Morgunblaðið - 18.01.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
< Ifc'-stJ 1.12. 3. 4. 5. 6. 1. l q. 10. il. 12. rii.
1. 3RA&I HALLDÖrsson Jl 1 7 1
1. RENEDDzT 3bhlA550H U5S o| 0
3. 1ÚLÍ\J6 FRIOJÖNSSON 2/65 0 1 o
H. A/ARALDUR WARALD550N 2W o O 1 1
5. 5/?<5sTUR bergmann 2205 Vz O 1 0
6 BJÖRN SIGURDÓNSSVt 2/50 O o O
l JÖNAS P. ERLINGSSQN 21V) 1 0
8. fiJÖPN JÓMANNESS0N 2210 Vz 1 0
Þórir ölafsson 2U5 1 1 1
10. LEIFUR JÓSTEINSS0N 2NS 0 0 0
II. RENÖNÝ BENEOHOSSOÍ 2520 1 1 0 1
a. HAUFUQ ANGAltfTÝ550N 2390 0 1
Lítur út fyrir spenn-
andi Reykiavíkurmót
SKAKÞING Reykjavíkur 1978
hófsl sunnudaginn 8. janúar s.l.
Þá hófu keppni 94 þátttak-
endur, en keppni I unglinga- og
kvennaflokki mun hefjast
siðar. Þrátt fyrir að efsti
flokkur mótsins sé ekki eins
vel setinn og í fyrra, er hann þó
allvel skipaður og verður þar
fyrstan að telja Hauk
Angantýsson, skákmeistara Is-
lands 1976.
Haukur hefur lítið teflt að
undanförnu vegna starfs sfns
erlendis, en er nú heima f leyfi
og greip þá tækifærið.
Æfingarleysi virðist há hon-
um töluvert, því að í fyrstu
umferð varð hann að lúta í
lægra haldi fyrir Braga Hall-
dórssyni f skemmtilegri skák
sem fer hér á eftir. Við þann
góða sigur færðist Bragi allur f.
aukana og hefur nú forystu
með fjóra vinninga af fjórum
mögulegum.
Bragi er greinilega miklu
betur fyrirkallaður nú en f
fyrra, en þá tapaði hann hvorki
meira né minna en sjö fyrstu
skákunum. Fast á hæla Braga
kemur Þórir Ólafsson. Hann er
jafnaldri Viktors Korchnois og
virðist eiga það að auki sam-
eiginlegt með stórmeistaranum
að vera f stöðugri framför, eins
og þórir komst sjálfur að orði.
Aldursforseti mótsins,
Benóný Benediktsson, kemur
siðan i þriðja sæti. Islenzkir
skákáhugamenn hafa um
nokkurt skeið saknað Benónýs
mjög, þvi að skákstíll hans er
ætið jafn frumlegur og laus við
þurran utanbókarlærdóm.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Benóný tekur þátt í meiri hátt-
ar móti siðan 1974, en þá varð
hann einmitt skákmeistari
Reykjavíkur.
Yngsta kynslóðin á óvenju
fáa fulltrúa í efstá flokki að
þessu sinni. Heiður hennar nú
verja þeir Jónas P. Erlingsson,
Þröstur Bergmann og Benedikt
Jónasson.
I B-flokki tefla hins vegar
tveir ungir og efnilegir skák-
menn, sem vafalaust munu
knýja dyra í efsta flokki innan
skamms, þeir Jóhann Hjartar-
son, 14 ára, og Einar Valdimars-
son, 17 ára.
A síðastliðnu ári tóku þeir
báðir þátt í alþjóðlegum ungl-
ingaskákmótum og stóðu sig
báðir með prýði. Jóhann hefur
þegar tekið örugga forystu í
B-flokki, hefur hlotið þrjá og
hálfan vinning af fjórum mögu-
legum. Einar er siðan ekki
langt undan með tvo og hálfan
vinning. I C-flokki er enn einn
efnilegur skákmaður í farar-
broddi. Það er Elvar Guð-
mundsson. Hann hefur hlotið
þrjá vinninga. 1 D-flokki eru
þeir Jón Ulfljótsson og Árni A.
