Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 15 krónur renna óskiptar til fær- eysku skipanna Snarpir jarðskjálftar Raunverulegt verð til færeyskra loðnuskipa er 40,5 aurar danskir eða rétt um 15 krónur fýrir hvert kiló af bræðsluloðnu nú í byrjun loðnuvertiðar hér við land, að Kristján Ragnarsson: Ákvörðun al- menns fískverðs i sjálfheldu ÞAÐ KOM fram hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni Lands sambands islenzkra útvegs manna, á fundi með loðnuveiÖi- sjómönnum i gær, að ákvörðun um almennt fiskverð, sem nú er til umræðu í verðlagsráði sjávar- útvegsins, væri komin i sjálf- heldu. Ljóst væri að fiskkaupend- ur myndu ekki einu sinni sam þykkja óbreytt verð, þar sem staða fiskvinnslunnar væri mjög erfið um þessar mundir og enn- fremur væri Ijóst, að sjómenn og útgerðarmenn gætu ekki sam þykkt óbreytt fiskverð á sama tima og aðrir launþegar hefðu fengið gífurlegar kauphækkanir. því er framkvæmdastjóri fær- eysku fiskimjölsverksmiðj- unnar sagði i samtali við Mbl. i gær. Verðið væri réttir 42 aurar. eins og komið hefur fram, en hins vegar yrðu skip- in sjálf að greiða löndunar- kostnað en hann væri um hálfur annar eyrir á hvert kg. Framkvæmdastjórinn sagði, að hins vegar rynnu þessir liðlega 40 aurar síðan óskiptir til áhafna skipanna. og skipin þyrftu t d. ekki að greiða af verði kostnað við flutning með aflann af islandsmiðum heldur tæki verksmiðjan það að sér Hann sagði. að verðið i Færeyjum réðist af markaðsverði hverju sinni Til samanburðar nefndi hann að við upp- haf loðnuveiða færeysku bátanna hér við land i fyrravetur, sem ekki hefði þó verið fyrr en i febrúar, hefði verðið verið 43 aurar fyrir loðnukilóið en það siðan lækkað eftir þvi sem leið á veiði- timann og fituinnihaldið minnkaði. þanntg að i marzmánuði hefði það verið komið i 38 aura Samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið á loðnunni sem nú hefur veiðzt fyrir Nor.ðurlandi, er fituinnihald hennar nú um 12.5% og raunverulegt verð hvers kilós af loðnu þvi 11,95 krónur þegar tekin hafa verið með i reikninginn útflutningsgjöld af loðnu- afurðum, en eins og fram kom hjá Ólafi Daviðssyni hjá Þjóðhagsstofnun i Mbl. i gær lætur nærri að þau nemi um 1,50 kr, miðað við hvert kíló SNARPIR jarðskjálftar voru á umbrotasvæðinu norðanlands f gær, og að sögn Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, mældust tveir hinir sterkustu þeirra rétt um 4,8 stig á Richter. Sagði Páll að jarð- skjálftunum færi nú fækkandi enda þótt þeir hefðu f gær verið snarpari en áður, og einnig kvað hann landsigið vera orðið Iftið þótt þvf væri ekki með öllu lokið. Fréttaritari Mbl. í Öxarfirði, sr. Sigurvin Elíasson á Skinnastað, sagði að óróasamt hefði verið áfram á jarðskjálftanaælum hjá honum í gær, en hins vegar kvaðst hann ekki hafa haft fregn- ir af frekara landraski þar um slóðir en orðið væri og þá einkan- lega hjá Lyngási, þar sem þjóð- vegurinn hefur sigið verulega. Myndin sýnir eina sprunguna sem komið hefur í þjóðveginn við Veggjarenda, skammt frá Lyng- ási, og hverfiig landið hefur þar sigið. Iðngarðar í Breiðholt? t TILLÖGUM borgarstjóra Reykjavfkur að stefnuskrá í at- vinnumálum, sem kynntar voru f Morgunblaðinu f gær, segir svo að Reykjavfkurborg taki nú þegar upp samstarf við samtök iðnaðar- ins um byggingu iðngarða, þar sem iðnfyrirtækjum gefist kostur á að taka húsnæði á leigu eða þeim boðinn leigukaupsamning- ur. Þar segir og, að til greina komi að fyrsta framkvæmd á þessu sviði verði á iðnaðarlóðum f Breiðholti III. Morgunblaðið hafði f gær samband við borgar- Framhald á bls. 20 Norðurlands- kjördæmi vestra: Kjömefndar- fundi sjálf- stæðismanna var frestað KJÖRNEFND sjáHstæðismanna i Norðurtandskjördæmi vestra lauk ekki við að stilla upp framboðslista flokksins i kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar S fundi sinum i fyrradag. Fulltrúar Siglfirðinga kom- ust ekki til fundarins vegna ófærðar. Að sögn sr. Gunnars Gislasonar i Glaumbæ. formanns kjörnefndar, var ekki lokið við að ganga frá framboðs- listanum þegar fundi nefndarinnar var frestað og kvað hann enn ekki endan- lega ákveðið hvænær fundur yrði+tald- inn að nýju. Prófkjör fór ekki fram i Norðurlands- kjördæmi vestra heldur hefur verið gert ráð fyrir þvi. að þingmenn flokksin i kjördæminu. þeir Pálmi Jónsson á Akri og Eyjólfur Konráð Jónsson. skip- uðu áfram tvö efstu sætin en hins vegar fór fram skoðanakönnun i Skagafirði um það hver skyldi skipa þriðja sæti listans og sigraði þar Jón Ásbergsson. framkvæmdastjóri á Sauðárkróki. Bifröst flytur einn- ig fyrir varnarliðið Eimskip hefur eitt annazt þá fhitninga s.L tiu ár BIFRÖST, nýja bflaflutninga- skipið, hefur