Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 tiðir voru gestir og fjölmennir oft i húsi foreldra minna á Isafirði ýmist til mannfagnaðar eða fund- arhalda um margvisleg mál. Elzt þeirra gömlu vina er frú Soffía Jóhannesdóttir, fágæt hæfileika- kona og mikill vinur. Næstur að aldri var Elías Pálsson, f. kaupm. og konsúll, sem nú er borinn til moldar á Isafirði, kominn hálft annað ár á tíðræðisaldur. En um langan aldur settu þau heiðurs- hjón, frú Lára Eðvarðsdóttir, glæsileg gerðarkona, og Elías Pálsson, svið á bæjarlífið á Isa- firði. Elías J. Pálsson var fæddur á Melgraseyri við Djúp 11. júni 1886 en fluttist barnungur með foreldrum sinum, Páli Jónssyni og Ólöfu Jónsdóttur, að Laugabóli í Ögursveit, vinsælum hjónum að verðleikum. Elías lauk ungur námi frá Iðn- skólanum og síðar frá Verzlunar- skóla Islands með prýði, enda ágætlega greindur maður og fá- gætur að allri gerð. Þá lá leiðin til átthaganna vest- ur eftir skamma dvöl að verzlun- arstörfum í Hafnarfirði. Á Isa- firði gerðist Elias sýsluskrifari hjá Magnúsi Torfasyni sýslu- manni og bæjarfógeta. Ekki var á ísafirði til einnar nætur tjaldað, því að í nálega 60 ár vann hann í fremstu röð góðborgara bæjarins að athafnalifi og trúnaðarstörf- um. Hann gerðist kaupmaður í sam- vinnu við annan góðan Isfirðing, Jón S. Eðvald, og rak síðan eigið verzlunarfyrirtæki lengi. Þá stofnaði hann smjörlíkisgerð á ísafirði, gott og gagnsamt fyrir- tæki, sem hann rak með forsjá og fyrirhyggju lengi, unz hann seldi það 1958. Siðan rak hann fram i háa elli verzlunar- og viðskipta- störf. Allt lánaðist það vel, til hans báru allir traust. í menningarmálum bæjarins átti hann mikinn þátt. Hann var bindindismaður og vann þeim málum öfgalaus og trúr hverju því, sem hann taldi fögru mann- lífi horfa til heilla. I sviptingum ísfirzkra stjórnmála var hann há- vaðalaus, hélt sjálfum sér lítt fram en dró enga dul á skoðanir sínar. Hann var ötull stuðnings- maður kirkjumála á tsafirði, frjálslyndur trúmaður og viðsýnn og hafði litla samúð með þröng- sýni og kreddum. Hann var for- maður sóknarnefndar lengi og Framhald á bls. 22. Elías Pálsson frá Isafirði—Minning „Hann frtr burt að gá til srtlar!“ Þessa daga sér eigi til sólar á ísafirði. Því valda fjöllin háu um- hverfis kaupstaðinn. — Þegar ljósgjafinn hylur sig að fjallabaki, göngum við ,,um dimman dal“ — eins og tekið er til orða í 23. sálmi Davíðs. — Þannig er það i líkingu talað, þegar ævisólin hverfur sýn fyrir ætternistapann. Þá kennir saknaðar og trega. Það syrtir í mannheimi, þegar vinir kveðja. Ævisól Elíasar J. Pálssonar fyrrv. kaupmanns á Isafirði er til viðar gengin. Við því mátti búast að skammt yrði til nætur og síð- asti daggeislinn hyrfi sjónum eft- ir svo langan ævidag, sem Elías þegar átti. Jafnvel þá kemur dauðinn óvænt, er lífið syngur kveðjuljóð sitt, og við getum búist við, að hver dagur verði sá síðasti. Frá þvi ég man fyrst, hefur nafn Elíasar J. Pálssonar verið mér tamt í munní og ætið nefnt með virðingu. Á það nafn slær ljóma minninganna, þegar hann er kvaddur í hinzta sinn. Hið sama gildir um þau bæði hjónin, Elias og frú Láru Eðvarðsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Um þau vakir fögur minning og hugstæð, sem eigi fellur fyrir tim- ans tönn. — Mér er í barnsminni vinátta og samgangur milli æsku- heimilis mins á ísafirði og þeirra heimilis. Sú vinátta hélst ævi- langt og átti ekki hvað sízt rætur sinar að rekja til áhuga Elíasar og frú Láru á kirkju og kristindómi. Kirkjurækni þeirra