Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 25 Þóroddur Guðmundsson: Mér er enn f bernsku minni, þegar kom út Lesbók handa börn- um og unglingum, sem þeir völdu efnið i Guðmundur Finnbogason, Jóhannes Sigfússon og Þórhall- dur Bjarnarson. Heftin voru þrjú. Og hvílíkur fögnuður var mér ekki að þessum bókum, sem opn- uðu fyrir mér heiminn, fortíð hans og nútíð, fjarlægð og ná- lægð, töfra og tign öræfa, skemmtun þjóðsagna og ævin- týra, fegurð skáldskapar og dýrð lífsins! í enn þá nánari snertingu við þetta allt saman komst ég þó, þeg- ar ég sem íslenzkukennari árum saman las með unglingum og leið- beindi þeim við yfirferð Lestrar- bókar Sigurðar Nordals og Guðna Jónssonar (Forn-fslenzkrar lestr- arbókar) eftir frjálsu vali og í samráði við þá. Ég fékk tækifæri tii að kynna mér og túlka.fyrir þeim éfni þessara bóka, aftt frá speki Háavamála og furðum Völu- spár, snilld Hrafnkels sögu, áhrifamætti Njáls brennu og Sovldarorustu til fegurðar nú- tímaljóða. Líklega er ekki eins gaman að neinu og lesa bókmenntir með börnum og unglingum. Tilbreytn- in getur verið óendanleg, fái mað- ur að vera frjáls, eins og ætti að vera, séu skölayfirvöldin ekki að sletta sér fram í það, sem þeim kemur ekki við og þau hafa oft minni skilning á en kennarinn? Hver ætti líka að hafa annað eins vit á efninu og þaulreyndur kenn- ari? Aldrei komst ég eins nærri unglingunum og þegar við lásum saman t.a.m. Tungustapa, Djákn- ann á Myrká eða Galdra-Loft í þjóðsögunum ellegar Heimþrá eftir Þorgiis gjallanda og Gamla heyið hans Guðmundar á Sandi. Hér um daginn fékk ég bækl- inginn Um iestrarbækur hjá Menntamálaráðuneytinu, saminn að uppistöðu til af 5 mönnum 1971. Síðan taka aðrir menn við starfinu árin 1974—’75, og loks veturinn 1976—’77 eru enn aðrir menn látnir annast framhald þess og gera athugasemdir við verkið hjá fyrirrennurum sínum. Þegar tillögur um lestrarefnið hafa gengið í gegnum þrjá hreinsunar- elda eru komnar til sögunnar hug- myndir um það og fengið nokkurs konar efnisyfirlit lestrarbókanna. Nú eru kennarar beðnir að senda álit sitt um viðbætur og úrfelling- ar. Þó að sá, er þetta ritar, sé nú ekki lengur í hópi starfandi kenn- ara, er honum málið svo skylt, að hann getur ekki orða bundizt, og það af þremur ástæðum: sem fyrrverandi kennari, höfundur og þýðandi, einkanlega bundins máls. Ég ætla því að gefnu tilefni að gera athugasemdir við tillögur þessarar heiðruðu nefndar og eft- irlitsmanna hennar. Auðvitað dettur lesanda þessa bæklings í hug sitt af hverju, sem hann sakn- ar, t.d. efni eftir heiian hóp álit- legra rithöfunda, sem hafa vérið útilokaðir, og spyr sjálfan sig, hvers vegna þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum þessarar þríeinu nefndar. Óneitanlega læðist að honum grunur þess efnis, að hún hafi haft löngun til að greina milli sauða og hafra, útvalinna og úti- lokaðra rithöfunda. En ekki nóg með það. Fjöldi ritgerða, kvæða og leikþátta úr fyrri tiðar lestrarbókum, þaul- reyndra að ágætum, hvað vin- sældir snertir, hefur verið felldur niður. Hvers vegna hefur