Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1978 THISTED RANDERS HERNING ARHUS I MHELSING0R HILLER0D .FREDERIKS SUND VEJLE' K0BENHAVN KALUNDBORG ROSKILDE FREDERICIA, ISBJERGl ODENSE R0NNEDE NÆSTVED LIVERPOOL GAF METFÉ FYRIR SKOTA ENSKU bikarmeistararnir og Evrópumeistarar Liverpool keyptu í fyrradag skozka landsliðsmanninn Graham Souness frá Middles- brough. Sömdu félögin um 352 þúsund pund fyrir kappann og er það metsala milli félaga, fyrra metið var sala Joe Jordan frá Leeds til Manchester United fyrir 350 þúsund pund. Souness er 24 ára gamall og Argentínu í sumar. Souness fær hefur verið óánægður hjá Middlesbrough í nokkurn tíma. Hann sagði eftir að gengið hafði verð frá sölunni að með þvi að komast til Liverpool ætti hann nú aukna möguleika á að komast í skozka landsliðið, sem leikur í það hlutverk að koma í stað kemp- unnar Ian Callaghan, en litið er á þessi kaup sem lokatilraun Paisleys framkvæmdastjóra til að tryggja Liverpool meistaratitilinn að nýju en liðið er nú fimm stig- um á eftir Nottingham Forest. KEEGAN EKKI TIL COSMOS SÖGUSAGNIR liafa gengið um að enski knattspyrnumaðurinn Kevin Keegan sé á leiðinni til Bandaríkjanna og muni gerast ieikmaður þar með New York Cosmos. Forráðamenn Hamborg SV hafa vísað þessum fréttum á bug sem algjörlega tilhæfulausum. Heimut Kallmann, gjaldkeri stjórnar félagsins, hefur einnig sagt að fréttir í brezkum hlöðum um að líklegt væri að Keegan yrði seldur enskum banka, sem síðan ætlaði að selja hann til Cosmos væru ur lausu lofti gripnar. Keegan hefur átt í erfiðleikum f V-Þýzkalandi og á nú yfir höfði sér átta leikja keppnisbann, en hann sló til mótherja, sem hafði hrotið á honum, f vináttuleik á nýársdag. Greaves f leikbanni... ' LEIKBANNI JIMMY Greaves er einn af frægustu knattspyrnumönnum Bretlands- eyja fyrr og sfðar. Hann er nú orðinn 37 ára gamall, en er enn með f slagnum á knattsp.vrnuvellinum og leikur með félaginu Barnet f Suðurdeild hálfatvinnumanna í Englandi. Það nýjasta, sem er að frétta af Greaves, er að hann var nýlega dæmdur í fjögurra leikja bann. Hafði Greaves neitað að yfirgefa völlinn er dómari sýndi honum rauða spjaldið, en „gamli maðurinn" hafði látið sér hnjóðsyrði í garð dómara um munn fara. Greaves lék m.a. á sfnum tíma með AC Milan og í 57 landsleikjum fvrir England skoraði hann 44 mörk. Hann á enn markametið í ensku 1. deildinni, gerði 35 mörk á einni vertíð. HALF MILLJON í 19. leikviku kom fram einn seðill með alla leiki rétta og var vinningur fyrir hann kr. 581.000.-. Eigandinn er fyrrverandi knatt- spyrnumaður, sem búsettur er í Garðabæ. Með 10 rétta voru 9 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 23.800.-. Þátttakan féll allverulega frá fyrri viku, og munu leikir f bikar- keppninni eiga sinn þátt f þvf. Mörgum er heldur illa við að gizka á úrslit í þeirri keppni, þar sem óþekkt lið eiga iðulega til að slá jafnvel Evrópumeistara út úr keppninni. HM-leikirnir 36 FJÓRAR borgir í Danmörku verða nokkurs konar miðstöðvar riðlakeppninnar í HM í handknattleik, sem hefst 26. janúar nk. í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Herning og Árósum munu liðin hafa aðsetur meðan riðiakeppnin fer fram og fara fyrstu 12 leikirnir fram í þessum borgum og í nágreinni við þær. Alls fara leikirnir 36 fram á 22 stöðum. Islenzka liðið og andstæðingar þess dvelja í Árósum meðan riðla- keppnin stendur yfir. Leikur ís-' lands þar sinn fyrsta leik í keppn- inni