var mikil og til fyrirmyndar. Elías var um langt skeið formaður sóknar- nefndar á ísafirði og forustumað- ur í málefnum safnaðarins starfs- tímabil föður míns í prestsþjón- ustu hans á fyrra helmingi þessar- ar aldar. Elías J. Pálsson setti svip sinn á ísafjörð í innra sem ytra skiln- ingi. Hann var hár maður og tígul- legur, teinréttur og brúnamikill. — Undan þeim brúnum skein geislablik augnanna yfir skarpa andlitsdrætti. — Öryggi og festa var í svip hans, sem minnti á traust fjalla og hamraveggja. — Elías var hverjum manni traust- ari og tryggari. Hann var gáfu- maður, framsýnn og raunsær, ein- arður málafylgjumaður, og góð- gjarn. — Um eitt skeið átti Elías við mikið heilsuleysi að striða. Hann leitaði lækninga til Sviss um 1930 og dvaldi þar á annað ár, sér til heilsubóta, Honum var vart hugað líf. En afturbatinn kom, sem gekk kraftaverki næst. Sfðan má segja að Elías hafi gengið í endurnýjung lífdaganna, og hafði hann eitt ár yfir nírætt, er hann andaðist á heimili sonar síns Sveins bankaútibústjóra á Hvols- velli, sunnudaginn 18. þessa mán- aðar. — Allt fram að þeim degi var Elías hinn hressasti. Þremur dögum áður gekk hann sinn venjulega göngutúr. Hann vár að klæða sig að morgni sunnudags, eins og ekkert væri, — þegar kall- ið kom. — ,,Nú lætur þú herra, þjón þinn í friði fara . . er helgur texti á bak jólum. Þannig tók öldungur nokkur, nafntogaður til orða í musterinu mikla, er hann hafði „séð hjálpræði" Guðs. Hið sama gildir um Elías. Hann var á sinni tíð einn af máttarstólpum krikj- unnar á Isafirði, maður sem kirkj- urtni er ómetanlegur styrkur að hafa átt, — um það ber saga hinna trúu safnaðarþjóna gleggst- an vott. — Elías J. Pálsson fer í friði, þegar árið er að enda. Hann fékk þann frið í jólagjöf. Þegar klukkur Isafjarðarkirkju hljóma yfir kistu Elíasar J. Páls- sonar, syngja þær hollvini hinzta kveðjulag. Hljómurinn bergmálar enn í fjöllunum, sem fyrr kallaði hann til þjónustu við heilagt mál- efni trúarinnar. Þó að dimmt sé í fjallasal ísfirð- inga þessa daga, þar sem eigi nýt- ur sólar, þá veit þar hvert manns- barn að undrið mikla er að gerast á bak við fjöllin, að dagurinn kemur, þegar ljóma slær á tinda og sólin kemur niður i kaupstað- inn. — Hið sama þoðar trúin, að upp rís dagur, þar sem sól er einvöld á himni. Til þess dags er Elías horfinn, farinn til austurs- ins eilifa. Samúðarkveðju send- um við hjónin, heimili okkar og fjölskylda, til sonar Elíasar, Sveins og konu hans frú Svein- bjargar Zóphóníasdóttur Hvols- velli, og til fósturdóttur Elíasar, Guðbjargar Kristjánsdóttur og manns hennar Einars E. Hafbergs Reykjavík. — Eitt sinn mælti séra Matthias Joehumsson yfir moldum starfs- bróður sins: „Hann fór burt að gá t91 sólar!“ — Hið sama vildi ég segja um burtför Elíasar J. Páls- sonar af þessum heimi. „Hann fór burt að gá til sólar.“ Pétur Sigurgeirsson Að sjálfsögðu fækkar þeim óð- um gömlu, góðu vinunum, sem mm mr •'> H«ppdra?tu má haya á márpa vgqu. Hata láa háa virminga eða marcja sm»«rri sem koma sér þó vet. Vlð hðliumst að þeirri tKípan. En léllum þó i freíslní að bjóða Mercedez Benz 250 - að verðmæti yfir 5 milljónir króna - sem aukavinning t júni. Og heila og hálfa miltjón sem hæstu vinninga i hverjum mánuði. En alls eru vinn- ingar 18.750 og falla á fjórða hvern miða i ár. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuðl að gera eitthvaö i þvi aö fjölga happadögum sinum i ár. I íappcirætUsárió 1978 - Happaa,iió þitt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.