Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1878 „Það er ekki hægt að afsaka þettalengur,, „Ættum við að vera saman?“ er bók sem er nýkomin út f þýðingu Bryndfsar Vfglundsdóttur og seg-ir f máli og myndum'frá'Tómasi, þvf sem hann getur gert einn eðaimeð aðstoð annarra. Þroskaheft barn getur fæðst inn í hvaða fjölskyldu sem er og þvi hljóta málefni þroskaheftra að varða okkur öll. Um allan heim hafa ný viðhorf rutt sér til rúms gagnvart þroskaheftum, sem hafa það að markmiði, að ekki megi meðhöndla þá sem sérhóp, sem frábrugðinn sé öðru fólki, heldur verði þeir viðurkenndir sem eðli- legur hluti af þjóðinni, fólk sem á að hafa réttindi til jafns við aðra og njóta viðurkenningar og virð- ingar eins og annað fólk. Landssamtökin Þroskahjálp opnuðu nýlega skrifstofu að Há- túni 4A í Reykjavík. Þar fann blaðamaður fyrir nokkra f fram- kvæmdaráði samtakanna, þau Margréti Margeirsdóttur, Jón Sævar Alfonsson og Helgu Finns- dóttur, sem þar sátu og skegg- ræddu á fundi en samtökin voru stofnuð i þeim tilgangi að sam- eina öll þau félög og hópa í eina heild, sem vinna að málefnum þroskaheftra í landinu. Þeim var bókstaflega útskúfað Sp.: Hvaða merkingu leggið þið í orðið þroskaheftur? Helga: t reglugerð um sér- kennslu er það skýrgreint þannig að þroskaheftur sé sá sem af þekktum eða óþekktum ástæðum er þannig ástatt um, að hann get- ur ekki af eigin rammleik náð eðlilegum þroska, andlega eða líkamlegum, til almennrar þátt- töku í þjóðfélaginu. En við grein- um þroskahefta í fimm hópa: hreyfilamaða, fjölfatlaða, sjón og heyrnarskerta, vangefna og geð- truflaða. Þessir hópar þurfa í raun allir nákvæmlega sömu þjóð- félagslegu aðstoðina. Niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið erlendis hafa sýnt að um 1,5—2% fæddra barna þarfnast verulegrar aðstoðar til þroska á uppvaxtarárum sínum og um 1% meiri eða minni aðstoð- ar alla ævina. En þroskaheftir eru ekki neinn sérhópur í þjóðfélag- inu, sem ber að meðhöndla á frá- brugðinn hátt, sem allt fram á þennan tíma hefur þýtt lakari meðferð en á heilbrigðu fólki, þ.e. þeim var bókstaflega útskúfað. Margir sem ekki hafa gengið i gegnum þá reynslu að eignast þroskaheft barn eða kynnast þroskaheftu barni, álita að ekkert sé hægt að kenna þeim varðandi „almennar" lifsvenjur, eru í framkomu við þau fullorðin eins og þau væru óvita börn og halda jafnvel að það sé kurteisi að líta undan þegar þeim er mætt á götu. Meðhöndla þau þannig á þann hátt, sem allir geta verið sammála um að væri stórhættulegt fyrir börn með eðlilega greind, en svör- un hins þroskahefta hlýtur að vera i samræmi við það viðmót sem það fær, eins og heilbrigðs barns. Þroskaheft barn er oft með- höndlað eins og það væri barn alla ævi þess. Það ætti alls ekki að gera, því flest taka þau út líkam- legan þroska, þó að vitsmunaleg- ur þroski sumra sé oft á svipuðu stigi og hjá börnum. Umhverfið á að vera eðlilegt Sp.: Ertu ekki einmitt kominn inn á svokallaða „normaliser- ingu“ sem ég ætlaði að fá ykkur til að skýra? Hvað felst í því? Margrét: „Normalisering" eða „aðlögun að eðlilegum lifnaðar- háttum" merkir ekki, að þvinga eigi og þjálfa þroskahefta til að verða „eðlilegir“ heldur að um- hverfi þroskaheftra