Árnason jafnir og efstir með
þrjá og hálfan vinning og í E-
flokki, sem er opinn, hefur
Bjarnsteinn Þórsson forystu,
hefur unnið allar fjórar skákir
sinar. Fimmta umferð mótsins
verður tefld í Skákheimilinu
við Grensásveg í kvöld klukkan
19.30.
Hvltt: Bragi Halldórsson
Svart: Haukur Angantýsson
Benkö-bragð
1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 —
b5!7 (Með fjölmörgum skákum
sínum undanfarin ár hefur Pal
Benkö sýnt að þessi djarflega
peðsfórn svarts á fyllilega rétt
á sér)
4. cxb5 — a6, 5. bxa6 (Hin mjög
svo athyglisverða leikaðferð 5.
Rc3!? — axb5, 6. e4 — b4, 7.
Rb5 hefur verið mjög i brenni-
depli að undanförnu. Svartur
má t.d. ekki leika 7... Rxe4
vegna 8. De2 og ef riddarinn
vikur sér undan, kemur 9. Rd6
mát)
g6, 6. g3 — Bg7, 7. Bg2 — 0-0, 8.
Bd2 — Hxa6!7 (Venjulega er
drepið með biskup á a6 í þess-
ari byrjun. Uppbygging Hauks
er þó engu að siður mjög at-
hyglisverð. Hann hyggst siðar
leika e7 — e6, siðan Bb7 og
grafa þannig undan hvíta peð-
inu á d5.)
9. e4 — e6, 10. Re2 — Bb7, 11.
Bc3 — exd5, 12. exd5 — d6, 13.
Ra3 — Rbd7, 14. Rc4 — Da8,
15. 0-0
He8 (Hvort sem svartur leikur
15 ... Rxd5 eða 15 . . . Bxd5, 16.
Bxd5 — Rxd5 á hann við mikla
tæknilega örðugleika að stríða
eftir Bxg7 — Kxg7 og siðan
Ddl — d2. Slík einföldun
myndi gera hvitum auðveldara
fyrir og svartur ákveður því að
þiggja ekki peðið að svo
komnu)
16. Rf4 — Bh6, 17. Df3 — Re4,
18. Hfel — Rxc3, 19. Hxe8+ —
Dxe8, 20. Dxc3 — Da8, 21. De3!
— Bf8 (Eftir 21 . . . Bxf4, 22.
Dxf4 — Bxd5 er 23. Rxd6 mögu-
legt. Svartur getur valið um: a)
23 .. . Hxd6? 24. Dxd6 — Bxg2,
25. Dxd7 — Bhl, 26. f3 — Dxf3,
27. Dd2 og hvítur er langt frá
því að verða mát. b)
23 .. . Bxg2, 24. Dxf7+ — Kh8,
25. Dxd7 og ef svartur verður
ekki mát, verður hann a.m.k. að
sætta sig við drottningaskipti.
Svörtum stóð einnig til boða
að leika 21 ..: Hxa2. Það geng-
ur þó vart vegna 22. Hxa2 —
Dxa2, 23. De8+ — Rf8, 24. Rxd6
— Dal+, 25. Bfl — Ba6, 26.
Re2.)
22. a3 — Rb6, 23. Dd3 — Rxc4,
24. Dxc4 — Hb6, 25. Hbl —
Bg7, 26. Dc2 — Bc8 (Hér virð-
ist 26 ... g5 leiða til tafljöfnun-
ar, en svo er þó ekki, þvi að
eftir 27. Rh5 — Bxd5 á hvítur
hinn afar skemmtilega leik 28.
