Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 48
AUCiLÝSINGASÍMíNN ER: 22480 JW#r0Mnbl«?>iö AUGLÝSINÍiASÍMINN ER: 22480 JR«r0iunblaÍ>ii> SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1978 Sendinefnd til Nígeríu: Verðmæti skreiðarsamnings- Gamli Bjami Olafeson fór ekki til Svíþjóðar Vonast eftir lausn á skreiðarmálinu ins um 6000 milljónir króna FULLTRÚAR íslenzkra skreiöarúlflyljenda, sendiherra Islands í Nigeríu og fulltrúi vidskiptaráðuneytisins eru nú á förum til Nígeriu til art reyna að ganga frá skreiðarsöiumálum tsiendinga við stjórnvöld þar í landi. Sem kunnugt er höfðu tslendingar gert samning við Nígeríumenn um sölu á um 150 þús. böllum af skreið þangað eða 6000 tonnum, 1000 tonnum af framleiðslu ársins 1976 og 5000 tonnum af sfðasta árs framleiðslu og er verðmæti samningsins um 30 milljónir dollara eða vfir 6 milljarðar kr. Þegar til kom heimiluðu stjórnvöld i Nfgeríu ekki innflutning á skreiðinni og meiri hluta síðasta árs var mikið samningsþóf milli islenzku seljendana og stjórnvalda í Nigeriu vegna þessa máls. Stjórnvöld þar I landi höfðu hins vegar í lok sfðasta árs lofað að taka við skreiðinni á þessu ári, og á nú að re.vna að fá þau til að standa við gefið loforð. Bragi Eiriksson, framkvæmda- stjóri Samlags skreiðarframleið- enda, sagði i samtali við Morgun- blaðið i gær. að einn fulltrúi is- lenzku skreiðarseljendanna. Bjarni Magnússon frá Sameinuð- um framleiðendum, væri þegar farinn til Nigeriu, en í næstu viku færi hann. Magnús Friðgeirsson frá Sambandinu, og ennfremur þeir Sigurður Bjarnason sendi- herra íslands í Nígeríu og Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri í við- skiptaráðuneytinu til Lagos i þeim erindagjörðum að reyna að fá einhverja lausn á málinu. Bragi sagði. að i haust er hann. Bjarni Magnússon og Sigurður Bjarnason sendiherra hefðu verið i Nigeriu hefði því verið lofað að skreiðarmálið yrði tekið upp í Framhald á bls. 46 Seldur til Hafn- arfjarðar og heit- ir nú Arnarnes ÞEGAR samið var um smfði á nótaskipunum þrem, sem lslend- ingar festu kaup á f Svfþjóð á s.l. Kemur nýtt fiskverð um helgina? YFIRNEFND Verðlags- ráðs sjávarútvegsins átti að koma saman til fundar kl. 15 í gær og fjalla um almennt fiskverð, sem átti að taka gildi hinn 1. janúar s.l. Samkvæmt því, sem Morgun- blaðið hefur komist næst átti að reyna að taka ákvörðun um fisk- verð á þessum fundi. Morgunblaðinu er kunnugt um, að rætt hefur verið um fiskverðs- hækkun á bilinu 9—13% en þeg- ar blaðið fór i prentun siðdegis i gær voru engar upplýsingar fyrir hendi um það, hver niðurstaðan yrði. ári, var þannig gengið frá málum, að þau skip, sem fslenzku útgerð- irnar áttu fyrir, yrðu tekin upp I nýju skipin af hálfu skipasmfða- stöðvarinnar og teldust þá hluti umsamins smíðaverðs. Skipin, sem áttu að ganga upp f kaupin á nýju skipunum eru Bjarni Olafs- son AK, Grindvfkingur GK og Eldborg GK. Fyrsta Svíþjóðarskipið, Bjarni Ölafsson AK, er nú komið til landsins, en hins vegar varð ekk- ert úr því að gamli Bjarni Ólafs- son færi til Svíþjóðar, því Ishús Hafnarfjarðar h.f. hefur nú keypt Bjarna Ólafsson af sænsku skipa- smíðastöðinni. Ágúst Flygenring framkvæmdastjóri íshúss Hafnar- fjarðar sagði í samtali við Morgunblaðið i gær. að skip, sem Íshús Hafnarfjarðar hefði átt fyr- ir Arnarnes, hefði verið látið til sænsku skipasmiðastöðvarinnar sem greiðsla upp i Bjarna Ólafs- son. Sagði Ágúst að Sviarnir hefðu tekið við Arnarnesi, en hann vissi ekki hvenær bátnum yrði siglt til Sviþjóðar. Gamli Bjarni Ólafsson hefur nú fengið nafnið Arnarnes og heldur til ioðnuveiða eftir helgi. Skipstjóri á Arnarnesi er Viðar Þórðarson. Alþingi á ný ALÞINGI kemur saman aó nýju eftir jólaleyfi n.k. mánu- dag kl. 2. 