Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 21 — „Það er ekki hægt að afsaka þetta lengur” Framhald af bls. 12 og mögulegt er, aó eðlilegum fjár- hagskröfum þeirra sé fullnægt. Vinnu sem þeir vinna úti i þjóðlíf- inu, á vernduðum vinnustöðum eða á stofnunum, á að borga i réttu hlutfalli við vinnuafköstin. Ef vilji stjórnvalda væri fyrir hendi, væri möguleiki á að koma upp arðsömum, vernduðum vinnustöðum, þar sem alvöru- framleiðsla væri hafin, sem skipt- ir að sjálfsögðu máli fyrir fjár- hagslegt öryggi hinna þroska- heftu varðandi framtiðina. Þeir eiga lika að geta veitt sér sömu hluti og heilbrigðir fyrir vasapen- ingana sina. Viðmót fólks óeðlilegt Sp.: Það er verið að þyða á íslenzRu bók eftir norska konu, Tordisi Örjasæter, sem hún skrif- ar um þroskaheftan son sinn, en í þessari bók koma fram ýmis sjón- armið eins og t.d. af hverju ekki sé kennt um þroskaheft börn i skólum. Helga: Það væri eðlilegt, þvi viðbrögð fólks á götu eru oft ótrú- leg. Fólk er i nauðvörn, sumir vilja helzt ekki taka eftir þroska- heftum einstaklingi, reikna með honum. Sjálf var ég hrædd í fyrsta skipti sem ég hitti fyrir þroskaheft barn, ég hafði aldrei séð slikt barn. Þetta er ekki rétt meðferð. Fólk verður að skilja að þroskaheftir eru einstaklingar eins og það sjálft. Það er eðlilegt að heilbrigð börn spyrji af hverju þroskaheft barn sé svona. Þegar þau finna þroskaheft barn fyrir i eðlilegu umhverfi í næsta húsi, sjá þau fljótt að þau þurfa ekki að vera hrædd. Það verður að breyta af- stöðu þjóðfélagsins til þroska- heftra, annað býður heim óeðli- legri persónuleikamyndun með þeim. Tvær vondar óskir Sp.: 1 lok bókarinnar tekur Tor- dis Örjasæter fyrir tvær „vondar" óskir sem hún segir að hafi oft hvarflað að sér, en barnið hennar er heilaskaðað og reynsla hennar af kerfinu hefur verið sár. Önnur óskin er sú, að barnið hennar dæi, þvi hún hræðist afkomu barnsins ef hún sjálf félli frá og maður hennar, og hin er sú, að einhverj- ir þeirra embættismanna og stjórnmálamanna sem áhrif geta haft til að greiða fyrir afkomu þessa fólks, eignist sjálfir þroska- heft barn. Helga: Gildir það ekki alltaf, að fólk verði að lifa erfiða hluti til að skilja þá. Það er tilhneiging með öllum að hugsa sem minnst um öþægilega hluti, þar til þeir rek-. ast á vegg. Þess vegna erum við núna að „þrýsa“ fólki til að íhuga þessi mál. Heildarlöggjöf — staðreyndir Margrét: Þekkingarleysi vald- hafa og skortur á ábyrgri stjórn hafa fram til þessa komið i veg fyrir eðlilega þróun í málefnum þroskaheftra á íslandi. En núna er brýnasta verkefni landssam- takanna að stuðla að nýrri heild- arlöggjöf um málefni þroska- heftra, sem uppfyllir kröfur tim- ans. Við höfum mætt fullum skilningi embættismanna um þetta mál, og væntum þvi góðs árangurs. Helga: Við sjáum glöggt hvern- ig ástandið er varðandi málefni þroskaheftra hér á landi. Nú verð- ur eitthvað að gerast, það er ekki hægt að afsaka þetta lengur. — AJR. Stjórnunarfélag íslands Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk hennar? Stjórnun I. Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í Stjórnun I, dagana 25.—27. janúar n.k. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað stjórnun sé og hlutverk hennar, um stjórnunarsviðið, setningu markmiða og stjórnun og skipulag fyrirtækja. Námskeiðinu er ætlað að auka möguleika þátttakenda til að lita á viðfangsfefnin á einstökum sviðum t d fjármálasviði. sölusviði og framleiðslusviði frá sjónarhóli stjórnandans Þeim mun meiri yfirsýn sem hinir einstöku starfsmenn hafa, má ætla, að auðveldara sé að láta heildarmarkmið fyrirtækisins sitja í fyrirrúmi. Leiðbeinandi: Ófeigur Hjaltested, rekstrarhagfræðingur Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa SFI að Skipholti 37, sími 82930 og þar fer einnig fram skráning þátttakenda Biðjið um ókeypis upplýsingabækling um starfsemi félagsins Stjórnunarfélag íslands. REIKNIVÉL LJÓSABORÐI OG STRIMLI Samlagning og frádráttur, margföldun og prósentu 4 deiling, reikningur, kvaóratrót, atriðisteljari, grand total. ÁRALÖNG REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN KJARAIM Hl= skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140 LYFTINGADEILD KR Heldur námskeið í lyftingum í Lyftingahúsinu Laugardal. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. janúar og stendur í fjórar vikur. Æft verður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á tímanum 1 9:30 til 21:00. Þjálfari verður Guðmundur Sigurðsson og er þátttöku- gjald kr. 4.000.— Nánari upplýsingar og innritun hjá þjálfara í sima 15929. Qompton Porkinson Enskir rafmótorar einfasa 0.33—3 HÖ þrifasa 0.5—25 HÖ VONDUÐ VARA HAGSTÆTT VERÐ VALD. POULSEN f SUÐURLANOSBRAUTlö — SÍMAR: 38520-31142

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.