Dd2 i fórum sínum)
27. Be4 — Bd7 (Svartur hótaði
27...BÍ5)
28. h4 — Da5 (28 . . . Da4!) 29.
H5
Ba4? (Fram að þessu hefur
svartur ekki misstigið sig, en
hér missir hann þráðinn. Rétti
leikurinn var 29 .. . Da4! og eft-
ir t.d. 30. De2 — Hxb2!, 31.
Hxb2 — Bxb2, 32. hxg6 — hxg6,
33. Bxg6 — Dxa3 virðist jafn-
tefli líklegustu úrslitin. Bezt er
sennilega 30. b4, en eftir
30 .. . cxb4, 31. Dxa4 — Bxa4,
32. axb4 — Bc3, 33. Rd3 — Bb5
tryggir biskupapar svarts hon-
um jafntefli)
30. De2 — Hb8, 31. hxg6 —
hxg6, 32. b4! — axb4, 33. axb4
— Hxb4
34. Bxg6! — fxg6, 35. De6+ —
Kh8, 36. Hcl — Hxf4, 37. Gxf4
— Kh7, 38. Kg2. Svartur gafst
upp.
Vel tefld baráttuskák.
Helgi Skúli Kjartansson:
Línur til Þórodds
um lestrarbækur
Guðmundssonar
grunnskóla
Á fimmtudaginn var, 12. janú-
ar, skrifar þú í Morgunblaðið at-
hugasemdir þínar við bæklinginn
Um lestrarbækur, sem er, eins og
þú tekur fram, nokkurs konar
efnisyfirlit fyrirhugaðra lestrar-
bóka fyrir grunnskólann, sem gef-
ið er út handa kennurum og öðr-
um , sem vilja gera tillögur um
breytingar á efnisvalinu.
Ég á nokkurn hlut að þessu
efnisvali, ekki mikinn raunar, en
þó nógan til þess að langa til að
þakka þér áhugann á málefninu
og leggja um leið orð í belg um
nokkur atriði greinar þinnar.
Fyrst er það, sem raunar varðar
litlu, að mér finnst eilítið villandi
lýsing þin á því, hvernig að valinu
hafi verið staðið. Þú talar um, að
það hafi „gengið í gegnum þrjá
hreinsunareida“ hjá „þrieinni
nefnd“. Þetta gekk nú þannig til,
að fyrst starfaði Lestrarbóka-
nefnd, sem kvað á um markmið,
gerð og efnisflokka nýs lestrar-
bókaflokks handa grunnskólan-
um, en hún gerði ekki tillögur um
ákveðið efni í bækurnar. Siðan
voru þrír menn til kvaddir, þeirra
á meðal ég, að gera rökstuddar
ábendingar um efni, sem henta
myndi i bækurnar. Ekki var okk-
ur ætlað að breyta i -neinu tillög-
um Lestrarbókanefndar, og ekki
störfuðum við heldur sem nein
nefnd. Ég fékk til að mynda það
verkefni að stinga upp á efni i
lestrarbækur 7., 8. og 9. bekkjar
og vann að því einn undir stjórn
námsstjóra. Hvorki fékk ég' frá
honum né fann í áliti Lestrarbók-
arnefndar neinar ábendingar um
greinarmun „útvalinna og útilok-
aðra rithöfunda", sem þú minnist
á. Nú, þessar uppástungur okkar
þriggja voru svo efniviður þeirra,
sem bæk'inginn sömdu, þann sem
þér verður umhugsunarefni. Þær
eru teknar til greina að miklu
leyti, en þó ekki öllu, og er það
satt að segja eini „hreinsunareld-
urinn“ í þessari sögu.
