Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR22. JANÚAR 1978 33 S veinn á Egils- stöðum 85 ára Bændahöfðinginn Sveinn á Egilsstöðum varð 85 ára hinn 8. jan. s.l. Ef Islandssögunni er flett aftur til áranna fyrir síðustu aldamót, blasir við okkur allt annað land og að ýmsu leyti allt önnur þjóð en við þekkjum í dag. Landið sjálft er stirðnað af undangegn- um Isárum og grasleysissumrum, mestallt Austurland er svart af ösku eftir öskjugosið 1875 og um vikur og öskuskaflana þar, liggja krókóttar slóðir heilla f jölskyldna á leið til Seyðisfjarðar. Það er úrræðalaust fólk að flýja harðind- in og vonleysið og hyggst nú freista gæfunnar I Amerlku. „Sinumýrar rotnar rýrar reitasvörul hjú. Og sjá f blásnu harúi bóndi s*ll. þar mótir fyrir garúi. Svona bjó hann. hingað hjó hann hann. en ekki þú“. Svona kvað Einar Benediktsson og vakti þjóð sina af svefni niður- lægingarinnar. Sveinn á Egils- stöðum stóðst ekki frýjuorðin. ÖU þjóðin veit nú, að hann er kominn langt, langt út fyrir þetta garðbrot, bæði I eiginlegri og óeigninlegri merkingu. Hann hóf landnám I sinu heimalandi og það er senn allt numið og fullnýtt. Hann gerði líka að veruleika draum Hannesar Hafstein i hans aldamótaljóðum um þá tið, „er sárin foldar gróa, sveitirnar fyll- ast, akrar hylja móa“ þvi þótt sveitirnar hafi ekki fyllst af fólki, hafa þær fyllst af þekkingu úr- ræðum og tækni, sem ekkert var til af áður, og i bókstaflegri merk- ingu hefur Sveinn fyllt sina sveit. Auk þess að hafa byggt upp eitt nýtiskulegasta bú landsine, sitja nú að hans undirlagi þrir bændur á þeim hluta Egilsstaða, sem einn sat áður. Og nú þegar Sveinn á Egilsstöðum hefur 5 um áttrætt gengur hann sumar hvert að skóg- rækt i landi sinu og nú er nytja- skógur framtiðarinnar að byrja að teigja sig upp úr gamla islenska birkiskóginum á Egilsstöðum, sem veitir öruggt skjól hinum nýju landnemum i islenskri flóru. Spádómur aldamótaskáldsins hefur ræst. Þetta er Ilka óbrot- gjarnt tákn þeirrar fylgni sem Sveinn á Egilsstöðum hefur alla tið sýnt við hverskonar nýjungar sem til heilla horfa i ungu, fram- sæknu þjóðlifi. Og enn gengur þessi kempa til gegninga dag hvern og brúkar engin vettlinga- tök við þau verk. Sú kynslóð, sem nú er að kom- ast til áhrifa i íslensku þjóðlifi, er eftirstríðsframleiðsla, alin upp i verðbólguþjóðfélagi. Það er stöð- ugt vitað til þess, að hún og raun- ar öll æskan i dag sé glæsilegri og betur búin til átaka en nokkur önnur frá upphafi. Ekki skal úr þvf dregið að ungt fólk I dag er gerðarlegt, enda fékk það nóg að borða i uppvextinum og þjóðfé- lagið hefur sannarlega mulið und- ir þetta fólk I menntun og tæki- færum. En hefur þetta fólk yfir- leitt haldið tengslum við fortíð- ina? Hefur það sett sig inn I kjör og kringumstæður þess unga fólks, sem var samferða Sveini á Egilsstöðum og hans jafnöldrum? Manni liggur við að spyrja þegar maður hugleiðir lifshlaup slíkra manna sem Sveins, hvert þeir hefðu náð við aðstæður þær, Framhald á bls. 38 Talið er, að allt að 1/6 hluti landsmanna hafi flúið land á þessu árabili og er það hlutfall þó eflaust enn hærra á Austurlandi, þar sem erfiðleikarnir voru hvað mestir. Eftir sátu auðir bæir og yfir- gefnar bújarðir