nú hafið reglu- bundnar siglingar til Bandaríkj- anna og er skipið nú á leið þangað í aðra ferð sfna. Þar mun skipið taka sendingu af nýjun. bflum til umboða hér á iandi, en að sögn Þóris Jónssonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins, mun það einnig taka annan varning f Bandarfkjunum sem til boða stendur að flytja hingað til lands. Meðal annars mun skipið taka varning fyrir herinn og flytja til landsins. Eimskipafélag íslands hefur annazt alla flutninga fyrir banda- rísk hernaðaryfirvöld til varnar- liðsins hér á landi. í samtali við Óttarr Möller, forstjóra Eimskipa- félagsins, kom fram að félagið hefði ekki haft sérstakan samning við bandarísk hernaðaryfirvöld um þessa flutninga en engu að síður algjörlega séð um þá sl. tíu ár eða frá því að bandariskt skipa- félag hætti þeim en ákvæði eru um að bandarískir aðilar skulu ganga fyrir um flutninga fyrir herinn. Kvað Óttarr samskipti þessara aðila jafnan hafa verið farsæl. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þá samkeppni sem nú væri komin fram um þessa flutninga. Sættir í Laxárdeilu: Laxárvirk jun greidir landeigendum 25 millj. SÆTTIR hafa tekizt í Lax- árdeitunni og var samning- ur undirritaður 30. desem- ber s.l. milli stjðrna Laxár- virkjunar og Landeigenda- félags Laxár og Mývatns. Fjársvikamálió í Landsbankanum: Gudmundur Skaftason hrl. ráóunautur Rann- sóknarlögreglu ríkisins HIÐ MEINTA fjársvikamál f Landsbankanum hefur vakið mikið umtal og rannsókn máls- ins er orðin allvfðtæk. Morgun- blaðinu þykir rétt að rifja upp hvernig að rannsókn málsins er staðið. Málið var kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins skömmu fyrir jól og hófst þá rannsókn þess. Hefur forræói rannsóknarinnar verið óskorað í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins allan timann. Frá up- hafi hafa Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri og Erla Jónsdóttir deildarstjóri stjórnað rannsókninni og með þeim hefur unnið Eggert Bjarnason rannsóknariögreglu- maður. Ennfremur hefur Guð- mundur Skaftason hæstaréttar- Guðmundur Skaftason. lögmaður og löggiltur endur- skoðandi veitt mjög mikilvæga aðstoð við rannsókn málsins, en hann er ráðunautur Rann- sóknarlögreglu ríkisins í bók- halds-,og endurskoðunarmál- um. Hefur Guðmundur verið og er Rannsóknarlögreglu ríkisins til ráðuneytis við skipulagn- ingu rannsóknar þessa máls og athugun bókhaldsgagna bæði að þvi er varðar öflun gagna og greinargerða af hálfu Lands- bankans og athugun bókhalds- gagna frá þeim fyrirtækjum, sem koma við sögu málsins, samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglustjóra. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur óskaó eftir ýmsum gögn- um og skjöium frá Landsbank- Framhald á bls. 20 Niðurstaðan varð sú að Laxár- virkjun greiðir landeigendum 25 milljónir króna fyrir meint rask á landi. Vextir greiðast ekki af upphæðinni, og hún greiðist í þrennu lagi, 5 milljónir við undir- skrift, 10 milljónir 1. júní 1978 og Hfmilljónir 1. júní 1979. Þeir aðilar, sem höfðuðu bóta- mál á hendur Laxárvirkjun, féllu frá öllum kröfum á hendur virkjuninni í þeim málum óg skoðast umrædd upphæð fulln- aðarbætur. Af hálfu Laxárvirkjunar voru greiðslur samkvæmt samningi þessum inntar af hendi án viður- kenningar á bótaskyldu. Samkomulag þetta var gert á grundvelli sáttatillögu sátta- nefndar, sem skipuð var Birni Helgasyni hæstaréttarritara og hæstaréttarlögmönnunum Árna Halldórssyni og Guðmundi Ingva Sigurðssyni. Margeir vann MARGEIR Pétursson sigraði danska skákmannin Iskov f 8. og næstsíóustu umferð alþjóða skák- mótsins f Ósló í gær. Er Margeir nú f 4.—6. sæti á mótinu. Forustuna hefur Ornstein frá Svíþjóð með 6 og 'A vinning, í 2.—3. sæti eru þeir Toth frá ítaliu og Litlewood frá Englandi en ásamt Margeiri í 4.—6. sæti eru Tantanen frá Finnlandi og Niklasson frá Svíþjóð. Fimm al- þjóðlegir meistarar taka þátt i þessu móti. Síðasta umferð fer fram í dag. ' „Lækkun gatnagerð- argjalda atvinnu- rekstri til hagsbóta” I TILLÖGUM borgarstjóra Reykjavfkur að stefnuskrá f at- vinnumálum er svo frá skýrt, að lagðar verði fram f borgarstjórn tillögur um lækkun gatnagerðar- gjalda af atvinnurekstri. Þar seg- ir og að jafnframt verði lóðar- leiga endurskoðuð til hækkunar. Loks segir að I þessu sambandi verði einnig athugað hvort unnt sé að veita frekari gjaldfrest á gatnagerðargjaldi en nú er gert. Til aö fræðast örlítið um þessi mál hafði Mbl. f gær samband við borgarverkfræðing, Þórð Þor- bjarnarson: „Eins og þessum málum er hátt- að i dag má segja, að gatnagerðar- gjöld séu fyrirtækjum erfiður Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.