Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 VtH> MORöJKc;.'^’ kaff/no ' ((! -TÍL tó-n & Nýi tolivörðurinn er full harkalegur þykir mér! Hve oft á ég að þurfa að endur- taka það, að hér þykir mér rðmantfskt, ðður en þú skilur það? Beikonilmur??? Konur og jafnrétti BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson A mörgum vinnustöðum er frí- stundum eytt í spilamennsku. Og takist f matartfma að ná saman fjórum mönnum verður bridsinn auðvitað fyrir valinu. Eins og gengur eru spilin, sem fyrir koma, misjafnlega skemmtíleg. Flest gleymast strax en önnur verða jafnvel umræðuefni næsta kaffitfma. Spilið f dag er eitt af þeim. Suður gaf og allir voru á hættu. Norður S. — H. K9875 T. G762 Vestur L'Á754 Austur S. A98 S. D10642 H. G62 H. D104 T. 10984 T. K3 L. 1083 _ A L. 962 Suður S. KG753 H. A3 T. AD5 L. KDG Árangursríkar sagnir vinnufé- laganna virðast ekki sérlega traustvekjandi. Suður Norður 2 lauf 3lauf 3 spaðar 4 hjörtu 4 grönd 6 grönd pass Útspil tígultía. Sjá lesendur vinningsmöguleika? Safnhafi tók útspilið með tfguldrottningu og spííaði ás, kóng og þriðja hjarta, sem austur tók með drottningu. Hann mundi eftir spaðasögn suð- urs og spilaði því laufi. En þar með gafst tækifæri, sem var grip- ið snarlega. Fimm slögum seinna, fjórum á lauf og einum á hjarta, voru fjögur spil á hendi. Norður S. — H. 8 T. G76 Vestur L. — Austur S. A S. D106 H. — H. — T. 1098 T. K L — Suður L. — S. KG H. — T. A5 * L- ~ I hjartafimmið lét suður spaða- gosa. Og í örvæntingarfullri til- raun lét vestur spaðaásinn. Þá sagði austur: „Nú, það er bara svona!“ En sagnhafi hallaði sér aftur í sæti sínu og hló þegar tígulkóngurinn birtist í næsta slag. COSPER 7574 „Góður Velvakandi. Það hefur oft verið rætt um jafnrétti kynjanna hér á landi sem annars staðar. Eg ætla með þess- um lfnum að gagnrýna konur harð- lega fyrir allt þeirra jafnréttisrugl sem nær engri átt. Oft hafa konur sagt að aðeins eigi 3—4 kvenmenn sæti á Alþingi og aðeins ein hafi verið ráðherra, engin sé bankastjóri o.s.frv. En hverjum er þetta að kenna? Jú, auðvitað konunum sjálfum sem treysta karimönnum betur til slfkra starfa, og engan ætti að undra. Jafnréttiskonur, þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að karlmaðurinn er jafnan miklu sterkari, greindari, hugrakkari, óbilgjarnari og betri starfskraftur en konan og á þvf hærri laun skil- ið, þannig að þetta jafnréttisrugl ykkar er dæmt til að mistakast. E.K. 1730-6804.“ Svo mörg voru þau orð bréfrit- ara um jafnréttið. Ekki trúir Vel- vakandi öðru en þvf :ð einhver kona sjái ástæðu til að svara hér einhverju, sem bréfritari tekur nokkuð upp f sig. Eru karlmenn jafnan greindari hugrakkari o.s.frv.? En nóg um það; hinn sami bréfritari hreyfir fleiri málum í pistli sfnum: % Slæm fslenzka? „Ég er alveg undrandi á því málfari sem oft er f þættinum „Lög unga fólksins". Hvers konar þáttur er þetta eiginlega? 1 þess- um þætti má oft heyra setningar eins og þessa: Ég ætla að senda glorhungraðar, spældar og niður- soðnar töffarakveðjur eða þá ég ætla að senda súrsaðar, brjálaðar, bananakveðjur til gæjanna á þess- um og þessum stað. Hvernig lfzt lesendum á svona málfar? Ég skora á útvarpsráð að banna svona málfar í þeim merka fjölmiðli sem útvarpið er. Málfar af þessu tagi á ekki að heyrast né sjást f fjölmiðl- um en ég tel að einmitt þessi fyrr- nefndi þáttur ásamt fleiri popp- þáttum útvarpsins eigi sinn þátt f því að eyðileggja málsmekk barna og unglinga enda taka þau útvarp- ið jafnan sér til fyrirmyndar i þessum efnum. Ég vil taka það fram að umsjónarmenn þáttanna eiga ekki sök á þessu, heldur eru það þeir sem senda kveðjurnar og svo auðvitað útvarpsráð sem á að koma f veg fyrir hrognamál eða orðskrípi af þessu tagi f útvarpið, en það er athyglisvert að á sama tíma og í útvarpinu er þáttur sem heitir Daglegt mál skuli boðið upp á þessi ósköp. E.K. 1730-6804.