Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANtJAR 1978 Áramótaviðtal í Welt am Sonntag Welt am Sonntag: Herra Strauss, mörgum finnst, að á árinu 1977 hafi orðið vart fá- leika milli stjórnmálamann- anna og þjóðarinnar, að gjá hafi myndast á milli þeirra. Strauss: Mér finnst ekki rétt, að hér sé beinlínis um gjá að ræóa. Aftur á móti á það við um fáleika í auknum mæli milli stjórnarflokkanna f Bonn og vaxandi hluta þjóðarinnar. Welt am Sonntag: Hvers vegna? Strauss: Ríkisstjórnin hefur gerzt sek um alvarlegar yfir- sjónir. Ég vil minna á þær að- ferðir, sem Sambandsstjórnin beitti til að svíkja út nauman meirihluta við síðustu þing- kosningar, svo að ekki sé talað um falsanir: 1. Vaxtablekkingin. Fyrst var fullyrt, að allt væri með felldu, hvað vextina snerti. En svo kom hið gagnstæða f ljós. 2. Kosningaáróður á kostnað rikissjóðs — það var tvímæla- laust stjórnarskrárbrot. 3. Milljarða marka útgjöld í blóra við stjórnarskrána. Það hefur einnig eins og hið fyrra verið felldur úrskurður um það fyrir dómi. 4. Hin ósvífna blekking, að ég hafi verið viðriðinn mútu- hneykslið, sem kennt er við Lockhead. Ekkert, alls ekkert hefur orðið eftir af þeim rök- semdum eða öllu heldur dylgj- um, sem bornar voru á borð fyrir þjóðina á svo tortryggileg- an hátt. Við þetta bætist hið nýja njósnamál í varnarmálaráðu- neytinu, sem almenningi höfðu verið gefnar rangar upplýsing- ar um, og hin skammarlegu mistök ríkisstjórnarinnar í bar- áttunni gegn hryðjuverkastarf- seminni. Welt am Sonntag: Hefur ekkl stjórnarandstaðan einnig stuðl- að að þessum fáleikum? Strauss: Stjórnarandstaðan verður að varast það að taka á sig ábyrgð fyrir ríkisstjórnina, því að annars myndi hún að lokum gera sjálfa sig óhæfa til að taka að sér stjórnina. Þess vegna hef ég snúizt öndverður gegn öfgafullri og óheilli túlk- un á reglunni um samheldni og einingu lýðræðissinna. Stjórnarflokkarnir í Bonn eru orðnir uppgefnir. Þess vegna má stjórnarandstaðan ekki láta draga sig með og standa að hin- um neikvæðu, sálfræðilegu áhrifum, sem gjörðir þeirra hafa. Hún má ekki með rang- túlkaðri samstöðu með stjónar- flokkunum og með sameigin- legri ábyrgð sópa mistökum og vanrækslusyndum undir það teppi, sem Helmut Schmidt mun siðan fljúga á um loftin blá. Welt am Sonntag: Finnst yður þá leiðtogi stjórnarand- ~"stöðunnar, Kohl, hafa gengið of langt? Strauss: Það á ekki að reikna öll stjórnmálaleg vandamál með nefnurúnum Kohl eða Strauss. Welt am Sonntag: Gott og vel, en gagnrýni á forustu stjórnarandstöðunnar er þetta þó? Strauss: Nú vildi ég gjarna vitna í orð biblíunnar: „Betur að þú værir kaldur eða heitur“. : (Þetta er úr Opinberun Jóhannesar, 3.15 og er í heild N þannig: „Eg þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heit- ur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. Því er það: Af því að þú ert hálfvolgur, og ert hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út úr munni mín- um.