t.a.m. nefndin ekki lagt til, að teknar væru í fyrirhugaðar lestrarbækur hinar ágætu greinar t Herðu- breiðarlindum eftir Þorvald Thoroddsen, sem birtist i Lesbók handa börnum og unglingum, og t seii eftir Jakob Kristinsson, sem birtist í einhverri annarri lesbók, báðar dæmigerð iistaverk, hvor á sinn hátt? Ekkert af hinum kími- legu kvæðum og sígildu sögum Jakobs Thorarensens, ekki held- ur snilldarhugvekjum Guðmund- ar Finnbogasonar né Þórarins Björnssonar, því síður afbragðs frásögnum Einars 01. Sveinssonar hafa verið teknar með i tillögurn- ar. Sama máli gegnir með Gretar Fells. Við fljóta athugun verður ekki vart, að tillögur séu gerðar um efni frá eftirtöldum höfundum, og vantar þó efalaust miklu fleiri, ef að er vandlega gáð: Agn ar Þórðarson, Bragi Sigurjónsson, Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli, Gréta Sigfúsdóttir, Er- lendur Jónsson, Guðmundur Frí- mann, Heiðrekur Guðmundsson, Hreiðar Stefánsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jenna Jensdóttir, Jón Björnsson, Jón Helgason (rit- stj.), Kári Tryggvason, Sigurður Jónsson frá Brún, Sigurður Ro- bertsson, Páll H. Jónsson, Þor- björg Árnadóttir, Þóroddur Guð- mundsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Eru þó sumir þeirra alkunnir barnabókahöf- undar, hafa skrifað tugi bóka, og hefur efni sumra þeirra verið valið i erlendar lestrarbækur. Þar sem óskað hefur verið eftir tillögum „um hvað brott megi falla og hvað velja mætti í stað- inn,“ leyfi ég mér að fara fram á að verulegur hluti þess efnis höf- unda sem nefndin mælir með að mest sé tekið eftir, verði fellt nið- Þóroddur Guðmundsson. ur, en efni eftir ofangreinda höf- unda og væntanlega ýmsa aðra, sem nefndinni kann að hafa sést yfir, en verðugir kunna að virðast við nánari athugun verði tekið, einmitt eftir bendingum frá þeim sjálfum, því að hver er sínum hnútum kunnugastur. Að vfsu er um sjálfan mann örðugt að dæma, óhlutdrægt, en þar má hafa hliðsjón af annarra vaii f lestarbækur og úrvöl, þar sem það liggur fyrir. Vil ég leyfa mér að gera mjög takmarkaðar bendingar og eingöngu um bund- ið mál, af því að ég hef einbeitt mér að þvi aðallega. í Lestrarbók handa gagnfræðaskólum , sem þeir völdu efnið i Arni Þórðarson, Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar Guðmundsson, tóku þeir ljóðið Aftansöng út (Sólmánuði) eftir undirritaðan, og hefði þó Sumar- kvöld (í Sefafjöllum) líklega hæft betur. En það er um svipað efni og öllu betur kveðið. Jóhann- es úr Kötlum valdi kvæðið Blóð- berg í Nýju skólaljóðin, og virðist honum hafa þótt það vel hæfa. Hér vii ég einnig benda á úrval Menningarsjóðs, tslenzk Ijóð, f þrem bindum, 1944 — 1973, þar sem ég á alls 10 kvæði. Fýrir fáum dögum kom út Islenzkt Ijóðasafn, tuttugasta öld, 1., valið af Krist- jáni Karlssyni bókmenntafræð- ingi og skáldi. Honum hefur þótt sæma, að í því birtust m.a. 4 ljóð eftir undirritaðan, og hika ég ekki við að telja að minnsta kosti tvö þeirra, Upprisuhátfð og Afa- Rauður, henti vel í lestrarbók fyr- ir unglinga. Allt er þetta þó lítils vert, og kæmust