Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Eþíópíuher fyrir áfalli í Eritreu Róm, 27. des. AP — Reuter. Hjúkrunarnemar segja sig úr skóla til að mót- mæla skerðingu launa SlÐUSTU fimm dagana hafa Eþíópíumenn orðið fyrir miklu áfalli í átökum við Frelsisfylk- ingu Eritreu í bardögum f hafnar- borginni Massawa við Rauðahaf- ið. Eru hermenn Eþíópíuhers nú nánast á hafnarbakkanum og hafa fengið flugvélar og herskip til liðs við sig á síðustu stundu til að komast út úr erfiðleikum sfn- um, að því er talsmaður fylk- ingarinnar skýrði frá f dag. Ermias Debassai talsmaður Frelsisfylkingarinnar sagði að 1500 hermenn Eþiópíuhers hefðu fallið í bardögum síðustu fimm daga, 2500 hefðu særst og 1020 verið teknir til fanga af fylking- unni. Þá sagði Debassai að fylk- ingin hefði náð á sitt vald fimm sovéskum skriðdrekum af T—54 gerð og eyðilagt þrjá aðra. Desbassai skýrði frá því að her- sveitir Eþíópiu væru nú ein- angraðir á hafnarsvæði borgar- innar, en þessi hafnarborg er nú aðal hafnarborg Eþíópíu. Sagði Debassi að herir fylkingarinnar hefðu borgina, að höfninni undanskilinni, á vald sfnu og mundi fylkingin einbeita sér að þvi að ryðja úr vegi þeim 5 þús- und hermönnum sem á hafnar- svæðinu væru. Debassai sagði að Eþiópíuher hefði nú gripið til þess ráðs að beita herskipum og flugvélum i bardaganum við Frelsisfylking- una. Sagði hann sprengjuregn dynja á íbúðarhverfum borgar- innar og væru til þess notaðar F—5 flugvélaar og aðrar amerísk- ar flugvélar. FJÖLMENNUR félagsfundur nemenda Hjúkrunarskóla Islands samþykkti 21. desember s.l. að hjúkrunarnemar segðu sig úr skóla frá og með áramótum. Er þetta gert til að mótmæla ákvörðun fjármálaráðuneytis þess efnis að skerða það hlutfall er hjúkrunarnemar hafa af laun- um hjúkrunarfræðinga og að knýja á um að gerður verði nýr kjarasamingur við nema sem þeir geta sætt sig við, segir í frétt frá Hjúkrunarnemafélagi Islands í gær. Þá kemur fram að lækkun sú er hér um ræðir er á 1. ári úr 45.14% af hjúkrunarfræðingslaunum í 40%, á 2. ári úr 49,36 í 45% og á 3. ári úr 57,80% í 55%. Hins vegar bauð ráðuneytið mikla hækkun á allri yfirvinnu nema eða á 1. ári úr 57,80% í 84% á 2. ári úr 74,68% í 92% og á 3. ári úr 87,30% í 100%. Því segja hjúkrunarnemar að greinilega sé með þessu stefnt að þvi að knýja hjúkrunarnema til yfirvinnu, þar sem þörf spital- anna fyrir starfsfólk til að vinna aukavaktir sé mikil vegna skorts á starfskrafti á hinum ýmsu deild- um. Því er það einkennilegt að ríkisvaldið komi með slíkt tilboð á sama tíma og stefnt er að þvi að minnka yfirvinnu hinna vinnandi stétta í þjóðfélaginu. Hjúkrunarnemar eru og hafa alltaf verið ódýrt vinnuafl fyrir sjúkrahúsin. Hefur ríkið grætt mikið á starfi hjúkrunarnema, þar sem þeir koma í stað sjúkra- liða og hjúkrunarfræðinga að hluta. Þeir hafa fulla vinnu- skyldu og ganga allar vaktir. Nú á að þvinga nema til þess að vinna einnig f frítíma sínum til að geta lifað