“ Upp með veskið, kunningi, annars úða ég þig með ódýru ilmvatni — skilurðu! HUS MALVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdúttir þýddi 51 ar upplýsingar f svörtu bókina sfna. — Já, þannig er það sem sagt Hún gat ekki afborið þögn- ina, hrukkað ennið ög augnaráð hans sem sagði henni svart á hvftu hvað hann var að hugsa um hana. Hann lokaði bókinni og stakk henni enn á ný í jakkann. — Köttur sem er ekki þar sem þér segið að hann hafi ver- ið, hvít pappfrsörk sem hefur horfíð. Þér hljótið að sjá sjálf að þetta er ekki mikið til að byggja á ... og vekja iögreglu- mann upp um nótt... — Mér þykir það leitt. Rödd hennar var ofurlág. — Ég varð svo hrædd þegar ég kom að kettinum ... Þetta var svo ógeðslegt ... og sjúk- legt ... þessi hugmynd ... ég veit ekki. Hún fylgdi honum til dyra. Lokaði og læsti og gekk gröm að skrifborðinu sinu. Blað var í ritvélinni. Ekki blaðið sem hún hafði skrifað á fyrr um daginn. Sú örk lá efst f búkanum við hlið- ina á ritvélinní. A blaðinu sem nú var í ritvél- inni voru skrifuð fáein orð. Orð sem hún hafði aldrei skrifað: „Væri ekki ráðað fara héðan áður en það er um seinan.“ Hún heyrði að Egon Jensen var að setja bflinn f gang. Atti hún að kalla á hann ... eða... Auðvitað varð hún að kalla á bann. Hér var loks eitthvað áþreif- anlegt ... áþreifanleg sönnun þess að einhver óviðkomandi hafði komið í húsið hennar. Sönnun þess að hún hafðí ekki verið að Ijúga þegar hún talaðí um köttinn og týndu pappfrs- örkina. Hún náði f hann, þegar hann ætiaði að fara að beygjá út á veginn. Hljóp út f rigninguna og greip f handfangið tii að vekja athygli hans á sér. Og nú var bann kominn aftur inn í stofuna. Blautur og úriilur. Hún rétti honum örkina. Hann hvarflaði sem snöggv- ast augum á hana. — Og hvenær skrifuðuð þér þetta? — Já en skiijið þér ekki að það hef ég ails ekki gert ... Þetta blað var í ritvélinni minni ... Þér hljótið að sjá að þetta er sönnun fyrir þvf að hér hefur einhver komið, eins kon- ar skýring ... það er einhver sem er áf jáður f að hræða mig burt...' — Kæra fröken ... Finnst yður nú ekki að þér hafið eytt nægilega miklum . tima af nætursvefni mfnum ... Hann grýttl örkinni á borðið. — Ég kom með yður af því að þér sögðuð að það lægi dauð- ur köttur f svefnherberginu yðar ... dauður köttur með blóm á bak við eyrun ... svo hef ég orðið að hlusta á óskiljanlegt rugl um stolna pappfrsörk ... og nú er stungið að mér annarri örk sem á að vera sönnum fyrir því að ein- hver óboðinn gestur hafi verið hér á kreiki. Hótun sem er skrifuð á yðar eigin ritvél og yðar eigin pappfr.... Þér hafið verið fljótar að skrifa þetta meðan ég fór út í bílinn. — Já, en hvers konar fffl haldið þér að ég sé. Hún var orðin vond. — Ég skrifaði þetta ekki. Blaðið var f ritvélinni. — Já, yðar vél. — Þér hafið mfn orð fyrir að það er ekki ég. — Eins og ég hafði orð yðar fyrir því að það lægi dauður köttur f rúminu yðar... — Það er einhver sem- vill hrekja mig héðan: — Og hver ætti það aó vera ...? Fáráðarnir okkar hér f þorpinu. Gamla konan sem stel- ur kirsuberjum eða gamling- inn sem safnar ráðherramynd- unum. Þér megið velja. — Ég veit vel að þetta hljóm- ar ótrúlega. Birgitte fann reiðina síga f sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.