hinn 26. janúar kl. 20.30 á móti Sovétmönnum. Á undan leika Danir við Sovétmenn. Laugardaginn 28. janúar kl. 17 leikur íslenka liðið við Dani i Randers, sem er um 40‘ kílómetra norður af Árósum. Síðasti leikur íslands í riðiakeppninni verður síðan sunnudaginn 29. janúar kl. 14 á móti Spánverjum í Thisted við Limafjörðínn, 152 kílómetra frá Árósum. KEMUR HELGI HELGA ÍSTAÐ HELGA HELGA? HELGl Helgason, sem verið hefur miðvörður 1. deildar liðs Víkings undanfarin ár, hefur nú skipt um félag og gengið yfir til sinna fyrri félaga í Breiðahlik. En maður kemur í manns stað. Allar líkur eru nú á því að unglingalandsliðsmaðurinn Helgi Heigason frá Húsavík komi til Revkjavíkur og taki að leika með Víkingum. Frá þessu er þó ekki endanlega koma suður og hefja nám í kjöt gengið, en Helgi hefur hug á að jðn. Helgi lék með unglingalands- Iiðinu í sumar og hefur þegar mikla reynslu sem knattspyrnu- maður, þó hann sé ekki aldinn að árum. 1 Víkingi er góður félagi Helga, Arnór Guðjohnsen, sem einnig er í unglingalandsliðinu. Þær fréttir hafa borizt Víking- um frá Bandaríkjunum að Hannes Lárusson, sem lék með Víkingi síðasta keppnistímabil, - hafi skrifað undir samning við sterkt knattspyrnulið eins háskól- ans. Er því óvíst hvort Hannes leiki með Víkingum í sumar, én fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Hannesi gengur í Banda- ríkjunum. — áij. Aeti£^VtuoN\6KJK, ÖKUJt&A UlP OCj PAt> ICeKO^TÍL fOöUDAöeieoA 'i ‘E.ulwoí Á\e.es A MfeTMAUAFOUCxJM, crezrWJ 01(t.06<0A'-I,................ P0Ae.u£R.u FfefcHSTo KuArrTbOye»ou»>TÍ>©A EueÁPO ueeooe. Þsss\ H £l M.SN\e.Is T AfcK&PPMÍ- eiwyíoti fAi llí ufcJouAy. TvoPAUseA1 ölvmpío— ‘olí&taka, ocr A£&£UTltJu t>6N\ n/\ öestNOfA T Aw\t>TeeoA»v\ fye&To VMpete ÉIW0&.6Í LÖUpio TE_PiPA Ak)D(5tA£J'KJ<[A tAe&eiOTÍ*jA Oteu-u FPAioclmjOÍ , OEuCjOAY Iöíi \Afcio(\jj. P4u IHKJUA Hiusu&urASL AUÐV/&COA SiitéH’l Olv) DAWOesLlTéim. f AP. scpa ACöe.wTiMA Ajóe- Si&CAe O& A. OLr t OltUíSrOAY v iwwu rz. 1 Jó&áSLÁoÁ '■ A . Fari svo að íslenzka liðið verði í 1. eða 2. sæti í sinum riðli leikur liðið i milliriðli við tvö efstu liðin úr d-riðli, en þar eru allar líkur á að Pólverjar og Svíar komist áfram. Verður leikið í Randers og Arósum þripjudaginn 31. janúar og i Vejle og Herning fimmtudag- inn 2. febrúar. Innbyrðis leikir tveggja efstu liðanna í hverjum riðli gildir áfram í riðlakeppn- inni. Segjum svo að íslenzka liðið lendi i þriðja sæti í sínum riðli. Þá seikur liðið í Rönnende þriðju- daginn 31. janúar kl. 19.30 á móti liði númer 3 úr d-riðli og ioks laugardaginn 4. febrúar kl. 13.30 í Tástrup gegn þriðja liði úr b-riðli. Tástrup er ekki merkt inn á rpeð- fylgjandi kort, en heita má að sá staður sé í Kaupmannahöfn. IJrslitaleiIcirnir í heims- meistarakeppninni verða í Bröndbyhöllinni í Kaupmanna- höfn. Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður leikið um 5. sætið í keppninni og síðan um 3. sætið. Sunnudaginn 5. febrúar yerður leikið um 7. sætið klukkan 14 og klukkan 15.30 hefst úrslitaleikur- inn i heimsmeistarakeppninni 1978. Að honum loknum verður verðlaunaafhending og mótinu slitið. Að lokum skal hér rifjuð upp riðlaskiptingin í keppninní: A-riðill: Vestur-Þýzkaland, Júgó- slavía, Tékkóslóvakía, Kahada. B-ridill: Rúmenía, Ungverjaiand, A-Þýzkaiand, Frakkland. C-riðill: ísland, Sovétríkin, Spánn, Danmörk. D-riðiII: Pólland, Sviþjóð, Japan, Búlgaría. —áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.