Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 Félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík vigt: „Megi það starf lýsa braut sjálf- stæðisstefnunnar., ’ SJÁLFSTÆÐISMENN i Njarð- vikum vígðu glæsilegt félags- heimili í Ytri-Njarðvík s.l. sunnudag að viðstöddum fjölda gesta. Áki Gránz lista- maður, einn aðalhvatamaður að byggingu hússins, hélt ræðu um byggingu hússins og afhenti það siðan fyrir hönd byggingarnefndar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur um langt ára- bil gegnt forystuhlutverki 'í stjórnmálum Njarðvíkinga, en Sjálfstæðisfélagið Njarðviking- ur var einmitt stofnað eftir glæsilegan sigur flokksins i hreppsnefndarkosningum 31. janúar 1954 og var Karvel Ög- mundsson fyrsti formaður félagsins. Fljótlega eignuðust menn þann draum að eignast eigið félagsheimili og m.a. var hafinn rekstur kvikmyndahúss til þess að afla fjár i þeim tilgangi Karvel gaf kost á 360 fm upphitaðri skemmu og var þá kannað með möguleika á stólum og sýningavélum, en lengra komst það mál ekki þvíf þá var hugmyndinni um Stapa hrundið fram og þar var gert ráð fyrir kvikmyndasýningum. í ræðu sem Áki flutti við opnun Félagsheimilisins sló hann á létta strengi og sagði m a.: „Ein skemmtilegasta hugmyndin kom fram fyrir kosningarnar 1958. Var það bygging dag- og æskulýðs- heimilis ásamt flokksskrifstofu, allt í sama húsinu. Lóðarrétt- indi voru fengin, frumteikning- ar gerðar og sýndar í verzlunar- glugga í Ytri-Njarðvik og einnig var auglýst happdrætti sem gekk mjög vel. Ég man að í framboðsræðu sagði einn andstæðingur okkar að nú hefði „íhaldið" fundið „apparat" til þess að framleiða sjálfstæðismenn Börnin yrðu tekin frá mæðrunum beint á dagheimilið, þaðan á leikvöll- inn í æskulýðsheimilið gegnum flokksskrifstofuna þar sem þau fengju loka eldskírn fyrir kjör- klefann. Sem sagt, allt á sama stað Um þetta leyti var Kvenfélag Njarðvikur komið með dag- heimili á stefnuskrá sina og byggðu konurnar það skjótt af miklum glæsibrag en það fé sem við höfðum aflað var af- hent i það heimili. 8. nóv. 1972 var næsta skref stigið og var þá allt fé, sem nurlað hafði verið saman með grímuböllum og fleiru, notað til þess að kaupa lóð og grunn þessa húss sem nú er fullbúið". Siðan rakti Áki nokkur atriði, en á s.l. ári var ákveðið að selja neðri hæð hússins til þess að unnt væri fjárhagslega að Ijúka við húsnæði fyrir flokksstarfið. Keypti Sparisjóðurinn neðri hæðina. í lok ræðu sinnar kvaðst Áki óska þess að starfið í félagsheimilinu mætti lýsa braut sjálfstæðisstefnunnar. Húsið er teiknað af verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sens, en grunnflötur efri hæðarinnar er 140 fm, sem skiptist í rúmlega 80 fm fundarsal, félagsherbergi, eld- hús, snyrtingu, og rúmgott anddyri. Minntist Áki síðan á fjölmarga sem lagt hafa hönd á plóginn við smíði hússins og þakkaði mönnum óeigingjarnt starf. Afhenti hann siðan húsið til sjálfstæðisfélagnna á staðn- um og tóku þeir við því: Guð- mundur Gestsson varafor- maður Njarðvíkings, Kristbjörn Albertsson formaður Félags ungra sjálfstæðismanna og Al- bert K. Sanders formaður full- trúaráðsins Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra flutti ávarp við vigslu hússins og óskaði heimamönn- um til hamingju með glæsilegt félagsheimili. Einnig tóku til máls þingmenn kjördæmisins og heimamenn. Kaffi og veizlukost báru sjálf- stæðiskonur fram af mikilli rausn, en salur hússins var full- skipaður vigsluðaginn Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, Karvel Ögmundsson og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra fluttu ávörp við vfgslu hússins. Séð yfir hluta af nýja samkomusalnum 1 félagsheimili sjálfstæðismanna I Njarðvfkum. Ljósmyndir Mbl. a.j. Aki Gránz afhendir fulltrúum sjálfstæðisfélaganna húsið. Frá vinstri: Kristbjörn Albertsson, Guð- mundur Gestsson, Albert K. Sanders og Aki Gránz. Aki Gránz flytur ávarp við afhend- Á efri hæð hússins er féiagsheimili sjálfstæðismanna f Njarðvíkum. ingu hússins. Þær sáu um að allt væri klárt frá eldhúsinu I félagsheimilinu. Forsætisráðherra, nokkrir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir við afhendingu hússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.