Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 23 ■P Stúlkurnar voru tölusettar: þær báru kringlótta plötu með númeri á blússukraganum II (Sjá: vændi) JAFNRETTISBARATTAN Bretanum gengur seint að uppræta misréttið Fyrir tveimur árum var stofnað f Bretlandi jafnréttisráð til þess að hamla gegn misrétti kynjanna, einkum á vinnumarkaði. Þetta ráð hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið; það þykir hafa verið aðgerðalftið og halda gagnrýnend- ur þess þvf fram, að flest sitji við sama og áður f jafnréttismálum. Misrétti kynjanna er mikið í Bretlandi og gamalgróið. Hefur sáralftið þokast f jafnréttisátt, og nærri ekkert saman borið við framvinduna f öðrum Vestur- evrópurfkjum og Bandarfkjunum. Laun karla f Bretlandi eru lág miðað við laun í öðrum iðnrfkjum. Laun brezkra kvenna eru þó sýnu lægri — það munar þriðjungi að jafnaði. Konur eiga líka mun erfiðara uppdráttar f starfi en karlmenn; t.d. hafa þær yfirleitt litlar vonir um það að hækka f stöðu, og valda þessu rótgrónir fordómar. Konum veitist jafnvel mun erfiðara að fá lán f bönkum, og svo mætti lengi telja. Konur eru nú orðnar langtum fjölmennari á atvinnumarkaðn- um f Bretlandi, en áður var. Æ fleiri giftar konur fara að vinna úti eftir, að þær eru búnar að ala börnin. Nærri helmingur allra kvenna 15 ára og eldri vinnur nú úti. Að vfsu vinna margar þeirra aðeins hluta úr degi. En þær eru orðnar svo fjölmennar í sumum atvinnuvegum — skrifstofustörf- um, afgreiðslu, framreiðslu, hreinsun og hársnyrtingu til dæmis að nefna, að þessar greinar legðust niður að mestu ef konur gengju úr störfum. Konum hafa sem sé boðizt næg störf á sfðari árum — en öðru máli gegnir um kaupið. Dæmi- gerð „kvennastörf" hafa löngum verið verr launuð en önnur. Hitt er jafnvel verra, ef nokkuð er, að konur fá yfirleitt lægri laun en karlmenn — fyrir sömu störf. Og til þess var jafnréttisráðið stofnað að eyða þessu misrétti. Ráðinu voru fengin talsverð völd. Það hefur vald til þess að efna til formlegra rannsókna meintra jafnréttisbrota. En fram að þessu hefur það ekki séð ástæðu til að rannsaka nema tvö mál, og þykir það með ólfkindum, að ekki sé víðar pottur brotinn. Ráðið hefur og heimild til þess að gefa út viðvaranir og áminningar til vinnuveitenda, sem grunaðir eru um brot á jafnréttislögum. En ráðið virðist ekki hafa fengið grun á neinum, enn sem komið er, og þykir það óvanalegt grun- leysi... Ráðinu var fengin hálf önnur milljón punda til þess að standa straum af jafnréttisbarátt- unni, og 120 manna starfslið. Þyk- ir mörgum fénu hafa verið til lftils varið og spyrja hvað allur þessi jafnréttisher hafi eiginlega verið að gera undanfarin tvö ár. Jafnréttisráðið hefur vitanlega reynt að bera blak af sér, en ekki þykja röksemdir þess sannfær- andi. Það lýsti yfir því í árs- skýrslu sinni fyrir stuttu, að það mundi taka mjög langan tfma að eyða misrétti kynjanna í landinu. Kvaðst ráðið þeirrar skoðunar, að engum væri greiði gerður með því, að það gæfi út stríðsyfirlýs- ingar á hverjum degi og sendi vinnuveitendum skæðadrífu af kærum. Misréttið væri fornt í landinu, og rótgrónum fordómum manna yrði ekki eytt með nokkr- um prennastrikum. Hyggilegra væri að reyna að komast að samn- ingum og þoka málstaðnum til sigurs með hægðinni. En sú leið virðist afar seinfarin og álitamál að hún sé yfirleitt