Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 36
aik;lVsinc;asíminn er: 22480 auí;lysin(;asímínn er: 22480 FIMMTUDAGUR 12. JANÍIAR 1978 Tvísýn biðstaða ÁTJÁNDA skák þeirra Spasskys og Kortsnoj fór í bið eftír a8 leiknir höfðu verið 40 leikir. Skáksérfræð- ingar segja a8 staSan sá flókin en keppendur hafi nokkuð jafna mögu- leika. Spassky sem hefur hvitt. er með peð yfir en viSsjárverSari kóngsstöSu. Kortsnoj hins vegar nægir sigur i þessari skák til a8 sigra í einviginu og öBlast ráttinn til a8 skora á Karpov. heimsmeistarann. Sjá nánar um skákina á bls. 18. Rannsóknar- lögreglustjóri: Rannsókn- inni miðar vel áfram „ÞAÐ ER unnið sleitulaust að rannsókn málsins og henni miðar vel áfram,“ sagði Ilallvarður Ein- varðsson rannsóknarlögreglu- stjóri rfkisins, þegar Mbl. spurði í gær um gang rannsóknarinnar á meintum fjársvikum í Lands- bankanum. Af hálfu Rannsóknarlögregl- unnar beinist rannsóknin að öll- um þáttum þessa máls og í hennar þágu hefur gagna verið aflað bæði hjá Landsbankanum og nokkrum fyrirtækjum. Rússar hafa fengið islenzk- an útgefenda og ritstjóra AÐ TILMÆLUM utanríkisráðu- neytisins hefur útgáfu á „Frétt- um frá Sovétrfkjunum" nú verið breytt, vegna þess að fyrri útgáfa samrýmdist ekki fslenzkum lög- um um prentrétt, þar sem útgef- andi og ritstjóri voru erlendir að- ilar en nauðsynlegt er samkvæmt fslenzkum lögum að báðir þessir aðilar séu fslenzkir. 1 stað þess að Novosty-fréttastofan sé útgefandi og Evgeni Barbukho ritstjóri ásamt Marfu Þorsteinsdóttur, tek- ur Marfa nú við hlutverki beggja, þannig að nú er hún útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðs- ins. Að þessu tilefni innti Mbl. Marfu eftir þvf, hvernig háttað yrði útgáfu ritsins f framtfðinni. „Það er reiknað með því, að dreifing blaðsins verði sem áður bæði í lausasölu og einnig í áskrift, en síðustu daga hefur rignt yfir okkur áskriftum. Hvað varðar aðra þætti, s.s. fjármögn- un, efnisval og fjölda eintaka hverju sinni er ekkert hægt að segja að svo stöddu, það kemur bara í Ijós með tímanum," sagði María. Þá sagði María einnig, að það hefði stafað af misskilningi í upp- hafi, að ekki var farið eftir setfum lögum um prentrétt. Sjávarútvegsráðherra um loðnuverðsdeiluna: Kaupendur og seljend- ur verða að útkljá málið F'rá fundi loðnusjómanna í Nýja-bioi á Akureyri í gær þar sem samankomnir voru yfir 600 sjómenn af 40 loðnuveiðiskipum. Niðurstaða fundar loðnusjómanna á Akureyri: SJAVARCTVEGSRAÐHERRA, Matthfas Bjarnason, telur að fulltrúar kaupenda og seljenda í Verðlagsráði sjávarútvegsins verði sjálfir að útkljá deilu þá sem risin er út af nýákvörðuðu loðnuverði og valdið hefur þvf að loðnufiotinn er allur hættur veiðum. „Eg vil ekki segja annað um þetta mál en að verðlagsráð sjávarútvegsins er skipað full- trúum kaupenda og seljenda að lögum, og á sínum tfma voru allar þessar greinar á þvf að hafa þennan háttinn á verð- lagningu sjávaraflans", sagði Matthías Bjarnason i samtali við Mbl. „Þetta er þess vegna algjörlega mál kaupenda og seljenda, og ef til ágreinings kemur gera lögin ráð fyrir því að það megi visa ágreiningi tii yfirnefndar, en þar skipar rfkisvaídið einn mann, sem er forstjóri Þjóðhagsstofnunar eða fulltrúi hans. Þetta mál heyrir þannig ekki á neinn hátt undir sjávarútvegsráðuneytið — úrslit verðlagsráðs er dómur um fiskverð tiltekinn tíma í senn. Hið eina sem heyrir undir sjávarútvegsráðherra er þegar breyting er gerð á viðmiðunar- verði í verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins, þá kemur það til staðfestingar ráðuneytisins og Eiga ad leita eftir endurskoðun á loðnuverð inu — Flotinn bíður þar til svör hafa fengizt Frá Þórleifi Olafssyni, blaðamanni Mbl., Akureyri 11. janúar. LOÐNUSJÓMENN sam- þykktu á fundi í Nýja-bíói á Akureyri í gærkvöldi að senda þrjá fulltrúa til við- ræðna við Geir Hallgríms- son forsætisráðherra í þeim tilgangi að fá endur- skoðun á loðnuverði því, sem auglýst var 10. janúar sl. Fulltrúar loðnusjó- manna, sem eru þeir Björgvin Gunnarsson skip- stjóri á Grindvfkingi, Magni Kristjánsson skip- stjóri á Berki og Björn Þorfinnsson skipstjóri á Fífli, fóru til Reykjavíkur í gærkvöldi með leiguflug- vél frá Akureyri. Fundinn í Nýja-bíói sóttu rétt um 600 sjómenn af meira en 40 loðnuskipum, sem liggja nú á Akureyri, og var ákveðið á fundinum að ekki skyldi haldið til veiða fyrr en nefndin sem fór til Reykjavíkur, kæmi til Akureyrar á ný og hefði skýrt frá viðræðunum við forsætisráðherra og þegar nefndin kemur til baka yrði boðað til framhalds- fundar sjómanna. Þaó var Björgvin Gunnarsson skipstjóri á Grindvíkingi sem setti fundinn. En á fundinn voru mættir fulltrúar sjómanna og út- gerðarmanna í verðlagsráöi, þeir Ingólfur S. Ingólfsson, Kristján Ragnarsson, Öskar Vigfússon og Páll Guðmundsson. Skýrðu þeir frá störfum verðlagsráðs og yfir- nefndar og hvernig hið nýja loðnuverð væri til komið. Kom þá fram hjá þeim að fulltrúar selj- enda, þ.e. sjómanna og útgerðar- manna, í yfirnefnd hefðú greitt atkvæði á móti verðákvörðuninni, Framhald á bls. 20 viðmiðunarverði þess var nú breytt eftir þessa ákvörðun meirihluta yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins og samþykkt þar breytt viðmiðun- arverð af öllum fulltrúum í verðjöfnunarsjóði, bæði full- trúum opinberra aðila, svo og kaupenda og seljenda.“ Sjávarútvegsráðherra var því spurður hvort þetta táknaði að ríkisvaldið skærist þarna ekki í leikinn. „Já, og ég tel heldur enga ástæðu til þess,“ svaraði ráðherra. „Lög eru lög og þeim ber að hlíta. Menn eru misjafn- lega ánægðir með lög og gerðir hverju sinni, bæði ég og aðrir, en það breytir ekki að lögunum ber að hlíta ef við á annað borð viljum virða lögin og lifa við það stjórnarfyrirkomulag sem við höfum sjálfir valið okkur.“ 3 skipstjórar sendir á fund forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.