Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1978 19 0 Listafólkinu var bjargað — En þú hélzt áfram að skemmta á samkomum, þó þú værir i vinnu á daginn og Bláu stjömunni á kvöldin? — Mest var það á veturna, meðan árshátíðir og héraðsmót stóðu sem hæst, alveg eins og núna. Maður hljóp i þetta milli þátta í Bláu stjörnunni, t.d. úr Sjálfstæðishúsinu yfir á Borg Ég man að einu sinni var eitthvert virðu- legt félag þar, ég held Reykjavíkurfé- lagið. Ég hafði látið mömmu prjóna á mig ullarklukku og brá mér í hana, þegar ég þurfti að hlaupa út úr heitum sal i kuldann úti. Þetta kvöld brá ég mér i hana áður en ég hljóp yfir Austurvöll. Á Borginni fór ég beint upp á sviðið. Ég var i finum svörtum taft- silkikjól. Þá heyrði ég að Guðrún Árna- dóttir, vinkona mín, sagði: „Jesús minn, hún er í nærklukkunni undir fina kjólnum! Hvað ég gerði? Nú, ég gat ekkert gert. Ég blikkaði bara Guðrúnu og fór að syngja — f annað skipti þegar ég átti að skemmta á Borginni, beið þar gömul kpna eftir að komast inn. Hún var með skýlu og i sauðskinnsskóm. Maður sem kom þarna, sagði: — Hvað er þessi gamla kona að flækjast úti svona Soffia Karlsdóttir í stofunni heima hjá sér. Myndirnar tók Ljósmyndastofa Suðurnesja. kampavíni, allt frá þvi að þau eru 8 ára gömul. Þeim þykir það ekkert gott, en sport i að fá að skála við okkur. Kannski hefur jjetta orðið til þess að þau smakka varla vín. Eldri krökkunum finnst að minnsta kosti sniðugt hjá okkur að hafa gert þetta. — Stundar fjölskyldan eitthvert tómstundagaman saman? — Nei, en einhvern veginn hefur sá siður komist á, að börnin koma öll fram i eldhús. þegar ég fer að elda matinn um 6 leytið. Þau sitja þar og spjalla við mig á meðan. Ég held að ég þekki börnin min betur fyrir þessar stundir. Og ég hugsa að þær eigi kannski eftir að sitja i þeim umfram og tók tíl víð að ala npp 10 börn seint? Ég var mjög ánægð með gervið mitt, þvi þá var ég ekki nema 21 árs. En ég varð alltaf að fara á milli i réttum búningi. Það var ekki tími til að skipta. Á sumrin fór Soffia oft út á land til að skemmta. Til dæmis skemmti hún oft á héraðsmótum Sjálfstæðisflokks- ins, eins og eldri sjálfstæðismenn um land allt muna vafalaust. Hún sagði frá *einni slíkri sögulegri ferð: — Eitt sinn skemmtum við á Blönduósi, ég, Haraldur Á., Alfreð og Aage Lorange, sem lék undir hjá okk- ur. Við vorum i sérstökum bil, og strax að skemmtun lokinni lögðum við af stað suður Haraldur, sem var fyrir- ferðarmestur, sat frammi i og svaf. En aftur i sat Aage á milli okkar Alfreðs í Hvalfirðinum varð bilstjóranum það á að dotta undir stýri og var kominn alveg fram á vegarbrún, þegar billinn stöðvaðist. Þarna vó bíllinn salt á brún- inni og vaggaði í takt við hrotur Har- alds. Jafnvægið byggðist á á Haraldi, sem var 300 pund, i framsætínu, og mér, sem var 94 pund, í horninu á móti í aftursætinu. Við þorðum ekki að hræra legg eða lið. Hvernig áttum við nú að vekja Har- ald, án þess að hann hreyfði sig þegar hann vaknaði eða hrotutaktuurinn breyttist. Það var kalt í bílnum og Alfreð var með tvíþumla vettlinga. Ég