fær. Bandarfkjamenn fóru þannig að, að þeir settu ströng lög um jafnrétti kynjanna og fylgdu þeim eftir mynduglega. Hafa líka orðið stórfelldar framfarir í jafn- réttismálum þar á undan förnum árum. Svfar tóku aftur á móti þann kost að fara hægt og gæti- lega í sakirnar, semja í áföngum, og þeim reyndist það vel. Bretar reyndu að sameina þessa tvo kosti — og það hefur reynzt afleitlega. — ROBERT TAYLOR. ^etta gerðÍBt líke .... Flód allt árid Bókaflóðið hérlendis kemur eins og gusa yfir okkur um jól- in — og sfðan naumast söguna meir. Ytra færast útgefendur að vísu i aukana á þessum árs- tima, en eru að auki iðnir við kolann þar fyrir utan. Dæmi: Bókmenntaritstjóri Sunday Times í London upplýsir í ára- mótauppgjöri sínu að blaðinu berist að jafnaði um 15.000 bækur á ári! Nálega tíunda hver bók hefur það svo inn á síður blaðsins, en sumar að vísu í æði knöppu máli. Ekki til að tala um Dr. Rainer Hildebrandt. leiðtogi mannréttindasamtakanna vestur- þýsku, sem kenna sig við þrettánda ágúst, fullyrtj í útvarpsviðtali fyrir skemmstu, að ekki færri en sex þúsundir Austur-Þjóðverja sætu nú bakvið !ás og slá fyrir pólitískar sakir. Hann áætlaði að um þúsund þessara fanga væru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Flest hefur þetta fólk verið fangelsað fyrir að vilja fara úr landi með illu eða góðu. Refskák Breskur skákunnandi vekur á þvf athygli í Iesandábréfi í The Guardian að Kortsnoj hafi verið með steinkarl í glerhúsi þegar hann sakaði Spassky um að vilja „taka sig á taugum." Bréfritari vitnar í nýlega sjálfs- ævisögu hins fyrrnefnda þar sem hann lýsir meðal annars viðureign sinni við Karpov árið 1974. Þar segir meðal annars: „Hinn sálfræðilegi ráðunautur minn.. . stakk upp á því að ég notfærði mér reynslu Fischers (f Reykjavik) og prófaði hver áhrif það hefði að meta fimm til sex mfnútum of seint. Og þetta hreif: Karpov náði varla upp í nefið á sér af bræði. En það er ekki líkt Karpov að sýna langlundargeð. Hann svaraði í sömu mynt og byrjaði sjálfur að koma of seint... og var meira að segja harðari við þá iðju en ég.“ Og enn játar Kortsnoj um þessa viðureign þeirra: „Þegar dró að tuttug- ustu og fyrstu skákinni kvartaði ég skriflega yfir ögrandi framkomu Karpovs... og um þann hátt hans að mæta of seint til leiks." BÖRNIN & SJONVARPIÐ' Blóðbað á hverju kvöldi Flestir, sem leið eiga fram hjá barnaleikvöllum munu kannast við það að hafa þessa eða viðlfka setningar: „Ég skaut þig — þú ert dauður!" Og þeir, sem heyra, munu Ifka kannast við það, hvað- an börnin hafa þetta. Vitanlega úr sjónvarpinu. Þau horfa á glæpamyndir að kvöldi og setja þær síðan á svið daginn eftir. Gunsmoke, Bonanza, Kojak og aðrir álfkir menningarþættir eru leiknir daglega, og oft á dag, á barnaleikvöllum vfða um heim. Ofbeldi f sjónvarpi hefur verið til umræðu lengi og vfða. Fyrir skömmu risu upp þýzk samtök til verndar börnum og unglingum, Aktion Jugendschutz, og kröfðust þess opinberlega, að „ofbeldi og kvalalosti" yrði bannað með öllu f sjónvarpi, en menningarlegra og hollara efni sýnt í staðinn. 