Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla Aðalstræti 6, sfmi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. sfmi 22480. Tillögur borgarstjóra um atvinnumál Ásl. ári fóru fram talsverðar umræður um atvinnumál ! Reykjavik og þau sjónarmið komu fram, að atvinnufyrir- tæki á suðvesturhorni landsins hefðu ekki setið við sama borð og atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni. Þessu var harðlega mótmælt af fulltrúum landsbyggðarinnar. Minnihlutinn i borgarstjórn Reykjavikur tók hins vegar að nokkru undir þessi sjónarmið, en gagnrýndi meirihluta sjálfstæðismanna og taldi, að hann hefði ekki verið nægilega vakandi i atvinnumál- um borgarinnar Þessar umræður eru liðin tið en í fyrradag lagði borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ísl. Gunnarsson, fram tillögur um atvinnumál í borgarráði, sem væntanlega munu móta mjög þróun atvinnumála i höfuðborginni á næstu árum. Borgarstjóri segir í greinargerð fyrir tillögum sinum: „Þróun atvinnumála sl. áratugar á höfuðborgarsvæðinu sýnir beina fækkun atvinnutækifæra i framleiðslugreinum, en fjölgun i þjónustu- og viðskiptagreinum. Hér stefnir þvi í átt til einhæfni, sem getur reynzt varasöm. Takmörk hljóta að vera fyrir þvi, hve þjónustugreinar geti aukizt, án þess að fram- leiðsla aukist einnig. . . Til að tryggja atvinnuöryggi i Reykja- vík i framtiðinni ber að efla framleiðslugreinarnar, einkum á sviði iðnaðar og sjávarútvegs. Jafnframt er nauðsynlegt að búa áfram ýmiss konar þjónustu, verzlun og viðskiptum, góð skilyrði. þannig að Reykjavik haldi forystuhlutverki, sem hún hefur haft í þessum greinum." Fjölmörg atriði koma fram i tillögum borgarstjóra um atvinnumál, en sem dæmi má nefna, að hann boðar tillögur í borgarstjórn um lækkun gatnagerðargjalda af atvinnurekstri. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja hafa vakið athygli á því, að gatnagerðargjöld. sem greiðast eiga á tiltölulega skömmum tima við upphaf byggingaframkvæmda væru mjög þungbær og með lækkun gatnagerðargjalda en jafnframt hækkun lóðarleigu, sem greiðist á miklu lengra tímabili, vill borgar- stjóri koma til móts við þarfir atvinnufyrirtækjanna í höfuð- borginni að þessu leyti. Gagnmerkt nýmæli i tillögum borgar- stjóra er ákvæði um úthlutun á stærri byggingasvæðum til byggingaaðila og að samtök byggingameistara fái skipulag slikra svæða til umsagnar og byggingaraðilar fái samfelld verkefni til lengri tíma. Þetta mun skapa aukið öryggi í byggingaframkvæmdum og í atvinnu byggingarmanna. í tillögum borgarstjóra er sérstaklega fjallað um ýmsar þarfir iðnaðarins og lagt til, að borgin taki upp samstarf við samtök iðnaðarins um byggingu iðngarða, þar sem iðnfyrir- tækjum gefist kostur á að taka húsnæði á leigu eða þeim verði boðin leigukaupasamningur og er stefnt að fyrstu fram- kvæmdum á þessu sviði í Breiðholtshverfi. Ennfremur er lögð áherzla á, að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar beini viðskipt- um sinum eins og unnt er til islenzkra fyrirtækja og i þvi sambandi er Innkaupastofnun Reykjavikur heimilt að taka tilboð innlends framleiðanda fram yfir erlenda vöru, þótt hin innlenda vara sé allt að 15% hærri. Fjölmörg önnur ákvæði eru iðnaðinum til hagsbóta i atvinnumálatillögum borgar- stjóra. Sérstakur kafli er i þeim um aðstöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu i höfuðborginni, um fiskihöfn i vesturhluta Reykjavikurhafnar og aðstöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja þar. Jafnframt lætur borgarstjóri i Ijós þá skoðun, að eitt af stærri verkefnum i atvinnumálum Reykjavikur sé að bæta verulega aðstöðu til skipasmiða og skipaviðgerða i Reykjavik. Hann upplýsir, að á vegum hafnarstjórnar fari nú fram