Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 17 Heimta Folkerts fram- seldan Maastricht, Hollandi, 11. jan. Reuter. HOLLENZKUR ákærandi skoraði I dag á dómstól f Hollandi að útiloka stjórn- málaleg sjónarmið og beita sér fyrir framsali hyrðjuverkamannsins Knut Folkerts, þannig að hann gæti mætt fyrir rétti fÞýzkalandi. Folkerts, 26 ára gamall, er eftir- lýstur I Vestur-Þýzkalandi fyrir aðild sína að ráni Hans Martins Schleyer og morðinu á yfirrikis- saksóknaranum Sigfried Buback. Hann var dæmdur til 20 ára fangavistar af dómstól í Utrecht i Hollandi í síðasta mánuði fyrir morð á hollenzkum lögregluþjóni. Vestur-Þjóðverjar vilja einnig fá hann í sínar hendur vegna rána og aðildar að hryðjuverkasamtök- unum RAF. Knut Folkerts Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar og fjöldi öryggisvarða gætti dómshússins í hollenzka bænum Maastricht, þar sem Folkerts hefur verið i haldi síðan í október. Við réttarhöldin glotti hryðju- verkamaðurinn og veifaði til móð- ur sinnar og f jölskyldu þegar þau komu inn i dómsalinn. Dómstóllinn mun innan tveggja vikna ákveða hvort Folkerts verð- ur færður í hendur þýzkra yfir- valda. Samkvæmt hollenzkum lögum er leyfilegt að framselja fanga til að mæta fyrir rétti í öðru landi. Tvö geimför tengd við Salyutstöðina Moskvu, 11. janúar AP SOVÉZKA geimskipið Soyuz-27 var I dag tengt við rannsöknastöð- ina Salyut-6 sem geimfarið Soyuz- 26 hefur áður verið tengt við og þar með hefur í fyrsta skipti tekizt að tengja tvö geimför við eina geimstöð. Soyuz-27 var skotið f gær með tveimur mönnum og tveir aðrir geimfarar hafa þegar dvalizt f geimstöðinni Salyut-6 I rúman mánuð. Geimför hafa áður verið tengd Myrtur ritstjóri syrgður Managua, Nica'ragua, 11. jan. AP FIMMTÍU þúsund manns gengu á eftir kistu ritstjórans Pedro Joaquin Chamorro, helzta and- stæðings einræðisstjórnar Somoza, en Chamorro var ráðinn af dögum I vélbyssu- og riflaskot- hrfð á þriðjudag. Mannfjöldinn gekk á eftir,kist- unni eftir athöfn, sem fram fór á Framhald á bls. 20 saman í geimnum eins og f sam- eiginlegri tengingu Bandarfkja- manna og Rússa f Apollo og Soyuz f júlf 1975 en tvær áhafnir frá tveimur geimförum hafa aldrei áður farið um borð í geimstöð saman. Fyrsta tilraun Rússa til að setja menn um borð í geimstöðina Salyut-6 fór út um þúfur 10. októ- ber þegar ekki tókst að tengja Soyuz-25 við stöðina. Soyuz-26 var skotið 10. desem- ber og var tengt við geimstöðina daginn eftir. Geimfararnir sem fóru með Soyuz-26, Yuri Romanenko og Georgy Grechko, hafa nú verið um borð í geimstöð- inni í 32 daga. Yfirmaður á Soyuz-27 er Vladi- mir Dzhanibekov og með honum er Oleg Makarov sem nú fer sína fyrstu geimferð. Báðir voru sagðir við góða heilsu i dag. Salyut-6 var skotið 29. septem- ber og er fyrsta sovézka geimstöð- in búin tækjum sem gerir kleift að tengja við hana við tvö geim- för. Sjónvarpið í Moskvu sýndi myndir af geimförunum klifra um borð í geimstöðina og sagði að þeir mundu verða við störf í henni í fimm daga ásamt hinum tveimur geimförunum áður en þeir héldu aftur til jarðar. Þetta gerðist... Fimmtudagur 12. janúar. 1977 — Biafra gefst upp eftir 31 mánaðar borgarastríð í Nigeriu og Ojukwu ofursti flýr úr landi. 1967 — Kínverski herinn lýsir yfir stuðningi við Mao Tse-tung i menningarbyltingunni í Kína. 1966 — Lyndon B. Johnson for- seti lýsir þvi i yfirlitsræðu um ástand rikisins, að bandariska herliðið í Vietnam verði þar um kyrrt unz árásinni á landið hafi verið hrundið. 1964 — Uppreisn á Zanzibar; soldáninn rekinn. 1958 — Rússar leggja til að svæðið frá Norðurheimskauts- baug til Miðjarðarh.afs verði lýst kjarnorkuvopnaiaust. 1945 — Óskipulegt undanhald Þjóðverja frá Ardennafjöllum. 1944 — Fundur Winston Churchills og Charles de Gaull- es í Marrakesh. 1879 — Strið Breta og Zuiu- manna hefst. 1848 — Jarlinn af Dalhousie tekur við starfi landstjóra á Indlandi. — Uppreisn hefst gegn spillingu Bourbona í Palermo. 1821 — Ráðstefnan i Laibach hefst. 1684 — Loðvik XIV gengur að eiga Madame de Maintenon. 1598 — Klement páfi tekur hertogadæmið Ferrara her- skildi. 