Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 33 f /S l VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI berra stofnana fræg að endemum. Að sjálfsögðu eru þar margar heiðarlegar undantekningar. Þar er misjafn sauður í mörgu fé eins og viðast hvar annarsstaðar. Það væri freistandi að fara svolítið nánar út i þá sáima en það yrði of langt mál, og ég má ekki reyna um of á þolrif Velvakanda, þvi ég á dálítið eftir í pokahorninu enn- þá. Ég skrifaði greinina af því að mér sárnaði að skipstjórar far- skipa og áhafnir gerðu allri sjó- mannastéttinni skömm með fram- fgfði sinu. Tók mig auðvitað sár- ast að skipstjórarnir og aðrir yfir- menn voru þar í fararbroddi. Þeir töldu sig og skipin vera i mikilli hættu þarna úti áytri höfninni og færðu sem helstu rök fyrir því að haldbotn væri þar slæmur og að skipin færu að reka ef nokkuð hvessti að ráði. Víst er botninn lélegur og víst geta akkeri misst þar hald. En séu menn á annað borð vakandi og alsgáðir og skip- stjórarnir sjái um að hafa nægan mannskap um borð, þá kem ég ekki auga á hættuna, og sé um dimmviðri að ræða, þá eru öll þessi skip útbúin radar, dúptar- mæli og öðrum nýtízku hjálpar- tækjum. En það er eins og menn- irnir hafi orðið skelfingu lostnir þegar þoka skall yfir. Þeir rjúka í flauturnar og flauta í sífellu og skjóta upp neyðarljósum og brjóta með þvi siglingareglurnar. Mér fannst þetta ekki sæmandi fyrir menn i ábyrgðarstöðu eins og skipstjórastaðan er. Erlendis er þjóðin dæmd eftir framkomu hvers einstaklings sem þar er á ferð. Þar koma farmenn mjög til greina. Fyrir litla og fámenna þjóð eins og Islendinga er það eina ráðið til að geta staðið upp- réttir við hlið stærri þjóða að vinna störf sín vammlaust og koma þannig fram, að það sé landi og þjóð til sæmdar. Jón Eiríksson Drápuhlíð 13“ Þessir hringdu . . . £ Hugleiðing um námsmenn Maður sem einungis vildi láta nefna sig gamlan mann vildi koma eftirfarandi á framfæri í sambandi við langskólanám og ýmsu I sambandi við það: Oft hefur verið rætt í blöðum um heimtufrekju námsmanna og þar hafa fulitrúar þeirra talað mikið um hvað námslán þyrftu að hækka og allt í sambandi við það. Nýlega hafa birzt í blöðum fréttir af framkvæmdum Háskólans, hann hefur húsnæði hér og þar í Reykjavik, sem hann ýmist leigir eða á sjálfur, og þar eru náms- menn við nám og störf, dreift út um alla borg. Hitt hefur líka kom- ið fram að skólinn mun þurfa enn meira húsnæði, jafnvel þótt ekki fjölgi stúdentum. Þegar þetta er athugað má vel minnast þess sem námsmenn eru alltaf að segja, að aðbúnaður þeirra sé ekki alltof góður, að námslánin séu of lág og nám þeirra sé ekki metið að verð- leikum þegar reiknað er út kaup þeirra. Líta má á það hvað hefur verið gert fyrir þetta langskóla- gengna fólk á námsárum þess. Það hlýtur námslán. Það hefur jafvel getað komizt yfir eigið hús- mæði og bil og siðan þegar nám- inu sleppir gerir það kröfur um miklu hærri laun en almúginn, vegna hins langa og erfiða náms inu of langt gengið. Okkur finnst unga fólkið stundum of heimtu- frekt í dag og það verður bara að gera sér grein fyrir því að það getur ekki fengið allt i sömu and- ránni, ef það vill læra, verður það að leggja nokkuð á sig, ef það vill eignast hús og bil strax þá verður það að hefja störf á hinum al- ömenna vinnumarkaði strax! sins. Hér áður fyrr fóru menn í Háskólann og kostuðu sig sjálfir, með því að vinna hörðum höndum fyrir sér og þá finnst manni rétt að verðlauna fólk fyrir góða ástundun i námi og fyrir það að vilja leggja á sig langskólanám og allt sem þvi þarf að fylgja. En þegar allar þessar kröfur fara saman, finnst okkur gamla fólk- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétrikjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Jukstis, sem hafði hvítt og átti leik, og Zuevs: 21. Bxg5! — hxg5, 22. Rxg5 — Re5, (Eða 22. . . . Hf8, 23. Hxf6! — Rxf6, 24. Hfl) 23. Hxf6 — Bxf6, 24. Dh7+ — Kf8, 25. Bxf7 — Bxg2+ (örvænting) 26. Kxg2 — Db7, 27. Bd5 og svartur gafst upp. HOGNI HREKKVISI Þetta kalla þeir á bissnessmáli: ÁRAMÓTAUPP- GJÖR! 'á""s'u Umboðsmenn um land allt. HANSPETERSEN HFI BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161 TÍsku - sýning Föstudag kl. 12.30—13.30 Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilis- iðnaðar og Hótels Loftleiða. Sýndír verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatnaðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinn- vörum Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.