Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1978
\
Þorsteinn Böðvarsson
frá Grafardal -Kveðja:
Fæddur 9. júnf 1902.
Dáinn 23. júnf 1977.
„Þú bláfjalla geimur með heidjöklahring
um hásumar ílf ég þér að hjarta.
Ó, tak mig í faðm þinn
minn söknuð burt ég s.vng
um sumarkvöld við álftarvatnið bjarta."
Að áliðnum degi tók hann
hnakk sinn og hest og hélt norður
á Skorradalsvatn, þar átti hann
net og stundaði veiðiskap á sumr-
um. Vatnið seiddi hann og dró til
sin og stúss hans við veiðina var
honum slík gleði að enginn reyndi
að fá hann til að hætta þessu.
Vissum þó vel að hann fór marga
ferðina meira af vilja en getu. Við
deilum ekki við tfmann, ellin sæk-
ir þá héim sem lifa, þegar árin
eru orðin 75. Ég sé til hans á
t
Faðir okkar
KRISTINN GUÐMUNDSSON.
irá Húsatóftum. Grindavik
andaðist i Landakotsspitala 10 janúar
Helga Kristinsdóttir. Jórmundur Kristinsson
t
Maðurinn minn, faðir, tenydafaðir oy afi,
ÓLAFUR BENÓNÝSSON,
frá Háafelli, Skorradal,
Tunguheiði 14, Kópavogi,
verður jarðsunyinn frá Fossvoyskirkju föstudayinn 1 3 janúar kl 3 e h
Blóm oy kransar vinsamleyast afbeðnir
Sigríður Sigurðardóttir,
börn, tengdaborn, og barnaborn
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhuy við andlát oy útför
ANTONS M. EYVINDSSONAR,
fyrrv. brunavarSar.
Sérstakar þakkir færum við Brunavarðafélayi Reykjavikur
r Börn. tengdabörn og barnabörn.
t
Innileyar þakkir færum við öllum sem vottuðu okkur samúð við andlát
oy útför móður okkar, tenydamóður, ömmu oy lanyömmu,
OKTAVÍU HRÓBJARTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til vistfólks oy starfsfólks á Hrafnistu
Sigurbjört Kristjánsdóttir Þorsteinn Guðbrandsson
Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir Björn Júlíusson
börn og barnabörn
+
Þökkum sýnda samúð veyna andláts
UNU BENJAMÍNSDÓTTUR.
Kleppsvegi 26,
sem lézt 25 nóvember s I
Sonur, tengdadóttir og barnaborn
+
Inmleyar þakkir fyrir auðsýnda samúð oy vináttu við andlát oy jarðarför
föður okkar. fósturföður. tenydaföður, afa oy lanyafa
JÚLÍUSAR BJÖRNSSONAR
' Gargsdal
Björn Júliusson Aðalheiður Björnsdóttir
Sigriður Júlíusdóttir Njáll Guðmundsson
Halldór Jónsson Hulda Pálsdóttir
Hafliði Ólafsson Ingibjörg Kristjánsdóttir
Erla Björnsdóttir
Þórður Njálsson
Július Njálsson og barnabarnabörn.
Lokað frá hádegi í dag
vegna jarðarfarar
Sigurðar Bjargmundssonar
Axminster h/f
Grensásvegi 8.
bátnum þegar hann er kominn út
á vatn og börnin fara til að hafa
tal af honum. Skömmu seinna sé
ég hópinn allan á leið heim og þá
veit ég að hann ætlar að gista hjá
okkur. Vitja svo aftur um næsta
morgun. Þannig hafði það verið í
sex sumur.
Börn mín kölluðu hann afa þá;
hann var þeirra afabróðir og
hann afi var ævintýri. Marga
gleðistund vorum við búin að eiga
með honum þessi sumur. Hann
kom færandi hendi sí og æ gef-
andi okkur eitt og annað sem kom
sér vel. Stærsta gjöfin var þó vin-
átta hans og það að kynnast lífs-
þreki hans og þeim kjarki sem
hann átti aldraður og sjúkur.
Þetta kvöld beið hans dauðinn og
tók hann með sér burt. Við horf-
umst hér í augu við þá alvöru sem
enginn möglar móti. Hvítt vor-
regnið varð kalt eins og hagl.
Lff hvers manns er saga. Mér er
hugsað til hans fyrstu ára, til móð-
ur hans Kristínar sem verður
skyndilega svo undarlega nálæg.