1519 — Maximillian keisari I deyr. Afmæli: Hermann Göring, þýzkur nazistaleiðtogi (1893—1946). Edmund Burke, stjórnskörung- ur af írskum ættum (1729—1797). John Hancock bandarískur stjórnmálamaður (1737—1793). llugleiðing dagsins: Það er auðveldara að veiða flugur með hunangi en ediki. (Enskur málsháttur). * Bókmenntaverdlaun Norðurlandaráðs: Verðlaunabókin fjallar um aðstæður á nútíma- vinnustad í Noregi NORSKI rithöfundurinn Kjart- an Flögstad, sem fær bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs f ár, er fæddur f Sauda á Rogalandi árið 1944. Hann hef- ur stundað ýmis störf, m.a. ver- ið iðnverkamaður og sjómaður en einnig stundað háskólanám 1 tungumálum, bókmenntum og fleiru. Flögstad gaf út sitt fyrsta verk á árinu 1968, ljóðasafnið „Velfart" og ári seinna annað ljóðasafn. Hlutu þessi verk hans mikið lof og sömuleiðis bók hans „Den hemmelige jubel“ sem út kom 1970. I smásagnasafninu „Fang- liner“ sem út kom 1972 leitað Flögstad í fyrsta sinn fanga í atvinnulffinu með frásögnum úr störfum í iðnaði og á sjó. Ari siðar gaf hann út þýðingar á verkum frá Suður-Ameríku og Kúbu og 1974 sendi hann frá sér skáldsöguna „Rasmus." Flögstad hefur einnig skrifað tvær sakamálasögur undir dul- nefninu K. Villum. Bókin sem Flögstad fær bók- menntaverðlaunin fyrir fjallar eins og nafnið bendir til um vinnuaðstæður í einu stærsta iðnfyrirtæki Norðmanna. 1 bók- inni er jafnframt fjallað um þær andstæður sem skapast milli gamalgróins landbúnaðar- samfélags og þeirrar miðstýr- ingar sem fylgir i kjölfar nútfma stóriðju. Spánverjar ætla að færa út í200mflur Madrid, II. janúar. AP. SPÆNSK þingnefnd sam- þykkti f dag áætlun um útfærslu spænskrar fisk- veiðilögsögu í 200 mflur. Lögsagan verður færð út á Atlantshafi en ekki á Miðjarðarhafi. Stjðrnin mun taka til athugunar hvort lögsagan skuli einn- ig færð út á Miðjarðarhafi. Spænska stjórnin og báð- ar deildir þingsins munu fjalla um útfærsluna og frumvarpið um útfærsluna verður síðan birt í lögbirt- ingablaði stjórnarinnar. Lögin taka gildi þegar þau hafa verið birt í lög- birtingablaðinu eftir um það bil f jóra eða fimm mán- uði. Hungur- verkfall í Prag og Vín Vln. 11. jan. AP. FJÖLDI baráttumanna fyrir auknum mann- réttindum í Prag hyggst fara í hungurverkfall á fimmtudag til að reyna að fá tékknesk yfirvöld til að leysa fréttamanninn Jiri Lederer úr haldi, að því er talsmaður Amnesty Inter- national skýrði frá í dag. Lederer var einn af þeim er undirrituðu mannréttindaskjalið 1977 í Tékkóslóvakíu í janúar á síðasta ári. 1 október s.l. var Lederer dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar eftir að dómstóll hafði fundið hann sekan um undirróðursstarfsemi gegn ríkis- stjórninni. Talsmaður Amnesty Inter- national gaf ekki upp nöfn baráttumannaanna, sem hyggja'á hungurverkfallið. Baráttumenn fyrir auknum mannréttindum, sem flutZt hafa til Austurríkis, tilkynntu að þeir mundu efna til hungurverkfalls fyrir framan tékkneska ferðaskrifstofu í Vin til að sýna samstöðu með baráttu- mönnunum i Prag. Dagblaðið Kurier i Vín skýrði frá því :ð lögreglan í Prag hefði barið á Landislav Hejdanek i síð- ustu viku, en hann var einn af þremur opinberum talsmönnum tékknesku mannréttindahreyf- ingarinnar 1977. Leikritaskáldið Avel Kohout, annar virkur leiðtogi tékknesku mannréttindahreyfingarinnar, skýrði frá því í sjónvarpsviðtali i austurríska sjónvarpinu, að lög- reglan i Prag færi með sig eins og morðingja. Hæstiréttur Tékkólóvakíu mun á morgun taka til meðferðar áfrýjun fjögurra andófsmanna, sem dæmdir voru til þriggja ára fangavistar fyrir undirróðurs- starfsemi. Aðeins einn hinna ákærðu leik- stjórinn Ota Ornest, kvaðst sekur Framhald á bls. 20 (Sfmamynd AP) Btikkdósum og plastítátum mótmœtt RISASTÓRRI kókdós var í gær komið fyrir á gang- stéttinni framan við sendiráð Bandaríkjanna í London, að sögn til mótmæla notkun íláta sem ekki má nota nema einu sinni. Það voru félagar í klúbbn- um „Vinir jarðar“ sem komu með dósina og stóðu siðan í mótmælastöðu fyrir framan sendiráðið til að vekja athygli á málstað sínum. „Vinir jarðar“ telja að með því að selja drykki eins og Coca Cola í flöskum sem nota má oftar en einu sinni megi spara peninga og að auki verja jörðina frá því rusli sem verður til við notkun blikkdósa og plastíláta. Hug- myndin í gær var sú að færa sendiráðinu stóru dósina að gjöf, en sendiráðsmenn vildu ekki þiggja hana sögðust ekki vilja taka á móti sorpi til að fleygja. Næstu aðgerðir „Vina jarðar" verða að senda mikinn fjölda tómra dósa til Hvíta hússins í Washington frá ýmsum stöðum í Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi til að ítreka enn viðhorf sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.