eigi að vera eðlilegt fyrir þá. Þetta á við um alla þroskahefta, hvort sem þeir eru mikið eða lítið heftir, ungir eða gamlir, hvort sem þeir búa á heimilum eða stofunum. Jón Sævar: í eðlilegum lífshatt- um felst, að hinn þroskahefti á að fara á fætur og klæða sig, jafr.vel þó hann sé alvarlega þroskaheft- ur. Það er þeim engan veginn til „I ANNARRI byggingu á hæli nr. 1 voru tvær stórar stofur, borðsalur og stór svefnsalur, sem var jafnframt eina svefn- herbergiið. Þarna bjuggu 104 nokkuð þroskaheftir og alvar- lega þroskaheftir karlmenn. Stór hurðarlaus salerni sneru beint að dagstofunum. D:g- stofurnar, sem einnig voru án hurða, voru báðar opnar inn I svefnsalinn. Þar sem margir vistmenn héldu sér ekki hrein- um, hafði risastóru loftræst- ingakerfi, sem stóð á háum súlum, verið komið fyrir í öðr- um enda svefnsalarins í þeim tilgangi að eyða óþægilegri lykt. Meðfram einum veggja svefnsalarins voru ein- angrunarklefar fyrir þá vist- menn, sem voru órólegir eða til óþæginda. 1 hverjum klefa var salerni og einn tréstóll. A gólfinu f einum klefanum lá nakinn maður með hægðir f höndum sér. Eg fékk að vita, að gæzlumenn á þessari deild, sem voru 104 karlmenn, væru þrír — oftast nær. Stundum þó aðeins einn. A deildinni voru ekki nógu margir stólar fyrir alla vistmennina. Meirihluti þeirra manna, sem ekki sátu, ráfaði stefnulaust um, sumir naktir og aðrir hálfklæddir einföldum fatadulum. Mjög fáir vistmenn yfirgefa nokkru sinni hælið eða hið innbyggða útivstarsvæði þess“. (Útdrátt- ur ú kaflanum „Heimsókn Norðurlandabúa á amerfsk fá- vitahæli" eftir Bengt Nirje) góðs fremur en öðrum að „liggja fyrir“ í tilbreytingalausri veröld, það verður að hjálpa þeim til og miðla þeim þeirri reynslu að at- hafnir hvers dags hafi þýðingu. Afleiðingar þess að vernda þau um of geta orðið allt annað en mannúðlegar þegar tímar líða. Helga: Það er mikilvægt að þroskaheftir séu klæddir í góð föt og falleg ekki síður en þeir heil- brigðu, ánægju þeirra sjálfra vegna og með því skera þau sig ekki úr innan um annað fólk þess vegna. Það verður að hugsa mjög vel um útlit þeirra, það þarf að aðstoða þau til þess að þau geti tileinkað sér það og öðlast sjálfs- — Viðtal við baráttumenn fyrir málefnum þroskaheftra vitund sem einstaklingar. Þeir eiga t.d. líka að neyta matar síns við eðlilegar og heimilislegar að- stæður. Margrét: 1 nútímaþjóðfélagi stundar venjulegt fólk vinnu utan heimilis síns, sækir skóla og tekur þátt í tómstundastarfi fjarri heimili sínu. Þetta á einnig að gilda um þroskahefta. Þess vegna er óeðlilegt umhverfi stofnana, þar sem hinn þroskahefti eyðir ævinni innan veggja þeirra allan sólarhringinn. Það er nauðsynlegt að byrja þjálfun og kennslu, sem allra fyrst og kenna þeim að þekkja umhverfið, sem veitist þeim oft örðugra en venjulegu fólki. Það þarf að gæta þess, að hinn þroska- hefti hafi eitthvað uppbyggjandi fyrir stafni mestan hluta dagsins. Þegar hinn þroskahefti hefur fengið nægilega þajflun, getur hann upp á eigin spýtur notfært sér það frístundadagaman, sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Með nægilegri aðstoð við hina þroskaheftu, er ótrúlegt hversu langt er hægt að ná. Erlendis eru öll tæki notuð við kennslu og