hagkvæmnisathugun á byggingu skipaviðgerðarstöðvar og verði henni hraðað eftir föngum. Þessi dæmi, sem hér hafa verið tind til af handahófi sýna. að margra grasa kennir i tillögum borgarstjóra um atvinnu- mál. Þær bera þess merki, að sóknarhugur er i meirihluta borgarstjórnar á sviði atvinnumála. Sérstök áherzla er á það lögð, „að fyrirtæki í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu sitji jafnan við sama borð og fyrirtæki annars staðar á landinu, að því er fjármagnsfyrirgreiðslur varðar. Stöðva ber það misrétti, sem átt hefur sér stað i þessum efnum hjá ýmsum sjóðum rikisvafdsins, sem úthluta fé til uppbyggingar atvinnulifsins". eins og segir í tillögum borgarstjóra. Atvinnulifið er undirstaðan og henni má ekki gleyma. Reykjavík byggðist upp sem einn helzti útgerðarstaður lands- ins, en smátt og smátt hafa aðrar atvinnugreinar orðið stöðugt þýðingarmeiri i atvinnulifi höfuðborgarbúa, ekki sizt iðnaður og verzlun og skyldar þjónustugreinar. Að þessum atvinnuvegum öllum, svo og útgerð og fiskvinnslu þarf að hlúa sérstaklega. Fólkíð. sem býr í Reykjavik má ekki missa tengslin við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þá hefði rofnað þýðingarmikið samband við rætur okkar þjóðlifs. Fillögur Birgis Isl. Gunnarssonar, borgarstjóra, eru tvimæla laust spor i rétta átt. Þær stuðla að eflingu atvinnulifsins i Reykjavik og sem slíkar eru þær fagnaðarefni. Skemmtileg skák — tvísýn biðskák! GREINILEGT er af talfmennsku Spasskys í 18. einvigisskákinni a8 hann er ekki búinn a8 gefast upp þó hann sé tveimur vinningum færri en Kortsnoj. Engan bilbug er a8 finna hjá honum og hann tefldi þessa skák af mikilli djörfung eins og hann á gjaman vanda til. Hvít- ur hafSi lengst af örlítiS frum- kvæSi í skákinni þó hann kæmist lítiS áfram en í 28. leik opnaSi hann tafliS og lagSi allt í sölumar. Keppendur hafa báSir mikinn sóma af þessari skák og áhorfend- ur hafa án efa fengiS gó8a skemmtun. í biSstöSunni, sem er geysitvisýn hefur Spassky pe8 yfir en kóngur hans er berskjaldaSur og óvarinn og þvi ógerlegt a8 dæma um úrslit. Úrslit þessarar skákar eru afar þýSingarmikil. þvi takizt Kortsnoj a8 vinna hefur hann þegar sigraS i einviginu og hlotiS IO'/j vinning, en takizt Spassky a8 vinna eru úrslit einvig- isins vissulega ennþá óráSin. BiS- skákin verSur tefld áfram i dag. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON 1 8. einvigisskák Hvitt: Spassky Svart: Kortsnoj Frönsk vörn 1. d4 — e6 2. e4 (Spassky kýs frekar að tefla Franska vörn heldur en að halda áfram með 2. c4 og tefla drottningarbragð en þá færi skákin frekar inn á troðnar slóðir) — d5 3. e5 (Spassky hefur lika reynt 3 Rc3 sem reyndist honum ekkert illa fyrr i einviginu. Enn sem fyrr fetar hann i fótspor Nimzo- witsch sem er upphafsmaður þessa leiks) 3 . c5 4. c3 — Rc6 5. Rf3 — Bd7 6. Be2 — Re7 7. Ra3 (Þessum riddara er ætlaður reiturinn c2 til þess að valda peðið á d4 Uppbygging hvíts miðast við það að hafa gott vald á miðborðspeðunum d4 og e5 sem er stolt hvitu stöðunn- ar og það sem hvitur getur státað sig af) — cxd4 8. cxd4 — Rf5 9. Rc2 — Rb4 (Svartur býður upp- skifti á riddurum en hvitur hefur ekki áhuga á þessum riddara. .) 10. Re3 (Riddari svarts á f5 stóð mjög vel og hvitur kýs frekar uppskipti á honum) — Rxe3 11. fxe3! (Rökrétt framhald af fyrri leikjum: hvitur hefur nú gott vald á d4 reitnum hvað sem öðru liður) — Be7 12. a3 — Rc6 13. b4 — a6 14. Hbl — Ra7 15. a4 — Rc6 (Harðvitug átök eiga sér stað á drottningarvængn- um Hvitur hótaði 16. b5) 16. Bd2 — a5! (Góur leikur. Þannig tryggir svartur sér b4 reitinn) 17. b5 — Rb4 18. 