man vel þegar hann læddi þessari vettlingaklæddu hendi varlega á öxlina á Haraldi. Og fyrir guðs náð opnaði Haraldur bara augun — og sá beint fram af veginum. Hann hreyfði sig ekki, gaf bílstjóranum aðeins merki um að mjaka sér út. Hann opnaði varlega hurðina og hlýddi, en Haraldur fikraði sig inn að miðju sætisins jafnóðum, þannig að bíllinn var nokkuð stöðugur. Við Alfreð sátum kyrr i sætinu meðan Aage komst undir stýri og náði bílnum upp. Listamönnunum var bjargað — Þetta sat svo í mér, þrátt fyrir allt, að löngu seinna, þegar ég fór um Oddsskarð i dimmri Austfjarðaþoku, þá var ég með taugaáfall af hræðslu, og kastaði upp £ Þakklát Þorsteini Soffia Karlsdóttir hefur lengi ver- ið mikil sjálfstæðiskona og starfað i Keflavik fyrir flokkinn. Hún var t.d varaformaður Sjálfstæðiskvennafélags- ins, en er nýhætt að eigin ósk, þar sem hún er nú formaður Kvenfélagsins í Keflavík. Það var þvi eðlilegt að spyrja hana hvort hún hefði verið pólitísk á þeim árum, sem hún skemmti i Sjálf- stæðishúsinu og á héraðsmótum úti á landi — Nei, nei, svaraði hún að bragði. Ég þakka Þorsteini Ö. Stephensen fyrir að gera mig að eldheitri sjálfstæðis- konu. Þá var ég ekkert að hugsa um pólitik Ég var bara stelpa, og var með hugann við allt annað, þó ég væri skrifuð inn í Heimdall fyrir framtak einhverra félaga minna. En þá átti að fara að leika Mýs og menn hjá Leikfé- laginu, og mér hafði verið boðið aðal- kvenhlutverkið. En Þorsteinn 0., sem átti að leika Lenna, þvertók fyrir það, þar sem ég væri alltaf á sviðinu i Sjálfstæðishúsinu. Ég var ákaflega sár yfir þessu þá. — Mestu skyssuna gerði ég þó lik- lega. þegar ég hafnaði aðalhlutverki í Elsku Rut, sem Einar Pálsson vildi fá mig i. En ég átti ekki margra kosta völ. Þá var ég í Bláu stjörnunni, og var ráðin með þeim skilmálum að leika ekki annars staðar á meðan. Þetta var skiljanlegt, þvi Bláa stjarnan var á hverju kvöldi og auðvitað illmögulegt að fella niður sýningar. Ég man að Einar sagði við mig: — Hver heldurðu að geti þá leikið þetta hlutverk? Og ég svaraði um hæl: — Aðeins ein mann- eskja, hún Sigrún Magnúsdóttir. Það varð úr og Sigrún sem þá var orðin fertug lék þetta yndislega. — Það hafa fylgt skininu skúrir? Manstu eftir fleiri atvikum af þvi tagi? — Já, verst féllu mér andstyggileg skrif í Mánudagsblaðinu. Ég var frétta- efni, bara af því að ég var á sviði. Agnar lagði mig í einelti, en ég hafði engin efni á að fara i mál til að fá skrifin dæmd ómerk, enda til lítils. Ennþá reiðari varð ég þó, þegar rit- stjórinn bað mig afsökunar. Á ég að segja þér hvernig hann fór að því? Hann kom upp í útvarp, þar sem ég var við upptöku. með tvær kampavíns- flöskur og bauð mér með sér til Þing- valla i svall. Þá var Soffia litla reið. — Annað leiðindaatvik gerðist. Áform voru um að kvikmynda Grænu lyftuna. Gunnar Hansen ætlaði að gera myndina og með honum í þessu voru Haraldur Á , Alfreð og Indriði Wasge. Búið var að endurskrifa hlutverkið fyrir mig og hljóðprufur höfðu verið teknar. Þá komst önnur leikkona í spilið, vildi fá hlutverkið. Haraldur og Alfreð neit- uðu