væntanleg lestrarbækur vel af án tilgreindra ijóða. Hitt ætla ég, að meiri missir sé að, að nefndin sleppir með öllu að taka ijóðaþýðingar undirritaðs í lestr- arbækur sínar. Ætla ég, að sumar þeirra heyri undir „Menningu f ólíkum myndum”, eins og hún skilgreinir hugtakið á bls. 2, hvað erlenda menningu áhrærir. Skýr- skota ég þá fyrst til Þýddra ljóða frá 12 löndum og nefni nokkurn veginn af handahófi eitt ijóð frá hverju landi, sem ég tel við ung- linga hæfi: Frá Færeyjum: Þú gengur fram með ánni, eftir Chr. Matras; frá Danmörku: Söngur sögunnar, eftir Jeppe Aakjær; frá Noregi: Ég eigra mér, eftir Arn- ulf Överland; frá Svfþjóð: Agnes Kariotta, eftir Olof Lagercrantz; frá Finnlandi: Vetrarbrautin, eftir Zachris Topelius; frá Skot- landi: Fagra Laxá, eftir Robert Burns; frá Wales: Og dauðinn fær aldrei yfirráð, eftir Dylan Thom- as; frá Englandi: Evelyn Hope, eftir Robert Browning og frá ír- landi: Barn heillað af álfum, eftir William Butler Yeats. Síðast en ekki sízt vil ég minn- ast á tvo ljóðaflokka sem ég þýddi eitt sinn eftir William Blake, Söngva sakleysisins og Ljóð Iffs- reynslunnar. Þau komu út 1959. An efa mætti gera betri þýðingar á þessum Ljóðum. En svo undar- lega vill til, að ummæli ensku- mælandi bókmenntafræðinga, sem einnig eru fram úr skarandi vel að ser í íslenzku, eru mjög svo lofsamleg. A ég þar við dóm G. Turville- Petre, prófessors i Ox- ford, og Gwyn Jones, prófessors við háskólann i Wales, er ég hafði sent þeim bókina nýútkomna. Prófessor G. Turville- Petre farast þannig orð m.a.: „Ég skrifa til að þakka þér hrff- andi þýðingar á Blake, skáidi, sem ég er sérstaklega hrifinn af. Að mínu áliti, er túlkun þfn fuli- komlega heppnuð. Eg er sérstak- lega ánægður með þýðingar þínar á Blake.“ Þess má geta, að próf G. Turiville-Petre er frábærlega vel að sér í fslenzku og íslenzkum bókmenntum. Ég hlýddi eitt sinn á han flytja erindi um Eddukvæði f Háskóla Islands. Hann talaði ís- lenzku og það eins og bezt verður gert. Svipað er mér sagt, að prófessor Gwyn Jones sé farið, en ekki hef ég heyrt hann tala fslenzku. Hann sagði hálfum mánuði eftir að bók- in hafði borizt til hans og hann lesið þýðingarnar vandlega: „Ég dáist að verki þínu og því yndi, sem það hefur fært mér. Ég er sannfærður um, að íslenzkir lesendur munu verða fyrir undur- samlegum áhrifum af Blake við lestur þýðinga þinna. Þú hefur náð hrynjandi Blakes með frá- bærri leikni.” En þetta var ein- mitt þyngsta þrautin við þýðing- arnar, og þar naut ég óþreytandi alúðar og óbrigðullar smekkvísi Einars Ól. Sveinsson við þetta vandasama verk. En fyrst ég er farinn að tala um íslendinga, ætla ég að vitna í rit- dóm, sem skáldið Jakob Jóh. Smári skrifaði i Eimreiðina um þýðingarnar, hann segir: „Þ.G. hefur ráðizt f það vandaverk að þýða tvo ljóðaflokka eftir Blake, og er það mjög erfitt verk, hvort sem ljóðin eru einföld og barnsleg eða dul og táknræn. Eg hef borið þýðingarnar saman við frumtext- ann og fæ ekki betur séð en að þýðingarnar séu með miklum glæsibrag og jafnvel að hann lyfti ögn undir höfundinn, þar