og það grisjaði stórum i heilar sveitir. Þeir sem eftir urðu og héldu baráttunni áfram, voru fjötraðir af fátækt og við lá fellir fólks og fénaðar. Engum getur dulist, að sllk Ilfs- aðstaða hefur sterk og varanleg áhrif á búendurna og þeir, sem i gegnum slíka lifsreynslu ganga, bera þess nokkur merki. En þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin oft næst, eins og máltækið segir. íslands óhamingju varð eigi allt að vopni i það sinn. Fram komu menn, sem stæltust við hverja raun. Sumir voru skáld og birtu hvatningarljóð og eldheit ættjarðarkvæði. Allt slikt gekk ljúflega i lesþyrstan almúgann. Framsýnir dugnaðar- og atorku- menn komu fram með nýjungar. Torfi Bjarnason kenndi lands- mönnum að smiða og nota plóg og hann kom einnig með nýja gerð af Ijáum. Jósef Björnsson og Jónas Eiríksson fluttu inn tilbúinn áburð, Tryggvi Gunnarsson réðst í stórvirki i byggingu skipa, húsa og brúa og auk þess vann hann ötullega að innlendri verslun. Pétur Thorsteinsson og Geir Zoéga hófu umfangsmikla þil- skipaútgerð og ekki megum við gleyma nágranna vorum Ottó Wathne á Seyðisfirði, sem var einn af vormönnum tslands, þó útlendur væri að ætt. Allir þessir menn og auðvitað miklu fleiri áttu sinn stóra þátt i þvi að stappa stálinu I þjóðina, en undiraldan var sterk þjóðerniskennd og eld- heit sjálfstæðisþrá. Heimastjórn- in 1904 markaði timamót og þá var líka eins og allt þjóðlifið vakn- aði, líkt og blóm, sem springur út á hlýjum vormorgni. Það er engin tilviljun að mörg stórvirki voru unnin á þessum fyrstu árum aldarinnar, verk sem enn þann dag i dag standa sem vörður við veg og vekja aðdáun. Upp úr þessum jarðvegi og inn i þetta þjóðlif fæddist Sveinn á Egilsstöðum. Mér finnst alltaf nauðsynlegt að hafa þessa mynd í huga sem einskonar bakgrunn, þegar ég rifja upp lifsferil þeirra kynslóðar sem þá ólst upp i land- inu. Kynslóð Sveins man, eða fann a.m.k. áhrif harðindanna og erfiðleikaáranna fyrir aldamótin slðustu, skuggar þeirra teigðu sig i gegnum fólkið sem þraukaði þá af. Svo komu aldamótin — heima- stjórnin — ummennafélögin voru stofnuð og aðrar hugsjóna- og mannbótastefnur ruddu sér til rúms. Nú var merkið hafið og undir þvi skyldi sigur nást með ræktun lands og lýðs, iþróttir voru á dagskrá, bindini, heit um hreinsun og fegrun móðurmáls- ins, að klæða landið og sækja fram til fullkomins sjálfstæðis þjóðarinnar. Sveinn á Egilsstöðum ólst upp í fögru og búsældarlegu héraði i stórum hópi mannvænlegra systk- ina. Heimilið var stórt og umsvifa- mikið. Hann fór ekki varhluta af þeim menningarstraumum sem fóru um þjóðlífið. Aldamótaljóðin voru lesin og lærð. Kærar þakkir Besta hljómsveit ársins. 1977. Spilverk þjóðanna. Eik nr. 3. Besta plata ársins Sturla. Besta lag ársins Sirkus Geira Smart. Besta söngkona ársins. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Besti lagasmiður. Spilverk þjóðanna.nr. 2. Besti texti Spilverk þjóðanna. nr. 2. Besd söngvari Egill Ólafsson nr. 2. Besti hljóðfæraleikari Gunnar Þórðarson. Besti hljómborðsleikari Jakob Magnússon. Söluhæsta plata ársins 1977. Gamlar góðar lummur Gunnar Pórðarson. Steinar hf. og Ýmir hf. Laugavegi 66 sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.