Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANDAR 1978 5 Staðarbakki: Óvenjugott vedur ad undanförnu Staðarbakka. Midfirdi. 11 janúar VEÐUR hefur verið óvenjugott hér að undanförnu og færð á vegum eftir því góð, þó nokkur hálka sé víða. Snjógangur hefur verið nokkur og lítið um haga. Astandið i atvinnumálum hér og á Hvammstanga hefur verið nokkuð gott og byggingar hafa verið töluverðar á s.l. ári, bæði heygeymslur og ibúðar- hús. I menningarlífinu hefur verið frekar mikil deyfð að undanförnu, þó er leikfélagið á Hvammstanga að æfa þar verk sem verður frumsýnt innan skamms og okkar árlegaitorra- blót verður bráðlega. Benedikt. Höfn, Hornafirði: Leikfélagið í leikför í höfuðborginni Höfn, Hornafirði, 11. janúar LEIKFÉLAG Hornafjarðar lagði upp í leikför til höfuð- borgarinnar um seinustu helgi og var með þessari ferð samein- að tvennt, að fara í leikhús annars vegar og sýna verkið Kertalog eftir Jökul Jakobsson hinsvegar. Sýningar voru í fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi og á fyrstu sýningunni var hús- fyllir og var það mál manna, að sýningin hefði tekizt með ágætum og var leikstjórinn, Ingunn Jensdóttir, og leikarar ákaft hylltir með blómum og lófataki. Að lokum má geta þess, að leikfélagið hafði áður farið í leikferð austur á firði og fengið þar mjög lélega aðsókn. Gunnar. N eskaupstaður: Mjög góður afli skipa og næg atvinna Neskaupstað, 11. jan. MIKIL atvinna hefur verið hér eftir að togararnir fóru að landa eftir áramótin. Nú þegar hafa tveir þeirra landað mjög góðum afla og von er á fleirum. Þá hefur það gerzt í fyrsta skipti í mörg ár að bátar hafa róið hér beint út á línu og feng- ið bara mjög góðan afla. Annars bíða menn í ofvæni eftir loðn- unni og er undirbúningur þeg- ar hafinn fyrir móttöku. Samgöngumál okkar eru líka í betra horfi en nokkru sinni áður og valda þar Oddsskarðs- göngin mestu um. Varla hefur komið fyrir að lokazt hafi i meira en einn dag í senn vegna snjóa, þar sem nú þarf ekki að ryðja háheiðina eins og áður. Asgeir. Dalvík: Blandaður kór starfandi í fyrsta sinn Dalvík. 11. janúar. MJÖG risjótt veður hafa gengið yfir hjá okkur að undanförnu og má segja, að allt sé ófært hér að meðaltali annan hvern dag eins og einmitt nú þessa stund- ina, en vél er þó farin til að ryðja. I haust var hér stofnaður i fyrsta sinn blandaður kór, sem hefur æft í vetur og haldið tvo tónleika við mjög góðar undir- tektir ibúanna, en stjórnandi kórsins er Kári Gestsson og ein- söngvari með kórnum á þessum tónleikum var Kristján Jóhannsson frá Akureyri og nú um þessar mundir er leikfélag- ið með verk i æfingu, sem verð- ur sýnt seinna í vetur. ^ Sæmundur. Skálholt: Óvenju gjaf- frekt í vetur Skálholti 11. janúar. ÞÓ NOKKUR snjór sé hér um slóðir eru vegir nokkuð greið- færir um allt. Nokkur harðindi hafa verið hér í vetur, með övenju miklum kutdum, sem hefur m.a. komið fram i þvi að mun gjaffrekara hefur verið á skepnur í vetnr en undanfara vetur, allt frá þvi í byrjun nóvember. Björn. Þessa heimilislegu mynd tók Sigurgeir f Eyjum einn daginn fyrir skómmu þegar snjóföl hafði sett svip á Eyjabyggð og þá voru krakk- arnir ekki lengi að nota tækifærið eins og sjá má á myndinni. Alþjóðaskákmótið í Reykjavík: Sex vinninga þarf til að hljóta alþjóðatitil MEÐALTALSSTYRKLEIKI Þeirra 14 skókmanna. sem taka þátt í alþjóða skákmótinu í Reykjavik i febrúar n.k. eru 2509 Elo-skákstig og telst mótið til styrkleikaflokks II og telst þvi eitt sterkasta skákmót heimsins á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Einars S. Einarssonar, forseta Skáksambands- ins, þarf skákmaður að hljóta 43% vinninga eða 6 vinninga til þess að ná alþjóðameístaratitli en 57% vinninga eða 7 5 vinninga til þess að ná stór- meistaratitli. Ættu