Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 Norðmenn og Rússar semja um Barentshaf Óslð, 11. janúar. Reuter. NOREGUR og Sovétríkin náðu I dag bráðabirgðasamkomulagi um fiskveiðar á Barentshafi á haf- svæði sem deilur milli landanna hafa lengi staðið um. Samkomu- lagið undirrituðu Ishkov sjávar- útvegsráðherra Sovétrfkjanna og Jens Evensen norski hafréttar- ráðherrann. 1 samkomulaginu felst að veiði- skip annarra þjóða en þessara tveggja geta hafið veiðar á þessu svæði en verða að sætta sig við kvóta sem Sovétmenn og Norð- menn setja sameiginlega. Heildaraflakvóti skipa annarra þjóða né þessara tveggja á öllu Barentshafi er 130 þúsund tonn og þar af má veiða 20 þúsund tonn á þessu umdeilda svæði. Frekari viðræður Sovétrikj- anna og Noregs eru fyrirhugaðar í Moskvu í byrjun marz og verður þá m.a. fjallað um þá ákvörðun Norðmanna að gera tilkall til 200 Ólöglegt norskt fé í dönskum bönkum SKATTYFIRVÖLD f Noregi hafa fengið upplýsingar frá dönskum skattyfirvöldum um Norðmenn sem hafa átt ólöglegar innstæður f dönskum bönkum sem nema mörgum milljónum norskra króna sem þeir hafa svikið undan skatti að sögn norska blaðsins Aftenposten. Enn er ekki vitað um heildar- upphæðina og fjölda þeirra Norð- manna sem eiga 1 hlut, að sögn Erlings Ree Pedersens yfirskatt- stjóra, en 1 sumum tilfellum er um að ræða ólöglegar innstæður að upphæð 200.000 norskar krón- ur. Málið kom upp vegna aukins bankaeftirlits sem kveðið er á um í nýtilkomnum lögum í Danmörku og nýtilkominna upplýsinga- skipta norrænna skattayfirvalda. Dönsk yfirvöld telja að heildar- innstæður Norðmanna í dönskum böndum nemi um 30 milljónum norskra króna, en verið getur að stór hluti upphæðarinnar sé á lög- legum reikningum. Hins vegar hafa engar upplýsingar verið veittar norskum yfirvöldum um 90% þeirra reikninga sem dönsk yfirvöld hafa nú ljóstrað upp um. Þetta segir yfirskattstjórinn jafn- gilda stórfelldum skattsvikum. Reikningseigendur eiga yfir höfði sér háar sektir og eftirliti með reikningum í erlendum bönkum verður haldið áfram að sögn Ree Pedersens yfirskatt- stjóra. Hann segir í viðtalinu við Aftenposten að þróunin stefni stöðust í átt til aukinnar sam- vinnu skattyfirvalda í ýmsum löndum. Allir Norðmenn búsettir í Nor- egi verða að sækja um leyfi til Noregsbanka ef þeir vilja opna reikninga í erlendum bönkum. milna fiskveiðilögsögu i kringum Svalbarða, en Sovétmenn hafa deilt á þessa ákvörðun. Þá verða einnig önnur deiiuefni þjóðanna i hafréttarmálum til umræðu, en Evensen lét svo um mælt í dag að mörg flókin vandamál biðu úr- lausnar. VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam 6 rigning Aþena 10 sólskin Berlín 5 skýjað Brússel 5 rigning Chicago + 13 skýjað Frankfurt 6 rigning Genf O skýjað Helsinki 2 skýjað Jóhannesarborg 23 skýjað Kaupmannahöfn 3 rigning Líssabon 14 skýjað London 5 rignmg Los Angeles 14 skýjað Madrid 10 heiðskírt Malaga 15 skýjað Miami 16 skýjað Moskva 0 snjór New York + 6 skýjað Ósló 2 heiðskírt Palma 12 skýjað París 8 heiðskirt Róm 12 skýjað Stokkhólmur O heiðskirt Tel Aviv 18 skýjað Tokýó 4-4 sólskin Vancouver 6 skýjað Vín + 2 skýjað Indira veifar til stuðningsmanna sinna eftir að hafa yfirgefið réttarsal- inn. Indira gekk út vid yfirheyrslur Nýja-Delhi, Indland 11. jan. AP. INDIRA Gandhi fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands gekk út er yfir stóðu yfirheyrslur ríkis- stjórnarinnar vegna meintra stjórnarskrárbrota f valdatfð hennar. Hún fullyrti að yfir- heyrslur núverandi stjórnar væru ekki samkvæmt stjórnarskránni. Yfirmaður rannsóknarnefndar rlkisstjórnarinnar, fyrrverandi yfirdómari J.C. Shah, sagði að Indira hefði framið lögbrot með þvi að neita að bera vitni og að kvörtun yrði lögð fyrir dómara. Indira, sem er sextíu ára að aldri, gekk út úr yfirheyrsluher- berginu eftir að hafa fullyrt að henni bærí engin lagaleg skylda til að bera vitni. Hún varði neyðarástandslögin, sem urðu til þess að þúsundir voru fangelsaðir fyrir að gagnrýna stjórnskipulag hennar. Þá réðst hún harkalega á stjórn Morarji Desai forsætisráð- herra, sem sigraði hana í þing- kosningunum í marz 1977. „Þessi nefnd virðist hafa verið skipuð til að berja á andstæðing- um núverandi stjórnar,“ sagði Indira, þar sem hún stóð við hlið lögfræðings síns, en hún neitaði að setjast í vitnastúkuna. Frú Gandhi sagði að málarekst- urinn líktist galdraofsóknum. Shah fyrrverandi yfirdómari sagði hins vegar, að með þvi að neita að bera vitni gerðist Indira Gandhi brotleg við nokkur ákvæði hegningarlaga. Ef