sem manni virðist hann dotta, eins og sagt var, að Hómer gerði stund- um. „(Eimr. 3. h. 1961). Loks er að geta þess, að snjall bókmenntaklerkur, Benjamín Kristjánsson, benti mér á, að ljóð Blakes hentuðu mér vel til þýð- inga og sendi mér meir að segja Songs of Innocence og Songs of Experience (líklega það eina ein- tak, sem hann átti) i því skyni. Hann skrifaði mér eftir að hafa lesið þýðinguna: „Berðu ekki áhyggju út af þýðingum þínum. Þær mæla með sér sjálfar. Kannske tekur það tíma, að menn átti sig á þeim. Sjálfur Blake þurfti að bíða 100 ár eftir viður- kenningu. En allt sem gott er, hlýtur viðurkenningu um sfðir. Þessi stef eiga eftir að berast inn í vitund þjóðarinnar, vera sett í barnabækur og til þeirra vitnað.” (Dags. 12. jan. ’60). Hér má geta þess, að íslenzka útgáfan af Ljóðum Blake’s er löngu uppseld, og hefur nokkrum sinnum verið sótt um að nota ýms- ar þeirra í sjónvarp og einu sinni í útvarp. Björn Th. Björnsson not- aði þær í þættinum Á hljóðbergi eitt sinn. Ég nefndi sérstaklega úr Söngvum sakleysisins: Vor, Lambið, 1 Hamingjudal og Barn- fóstruljóð og úr Ljóðum lífs- reynslunnar: Flautuna, Tfgris- dýrið, Flakkarann litla og Eitur- tréð sem heppilegt efni i lestrar- bækur — og reyndar handa full- orðnum lika. En umfram allt: Af þessum ljóðum Blake’s má æskulýður framtíðarinnar ekki missa hér á landi frekar en í öðrum löndum hins menntaða heims. Ef þýðing- ar mínar eru ekki nógu góðar, verða aðrir að gera betur. Og sé valið í fyrirhugaðar lestrarbækur ekki nógu gott — og á það vantar enn mikið, að mínum dómi, verð- ur að gera betur. Lestrarbækurn- ar verða að líkindum notaðar mörg, mörg ár. Og það veltur á miklu fyrir framtíðarmenningu þjóðarinnar, að þær verði vel úr garði gerðar. Þóroddur Guðmundsson. Um lestrarbækur Fréttabréf úr Hrunamannahreppi: Hafist handa við smíði leiguíbúða fyrir aldraða Um áramót er gjarnan litið til baka yfir liðið ár og einnig reynt að skyggnast fram á veginn hvað hið nýja ár muni bera í skauti sínu, því „mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið”. Yfirleitt má segja að sæmilega vel hafi viðrað til búskapar hér f Hrunamannahreppi á s.l. ári. Veturinn eftir áramót var kaldur en hægviðrasamur og snjóléttur svo að jarðklaki gekk mikið í jörð. Þrutu vatnsból á nokkrum bæjum til erfiðleika og ama fyrir bú- endur. Vegna hins mikla jarðklaka greri jörð fremur seint og jarð- vinnsla og sáning var með seinna móti. Grasspretta á túnum varð þó f góðu meðallagi og nýting heyja góð, þar sem heyþurrkar voru góðir f byrjun ágústmánaðar en júlímánuður var erfiður til heyskapar sökum rigninga. Hausttíð var ágæt fram til nóvember. Kýr héldu þvf vel á nyt sinni á haust og dilkar, sem komu með rýrara móti af fjalli, bötnuðu við beit á há og grænfóðri og urðu f meðallagi til frálags. Síðan í nóvemberbyrjun hefur verið rysjótt kuldatíð utan viku hlýðviðriskafla í byrjun desem- ber, og nú er hér talsverður snjór á jörð. Framkvæmdir voru töluvert miklar hér í sveit á s.l. ári, eins og oft áður. Byggð voru tvö fjós, var annað tekið i notkun en