Þorsteinn var annað barn hennar
og bónda hennar Böðvars, fæddur
á Kirkjubóli í Hvítársíðu árið
1902. Þá var búið í bæjum úr torfi
og grjóti og aðbúnaður ailur ann-
ar en nú. Fátækar konur hlutu að
búa yfir mikilli umhyggjusemi og
natni til þess að börn þeirra lifðu
fyrstu árin. Þeir voru þrír bræð-
urnir Jón, Þorsteinn og Guð-
mundur. Ég veit að á þessu fá-
tæka heimili rikti mikil hamingja
og þeir bræður voru mjög sam-
rýndir litlir drengir. — A barns-
aldri missir Þorsteinn móður sína
og þá tók við dvöl hjá vandalaus-
um. — Þá reynslu ræddi hann
ekki við mig. En í gömlu bréfi
sem Þorsteinn skrifar föður sín-
um eftir að þeir skildu sé ég að
ekki hefur hann misst kjarkinn
og sé ég líka að hann hefur þá
verið orðinn vel skrifandi.
Árið 1930 hóf Þorsteinn búskap
í Grafardal ásamt konu sinni
Jónasfnu Bjarnardóttur frá
Lambadal í Dýrafirði og bróður
sínum Jóni og konu hans Salvöru
Brandsdóttur. Sambýlið stóð í
tuttugu ár. Þá deyr Salvör móðir
mín. Við reyndum þá eins og æ
síðan að allt sem Þorsteinn gat
fyrir okkur gert var sjálfsagt. I
Grafardal festi Þorsteinn yndi og
þaðan vildi hann ekki fara. Þau
Jónasína og Þorsteinn eignuðust
fjögur börn Kristján, Böðvar,
Bjarna og Sigríði.
Böðvar tók við búi að föður
sínum og seinustu árin voru heim-
ilin í Grafardal aftur tvö. — Það
er lán öldruðum að geta dvalið í
því umhverfi sem hann hefur að-
lagast, vinna þau störf sem heils-
an leyfir, hafa féiagskap þeirra
sem honum eru kærastir og nán-
astir. Þorsteinn hafði kvatt bræð-
ur sína báða og mágkonur en nýtt
fólk var komið, tengdabörn og
barnabörn. Börn Böðvars og Ás-
rúnar konu hans eru þrjú. — Tvö
þau eldri fóru marga ferðina með
afa til ýmissa útiverka. í vinnu-
lúna hönd seildist önnur lítil og
stundum hálfköld. „Leiddu mig
afi". „Hvert ertu að fara afi“?
Svo eitt kvöld er hann farinn
einn. Horfinn út í hina björtu
nótt. Börnin skilja ekkert, við hin-
ir fullorðnu litlu meira. Lífið er
bara svona — dauðinn er bara
svona. £f minn kæri föðurbróðir
mætti orð mín heyra, þá þakka ég
honum samveruna. — Þakka gjaf-
ir hans, vináttu og tryggð. — Guð
veri með honum og þeim sem
hann unni mest. —
Þurfður Jónsdótt ir.
Jón Hallur Karls-
son — Minning
Fæddur 26. mars 1960.
Dáinn 4. janúar 1978.
Jólin eru liðin, i trú von og
kærleika með oss kristnum mönn-
um, er veita heimilum vorum
þann unað, sem fjölskyldu- og
ættartengslum er best auðið að
gjöra.
Á þessum hátíðisdögum hverfa
hugir vorir líka i hugsunum vor-
um til þeirra er frá oss eru farnir
til æðri heima. Mörg jólaminning
meðal vor er oss sem helgur dóm-
ur um hjartahlýju og fórnfýsi
skyldra og óskyldra í þjóðfélagi
voru.
Myrkrið tekur að hverfa fyrir
lengri sólargangi, nýtt ár rennur
upp meðal vor, hið gamla hefur
endað sitt skeið. Margur á unga
aldri horfir fram, að honum
finnst, til tuga komandi ára á
sinni ævibraut, þeir eru f óða önn
að búa sig undir lífið með námi og
starfi, svo þeim verði auðið að
axla byrðar þess. Og þeirra nán-
ustu gleðjast yfir þeim frama og
þroska er börn þeirra ná, það eru
líka þeirra sigrar f lífinu.
Ungur piltur vinnusamur að,
starfi og námi kaus heldur fyrsta
skóladaginn að vinna en nema í
upphafi hins nýja árs, en við starf
sitt féll hann frá á snöggu auga-
bragði, um hádegisbil gekk sól
hans til viðar.
