Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978
13
Hinir miklu rannsóknarar
Skrifla um stað og stund
eftir Braga Kristjónsson
Þegar dagblaðið Vísir klofn-
aði í tvo ójafna hluta fyrir
nokkrum árum, urðu mestu
hamskipti, sem orðið hafa í ís-
lenzkri blaðamennsku á siðustu
20 árum. Einn þáttur þess er
endurvakning svokallaðrar
rannsóknarblaðamennsku.
Margir hafa hina nýju blaða-
mennsku boulevard-
pressunnar á hornum sér. Það
er misskilningur hjá íturmenn-
um Morgunblaðsins, að Dag-
blaðið nýja þrífist aðeins á
skúmi og skarni þjóðfélagsins.
Að mjög takmörkuðu leyti. Það
þrífst hinsvegar fyrst og $remst
á skynsamlegum hagsýslu-
rekstri, puntudrengjum Vísis,
forpokun allra morgunblað-
anna á köflum, stjórnmála- og
kerfisþreytu almennings og
léttum rithætti blaðsins. En það
þríft einnig á þeirri staðreynd,
að greinilegt er, að leiðarahöf-
undar þess geta skipt skapi —
svona álika og höfundur
Reykjavíkurbréfs Mbl. 8. þessa
mánaðar. Puntudrengir Vísis
skipta ekki skapi. Ef Indriði
Guðmundur hætti að skrifa í
Vísi leynt og ljóst, myndi blaðið
sennilega dala um 30%. Indriði
er einn örfárra manna sem ríf-
ur kjaft með ábyrgum hætti. En
ekki síst þræðir Dagblaðið nýja
vandfarið einstigi milli ein-
hverskonar þjóðfélagslegrar
umbótastefnu og sorpblaða-
mennsku — og skrikar reyndar
stundum nokkuð illa á því ein-
stigi.
Raunar er svokölluð rann-
sóknarblaðamennska, eins og
fleira gott í háleitum efnum á
landi hér, auðvitað i upphafi
komin frá Morgunblaðinu. Það
vita rannsóknarvilmundar síð-
degisblaðanna ekki. Fjölmiðla-
riddarar nútímans á reið til Al-
þingis ættu að kynna sér Morg-
unblaðið fyrir tæpum 20 árum.
Þá yrðu þeir margs vfsari.
Hamskiptin hófust fyrir 20
árum, þegar nýr ritstjóri kom
að Morgunblaðinu. Hægt og
varlega losnaði um flokks-
krumlurnar, þannig að mörgum
góðum sjálfstæðismanni þótti
ógnarlegt að sjá. Það hefur
hinsvegar sýnt sig að þessi
stefna var rétt og sá sem fyrir
henni stóð sýnilega gæddur ein-
hverskonar dularfullu framtíð-
arinnsæi. Morgunblaðið er eini
blaðrisinn í heiminum, sem
haldið hefur i horfi — og raun-
ar aukið við sig — i grárri sam-
keppni við vel rekin síðdegis-
blöð. Það er svo annað mál,
hvort sú staða helst áfram, það
er komið undir viðbrögðum
blaðsins í bráð og lengd.
Hinir miklu
rannsóknarar
Vér lifum á tímum hinna
miklu rannsókna. I hverjum
kima þjóðfélagsins hafa rann-
sóknararnir hreiðrað um sig og
rannsaka fjölbreytt efni:
Vísindamenn rannsaka frum-
ur hundasúrunnar og kaup-
sýslustétt eftirstríðstímans, list
Alfreðs Flóka og viðhorf bænda
til Dana. Blöðin hafa stofnað
rannsóknardeildir, rannsaka
hin blöðin og meinta spillingu í
stjórnmálum og fésýslu hins op-
inbera og hjá fyrirtækjum og
einstaklingum.
Bæjaryfirvöld rannsaka þá
aðilja sem taldir eru hafa brot-
ið hegningar- eða önnur refsi-
kennd lög landsins. Og starfs-
liðið er svo yfirhlaðið rann-
sóknum, að taugar hinna miklu
rannsóknara eru að heita má
brostnar.