hitt er skemmra á veg komið. Þau koma i staðinn fyrir gömul og úrsérgeng- in fjós. Þá var á einum bæ byggt við fjósið lausgönguhús fyrir geldneyti. Þrjú gróðurhús ásamt pökkunarhúsum voru byggð, verkfærahús á einum bæ ogpökkunarsalur og frystiklefi við alifuglasiáturhúsið í Miðfelli. Eitt stórt alifuglahús komst undir þak. Af fbúðarhúsum munu vera 14 í smíðum og munar þar mest um auknar byggingar á Flúðum og er sveitarfélagið m.a. að byggja tvær leiguíbúöir. Einnjg voru byggðar nokkrir sumarbústaðir að Reykja- bóli, en þar er skipulagt sumarbú- staðahverfi. Þá var í haust byrjað á vegum sveitarinnar að byggja leigufbúð- ir fyrir aldraða. Var steyptur grunnur að húsi fyrir þrjár fbúðir og er ætlunin að þetta hús verði fokhelt fyrir næsta haust. Gert er ráð fyrir miklum stækkunar- möguleikum við þetta svokallaða elliheimili. Hefur það hlotið nafn- ið Heimaland. Er mikill áhugi fyrir þessari framkvæmd hér og hafa Heimalandi þegar borist rausnarlegar gjafir. Túnrækt og framræsla hefur verið svipuð og undanfarin ár. Ég hygg, að afkoma bænda hér um slóðir hafi verið mjög misjöfn s.l. ár, enda búgreinar margar og misjafnlega arðbærar. Lökust mun afkoman vera hjá bændum, sem þurfa að kaupa mikið vinnu- afl og greiða miklar.afborganir af byggingum eða öðrum fjár- festingum. Rekstrarvörur hafa hækkað gífurlega í verðbólgunni en afurðaverð ekki að sama skapi. Þá koma fullnaðargreiðslur fyrir afurðir allt of seint, oftast ekki fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. Um þessi áramót eru bændur mjög uggandi um framtið sina og efnahag. Þeir hafa dregist aftur úr i kapphlaupinu mikla á eftir gullkálfinum, sem reyndar er fyrir löngu orðinn 'að verðbólgu- ófreskju, er ræðst nú að þjóðinni með kjafti og klóm og skaðar hana óbætanlega verði þetta óféti ekki að velli lagt hið bráðasta. Gleðilegt ár. Sig. Sigm. Klámblaðsútgefandi gerist siðfrömuður Columbus, Ohio. 8. janúar. AP. FYRRVERANDI útgefandi klámblaðs í Bandarikjunum, Larry Flynt að nafni, hefur sett auglýsingar í átta af stærstu sunnudagsblöðum þar í landi og boðið milljón dollara hverj- um þeim, er gefið gæti upplýs- ingar, er leitt gætu til hand- töku þeirra, er stóðu að baki morðinu á John F. Kennedy 1963. Sagði Flynt sem er eig- andi tímaritsins „Hustler" en hefur sagt af sér störfum sem útgefandi f auglýsingunni að almenningur ætti rétt á að fá að vita hver myrti forsetann f raun og veru f Dallas. Var hinn sami Flynt dreginn fyrir rétt fyrir nokkru á þeirri forsendu að hann hefði útbreytt klám I Atlanta. Howard Spies, varaforseti Larry Flynt- útgáfufyrirtækisins. greindi frá þvf að Flynt hefði upplýs- ingar, er gæfu honum tilefni til að ætla að Lee Harvey Oswald hefði ekki verið einn f ráðum, þegar Kennedy var skotinn. Spies gaf hins vegar ekkert upp um hvers vegna Flynt hefði færst þetta f fang en sagði að hann hefði ráðgert þessa her- ferð sfna fyrir tveimur mánuð- um. Flynt hefur skýrt frá þvf að hann afi orðið fyrir trúarleg- um áhrifum frá Ruth Carter systur Carters forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.