þvi einhverjir is- lenzku þátttakendanna að eiga góða möguleika á þvi að krækja sér i a.m.k. hálfan titil alþjóðameistara jafnvel þótt 9 stórmeistarar taki þátt i mótinu. Hér á eftir verða taldir upp þátt- takendur i mótinu og styrkleika þeirra getið i sviga: Larsen (2620). Polugae- vsky (2620), Miles (2565). Smejkal (2555), Browne (2550), Lombardy (2540). Kusmin (2535), Friðrik Ólafs- son (2530). Guðmundur Sigurjónsson (2500), Jón L. Árnason (2470), Ingi R Jóhannsson (2440), Ögaard (2435), Helgi Ólafsson (2420) og Margeir Pétursson (2350). Eins og áður hefur komið fram í fréttum verður teflt á Hótel Loftleiðum. Vísisritstjóri kær- ir Þjóðviljamenn fyrir siðareglubrot Segir einnig ritstjóra Þjóðviljans hafa neitað að birta athugasemdir sínar ÓLAFUR Ragnarsson, ritstjóri Vísis. hefur ksrt Svavar Gestsson, rit- stjóra Þjóðviljans, og Einar Kr. Haraldsson. fréttastjóra sama blaðs. fyrir siðareglunefnd BlaSamanna- félags íslands, þar sem hann telur þá með ósmekklegum aðdróttunum hafa reynt að tengja sig fjársvika. máli Landsbankans. Skýrir Ólafur frá þvi, að hann hafi reynt að fá athuga- semd við skrif Þjóðviljans birta þar i Fjalaköttur- inn sýnir Ólaf liljurós FJALAKÖTTURINN. kvikmynda- klúbbur menntaskóla- og háskóla- nema. sýnir i dag, á morgun. laugar- dag. og á sunnudag kvikmyndina Ólaf liljurós eftir Rósku. Róska sagði í samtali við Mbl. að fleiri sýningar á mynd hennar væru ekki fyrirhugaðar fyrst um sinn, en fyrir lægi samþykkt útvarpsráðs um að kaupa af henni sýningarrétt á mynd- inni Hins vegar hefði lista- og skemmtideild sjónvarpsins enn ekki gengið frá samningi við hana um þetta atriði. blaðinu en verið neitað og hafi kom- ið fram i röksemdum ritstjóra Þjóð- viljans fyrir þvi að birta greinina ekki. að i henni vasri af hálfu Ólafs almennur skætingur. „sem við erum vanir að birta hvor um annan i eigin blöðum". Málið snýst um að i dálkinum „Klippt og skorið" i Þjóðviljanum á dögunum var fjallað um aðild deildar- stjórans i Landsbankanum. sem nú er verið að yfirheyra, og nokkurra annarra manna, sem eru með honum i hluta- félaginu Dropanum. að Ltonsklúbbnum Nirði og jafnframt var vakin athygli á. að Ólafur væri einnig i sama klúbbi Um það segir Ólafur i athugasemd- um þeim er hann kveðst ekki hafa fengið birtar i Þjóðviljanum en birtir i Visi i gær. að hann kunni ekki að meta aðdróttanir. „eins og þær sem þeir birtu um mig og mun þess vegna kæra þetta brot á siðareglum Blaðamanna- félags íslands til siðareglunefndar félagsins". í formála að þessum athugasemdum i Visi birtir Ólafur svar Svavars og röksemdir fyrir þvi að birta ekki athugasemdina en Svavar segir þar m.a að hann telji „ekki vera um að ræða athugasemdir eða leiðréttingu af þinni háflflu heldur „almennan skæt- ing" sem við erum vanir að birta hvor um annan i eigin blöðum". Gigtarfélagið fær gjöf MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft irfarandi fréttatilkynning frá Gigtar félagi íslands: Gigtarfélagi Islands barst i deember s.l. höfðingleg gjöf frá Barnauppeldis sjóði Thorvaldsensfélagsins. en fjár- hæð þessi var kr. 500.000.00 og hefur félagið þegar lagt hana i kaup á rannsóknartæki. sem það ætlar að gefa væntanlegri rannsóknarstofu i ónæmisfræðum Gigtarfélagið þakkar Thorvaldsens- konum fyrir þessa höfðinglegu gjöf oj óskar þeim velfarnaðar i framtiðinni HF. OFNASMIÐJAN HATEIGSVEG 7 - REYKJAVIK - (SLAND <í Kynnw’ nýjung í miðstödvarofnum VIÐ KÖLLUM HANN SVISSYL - ofninn OFNINN ER SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR FYRIR STÓRA GLUGGAFLETI T.D. STOFUM — GÖNGUM — SÝNINGARGLUGGUM OG ÖORUM STÖÐUM ÞAR SEM OFNINN MÓTAR UMHVERFI SITT. Leitið upplýsin hjá sölumanni, sími 2-1 2-20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.