Og í öllu þessu mikla rann-
sóknakófi stendur svo sálna-
stríð kosningabardagans. Próf-
kjörin á fullu og vandséð, hvort
framkominn hægri þrýstingur í
pólitísku andrúmi Sjálfstæðis-
flokks hefur valdið meiri sálar-
angist hjá Morgunblaði eða
Þjóðvilja. 1 fílabeinsturni
Morgunblaðs, þar sem náunga-
umhyggja og kærleiksþel er
hvað rfkast f heimi hér, hattar
þó fyrir viðleitni að gera sér
grein fyrir orsökum nýs
ástands og breyttum viðhorf-
um. Sálgæslustarf og leiðsagn-
arviðleitni Mbl. hnígur þó eðli-
lega að því að sveigja nýjar
miðanir inná skoðanaspor-
brautir blaðsins.
I glerhýsi Þjóðviljamanna er
skilningsvana foragt ríkjandi
viðhorf til þessarna. Oværan
með mesta móti. Helst er það
Ölafur Grímsson sem ritar f það
blað án umtalsverðs mannhat-
urs — eða þegar Magnús Kjart-
ansson bregður á skemmtilega
leiki f eftirmálaskrifum um
Gunnar Thoroddsen. Það er
vandséð, hvort kansellíkenndir
goðsagnaleiðarar Mbl. eða strit-
herpt geðvonskuskrif Þjóðvilja
eiga tæpar skylt við fslenzkan
veruleika dagsins. Blöðin eru
löngu hætt breiðri alhliða þjóð-
málaumræðu í ritstjórnardálk-
um sínum. Nú skrifast þau ill-
yrmislega á gegnum útvarpið
og senda hvert öðru tóninn
gengdarlaust.
En það eru fleiri óværir um
þessar mundir en fjölmiðlar og
stjórnmálamenn. Bankarnir
hafa komist í kastljósið, eink-
um allralandsmannabankinn.
Stofnun
grennslunardeilda
Lymskufullt athæfi banka-
þjóns hefur valdið þessum
banka svo gífurlegum álits-
hnekki, að ekkert er til viðmið-
unar frá upphafi bankaaldar á
Islandi. Þetta mál mun f tfmans
rás hafa veruleg áhrif á spari-
fjármyndun í landinu og gæti
haft ófyrirséðar afleiðingar fyr-
ir atvinnuvegi landsmanna.
Bankastjórnendur sem jafn
rækilega hafa verið ffflaðir, eru
að vonum ekki glaðbeittir þessa
dagana. Bljúg sitja þessi hroka-
fullu grámenni á tali við venju-
lega blaðamenn. Helsta hugsun
bankastjórnenda, auk þess að
ná sér duglega niðri á hinum
sakaða og bjarga beinum fjár-
hagsmunum bankans, hnfgur
að því að „auka innra eftirlit af
ýmsu tagi“ eins og bankastjórn-
andi sagði í 'sjónvarpsviðtali s.I.
föstudag. Slíkt innra eftirlit
verður ekki framkvæmt að
gagni, nema sérstakar deildir
verði stofnaðar til þess. Það
mætti kalla slíkar deildir
„grennslunardeildir". Til
þeirra yrði að ráða fjölfróða
persónufræðigrúskara, sem
myndu m.a. hafa það hlutverk
að rannsaka gaumgæfilega per-
sónulega hagi starfsmanna.
Óeðlileg húsa-, bústaða- og bíla-
eign, loðfeldir, dýr málverk,
bækur eða langar ,ferðir til
framandi landa yrðu undir vak-
andi auga grennslunardeilda.
Veitingastaðir yrðu að vera
undir sffelldu eftirliti og áríð-
andi að fylgjast með ástalífi
starfsmanna utan vinnutíma,
því allir vita að slíkt er nú orðið
mjög kostnaðarsamt, einkum
utan hjónabands. Búnaður
grennslunardeilda yrði að vera
fullkomið safn ljósmynda-,
kvikmynda- og hljóðupptöku-
tækja, auk allmargra bifreiða
og margskonar annars tækni-
búnaðar. Deildin yrði að hafa
aðgang að góðu bókasafni: Ætt-
fræðiritun hverskyns og per-
sónufróðleik; Bergsætt,
Reykjahliðarætt, Lögfræðinga-
töl, félagatöl svo sem Rotary,
Oddfellow, Akoges, Lions,
Kiwanis, frímúrara og guðveit-
hvað, yrðu vitanlega undir-
stöðurit, þegar rannsökuð væru
persónu- eða viðskiptatengsl
milli starfsmanna og annarra
stétta, t.d. við rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Lögbirtingur
mörg ár aftur í tfmann, til að
kanna eignaraðild fjölmargra,
einkum yfirmanna í bönkum, f
einka-, atvinnu- eða viðskipta-
legum rekstri. Hæstaréttardóm-
ar, lagasöfn ofl. ofl.