5 ár frá gosi í Eyjum 5ÁR ERU liðin á morgun, 23. jan., frá upphafi jarð- eldanna í Heimaey í Vest- mannaeyjum, en þeir stððu í 5 mánuði og 240 millj. rúmmetrar af hrauni og ösku eyddu milli 300 og 400 húsa byggð eða þriðja hluta Eyjabyggðar. Þessar myndir Sigurgeirs í Eyjum sfna stærstan hluta þeirrar byggðar sem hvarf undir hraun, en viða er allt að 150 metra dýpi ofan á húsaleifarnar. Hrauntung- an til vinstri á myndinni frá því eftir gos teygði sig inn f miðjan bæinn. Húsa- þyrpingin lengst til hægri á þeirri mynd gufusauð í marga mánuði, en smátt og smátt er verið að gera við húsin og flytja inn f þau aftur. Eftirlit eflt með launa- greiðslum ríkissjóðs FJARMALARAÐúNEYTIÐ er aó koma á auknu eftirliti með launa- greióslum rfkisins, rfkisstofnana og rfkisfyrirtækja. Hingað til hef- ur ekki verió til kerfi, sem gerir yfirstjórn fjármála rfkísins kleift að fylgjast með skiptingu launa- Dr. Euwe falið að kveða úr- skurð í telex-skákkeppninni — DR. MAX Euwe forseta Al- þjóóaskáksambandsins hefur verið falió að kveóa upp úr- skurð f kæru fslenzka skáksam- bandsins á hendur hinu a- þýzka, vegna fyrirhugaðrar tel- ex-skákkeppni sem fara átti fram á milli landanna f gær, en þegar til kom gátu A- þjóðverjar ekki keppt á þessum degi, þrátt fyrir að hann hefði löngu verið ákveðinn, sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambands Islands f sam- tali við Morgunblaðið f gær. Einar sagði, að íslenzka skák- sambandið vænti þess að dr. Euwe dæmdi ÍSIendingum sig- ur í keppninni og til vara að hann vcitti A-Þjóðverjum hressilega áminningu, ef úr- skurðurinn félli á þann veg að. keppnin skyldi fara fram siðar. — Okkur finnst það undar- iegt að A-Þjóðverjar geti upp á sitt einsdæmi frestað löngu ákveðnum keppnisdegi, og þvi finnst okkur að úrskurða beri Islendingum sigur i keppninni, þannig að við séum þar með komnir i úrslit. Hins vegar höf- um við ekkert á móti þvi að tefla við A-Þjóðverjana, en að leikreglur séu í heiðri hafðar, sagði Einar. greiðslna f umsmin mánaðarlaun, vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu- greiðslur frá mánuði til mánaðar, en f þessu nýja kerfi verður slfkt hægt. Verður þetta nýja kerfi virkt frá og með næstu mánaða- mótum. Jafnframt er stefnt að þvf að öll laun starfsmanna rfkis- fyrirtækja og stofnana fari f gegnum launadeild f jármálaráðu- neytisins. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið í gær hjá Matthíasi A. Mathiesen fjármálaráðherra. Ný- lega sendi fjármálaráðuneytið öll- um forstöðumönnum rikisfyrir- tækja og stofnana bréf, þar sem segir m.a.: „Stofnunum verður bættur sá kostnaðarauki, sem leiðir af umsömdum grunnkaups- hækkunum og sérákvæðum samn- inga ásamt verðlagsbótum, sem til falla á árinu 1978, að svo miklu leyti sem fjármálaáætlanir vegna slíkra bóta nægja. Hækki verðlag meira er gert ráð fyrir að stofnan- ir mæti umframkostnaði, sem af því leiddi, með þvi að draga úr magni yfirvinnu og annarra óbundinna greiðslna." Það, sem ráðuneytið vinnur nú að, er að taka launaútgjöld stofn- ananna og skipta þeim niður f það, sem kallað er bundin og óbundin laun. Bundin laun eru þau laun, sem stofnanirnar verða að greiða. Þar er t.d. mánaðar- laun, álagsgreiðslur, sem tengjast þeim, dagvinnulaun og laun, sem Framhald á bls. 32. Enn sígur við Kröflu ALLT var við það sama f gær við Kröflu, er Morgunblaðið hafði samband við skjálftavaktina á Mývatnssvæðinu. Þá var þar eng- inn umtalsverður órói, en ein- hverjir sjálftar annað slagið. Sig heldur þó áfram, en það hefur nú staðið f 'A mánuð. Mun sigið vera orðið nokkuð á annan metra, þar sem það hefur mest orðið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.