alveg, þar sem búið var að um- breyta hlutverkinu svo það hæfði mér sérstaklega Úr þessu varð svo mikið uppistand, að hætt var við allt saman 0 Þá komu börnin — Veiztu það, að ég var á leiðinni til Pasadena Playhouse I Hollywood I Bandaríkjunum, þegar ég hætti. Var búin að fá skólavist þar og húsnæði hjá islenzkri konu í borginni, en hjá henni bjó þá leikarr, sem var byrjaður í kvik- myndum. Ég hafði safnað fyrir ferð- inni. En þá varð Soffiu þetta á, að fara að eiga börn, sagði Soffía, og bætti svo við: — En það gerði ekkert til. Ég hefði áreiðanlega aldrei unað mér ytra til frambúðar. Ég vildi hvergi vera nema á íslandi — ÞaB er víst hægt a8 segja um þig, eins og eftirsóknarverðast er í ævintýrunum: — Svo giftust þau og áttu börn og buru. — Já, við hrúguðum niður börn- um Þau urðu 10 talsins, segir Soffía. — Raunar ætlaði ég ekki að giftast og Jón líklega ekki heldur. Þetta var Elín Pálmadóttir spjallar við Soffín Karlsdóttur ákveðið i hvelli. Annað barnið á leið- inni. Við fórum upp á Akranes og giftum okkar þar. Ég ætlaði ekki einu sinni að fara til Reykjavíkur um kvöld- ið, en pabbi tók af skarið, sagði að nú væri ég gift og skyldi fylgja eiginmann- inum. Ég sagði honum að hann vissi af hverju hjónabandið væri til komið. Bjóst víst ekki við að þetta yrði til frambúðar. Ætlaði bara að reyna það Og þú sérð hvað orðið hefur úr þvl, segir Soffía og skellihlær. — Ég get ekki hugsað mér betra hjónaband Það er ýmislegt, sem fyrir mann kemur á lífsleiðinni. Soffla er umkringd börnum. Einn sonur og 9 dætur á aldrinum 8 ára til 26 ára, og þrjú barnabörn. Hún er sýnilega enn að þvo bleiur. Þegar við komum, var hún að senda bleiubunka til dóttur sinnar, sem hefur ekki þvotta- vél. Tvær dótturdætur hafði hún I 'h ár og dótturson kvaðst hún ætla að taka i sumar. Enn eru þrjár dæturnar innan við fermingu. Sú yngsta var heima með flensu, þegar blaðamaðurinn kom I viðtalið. Þegar spurt var hvort ekki ætti að fresta því, sagði Soffía bara hressilega: — Nei, nei, það þýðir ekki neitt. Ef maður ætlar að gera hlutina, þá verður bara að gera þá! Llklega er það þetta viðhorf og hið góða skap, sem gerir það að verkum að orðið erfiðleikar virðast ekki til I hennar munni — Við áttum börnin svo þétt, oft ár á milli segir hún, þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið erfitt á stundum. — Það var dálltið mikið að gera þegar ég var I einu með þrjú á pela og bleium. Það elsta var þá að verða tveggja ára, næsta eins árs og það þriðja nýfætt. Nú er þetta ekki neitt. Það er yfirleitt ósköp rólegt hér, eins og þú sérð. Við það að svo stutt er á milli barnanna. þá fara þau auðvitað öll I einu að heiman. Ein dóttirin er i Þýzka- landi og Björg, sem er kennari, er gift Óðni Sigfússyni á Einarsnesi I Borgar- firði. Þrjár dæturnar eru að byrja og búa og sú fjórða I skóla I Reykjavik. Hana þekkja sjónvarpsáhorfendur. Það er Kristín G B. Jónsdóttir, sem er þula I sjónvarpinu með háskólanáminu. En sjö af börnunum eru nú samt I Kefla- vík, þar sem þau Jón hafa búið siðan 1959. Og þau sem ekki búa heima, eru daglegir