Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 41 félk í fréttum Lærir grœnlensku ífangelsinu + 1 fangelsinu f Hróarskeldu f Danmðrku situr grænlenskur 17 áfa gamall drengur og lærir grænlensku. Hann heitir Jaffet og er ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að drepa Ieigubfl- stjóra. Nótt eina f ágúst f fyrra réðst hann á leigubflstjóra, særði hann miklu sári á hálsi, tók sfðan peningaveski hans og flýði. 1 nokkra daga var hann f felum meðan hann var að gera upp við sig hvort hann ætti að stytta sér aldur eða gefa sig fram við lögregluna. Að lokum valdi hann sfðari kostinn. Jaff- et er alinn upp f Danmörku. Hann á danska fósturforeldra en eftir að þau skildu var hann settur á uppeldisstofnun. Hann skammaðist sfn fyrir að vera Grænlendingur, hann vildi vera Dani en þeir snéru við honum bakinu og þegar hann hitti Grænlendinga gerðu þeir slfkt hið sama, þvf hann gat ekki talað mál þeirra. Eftir margar og langar samræður við verjanda sinn, Thorkil Höyer, hefur Jaffet lært að Ifta á sjálf- an sig sem Grænlending og er byrjaður að læra grænlensku gegnum bréfaskóla, og lftur nú bjartari augum á tilveruna þrátt fyrir fangelsisvistina, þar sem hann bfður dóms. Hann situr langtfmum saman og spil- ar á gftarinn sinn, semur jafn- vel lög og texta, og starfslið fangelsins gerir allt sem það getur tii að gera honum Iffið léttbærara. Eini maðurinn sem Jaffet treystir fullkomlega er verjandinn, Thorkil Höyer, sem hefur reynst honum mjög vel og Jaffet segir hann vera sinn besta og eina vin. Thorkil segist trúa þvf að Jaffet eigi eftir að verða nýr og betri mað- ur og að hann iðrist sárlega verknaðarins sem hann framdi. En það er f höndum dómarans f Hróarskeldu hvort og hvenær hann fær tækifæri til að snúa aftur til eðlilegs Iffs. Leikur Juan Peron + Antony Quinn sem i síðustu kvikmynd sinni fór með hlutverk hins látna skipakóngs Onassis á nú í næstu kvikmynd sinni að leika aðra fræga persónu. Að þessu sinni er það argentínski þjóð- arleiðtoginn fyrrv., Juan Peron. Brú í lausu lofti + Segja má að járnbrautarbrúin þarna hangi í lausu lofti þar sem hlutar af undirstöðum hennar hafa sópast burtu. Flóð í ánni Snohomisn í Washington fylki sópaði brúnni með sér og bóndabærinn var umflotinn vatni. Margir urðu heimilislausir um tíma vegna flóðanna og tveir létu lifið. Tjón var talið nema mörgum milljónum dala og árið 1975 uróu einnig mikil flóð í þessari á sem olli um 20 milljón dala tjóni. Geróu sjálf vandaö teppi meö fallegum flosvefnaöi í frístundum þínum. t;w InirnwnM mtWk+hr* UW.-hóUwwt* nwthnVágtitiUMUMK «» K luM)O«X-Vird*<»0 »<«««* .« huM «<Wt» itt* « «ö*i ?,readvcvÁ Skrifaðu eftir bæklingnum strax í dag. Hann er ókeypis — kostar aðeins frimerkið á bréfið þitt. Það er enginn vandi, jafnvel þó að þú hafir aldrei snert á vefnaði áður. Handtökin eru auðlærð. Þú getur séð í hendi þér hvemig falleg mynstur verða að skemmtilegri heild. Þú færð allar leiðbeiningar og frekari upplýsingar ( nýja lit- prentaða 48 síðu bæklingnum okkar, sem er myndskreyttur með myndum af fjöldanum öllum af teppum, púðum og veggteppum við allra hæfi. Til Readicut, Verkstadsgatan 14, S-434 00 KUNGSBACKA. Sendið nýja teppabæklinginn ásamt 52 fallegum gamprufum mér að kostnaðarlausu. (Vinsamlega skrifið með bókstöfum) Nafn Heimilisfang — Readicut J LATICER OAIANT '78 módelin loks komin Nokkrir Galant og Lancer bílar til afgreiðslu nú strax. Ýmsar gerðir s.s. 2 dyra, 4 dyra, coupe og hardtop. Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.