Morgunblaðið - 12.01.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978
15
Sveinn Gudmundsson, Miðhúsum:
F jögur lítil sandkorn
I. KAFLI
LANDBÚNAÐUR OG
FRÉTTAFLUTNINGUR
Miklar deilur hafa staðið um
landbúnað okkar og sýnist sitt
hverjum. Eg tel að leita þurfi
frumorsaka svo hægt sé að
ræða þessi mál og komast að
einhverri niðurstöðu.
Eg harma t.d. málflutning
Stefáns Valgeirssonar I Alþingi
og viðar i fjölmiðlum. Eg hlust-
aði á fréttaflutning þeirra Sig-
rúnar Stefánsdóttur og Vil-
helms Kristinssonar og tel
hann hafa verið byggðan upp á
sanngjarnan hátt. Bændum er
enginn greiði gerður með þvi,
að ekki megi segja nema hrós-
yrði um þá. Það eitt út af fyrir
sig álævir stéttarvitund þkirra.
Fréttamaður hlýtur sér-
hverju sinni að draga það fram,
sem honum þykir fréttnæmt og
hann hlýtur að leggja mat á
það, á hvaða þátt frásagnarinn-
ar leggja beri mesta áherslu.
Að sjálfsögðu hlaut undan-
rennuhækkunin að draga að sér
mikla athygli. Starfsmenn Ut-
varpsins fóru því ekki yfir hlut-
leysismörk.
Islenskar landbúnaðarvörur
hljóta alltaf að vera dýrar
vegna þess að þær eru yfirleitt i
háum gæðaflokki, en ef það
reyndist rétt frá heilbrigðis-
sjónarhóli séð, að útlendar
landbúnaðarvörur séu hollari
en islenskar og innihaldi minna
af blýi, kvikasilfri og skordýra-
eitri og að innlendar landbún-
aðarvörur stytti meðalaldur
manna svo marktækt sé, þá á að
sjálfsögðu að leggja niður is-
lenskan landbúnað. En á með-
an tslendingar verða f hópi
þeirra sem hæstan meðalaldur
hafa verður áróður gegn holl-
ustu fslenskra landbúnaðaraf-
urða ekki tekinn alvarlega.
Þá kem eg að aukafundi
Stéttarsambands bænda sem
haldinn var um mánaðamótin
nóvember/ desember. Eg gagn-
rýni það, að fundurinn skuli
hafa verið lokaður. Bændur
hafa engu að leyna. Samþykktir
á fóðurbætisskattinum voru af-
glöp, sem ekki má endurtaka,
ef Stéttarsambandið ætlar að
halda einhverri reisn.
Rekstrarörðugleikarnir eiga
sér margar orsakir og er verð-
bólgan nr. eitt og i öðru sæti
mætti nefna stækkun búanna
fram yfir innanlands þörf. Það
er vitað að allar velmegunar-
þjóðir hafa ofgnótt matvæla og
selja afgang sinn á útsölu nú
sem stendur. Sennilega fer þó
engin velmegunarþjóð eins illa
með bændur sína og gert er hér
á landi.
2. KAFLI
KJÖRDÆMASKIPUNIN
Nú hækka þær raddir, sem
vilja breyta kjördæmaskipan-
inni í þá átt að fá meira jafn-
vægi milli kjördæma. Stundum
kemur sú hugsun upp á yfir-
borðið hvort verið sé að hyggja
að réttlæti, en svona fullyrðing-
ar láta alltaf vel I eyrum kjós-
enda og eg veit að Vestfjarða-
kjördæmi hefur oft borið á
góma i þvi sambandi. Frá min-
um bæjardyrum séð hafa Barð-
strendingar ekki átt mann á
Alþingi siðan þá Gisla Jónsson
og Sigurvin Einarsson, enda
var þá Barðastrandarsýsla ein-
menningskjördæmi.
Til þess að betur sé hægt að
átta sig á því hvað eg er að fara
skulu tilfærð dæmi um það
hvernig flokkarnir raða mönn-
um sinum á lista i kjördæminu.
Alþýðuflokkur: Sighvatur
Björgvinsson, Reykjavik, ætt-
aður frá Isafirði; Jón Hanni-
balsson, Isafirði.
Alþýðubandalag: Kjartan ÓI-
afsson, Reykjavik, ættaður úr
Isafjarðarsýslum; Aage Steins-
son, Isafirði.
Framsóknarflokkur: Stein-
grímur Hermannsson, Reykvik-
ingur og ekki ættaður úr kjör-
dæminu að eg best veit; Gunn-
laugur Finnsson, Flateyri, Isa-
fjarðarsýslu; Ólafur Þórðarson,
Isafjarðarsýslu.