þjálfun þeirra, segulbönd, kvik- myndir, allt, en hér á landi má hver þakka fyrir að fá einhverja kennslu. Helga: Þroskaheft barna hefur geysilega þörf fyrir blíðu og örv- un. Það verður að alast upp í hlýlegu umhverfi, sem býður upp á þroskandi reynslu og andlegt jafnvægi. Við eðlilegar aðstæður lifir lítið barn í heimi sem sér- staklega er útbúinn fyrir það og fáir einstaklingar alla barnið upp og verða því mikils virði. Þroska- heft barn á ekki að þurfa að vist- ast á stofnun, nema því aðeins að engin önnur úrræði séu fyrir hendi og aldrei ætti dvöl á stofn- un að vera lengri en brýn nauð- syn ber til. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að maður geti haft barnið heima hjá sér. Hér á landi er t.d. ekkert heimili sem tekur við þroskaheftu barni til skamm- tíma vistunar, t.d. vegna veikinda móður. Einstaka þroskaheft barn er tekið inn á leikskóla. Það er bæði erfiðara og dýrara að eiga þroskaheft barn, en það má benda á þann geysilega kostn- að sem þvi fylgir, að þroskaheftir einstaklingar eru vistaðir á stofn- un. Eitt heimili er starfrækt í Reykjavík, svokallað fjölskyldu- heimili, að sænskri fyrirmynd. Þar eru 6 þroskaheft börn til heimilis, í Svíþjóð venjulega 4 börn. Þetta heimili hefur borið stórkostlegan árangur og fleiri slík heimili eru nauðsynleg, þar sem börnin njóta heimilislifs og góðrar þjónustu fólks sem ber virðingu fyrir sínu starfi. Skelfileg tilhugsun að deyja frá slíku barni Helga: Tilhugsunin um að deyja frá þroskaheftu barni sinu veldur manni skelfingu, því hver tekur við þvi? Stórar stofnanir sem það kemur inn i eftir að hafa lifað og aðlagast eðlilegu heimilis- lifi? Eða aðstæður þroskaheftra þegar þeir fullorðnast. Það er fremur óalgengt að heilbrigðir fullorðnir búi hjá foreldrum sín- um gagnstætt þvi sem á sér stað um börn. Erlendis t.d. í Sviþjóð hafa sveitarfélögin haft á boðstól- um íbúðir fyrir þroskahefta i sam- býlishúsum í ibúðarhverfum og svokölluð „pensionöt" þar sem nokkrir geta búið saman i og not- ið tilsjónar og leiðbeininga, eftir því sem þröf krefur.’ 1 slíku um- hverfi eru þeir eins og við, sjálf- stæðar félagsverur. Slík heimili þyrftu að vera fyrir hendi í stór- um stíl, þar sem starfsfólkið væri sérmenntað og bæri virðingu fyr- ir sinu starfi, þá væri maður ró- legur varðandi framtíð barnsins. Jón Sævar: Fullorðið þroska- heft fólk verður að hafa sama rétt til vinnu eins og aðrir I þjóðfélag- inu. Að verða fullorðinn er oft erfitt fyrir hinn þroskahefta, ör- yggisleysið er meira, þeir eru oft ekki viðurkenndir, meðhöndlaðir eða virtir sem fullorðið fólk. Við- mót annarra í þeirra garð hefur mjög mikla þýðingu að sjálfsögðu, hvort sem um foreldra, almenn- ing, ættingja eða starfsfólk á stofnunum er að ræða. Þroska- heftir eiga að verða varir við þá breytingu sem þvi fylgir að verða fullorðinn, með breyttum um- hverfisaðstæðum og lífsháttum. Það er forsenda þess, að þroska- heftir geti lifað eins eðlilegu lifi Framhald á bls. 21 Jón Sævar Alfonsson, Helga Finnsdóttir og Ragna Jónsdóttir skrifstofustúlka á skrifstofu landssamtak- anna Þroskahjálpar. A myndina vantar Margréti Margeirsdóttur, formann framkvæmdaráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.