1 álykt- un samtakanna voru harðlega gagnrýndir þeir foreldrar, sem hafa sjónvarpið að barnfóstru. I ályktuninni voru tilgreind ýmis ummæli barna og unglinga til dæmis um óheillavænleg áhrif sjónvarpsefnis. T.a.m. komst einn kornungur drengur svo að orði: „Ég vil miklu heldur horfa á sjón- varpið en leika mér úti". Og ann- ar, nokkru eldri: „Það er svo mik- ið raunsæi f sjónvarpinu. Menn eru barðir og skotnir og stundum eru þeir löðrandi f blóði. Það er sko raunsæi". Þess má geta hér, að það varð niðurstaða athugunar, sem fram fór á sjónvarpsefni og áhrifum þess í Bandarfkjunum, að reynsla og raunverulegir atburðir yrðu þá fyrst trúlegir og raunverulegir fólki, en þeir væru sýndir í sjón- varpinu! Kváðu fyrrnefnd samtök þetta styðja það, að ofbeldi í sjón- varpi ýtti undir ofbeldi í veru- leikanum. Ýmsir barnasálfræðingar og aðrir þeir, er hafa það að :tvinnu að gaumgæfa börn, halda þvf fram, að þau verði æ tilfinninga- sljórri og kaldlyndari. Er þetta einkum kennt sjónvarps- og út- varpsefni, en einnig blöðum og ekki sízt myndasögum í blöðum. Þessu er lfka kennt það að nokkru leyti, að afbrotum barna og ung- linga i Vestur-Þýzkalandi hefur fjölgað um 80%, hvorki meira né minna, frá þvf árið 1950. Vestur-þýzki fjölskyldumála- ráðherrann, Antje Huber, hefur lagt það til, að foreldrar banni börnum sfnum þriggja til sjö ára að horfa á sjónvarp lengur en þrjá stundarfjórðunga á dag að jafnaði. Börn á þessum aldri horfa nú á sjónvarp í hálfan ann- an tfma á dag að jafnaði, ef marka má rannsóknir, sem fram hafa farið á þessu. Þess má geta að lokum, að barnaverndarsamtökin þýzku gátu þess f ályktun sinni, að þau væru ekki mótfallin sakamála- myndum f sjálfri sér. Þau vildu aðeins, að hætt yrði að sýna þá bandarfska þætti, sem blóðrfkast- ir eru. Hins vegar hefðu þau t.d., ekkert að athuga við kúreka- myndir f gömlum og góðum stíl... — THE GERMAN TRIBUNE. Fram, fram fylking... zmr Bandaríska kvenþjóðin held- ur áfram að sækja fram í jafn- réttisstríðinu. Nú síðast hafa yfirmenn hermála þar vestra vent kvæði sfnu í kross og látið af þeirri stefnu að skikka kven- fólk í hernum nær einungis til skrifstofu- og herþjónustu- starfa. Reglan hefur hingað til verið sú að þótt konum i her- mennsku sé kennt að handleika algengustu skotvopn, þá megi ekki láta þær fylgja karl- mönnunum vopnabræðrum sín- um þegar þeir halda til vig- stöðvanna. Með breytingunni teljast kvenhermenn nú hinsvegar lið- tækir í stórskotaliðið og geta jafnvel fengið inngöngu í úrvalssveit hersins, sjálfa fallhlffadeildina. Syndir f jórmenninganna Ef marka má kin- verska fjölmiðla má rekja allt sem fer úrskeiðis í Kína beint til „fjór- menninganna for- hertu" með Chiang Ching, ekkju Maos, í broddi fylkingar. Til dæmis hefur þeim félögum upp á siðkastið verið kennt um bágborið ástand í mennta- málum, en við ný- lega prófun í háskólanum í Shanghai gerði 68% riemenda sér litið fyrir og féll á stærðfræðiprófi, sem þó var miðað við kennslu á grunnskóla- stigi. — Sumar sakirnar á hendur fjórmenningunum eru þó öllu dularfyllri. Þannig má nefna bréf í Alþýðublaði þar eystra þar sem bréfritari kvartar sáran undan því að honum og nágrönnum hans hafi naumast komið dúr á auga síðustu misserin vegna hávaða í loft- ræstingarkerfi ónefnds veitingahúss i hverfinu. A eftir bréfinu birtist siðan svar veitingamannsins, þar sem hann lofar bót og betrun. Og sér til afsökunar hefur hann það helst fram að færa, að „sökum yfirgangs og skemmdarstarfsemi fjórmenninganna í veitingahúsi okkar" hafa ekki fyrr gefist tóm til að sinna loftræstingarmálinu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.