Morgunblaðið - 12.01.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 12.01.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 19 Frá blm. Morgunbiaðsins Þórleifi Ólafssyni á Akureyri 11. janúar. Loðnusjómenn bfða eftir að komast inná fundinn f gær. Ljósm. Mbl. RAX. Óánægðir loðnusjómenn á Akureyri: Starfsháttum verðlags- ráðsins verði breytt Á MEÐAN á fundi loðnusjómanna stóð í Nýjabíói Akureyri í gær ræddi biaðamaður Morgunblaðsins við nokkra sjómenn og voru allir sammála um, að loðnuverð það, sem nú hefur verið ákveðið, sé alltof iágt, ailir hefðu átt von á hærra verði miðað við afurðaverð. Óánægja sjómanna beinist mjög að ver- lagsráði sjávarútvegsins, þannig að þeir vilja breyta starfsreglum eða starfsháttum nefndarinnar, fyrst og fremst í þeim tilgangi að verð skuli vera komið áður en skip halda til veiða og ekki sé hægt að veita frest á verðákvörðun. * A von á því að beðið verði eftir næstu verð- ákvörðun í febrúar Það kom fram mjög mikil óánægja meðal okkar loðnu- sjómanna strax og loðnuverðið hafði verið tilkynnt í útvarpi, sagði Guðmundur Jónsson há- seti á Grindvikingi GK 606. Það leið vart meira en einn og hálf- ur timi frá því að tilkynningin var lesin upp þar til flotinn hélt til lands. — í sjálfu sér hefði ég viljað stoppa núna og bíða nokkuð, en ég hef ekki trú á að það þýði í þetta skipti. Og á ég frekar von á að beðið verði eftir næsta verði, sem verður 15. febrúar, en hins vegar er ljóst að þessi aðgerð okkar mun þrýsta á yfirnefnd þegar loðnu- verðið verður næst ákveðið í febrúar og vona ég að það verði meira réttlæti í þeirri ákvörð- un. Eins og nú er haldið á mál- um í yfirnefndinni, hjá kaupendum og oddamanni, er þetta tóm endaleysa, og maður skilur hreint ekki hvernig staðið er að þessu. — Þetta er í þriðja sinn sem ég lendi i slík- um aðgerðum. 1965 þá sigldi allur sildarfotinn inn til Reyðarfjarðar og hélt þar fund vegna verðákvörðunar, og bar sá fundur nokkurn árangur. Einnig sigldum við eitt sinn i land vegna sérstaks flutnings- gjalds og bar það einnig árang- ur. Verðið, sem ég átti von á, var að minnsta kosti 2 krónum hærra en nú var ákveðið. Áttum von á miklu hærra veröi Öánægjan meðal okkar kom strax í ljós, við áttum von á miklu hærra verði en þessu, sagði Björn Þorfinnsson skip- stjóri á Fífli GK. Verðið sem nú hefur verið ákveðið er nánast svívirða, og þó svo ekki hafi verið hægt að borga miklu hærra verð til sjómanna og út- gerðar, þá er það hneyksli að verksmiðjurnar skuli fá að fleyta rjómann ofan af. Það hefði frekar átt að setja mis- muninn í verðjöfnuarsjóð. — Ég veit ekki hvernig hægt er að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig og það er erfitt að. segja nokkuð ákveðið um það, en hinsvegar eiga hlutirnir að vera þannig, að loðnuverðið verði tilbúið um áramót, en það er víst orðin hefð að það kemur ekki fyrr en bátarnir eru haldn- ir til veiða. — Ástæðan fyrir því að allur flotinn fór í land i gærkvöldi er sú, að menn höfðu þá tíma til að átta sig á hlutun- um og hugieiða þetta og þegar þaó gerðist, þá hrukku allir við og héldu til lands. Að nokkru Sjómenn halda frá borði. leyti hefur verið óánægja með verðið nú í langan tíma og hef- ur þetta búið um sig lengi með okkur. Verdið verður að vera komið um áramót Þaó er mjög afleitt hvað loðnuverðið kemur alltaf seint, sagði Hrólfur Gunnarsson skip- stjóri á Guðmundi R.E. Það eiga ekki að vera nein frávik, verðið á að vera komið um ára- mót áður en flotinn fer á veið- ar. Aðdregandinn að því, að við héldúm til lands nú, var svipað- ur og þegar flotinn sigldi til lands 1965 vegna óánægju með verðlagningu. Stöndum í þessu nauðugir viljugir Við munum ekki halda til veiða fyrr en vió höfum rætt við forsætisráðherra og það sem kemur út úr okkar viðtali við hann mun ráða hvaó gert verður, sagði Björgvin Gunnarsson skipstjóri á Grind- víkingi GK, þegar rætt var við hann. — Þegar tilkynningin um nýtt loðnuverð kom, var strax farið að ræða um þetta í Hluti loðnuflotans 1 Akureyrarhöfn. talstöðvunum, og voru allir jafn óánægðir. Það leið varla klukkustund frá því að tilkynn- ingin kom þar til við vorum lagðir af stað í land. Varóandi fundinn með forsætisráðherra sagði Björgvin: Við vonum það bezta, við höfum mestan áhuga á að fara á sjóinn aftur og vilj- um leggja okkur fram við að leysa málið, þannig að við get- um farið sem fyrst á sjóinn og það verði til hagsældar fyrir alla, jafnt sjómenn sem þjóðina í heild. — Ein aðalforsendan fyrir því hvað menn eru óánægðir, er hvað loðnuverð hefur hækkað lítið, eða aðeins um 18% frá því um áramót í fyrra á sama tíma og þorskverð hefur hækkað um 30%. Það gerðu sér allir Von um hærra verð að þessu sinni. Og ég vil taka það fram, að það á ekki við okkur að standa í svona löguðu þótt við séum neyddir til. Oddamaður verðlagsráðs má ekki hafa slík úrslitaáhrif Ég vil segja, að óánægjan er eingöngu vegna þess lága verðs, sem okkur er boðið, sagði Helgi Jöhannsson 2. stýrimaður á Berki NK. Það eina, sem þarf að bæta, er að yfirnefnd verði ekki skipuð á sama hátt og nú, þannig að oddamaður hafi ekki alger úrslitaáhrif. Hins vegar hef ég ekki myndað mér skoðun á því hvernig bezt er að skipa yfirnefndina í framtíðinni, en það þarf að athuga niður i kjöl- inn og taka þetta mál til endur- skoðunar sem fyrst. — Ég gerði mér vonir um, að verðið yrði a.m.k. einni krónu hærra en það varð eða á milli 8 og 9 krónur. Maður varð óánægður um leið og maður heyrði minnzt á verðið og þegar tilkynningin kom um nýtt loðnuverð var bræla þannig að allir voru sam- mála um að halda til lands og ræða málin. Tilkynningin var varla komin í útvarpinu, þegar skipstjórarnir drógu upp botn- stykkin og settu stefnuna til lands. Það var enginn sem hafði á móti þessum aðgerðum, sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.