“ (Innskot þýð.) Það er að segja, maður má ekki vera hálf- volgur. Annað hvort að segja já eða nei. En maður getur ekki sagt jájá-neinei, því að það er hálfvelgja. Welt am Sonntag: En er það ekki hálfvelgja, þegar stjórnar- andstaðan gagnrýnir lagafrum- vörp, en greiðir þeim svo at- kvæði? Strauss: Það er vafalaust að verulegu leyti rétt. Welt am Sonntag: Og í fram- kvæmd voru það oft mjög slæm lög. Strauss: Engin Sambands- stjórn hefur á svo skömmum tíma nálægt því komið fram jafnmörgum lögum og ríkis- stjórn Schmidts á síðustu þrem- ur árum. Við það bætist, aó þar hefur reynzt hafa verið um heimskuleg lög að ræða. Borgararnir finna til vaxandi gremju og andúðar gegn þessu flóði, gegn flóði af lagareglum, óskiljaniegu máli á þeim, óhóf- legum kröfum til manna. Þetta skapar leiðindi út af stjórnkerf- inu, leiðindi vegna ríkisins. Welt am Sonntag: Verður ár- ið 1978 ár hinna áköfu deilna, rifrildisár? Strauss: Landsþingskosn- ingarnar sjá fyrir því alla vega. Welt am Sonntag: Hvorar kosningarnar skipta meira máli fyrir Kristilega flokkinn inn á við? I Hessen með Dregger eða i Neðra-Saxlandi með Albrecht? Strauss: Vissulega Hessen. Welt am Sonntag: En þá verður Dregger að fá hreinan meirihluta. Strauss: Þið segið það. Welt am Sonntag: Mestu deilunum ætti atvinnuleysið að valda á árinu 1978. Oft virðist mönnum sem hvorki stjórn- málamenn né vinnuveitendur eða verkalýðsleiðtogar viti neitt, hvernig leysa skuli það vandamál. Strauss: Það er algjör mis- skilningur. Það væri alveg eins rétt og ef maður setti haft á hest og sendi hann síðan á skeiðvöllinn, en segði svo, þar sem hann vinnur engan sigur: Enginn kann nein töfrabrögð til þess að láta hest með hafti vinna veðreiðar. Welt am Sonntag: Og hver eru höftin á hestinum? Strauss: Stefna í skattamál- um, sem er fjandsamleg at- vinnulífinu, launastefna, sem er þjóðhagslega óskynsamleg, og umræður um stéttabaráttu, sem ávallt eru fólgnar í kröfum um afnám frjáls markaðskerfis. Welt am Sonntag: Ef Kristi- legi Demókrataflokkurinn (CDU/CSU) kæmist til valda á morgun, myndu þá fjárfesting- ar hefjast þegar að nýju? Strauss: Ef sjúklingur, sem hlotið hefur ranga meðhöndlun í átta ár, fær loksins hinn rétta lækni, haldið þið þá, að hann gæti sigrað á íþróttamóti morguninn eftir? Welt am Sonntag: Myndi samsteypustjórn stóru flokk- anna geta komið því til leiðar? Strauss: Með flokki Sósial- demókrata, eins og hann er samsettur i dag og með sinn vinstri væng, sem kemur i veg fyrir alla pólitik af viti — nei. Welt am Sonntag: Hugsan- legt með manni eins og Helmut Schmidt sem kanslara? Strauss: Helmut Schmidt getur ekki losað sig frá þessum Sósíal-demókrataflokki. Welt am Sonntag: Þér hafið þó verið að gera honum tilboð undanfarna daga á lftt dulbú- inn hátt. Strauss: Hann getur það ekki, og hann vill það ekki. Welt am Sonntag: Af hverju ekki? Strauss: I þessum mikilvægu málum hefur Schmidt ekki þingmeirihluta. Við værum reiðubúnir að tryggja honum hann, og hér koma greinilega í ljós takmarkanirnar á ábýrgðartilfinningu hans. Hann setur flokkinn ofar rík- inu. Welt am Sonntag: Og hvað um Frjálslynda flokk Genschers? Strauss: Genscher með allar sínar ræður. Og þessi glamur- yrði. Það er þó gervihunang. Welt am Sonntag: Efnahags- málaráðherrann úr Frjálslynda flokknum, Lambsdorff, hefur sagt, að hann vonaðist eftir aukinni fjárfestingu á árinu 1978. Strauss: Það er þó merkilegt, ef ríkisstjórn með öll sin völd fer að gefa sig að von