Sjálfstæðisflokkur: Matthias
Bjarnason, Isafirði; Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, Reykja-
vik, ættaður úr tsafjarðarsýsl-
um; Sigurlaug Bjarnadóttir,
Reykjavík, ættuð úr Vigur.
Þá er eftir að telja upp fram-
boð Samtaka frjálslyndra hér
og ef að líkum lætur hljóta
efstu mennirnir að koma úr Ísa-
fjarðarsýslum.
Hér er ekki lagt persónulegt
mat á frambjóðendur en aðeins
sýnt fram á það, hve hlutur
Reykjavikur og tsafjarðar og
nágrennis er stór. Einnig sést
Sveinn Guðmundsson
greinilega hve margir Reykvik-
ingar sækja þingumboð sitt út
fyrir Reykjavík. Einnig er það
eftirtektarvert að stjórnmála-
flokkarnir í Vestfjarðakjör-
dæmi bjóða uppá ekkert þing-
sæti fyrir mann sem búsettur
er eða ættaður úr Strandasýslu
eða Barðastrandarsýslu.
3. KAFLI
FJÖLMIÐLAR
Dagblöð og útvarp (Hljóð-
varp og Sjónvarp) stjórna að
verulegu leyti hugsanagangi
fólks og ef athuguð er uppistað-
an i innlendúm efnisflutningi
þessara fjölmííla gæti ég trúað
að 90 til 95% af innlendu efni
sé af Reykjavikursvæðinu. Að
sjálfsögðu ráða flokkarnir
hvernig þeir vilja haga mála-
flutningi sinum og það er ekki
okkar að segja til um það
hvernig einkaaðilar haga sér I
blaðrekstri sínum.
Utvarpið er rikisrekinn fjöl-
miðill og ætti að leita eftir efni
i rikara mæli utan af lands-
byggðinni. Við vitum að fólk
sem utan Réykjavikursvæðisins
býr á ekki kost á þeirri tillögu
og leiðbeiningum svo að efni
komist skammlaust til skila.
Hér er þörf á aðstoð og ber
útvarpinu að leita meira eftir
efni utan af landsbyggðinni og
létta um leið þeirri minnimátt-
arkennd af fólki sem það er nú
þjakað af. Hvers vegna leitar
sjónvarpið ekki eftir efni t.d. i
„Stundina okkar“ út i hina
mörgu skóla dreifbýlisins. Þvi
það er misskilningur að Utvarp-
ið hafi ekkert að sækja út fyrir
borgarmörkin. Einnig gætu
komið til greina margs konar
umræðuþættir sem teknir yrðu
upp með fólki utan Reykjavík-
ursvæðisins. Væri til dæmis
ekki fróðlegt að heyra um mis-
muninn á mannréttindum eftir
því hvar á hólmanum þeir eru
staðsettir og þar á ég við þjón-
ustu ýmiss konar, svo sem síma-
þjónustu I sambandi við venju-
legt öryggi fbúanna. Heilbrigð-
isþjónustan fer eftir duttlung-
um skrifborðsmanna i Reykja-
vik svo dæmi séu nefnd. Hvern-
ig myndu Breiðhyltingar taka
því ef þeir næðu ekki símasam-
bandi nema hálfan sólarhring-
inn og læknir kæmi til þeirra
einu sinni i viku.
Það getur verið að það sé dýrt
að senda starfsmenn útvarpsins
út um allar trissur, en útvarpið
er fjölmiðill allrar þjóðarinnar
og ef það væri nú staðsett á
Akureyri ég tala nú ekki um
Isafjörð eða Neskaupstað, ætli
Reykvikingum þætti það ekki
réttindamál að eitthvað af efni
þess væri tekið upp i Reykja-
vík.
4. KAFLI
MENGUN
Eitt hið hrikalegasta vanda-
mál sem jarðarbúar eiga við að
stríða er mengun, bæði i verald-
legum og andlegum efnum.
Vegna þess hve við tslendingar
erum afskekktir þá hefur þetta
vandamál barið seinna að dyr-
um hjá okkur en hjá sumum
öðrum þjóðum. Við erum lausir
við fólksoffjölgunarvandamálið
og getum horft björtum augum
til framtíðarinnar. Við förum
illa með landið okkar. Við fjölg-
um fé I sumarhögum og tökum
ekkert tillit til þess hvað sér-
fræðingar segja um beitarþol
landsins.
Orkuframleiðsla er orðin að
atvinnuvegi og er ekki hægt að
ganga framhjá þeirri staðreynd
hvernig svo sem við viljum vera
láta. Sú spurning hlýtur að
vakna, hvernig við getum nýtt
þessa orku, án þess að valda
meiri mengun en nú er. Við
vitum að margt fólk missir ráð
og rænu ef það veit af pening-
um annars vegar og neitar að
horfa fram I tímann. Til dæmis
þolir fólk hinn versta óþef og
kallar peningalykt, ef aðeins
koma krónur i vasann. Þó að
manninum sé trúandi til þess
að kæfa sig í úrgangsefnum frá
nútima iðnverum þá tel ég hina
andlegu mengun miklu verri,
en hún fer vaxandi ár frá ári,
enda dekrað við hana á flestum
sviðum.
