hlutist til um, að húsnæði Tónabæjar að Skafta- hlíð 24 verði selt, fáist viðunandi verð fyrir og andvirðinu verði varið til uppbyggingar æskulýðs- starfs í borginni skv. nánari til- lögum Æskulýðsráðs Reykjavíkur tii borgarráðs." Hægt miðar í fiskverðs- ákvörðunum YFIRNEFND Verðlags- ráðs sjávarútvegsins hefur nú í nokkurn tíma fjaílað um almennt fisk- verð, sem á að taka gildi 1. janúar n.k. Fundur var síðast haldinn á Þor- láksmessu án þess að nokkuð miðaði í sam- komulagsátt. Hefur ann- ar fundur verið boðaður í dag, en ekki er gert ráð fyrir að neinn árangur náist á þeim fundi, og eru yfirnefndarmenn sagðir svartsýnir á, að nýtt verð verði ákveðið fyrir áramót I gær var svo haldinn fundur í Verðlagsráði sjávarútvegsins um verð á loðnu á komandi vetr- arvertíð, og hefur annar fundur verið boðaður í ráðinu í dag. Notaði tvöfalt nótukerfi og fékk millifærslur end ur greiddar í peningum RANNSÓKN er haldið áfram í máli fyrrverandi deildarstjóra ábyrgðardeildar Landsbanka Is- lands, sem úrskurðaður var i gæzluvarðhald skömmu fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur deildarstjórinn haft fé af fyrirtæki einu f borginni og bank- anum sjálfum. Abyrgðargreiðslur þessa til- tekna fyrirtækis hafa verið notað- ar til þess að greiða ábyrgðir a.m.k. tveggja fyrirtækja i Reykjavík með millifærslu á milli reikninga. Með þvf móti gat deildarstjórinn veitt þeim lán, sem fyrirtækin síðan endur- greiddu honum í peningum. Þá mun deildarstjórinn hafa notað tvöfalt nótukerfi, annað, sem sneri að bankanum sjálfum, en hitt, sem fyrirtækið fékk, sem svikið var. Ábyrgð, sem banki veitir, er þess eðlis, að bankinn tekur að sér að ábyrgjast greiðslu á vöru, sem fyrirtæki er að flytja til landsins. Mismunandi er, hve mikió menn þurfa að setja sem ábyrgð og getur það verið allt frá 10% til 100% af andvirði vörunn- ar. Fer það allt eftir þvi, hve traust fyrirtækið er að áliti bank- ans. Ef fyrirtækið síðan lendir í vanskílum með greiðslu vörunn- ar, greiðir bankinn hana, en tekur dráttarvexti af fyrirtækinu, sem nú eru 3% á mánuði. Rannsókn málsins er haldið áfram eins og áður er getið, en fátt nýtt hefur komið fram við rannsóknina umfram það sem hér er tilgreint og skýrt var frá í Morgunblaðinu á aðfangadag, en á Þorláksmessu gáfu Landsbank- inn og Rannsóknarlögregla ríkis- ins út fréttatilkynningar um það að málið hefði verið kært, þegar umfang þess lá fyrir. Stöðugt hefur verið unnið að rannsókn málsins hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins frá þvi stofnuninni var falin rannsókn þess og var m.a. að nokkru unnið að rannsókninni um jólin. Hefur fyrrverandi deildarstjóri ábyrgðardeildarinnar verið yfir- heyrður margsinnis og siðast í gær. Þau Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögregiustjóri og Erla Jónsdóttir deildarstjóri hafa ann- ast rannsókn málsins ásamt Egg- ert N. Bjarnasyni rannsóknarlög- reglumanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.