og trú og kærleika, það er að segja að bænum og óskum. Welt am Sonntag: Nú heldur CSU fund eftir viku í Kreuth. Hvað er helzt á dagskrá? Strauss: Það verður ekki um neinar stórmerkar ákvarðanir að ræða. En örugglega verður um það rætt, hvaða ráðagerðir Helmut Schmidt hafi á prjón- um fyrir tímann fram að næstu kosningum til Sambandsþings- ins. Welt am Sonntag: Burtséð frá atvinnuleysisvandamálinu, hvaða mál önnur getum við þurft að glíma við? Strauss: Burtséð frá innan- landsvandamálum, til dæmis framhaldi á iðju hryðjuverka- manna, en hættan á þvi er meiri vegna mistaka og van- rækslu Sambandsstjórnarinn- ar, þá hljótum við að hafa áhyggjur af öðru í nánustu framtíð, þar sem er hugsanleg sovézk valdataka í Júgóslaviu eftir lát Titos. Allt landabréf Evrópu getur breytzt á einni nóttu. Ibúar Vesturlanda lifa svo frá einum degi til annars og fagna þvi, þegar enn ein hættan er liðin hjá og segja þá: Lokið augunum, og þá getur ekkert gerzt. Welt am Sónntag: Þér voruð fylgjandi ferð Schmidts til Níl- ar á fund Sadats? Strauss: 1 þessu sérstaka tilfelli vildi ég taka það skýrt fram, að ég teldi rétt, að Schmidt færi á þessum tíma til Sadats. Ég tel einnig, aö það sem Schmidt hafi sagt í Egypta- landi hafi verið athyglisvert, að Sadat ætti ekki að semja sérfrið við ísrael, sem öll önnur Araba- ríki væru uppvæg á móti. Held- ur eigi hann að reyna að ná áfanga, sem að minnsta kosti öll ríkin með landamæri að ísrael muni virða. Auk þess hef ég alltaf verið á sama máli og Henry Kissinger um það, að hvort sem er sé ekki hægt að ná viðunandi friðarsamningi núna, heldur sé um að ræða röð af skrefum. Svo að ef til vill megi sjá fyrir endanlega lausn að fimm árum liðnum, en fram að þeim tima komi ekki til neins striðs. Ef þannig verði um lausnir að ræða skref fyrir skref, og þegar árangurinn af efnahagssamstarfi milli Israels og Arabarikjanna fer að koma í ljós, þá munu æsingamennirnir meðal Araba og öfgamennirnir í ísrael örugglega ekki fá við neitt ráðið. En aftur á móti lít ég á það sem frámunalega pólitiska heimsku að segja Aröbum, að Moskva verði að leggja blessun sína á friðsamlega lausn. Að segja þetta er alvarleg pólitísk yfirsjón. Ég er hinn síðasti til að vanmeta vald Sovétríkjanna, en að reka Araba að vissu leyti aftur í fangið á Sovétríkjunum, þegar þeir loksins hafa losað sig úr þeim faðmlögum, getur aðeins manni eins og Helmut Schmidt dottið í htlg, sem greinilega er í mun að þóknast vinstri vængnum í flokki sínum og afla sér vinsælda í Moskvu. Welt am Sonntag: Þér töluðuð líka fyrir skömmu við Sadat? Strauss: Sadat er tvímæla- laust maður með mikla stjórn- málahæfileika. Hann veit, að hann getur ekki unnið neitt strið. Hann veit, að jafnvel hernaðarsigrar yrðu fyrir hann Pyrrhusarsigrar, og hann veit, að efnahagsástand Egyptalands mun versna enn, frá því sem það þegar er. Sadat er maður, sem hefur mikið sálfræðilegt innsæi. Með þessu skrefi sinu hefur hann afvopnað ísrael. Hernaðarlegar, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn Egyptalandi myndu núna algerlega ein- angra ísrael. — svá — Strauss lætur móðanmása... .. . um Schmidt, Sadat, Tito og Kohl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.