En svo var um Jón Hall Karls-
son er andaðist 4. janúar á vinnu-
stað við Svartsengi. Hann var
fæddur 26. mars 1960 i Reykjavík,
sonur hjónanna Karls Ömars
Jónssonar verkfræðings og konu
hans Ólafar Stefánsdóttur.
Jón Hallur bar nafn föðurafa
síns er var mikill dugnaðar maður
er heilsa hans leyfði og hagsýnn
og bjó við því betri hagi er lengur
In memoriam
Gísli Jóhannesson
Gisli Jóhannsson, öldungur I
hópi þeirra persónuleika sem
hafa myndað samfélag okkar, er
genginn til moldar. Hann var
faðir, tengdafaðir, afi og langafi
nánustu vina minna, — fulltrúi
erfðavenja og kynslóðar, sem
þurfti að berjast ívið hart fyrir
þvi að koma sínu og sfnum í höfn.
Aðalsmerki hans i þeirri lífsbar-
áttu var heiðarleiki, nákvæmni og
það viðhorf til heimsins að skulda
aldrei neinum neitt.
Gisli Jóhannsson var fæddur á
Éyrarbakka 21. mai 1891, þar sem
hann stundaði sjóróðra og kom
hlut sínum svo vel um borð, að
hann eignaðist snemma persónu-
legt sjálfstæði. Höfuðstaðurinn
hafði ekki upp á mikið að bjóða á
öðrum tug aldarinnar, en þar var
þó togaraútgerð komin til sögunn-
ar og freistaði kappsamra sjó-
manna. Gísli tók þátt i þeirri ný-
skipan i sjávarútvegi okkar ís-
lendinga og var togarasjómaður
um árabil. Hann fluttist til
Reykjavfkur árið 1920 og tókst
eftir þvi sem tímar liðu að tryggja
sér og mannmargri fjölskyldu
sinni fastan samastað í Miðstræti
6, þar sem þau bjuggu í áratugi.
Við stofnun heimilis og uppeldi
barna átti Gísli að einstökum liðs-
manni konu sina, Grfmheiði Páls-
dóttur af Bergsætt frá Óseyrar-
nesi. Þau giftust árið 1919 og
eignuðust 6 börn: Jónfnu
Margréti, sem gift er Brandi
Tómassyni yfirflugvirkja, Ingi-
björgu gifta Leifi Valdimarssyni,
Jóhann deildarstjóra hjá Flug-
félagi tslands sem kvæntur var
Vilborgu Kristjánsdóttur, Val-
gerði Hrefnu gifta Andrési Gísla-
syni stýrimanni, Pál Garðar flug-
mann hjá Flugfélagi Islands sem
kvæntur var Ethel Bjarnasen og
Magnús Ragnar tannlækni,
kvæntan Dóru Jóhannsdóttur.
Tvo af sonum sfnum misstu þau
Grímheiður og Gisli, gjörvilega
menn á manndómsárum, báða
með afar sviplegum hætti. Páll
Garðar fórst í flugslysinu við
Vestmannaeyjar árið 1951 og
Jóhann af slysförum vorið 1967.
Heima i Miðstræti ólst upp hjá
þeim hjónum á efri árum þeirra
sonarsonur þeirra Gisli Baldur
Garðarsson lögfræðingur.
Gisli Jóhannsson var ekki allra.
Hann var alinn upp við harðbýli
og þau kjör, sem fæstir fá skilið
nú á dögum. Siðar varð hann að
lifa með mikla sorg i minni og
trúði þvi aldrei að fullu að
heimurinn gæti verið býsna já-
kvæður á stundum. Væri brugðið
til gamalla sagna, heimahaganna
eða kjara verkalýðsins á önd-
verðri öldinni varð hann
skemmtilega ræðinn sessunautur
I fjölskyldusamkvæmum. Hann
hafði einnig þann friðleik og
gjörvileik til að bera, að það var
gaman fyrir yngra fólk að horfa á
hann, sparibúinn og fylginn sér í
umræðu. Og hann var ákaflega
vel giftur. Það hefur jafnan verið
mikil reisn yfir heimilinu i Mið-
stræti.
Sú sonarfjölskylda Gisla
Jóhannssonar, sem leiddi . vegi
okkar saman, er öll stödd erlendis
um þessar mundir við að læra
ýmislegt það sem getur komið ís-
landi að gagni í framtiðinni. Við
fornvinirnir, yngsti sonarsonur
hans, sem heitinn er eftir föður
sínum afa og langafa, Jóhann
Gisli Jóhannsson, minnumst með
hlýju fortiðar og þeirra sem gáfu
okkur þjóðerni og líf.
Vigdis Finnbogadóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f sið-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.