Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 29
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 29 \ Nálar- stungu aðferðin + Við höfum heyrt talað um hina 5000 ára gömlu lækningaaðferð kínverj- anna, nálarstunguaðferð- ina, sem læknar hvers konar mannleg mein. En hún á ekki síður við dýr. Hundurinn Boris á heima í Kaliforníu. Aft- urhluti hans var lamaður en það er nokkuð algeng- ur sjúkdómur hjá þessari hundategund. Eigandi hans fór með hann til San Fernando Valley sem er um 400 km leið en þar hafði hann frétt af dýralækni sem væri far- inn að nota þessa aðferð til að lækna hunda. Strax eftir fyrstu heimsóknina til dýralæknisins gat Bor- is gengið en lamaðist fljótlega aftur. Eftir að hafa fengið nálastung- urnar fimm sinnum virð- ist hann heilbrigður. Kín- verjar hafa notað þessa lækningaaðferð jafnlengi við dýr og menn eða í um það bil 5000 ár. Þeir hafa notað hana við kýr, svín, hesta og jafnvel hænsni en hvergi er þess getið að þeir hafi beitt henni við hunda, þeir átu þá í stað- inn fyrir að lækna þá. Það var ekki neinum erfiðleikum bundið að fá Boris til að vera rólegur meðan á meðferðinni stóð. Fjölgar hjá Burton + Fjórða kona Riehard Burtons, Susy á von á barni í apríl. Susy var áður gift kappaksturs- hetjunni James Hunt. + Spænski málarinn heimsfrægi Salvador Dali hef- ur nú sest að í Monaco. Listamaðurinn sem orðinn er 73 ára segist óttast að kommúnistar nái völdum á Spáni. Vinir hans segja þó að ástæðan sé sú að Dali sem á jarðeignir á Spáni, sé móðgaður vegna þess að Juan Carlos konungur vill ekki leyfa honum að taka sér nafnbótina „Marquis de Cadaques" en nafnbót- inni fylgja miklar skattaívilnanir. KJORGARÐI Gluggatjaldadeild Útsala Gluggatjöld, mikill afsláttur. Velúrbútar, jóladúkar, dagatöl og fl. mikill afsláttur. Stjórnunarfélag íslands Nú er það skattframtalið: SKATTSKIL EINSTAKLINGA með sjálfstæðan atvinnurekstur Stjórnunarfélagið gengst fyrir nám- skeiði í skattskilum fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur dag- ana 1 8—20 janúar. sem stendur i 9 klst. samtals áð hótel Esju. Skattframtöl hafa löngum valdið framteljendum erfiðleikum Einkum á þetta við um einstaklinga, sem hafa sjálfstæðan atvinnurekstur með höndum Námskeiðinu er ætlað að auka skilning á skattamálum. auðvelda þátttakendum gerð framtala og gera þeim léttar um að átta sig á þvi, hvenær sérfræðiþjónustu er þörf Leiðbeinandu.Atli Hauksson, löggilt- ur endurskoðandi Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa Stjórnunarfélagsins að Skip- holti 37, sími 82930 og þar fer einnig fram skráning þátttakenda Biðjið um ókeypis upplýsingabækling um starfsemi félagsins Stjórnunarfélag Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.