0-0 — 0-0 (Skemmtilegt sérkenni á nokkrum skákum í þessu einvigi, sérstaklega þeim þar sem mikíl undiralda er. er hversu lengi keppendur biða með að hrókfæra. En i þessari skák hefur baráttan um vissa reiti setið i fyrir- rúmi og nú þegar þvi er lokið um stundarsakir geta þeir hrókfært og hafið nýja áætlun. Vegna hins sterka peðs á e5 verður að telja hvitu stöðuna ögn vænlegri, — en nú er skákin rétt að byrja!) 19. Del — Kh8 20. Dg3 — f6 (Svartur ræðzt loksins á framvörðinn á e5! Svartur myndi þó varla hagnast á uppskipt- um þar þvi kæmist hviti riddarinn þangað i staðinn stæði hann þar sem mikill ógnvaldur. enda er slikt ekki tilgangurinn með leiknum) 21. Hbcl — f5 (Að sjálfsögðu hefði svartur getað sparað sér einn Idik með þvi að leika þessum leik strax, en atburðarásin i þessari skák er afar hæg og þvi kemur þetta ekki að sök) 22. h4 (Heldur er blásið til atlögu á frumstæðan hátt! Svartur þarf ekki að óttast þennan leik i svipinn enda fer hann lika að reyna fyrir sér á drottningarvæng) — Hc8 23. h5 — Hxcl 24. Hxcl — Ra2 25. Hal — Rb4 26. Dh3 (Ólíklegt má telja að Kortsnoj hafi rennt grun i hvað fyrir Spassky vakir með þess- um leik . en það kemur i Ijós. .) — Be8 27. Kf2 — Db6 (Hin sterka peðastaða hvits á mið- borðinu er enn sem fyrr þyrnir i augum svarts Með þessum leik undirbýr hann að grafa undir þess- um peðum) 28. g4!7 (Djarflega teflt/ Vogun vinnur, vogun tapar Hvitur galopnar stöðuna alls ósmeikur þótt f-linan opnist fyrir svarta hrókinn inn á hvita kónginn berskjaldaðan Þessi leikur er ein- kennandi fyrir mikilvægi þessarar skákar. Spassky verður að vinna hvað sem það kostar!) 28. . . g5! (Svartur svarar af engu minni dirfsku/ í skjóli biskupaparsins get- ur svartur leyft sér þetta, þvi að sjálfsögðu vill hvitur opna h-linu en þá er svart dr.-biskupinn loksins kominn i leikinn) 29. . . hxg6 frhl. — Bxg6. 30. g5 (Hvitum hefur orðið afskaplega litið ágegnt en h- linan hefur þó opnast þó h7 reitur- inn sé vel valdaður af biskupnum á g6) 30. . . f4! (Þessi sprenging hef- ur lengi svifið i loftinu/ Tilgangur- inn er að sjálfsögðu að grafa undan valdinu á d4 peðinu) 31. exf4 — Rc2, 32. Hdl — Be4 (Að sjálf sögðu ekki 32. Rxd4? vegna 33. Be3 og hv. vinnur mann) 33. Be3 (Hvitur hefur engin önnur ráð til þess að valda peðið á d4 en með þessum leik fær svartur biskupapar- ið á móti riddara og biskupi hvits en i slikri stöðu njóta biskuparnir sín mjög vel) 33. . . Rxe3, 34. Kxe3 — Dc7. 35. g6 (hvitur er i nokkrum erfiðleikum Likast til eru báðir keppendur þegar komnir i tímahrak ef að vanda lætur og hvitur ekki öfundsverður af að leika i svo flók- inni stöðu. Svartur hótar 35. . Dc3 og siðan Hxf4 Hvitur reynir þvi að flækja stöðuna) 35. . . Bxg6, 36. Dxe6 — Ba3 (Ótrúlega sterkur leik- ur. hvitur missir nú peðið á f4) 37. Dxd5 — Bcl, 38. Kf2 — Bxf4, 39. Dc4 — Dg7. 40. Hgl — Dh6 og hér lék Spassky biðleik eftir 10 minútna umhugsun Hvitur heldur ennþá stolti sinu peðunum á d4 og e5 og getur verið hreykinn af því á vissan hátt. Hvitur hefur lika einu peði meira en svartur. en á móti þessu vegur að svartur hefur geysi- öflugt biskupapar sem ráða lofum og lögum á borðinu. Vandamál hvits verður að koma kóngnum i skjól eða a.m k forðast skákir og jafnvel mát- hótanir. Svartur hótar að vinna skiftamun i stöðunni og hindra biskupaskák á e3. Lesendur geta spreytt sig á að finna hver biðleikur Spassky hafi verið en ég ætla að voga mér að gizka á 41 De3. Sá leikur valdar þó e3-reitinn en jafn- framt hótar hann e6 og siðar d5 með fráskák Eitt er vist: takizt Spassky að vernda hinn berskjald- aða kóng sinn og gefa sér tima til að leika peðum sínum fram er alls ekki vist hvorum megin sigurinn iendir Sem sagt: mjög tvisýn biðskák SPASKIIKOR Upphaf 18. skákarinnar og báðir keppendur i sætum sinum, sem er harla óvenjulegt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.