Verðbólgan er mengunar-
valdur og verði hún ekki sett i
bönd eins og Fenrisúlfur forð-
um þá hlýtur hrun að koma.
Það er mislangur timi frá þvi
að menguninni er sleppt lausri
þar til hún hefur skaðleg áhrif.
I dag er verðbólgan lögvernduð
og stéttarfélög standa um hana
heiðursvörð og allir ætla sér að
græða á henni, en það er of
seint að snúa við þegar hún er
búin að mergsjúga þjóðina.
Það ætti að vera hægt með
allri okkar tækni og öllum okk-
ar „gáfum og föðurlandsást" að
halda framboði og eftirspurn i
jafnvægi.
Þeir sem stuðla að óðaverð-
bólgu eru með mengaðan hugs-
unarhátt og grafa undan til-
veru okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar.
Fugl ad
Pjétur Lárusson:
A DJÚPMIÐUM.
Ljóð.
Myndskreytingar: Örn Karlsson.
Útgefandi: Lystræninginn 1977.
EFTIR Pjetur Lárusson hafa
komið ut fjórar ljóðabækur.
Pjetri eru mislagðar hendur við
ljóðagerðina eins og mörgum ung-
um skáldum, en þó gaf bók hans
Faðir vor kallar kútinn (1974)
nokkur fyrirheit um að úr honum
gæti tognað.
Á djúpmiðum er dálítið kver
eins og fleiri bækur Pjeturs. Ekki
verður sagt að Pjetur gerist land-
vinningamaður með þessari bók,
en í henni er ljós viðleitni til
fæðast
listrænnár hnitmiðunar og aukn-
ar kröfur um vandvirkni, listræna
úrvinnslu, eru greinilegar. Eitt
ljóðanna nefnist Nótt:
Nóttin ber svarta skikkju
á herðum íer.
Þögul gengur hún milli húsa,
að loka augum manna,
unz árroðinn kemur henni
í opna skjöldu. v
Stystu ljóðin eru samt ekki
meðal þeirra athyglisverðustu. Ég
nefni lengra ljóð, sögu af mús,
raunar er það absúrd dæmisaga
sem miðlar vissum óhugnaði.
Reykjavíkurmyndir kallast ljóða-
flokkur um reykvískt umhverfi.
Andúð höfundar á lifsháttum
fólksins og borginni sjálfri gera
Myndskreyting eftir örn Karls-
son, Úr Ijóðabók Pjeturs Lárus-
sonar: Á djúpmiðum.
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
þessar myndir ekki nógu sann-
færandi, en hér er þó einhver
fugl að fæðast, 'samanber þriðja
kafla:
Slðsumarnóttin sveipar borgina dökk-
blárri slæðu.
Kollafjörður og Esjan renna saman í
eitt, og Reykjanesfjöllin
ganga á vit trölla.
Fáir eiga leið milli húsa, sfst
allsgáðir.
I kirkjugarðinum rfkir grafarþögn,
utan hvað skröltir
f nokkrum beinagrindum, sem enn
halda gamlar þjóðsögur f heiðri.
Myndskreytingar Arnar Karls-
sonar eru fyrirferðarmiklar og
bera ljóðin víða ofurliði. Mynd-
irnar eru sambland af klippmynd-
um og teikningum, einkum eru
notaðar ljósmyndir. Þetta er farið
að tíðkast í ljóðabókum líklega
vegna áhrifa frá Erró. Það getur
verið gaman að þessu, en hættan
er sú að gengið sé of langt á
kostnað ljóðanna. Það skal sagt
Erni Karlssyni til lofs að hann er
kunnáttumaður í þessari tækni.
Á djúpmiðum er fyrsta bókin í
flokki sem Lystræninginn gefur
út. Fyrir jólin komu einnig út á
vegum Lystræningjans Gjalddag-
ar eftir Birgi Svan Símonarson
með teikningum eftir Richard
Valtingojer.
\öentanlegir vinningshafar
Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskóians greiðir ekki
vinninga á þá miða, sem ekki hafa
verið endurnýjaðir.
Látið ekki dragast að hafa samband við
umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð.
Dregið verður þriðjudaginn 17. janúar.
1. flokkur
9
18
135
279
5.598
6.039
18
6.057
1.000.000.-
500.000.-
100.000,-
50.000.-
15.000-
75.000.-
9.000.000.
9.000.000.
13.500.000.
13.950.000.
83.970.000.
129.420.000,
1.350.000,
130.770.000,
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!