Verkefni slíkra deilda yrðu
vafalaust æði fjölbreytt, en
árangurinn kemur í ljós, þegar
grennslanadeildir geta upplýst
mikinn fjölda bankamanna við-
riðinn rekstur af ýmsu tagi og
lífshætti f engum tengslum við
meint laun. Helsti vandi banka-
Framhald á bls. 24.
-< i.~l ri'1 >Tjy- "S t
\ j
tslenzkt samfélag á mikið undir þvf að störf hinna miklu
rannsóknara takist vel.
-Bimmctl cfttinu H;
Blaðstjórar á Dimmalætting
< 1 HiARTAUGA TU.U.'KKU
•'': ynskir Sambandsf{okkurin —•
Forslða 100 ára afmælisblaðsins.
Dimmalætt-
ing í Færeyj-
um 100 ára
HINN 5. janúar s.l. varð færeyska
blaðið Dimmalætting 100 ára.
Dimmalætting hefur mjög mikla
útbreiðslu í Færeyjum og er gefið
út I um það bil 8 þús. eintökum,
en blaðið er stærsta dagblað Fær-
eyja. Núverandi ritstjóri er Georg
L. Samuelsen, en hann er 13. rit-
stjóri blaðsins og hefur gegnt þvf
starfi í yfir 40 ár eða síðan 1936.
Dimmalætting er stuðningsblað
Sambandsflokksins, sem er
stærsti stjórnmálaflokkur Fær-
eyja. A afmælisdegi blaðsins fékk
Dimmalætting mikið af heillaósk-
um bæði innan Færeyja og einnig
vfða frá útlöndum. Þá hélt blaðið
fjölsótta veizlu í Þórshöfn f tilefni
dagsins.
u <.i.ysi\<; v
'SIMIW KK:
22480
Gift eft-
ir látid
Flugfreyjur / Flugþjónar
Kuala Lumpur, Malasfu,
10. janúar. AP.
KLUKKUSTUNDU áður en
gifta átti Loo Von Choo, 27 ára
og Chang Yoke Yong, 20 ára,
létu þau Iffið I bflslysi. En
ættingjar þeirra héldu athöfn-
inni til streitu f sfðustu viku
og gaf þau saman f „drauga-
hjónaband".
Lfkin voru hjúpuð kínversk-
um brúðkaupsklæðum og færð
í trékistum í musteri f Serem-
bam fyrir draugagiftingarat-
höfnina sem er ævaforn
kínverskur siður.
Foreldrar hinna látnu settu
silfur hringa á fingur þeim og
silfurkeðjur um háls þeirra, en
Kinverjar trúa þvi að silfur
færi meiri hamingju en gull.
Presturinn kastaði blómum
yfir líkin og fór meó bænir,
þar sem hann óskaði hinum
látnu gleði og alsælu í „hjóna-
bandslifinu".
Kisturnar voru grafnar hlið
við hlið f Malacca, heimaborg
brúðgumans, um 80 km suður
af Serembam.
Flugleiðir h.f., v/Flugfélags íslands h.f. ætla frá
og með aprílmánuði 1978 að ráða flugfreyjur
og flugþjóna til starfa. í sambandi við væntan-
legar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram:
1 Umsækjertdur séu á aldrinum 20—26 ára. Þeir hafi
góða almenna menntun. gott vald á ensku, Norðurlanda-
máli og helzt þýzku og frönsku
2 Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið i
febrúar/ marz n.k (3-—4 vikur) og ganga undir hæfnis-
próf að þvi loknu
3 Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið hvort
viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma.
4 Umsóknareyðublöð fást í starfsmannahaldi félagsins á
Reykjavíkurflugvelli, söluskrifstofu Lækjargötu 2 og skrrf-
' stofum félagsins úti á landi.
Umsóknir skulu hafa borizt starfsmannahaldi félagsins
fyrir 31. þ.m.
FLUGLEIÐIR H.F.