Þú bendir á, alveg réttilega, að
allmargir mætir rithöfundar, nú-
lifandi, eigi ekkert efni í hinum
fyrirhuguðu lestrarbókum. Þú
leggur til, að tekið verði upp efni
eftir þá og aðra, sem „verðugir
kunna að virðast", en grisjað efni
eftir aðra höfunda, sem mikið
hafi verið valið eftir. Með öðrum
orðum vilt þú setja lestrarbókun-
um það markmið að koma á fram-
færi efni eftir alla íslenzka rithöf-
unda, sem „verðugir kunna að
virðast‘V og þá býst ég við, að þú
ætlist til, að bækurnar verði eink-
um notaðar til kennslu í íslenzk-
um bókmenntum og bókmennta-
sögu. Og ef þú skilur það sem
sameiginlegt álit allra, sem að
þessu máli hafa unnið, að allir
höfundar, sem ekkert efni er val-
ið eftir, séu þess óverðugir; ja, þá
er von þú verðir hissa.
En raunar var valið i lestrar-
bækurnar með talsvert annað
markmið fyrir augum en að nota
þær til rithöfundakynningar og
bókmenntasögukennslu. Framan
af eru þær einkum ætlaðar til
lestrarkennslu, og jafnvel bækur
síðari bekkjanna á að nota við
þjálfun í lestri margvíslegra
texta um ýmis efni. Lestrarbóka-
nefnd valdi þá leið, að í hverju
bindi bókanna væri efnið tengt
einum efnisflokki eða örfáum.
(Dæmi um flokkana: Æska,
þroski, elli. Stríð og friður. Maður
og náttúra.) I hverjum efnis-
flokki þurfa leskaflarnir að ver:
fjölbreytilegir að efni og formi og
gefa tilefni tii sámanburðar. Þeir
þurfa að vera hentugur grund-
völlur umræðna í tímum og rit-
gerðasmiðar. Orðaforði leskafl-
anna framsetning og hugmynda-
heimur þarf að vera við hæfi þess
aldursflokks, sem bókin er ætluð,
en þó nokkuð misþung til að koma
til móts við misjafna þjálfun og
þrosakastig nemenda. Nokkurs
jafnvægis ber að leita milli mis-
munandi texta; ljóða, leikrita og
lausamáls; skáldbókmennta og
annarra rita; samtímatexta og
annarra eldri; frumsamins efnis
og þýdds. Ef ég hef skilið rétt
fyrirhugaða notkun lestrarbók-
anna, skiptir meiri máli að gæta
þessara sjónarmiða allra en að
úthluta höfundum rými f bókun-
um í hlutfalli við verðleika.
Ef þú telur það verðugra verk-
efni að kenna bókmenntalestur
og kynna rithöfunda og þar af
leiðandi þörf að taka saman sýnis-
bók bókmennta handa grunnskól-
anum, þá er það sjónarmið vissu-
lega umræðu vert. Ég ætla samt
ekki að fara út í það hér, því ég
býst við, að þú á annan veginn og
Lestrarnefnd á hinn séu mér
dómbærari um þetta efni. Ég er
núna aðeins að ræða val efnis í
bækurnar til þeirra nota, sem þær
eru ætlaðar.
Þú bendir réttilega á, að nú er
gengið framhjá ýmsum lesköfl-
um, sem áður hafa verið valdir i
lestrarbækur. Ekki var nú sér-
staklega keppt að þvi að ryðja út
gamalreyndu efni, heldur komu
hér til mörg ólík rök, og þó tvenn
miklu oftast. Annars vegar reynd-
ust margir ágætir kaflar eldri
lestrarbóka ekki falla að neinum
efnisflokki nýju bókanna eða þá
að viðkomandi efnisflokkur var
ætlaður miklu eldri eða yngri
nemendum en efnið virtist henta.
Hins vegar var mikið stuðzt við
hina víðtæku og prýðilegu könn-
un prófessors Símonar Jóh.
Agústssonar á ^efni lestrarbóka,
sem hann birti í bók sinni Börn og
bækur 1. Niðurstöður hans sýna,
að skólabörn hafa mjög sérkenni-