mannsæmandi lífi. Megum við síst við meiri vinnu en raun ber vitni um nema ríkisvaldið vilji fá markaðinn sífellt lélegri og lélegri hjúkrunarfræðinga, þar sem svo lítill tími gefst til lesturs og náms vegna mikils vinnuálags, segir í fréttinni. Að lokum mótmælir Hjúkrunarnemafélagið harðlega þessari stefnu ríkisvaldsins og krefst leiðréttingar mála sinna. Þangað til það hefur verið gert verður í gildi yfirvinnubann nema. Hafi ekki verið gengið að kröfu okkar fyrir áramót, liggur fyrir úrsögn nema úr skóla, segir að lokum í frétt Hjúkrunarnema- félags íslands. Góð kirkjusókn um jólin á Ólafsfirði (Hafsfirrti. 27. desember. ÁGÆTIS veður var hér um jólin og samgöngumál með því bezta sem hér þekkist. Að vísu tepptist vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla á jóladagskvöld, en hann var aftur ruddur í dag, og er gott færi nú. Ólafsfjarðarbær er mjög mikið skreyttur urn þessi jól og.hefur líklega aldrei verið jafnmikið skréyttur. Allur floti Ólafsfirð- inga er nú í höfn, bæði vegna hátíðarinnar og vegna þorskveiði- bannsins. Annar togarinn fer til veiða strax á morgun, en hinn strax eftir nýár. Messað var hér á aðfangadag og jóladag og var kirkjusókn mjög góð. Jakob Hvít jól í Ólafsvík Ólafsvík, 27. desem'ber. HVIT jól voru hér í Ólafsvík að þessu sinni og er ekki vitað um nein slys eða óhöpp. Atvinna var hér mikil fyrir jól og barst þá það mikill fiskur að landi, að ekki tókst að vinna hann allan upp. I morgun hófst því fiskvinnsla á ný og verður lokið við að vinna fiskinn upp. Hins vegar fara bátar ekki á sjó fyrr en eftir áranót vegna þorskveiði- bannsins. Ellefu bátar róa nú héðan með línu og hefur verið sæmilegt kropp hjá þeirn. Sprengjutilrædi New York, 26. des. Reuter. SPRENGJA sprakk og olli töluverðum skemmdum i bækistöðvum sendinefndar Venezuela hjá Sameinuðu þjóðijnum að morgni annars jóladags. Lögregla telur að þar hafi verið að verki útlagar fram Kúbu, andsnúnir Castro og hefðu þeir lýst verkinu á hendur sér. Ekki urðu nein slys á mönnum. Maður með spánskan hreim hringdi til ýmissa fréttastofnana skömmu síðar og sagði að samtök, sem kalla sig Omega Seven, væru ábyrg fyrif verknaðinum. CONSTRUCTA 578 -AIMISIOVE.l 16.-22. feb. £ vorusymno Framfarir þýða breytingar. beir sem vilja'fylgjast með þrouninni leggja leiö sýna á CONSTRUCTA. bar sína yfir 1000 aðilar frá 20 löndum framleiöslu sína á 90.000 fermetra gólffleti. UNDIRSTÖÐUR BURÐARVEGGIR VERK.SMIÐJUFRAMLEIDDAR EININGAR VEGGFÓÐUR, GOLFKL/EÐNINGAR OG FLÍSAR GLUGGAR OG HURÐIR ÁSAMT TILHEYRANDI VÖRUR TIL PÍPULAGNA RAFMAGNSVÖRUR LOFTRÆSTINGAR HEIMILISTÆKI A LYFTUR OG MARGT FLEIRA Sérstök dagskrá fyrir islensku þátttakendurna Verð frá kr. 79.500- , Innifalid i verói er: FLUGFAR - GISTING - MORGUNVERÐUR - FERÐIR Á MILLI FLUGVALLAR OG HÓTELS - AOGÖNGUMIÐI AÐ SÝNINGUNNI- SÝNINGARSKRÁ Feröamiöstööin hf. Aöalstræti 9 - Símar 11255 & 12940 Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.