heimagangar. — Við erum svo heppin að hafa aldrei þekkt nein unglingavandamál hér, segir Soffía. Áfengi er sáralítið haft um hönd. Sjálf smakkaði ég aldrei vín á skemmtistöðum, þar sem ég var að vinna áður fyrr. En ég hafði einu sinni hvekkst og orðið veik af kampa- vini. Kannski vegna þess atviks hefi ég það fyrir sið á áramótum að þá fá öll börnin að vera með í þvi að skála i Alfreð Andrésson sem Tony með Soffíu Karlsdóttur i hlutverki þjónustustúlkunnar í fanginu. Þetta er úr gamanleiknum „Tony vaknar til lífsins" eftir Harald Á. Sigurðsson. margt annað. Annars hefur alltaf verið hér mikið um að vera á heimilinu, og þar komið fleiri börn en okkar Áður en islenzka sjónvarpið kom, komu t d. börn í hópum til að horfa á vissa þætti, og fyrir jólin tl að baka með okkur piparkökur Jón H. Jónsson hefur lengi haft með að gera veiðina í Laxá í Kjós og Norð- urá. Þvi var Soffia spurð af þvi hvort hún renndi fyrir lax. Nei, hún sagði það sport feðganna Jón sonur hennar hefði verið leiðsögumaður með lax- veiðimönnum slðan hann var 14 ára gamall. Og tengdafaðir hennar, Jón Þorvarðarson í Verðanda, hefði verið mikið með laxveiðimönnum. En sjálf hefur hún heldur lítinn áhuga. Eigin- maður hennar segir að ef hún fái stöng, þá sitji hún við ána og óski þess að laxinn biti ekki á. — Ég vil heldur taka mér bók i hönd. Les allt sem ég næ i, fræg skáldverk. ævisögur o.fl. T.d. er ég núna að lesa „African Liberation Move- ment". Ef ég. er þreytt og sé ekki fram úr því, sem ég hefi að gera, þá fer ég inn i rúm kl. 8.30 með sakamálasögu eftir Agötu Cristie — á frummálinu vel að merkja. — Endanlega hætt afskiptum af leiklist? — Það kom nú lengi af sjálfu sér. Ég var alltaf með barni og ekki sérlega sjarmerandi á sviði. Raunar datt mér það ekki i hug. En við stofnuðum leikfélag hér í Keflavík og ég var for- maður þar i mörg ár. Ég lék ekkert eða setti á svið, nema einþáttunga, svo leikfélagið gæti farið um með þá. Ég setti stundum lika upp fyrir stúkuna og hjálpaði í barnastúkunni. Og ég hjálp- aði til í skólanum, þegar ég var ekki önnum kafin við að eiga börn og ala þau upp Börnin? Jú, ein þrettán ára segist ætla að verða leikkonð, hvað sem verður. Við spjölluðum svolitið lengur um börn og heimili. Að lokum segir Soffía: — Með öll þessi börn megnar maður ekki að gera annað fyrir þau, þegar þau vaxa upp, en að veita þeim menntun ef þau vilja, og létta svolitið undir með þeim, með barnagæslu og þess háttar, meðan þau eru að koma undir sig fótunum. Að öðru leyti verða þau að sjá um sig sjálf. Það gera þau tíka. Og ég dáist að stelpunum, hvað þær sætta sig við Iftið. í rauninni er ég þakklát fyrir að hafa átt svo mörg börn, að við höfum ekki getað spillt þeim með pen- ingaaustri. — Umfram allt er ég þakklát fyrir að eiga þennan stóra barnahóp og að öll eru börnin vel af guði gerð. Ég lít svo á, að heimilið sé undirstaða þjóðfé- lagsins. Og ef manni tekst að gera svolitið betri manneskjur úr einhverj- um, þó ekki sé nema nokkrum börn- um, þá hafi maður gert gagn í lífinu. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.