hún yrði dæmd gæti hún þurft að greiða 800 dala sekt og sæta sex mánaða fangelsi. Framhald á bls. 20 r Víetnam - Kambódía: SOVÉTSTJÓRNIN hefur nú svo ekki verður um villzt tekið ' málstað Víetnama f landamæradeilum þeirra við Kambódfu- menn, og svo virðist sem Kremlverjar hafi að sinni hætt tilraun- um til að koma sér f mjúkinn hjá Rauðu khmerunum. Engin formleg yfirlýsing hefur verið birt um landamæraátökin f Moskvu, en biaðaskrif bera þess órækt vitni að Sovétstjórnin styður Víetnama í þessu máli með ráðum og dáð. Þannig hafa Tass-fréttastofan og sovézk blöð að undanförnu gefið nákvæma skýrslu um yfirlýsingar Hanoi-stjórnarinnar um árásaraðgerðir af hálfu Kambódíumanna um leið og þau hafa að mestu látið ummæli stjórnarinnar f Phnom Penh lönd og leið. Eriendir diplómatar, sem kunnugir eru innviðum í stjórnarherbúðum í Peking, halda þvi fram að stuðningur Sovétmanna við Víetnama sé allt annars eðlis en afstaða Kín- verja til Kambódíumanna, en þeir telja að Kínverjar vilji koma sem minnst nálægt þessu máli. I fyrsta sinn síðan Rauðu khmerarnir sölsuðu undir sig öll völd í Kambódiu hafa sovézkir fjölmiðlar borið þeim á brýn að hafa staðið fyrir fjöldamorðum og öðrum óhæfurverkum. Hingað til hafa sovézkir fjölmiðlar þagað þunnu hljóði um ástandið í Kambódíu, þrátt fyrir mikil blaðaskrif og umræður um víða veröld, og ekki eru nema tveir mánuðir síðan New Times, tímarit um utanríkismál, sem gefið er út í Moskvu, sakaði fjölmiðla á Vesturlöndum um að færa sér í nyt sambandsleysi við Kambódfu „til að koma á framfæri tilhæfulausum ásökunum um að leiðtogar landsins beiti herðneskjulegum aðferðum", eins og það var orð- að. 1 þessari grein New Times var fjallað vinsamlega um við- leitni stjórnarinnar í Phnom Pehn til að koma á „sósíalísk- um br(;ytingum“. Kambódíumenn kölluðu síð- asta sendiráðsstarfsmann sinn heim frá Moskuu í september- mánuðu sl. en þrátt fyrir það sendi Sovétstjórnin heiliaóska- skeyti í október þegar stjórnin í Phnom Penh gaf út formlega tilkynningu um að kommúnistaflokkur væri tekin til starfa í landinu. síðan Rauðu khmerarnir hrósuðu endanlega sigri í Kambódíu fyr- ir nærfellt þremur árum hafa Sovétmenn forðast vandlega að aðhafast nokkuð það, sem styggt gæti Khmerana, og var ekki breýting á þeirri afstöðu þegar rússneskir sendiráðs- Ungverska fréttamyndastofan MTI hefur sent frá sér þessa mynd, og samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum er hún tekin f Víetnam, rétt við landamæri Kambódíu. Myndin er fráTam Lap-þorpi og er að sögn af líkistum þeirra, sem féllu í árás Kambódíumanna á þorpið fyrir skömmu. Sovétmenn eindregnir ingi við stiórnina í menn voru reknir frá Kambódíu ásamt öilum öðrum erlendum erindrekum. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að Sovétmenn hafi séð sig knúna til að taka málstað Víet- nama þar sem þeir hafi ekkert samband við stjórnina í Phnom Penh og því enga frambærilega ástæðu til að láta hlutleysi ráða afstöðu sinni til málsins. Sú skoðun kemur einníg fram að bardagarnir á landamærunum kunni að valda Kínverjum mun meiri vandræðum en Sovét- mönnum þar eð þeir fyrr- nefndu séu í stjórnmálasam- bandi við bæði ríkin og hafi fulltrúum beggja nýlega verið tekið með kostum og kynjum í Peking. Sovézkir fjölmiðlar hafa gef- ið I skyn að Kínverjar standi á bak við „ögranir" Kambódíu. Þá hafa kínverskir sendiráðs- menn í Moskvu ýjað að því að Sovétmenn „séu með eitthvað óhreint í pokahorninu“ í Hanoi, án þess að fastar hafi verið að orði kveðið. - Samskipti stjórnanna í Moskvu og Hanoi hafa verið mjög náin, en kommúnistar f Kambódiu hafa jafnan litið með virðingu til Peking. Þrátt fyrir þetta telja a-evröpskir diplómatar í Moskvu misskiln- ing að bendla hvorn deiluaðil- ann sem er annað hvort við Sovétstjórnina eða stjórnina í Peking. Vestrænir stjórnmáiaspek- ingar telja yfirleitt að Sovet- menn reikni dæmið þannig aó þeir hafi meira upp úr krafsinu með því að taka eindregna af- stöðu með Víetnömum en því að gæta hlutleysis í von um í stuðn- Hanoi einhverskonar veiþóknun stjórnarinnar í Phnom Pehn. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sagði um helgina að „vissum aðiium" geðjist ekki að skýrt markaðri og friðsamlegri stefnu Víet- nama, og var hér greinilega vitnað til kínversku stjórnar- innar. Um leið lét Pravda í ljós þá skoðun að „heimsvaldasinn- ar“, sem er alþekkt gælunafn Sovétmanna á Bandaríkja- mönnum, mundu hagnast á því ef landamæradeilurnar Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.