Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 7 r 1 I- Afstaða sem eftir var tekið Viö afgreiðslu fjár- laga og lánsfjárætlunar fyrir komandi ár var við margvíslegan vanda að stríða, m.a. vegna allt að helmings hækkunar launaliða fjárlaga milli áranna 1977 og 1978. Þessum vanda verður einkum mætt með tvennum hætti, hlut- fallslegri lækkun rlkis- útgjalda, þ.á m. 9% ráð- gerðum samdrætti ríkisframkvæmda, og aukinni skattheimtu, sem m.a. kemur fram f hækkun sjúkratrygg- ingargjalds og skyldu- sparnaði á hærri laun, sem er verðtryggður. Höfuðáherzla var á það lögð að ná áfram halla- lausum ríkisbúskap og að hækka ekki rfkisút- gjöld f hlutfalli af þjðð- artekjum, en þessi markmið í ríkisfjármál- um eru talin veigamikl- ar forsendur þess að takast á við vanda verð- bólgu og efnahagsmála okkar á næstu mánuð- um og misserum. Það vakti hinsvegar verðuga athygli, að stjórnarandstaðan hafði ekkert raunhæft til mála að leggja, varð- andi ríkisf jármálin, verðbólguna, rekstrar- erfiðleika atvinnuveg- anna eða annan vanda sem við er að strfða í þjóðfélaginu. Hún hélt sér við sitt gamla hey- garðshorn, sem felst f þvf að flytja sæg til- lagna um hækkun rfkis- framlaga (rfkisút- gjalda) til hinna og þessara framkvæmda og málefna, en taka af- stöðu gegn hvers konar tekjuaukningu (skatt- heimtu) til að standa undir gjöldunum. Fljótt á litið kann það að virðast Ifklegt til vin- sælda, að heimta hækk- un ríkisútgjalda en lækkun ríkistekna. All- ur almenningur sér þó f gegn um svo götótta af- stöðu, sem engan veg- inn megnar að skýla málefnalegri nekt margkiofinnar stjórnar- andstöðu. Réttur fólks til samanburðar Það er skylda stjórn- arandstöðu á hverjum tfma, ekki sfzt við nú- verandi efnahagsað- stæður f þjóðar- búskapnunv, að leggja fram skýrt markaða stefnu f helztu viðfangs- efnum lfðandi stundar, bæði á sviði ríkisfjár- mála og annarra þátta efnahagsmála. Fólkið f landinu á skýlausa kröfu á hendur stjórn- arandstöðu um slfka málefnalega tillögu- gerð. Aðeins með þeim hætti á almenningur kost á marktækum sam- anburði valkosta eða úr- ræða f viðfangsefnum þjóðfélagsins. Annars vegar þeim leiðum, sem stjórnvöld fara, hins vegar þeim leiðum, sem stjórnarandstðan býður upp á. Hér er um að ræða lýðræðislegan rétt fólks annars vegar og lýðræðislega skyldu stjórnarandstöðu hins vegar. Þessari skyldu hefur stjórnarandstað- an hins vegar brugðizt gjörsamlega. Hún skammaðist í allar áttir — en hún hafði hins vegar engan annan val- kost fram að færa. Nei- kvætt nöldur var eini efniviður hennar. Naumast tíð- inda að vænta Það var búist við þvf, þar sem tvennar kosn- ingar eru framundan, að stjórnarandstaðan reyndi að koma sér sam- an um einhverja mála- mynda tillögugerð í helztu viðfangsefnum rfkisfjármála, er fjár- lög voru til umræðu á Alþingi. Og e.t.v. hefur hún reynt það. En árangurinn varð ekki sýnilegur. Engar mark- tækar tillögur komu fram af hennar hálfu um sparnað f rfkisút- gjöldum, hvorki f rekstri né framkvæmd- um rfkisins. Engar til- lögur komu fram um það, hvern veg mæta skyldi auknum rfkisút- gjöldum vegna hækkun- ar launaliða á árinu 1978. Engar tillögur komu fram um það, hvern veg mæta á rekstrarvanda útflutn- ingsatvinnuvega okkar; aðrar en þær, að leggja mætti nýjan veltuskatt á atvinnureksturinn, til að velta yfir í rfkisút- gjöldin! Slfkar vanga- veltur komu að vfsu fram f umræðum en var ekki fylgt eftir með til- lögugerð. Það hlýtur að vera krafa almennings, sem telur sig eiga að velja um leiðir f þjóðfélags- málum, þegar hann gengur að kjörborði, að stjórnarandstaðan hafi eitthvað marktækt fram að færa. Ef dæma á eft- ir málflutningi stjórn- arandstæðinga það sem af er þessu sfðasta þingi kjörtfmabilsins verður þó naumast tíðinda að vænta úr þeirri áttinni fyrst um sinn, annarra en þeirra sem flokkast undir neikvætt nöldur. Sértilboð Týli Afgreiðum myndirnar í albúmum ••••«. •••••••••••••••••••••••••••■*•••••' Næstu vikur fylgir myndaalbum hverri litfilmu er við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarlausu. Myndaalbúm þessi eru 12 mynda, handhæg og fara vel í veski. Varðveitið minningarnar í varanlegum^ umbúðum AUSTURSTRÆTI 7 Sími 10966. Innritun hefst 2. janúar. Gleöilegt nýtt ár. Málaskólinn Mímir * ♦ * • * Flugeldamarkaður HAUKA Flugeldar af öllum gerðum, stjörnuljós, blys og fleira. Fjölskyldupokar af tveim stærðum. Kveðjið gamla árið og fagnið nýju með flugeldum frá Haukum. Sími 51 201. * Va \\r X 'issf ^ vVwns\« HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S: 36161 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.