Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 Sovézk herskip austur af Islandi. Þegar flogið er frá Ósló og lent nokkrum klukkustundum sfðar f Keflavfk á suðvestur- horni Islands finnur maður glöggt nálægð landsins við Nor- eg. Og við fórum með venju- legri áætlunarflugvél sem rauf ekki hljóðmúrinn. Þegar flugvélin renndi sér upp að flugstöðinni eftir lend- inguna fór hún framhjá ýmsum tegundum herflugvéla með ein- kennisstöfum bandarfska flug- hersins. Þegar við gengum úr flugvélinni til flugstöðvarinnar hófu tvær Phantom-þotur sig til flugs með miklum gný. Er ég kom til hótelsins kveikti ég á útvarpinu og gat valið um tvær stöðvar: fslenzka útvarpið og bandarfska herút- varpið f Keflavfk. Þannig barst mér til eyrna töluverð vitn- eskja um Keflavfkurstöðina áður en ég hitti að máli nokk- urn fslenzkan eða bandarfskan embættismann Mikilvæg NATO Flestir Norðmenn gera sér yfirleitt og í það minnsta grein fyrir mikilvægi Keflavíkur fyr- ir hernaðaráætlanir NATO. Ekki alls fyrir löngu var haft eftir Josef Luns, aðalfram- kvæmdastjóra NATO, að mikil- vægi íslands fyrir NATO væri á borð við mörg flugvélamóður- skip (í því felst nokkur kald- h.,ir,ðni og þar sem flugvéla- móðurskip kosta marga millj- arða dala varð þetta til þess að ýmsir tslendingar fóru að spyrja að því af hverju þeir fengju ekki meira í sinn hlut frá Bandaríkjamönnum fyrir að leyfa þeim afnot af yfirráða- svæði sínu.) Bandarísku hernaðarmann- virkin á íslandi gegna marg- þættu hlutverki og störf varnarliðsins eru margs konar en þetta er of flókið efni til að gera því skil hér. Hafi einhver áhuga á að kynna sér þessi mál í ljósi hernaðarvaldamála Norður-Atlantshafi, vil ég benda þeim á að lesa New Strategic Factors in the North Atlantic, sem kom út 1977. Rit- sjórar þessa verks voru Christoph Bertram, forstöðu- maður Alþjóðlegu herfræði- stofnunarinnar í London, og Johan Jörgen Holst, aðstoðar- ráðherra í norska landvarnar- ráðuneytinu. Eitt af þvf sem hvað mest er lögð áherzla í þessari bók er mikilvægi raufarinnar svoköll- uðu milli Grænlands, Islands og Bretlands. I bókinni er líka lögð á það áherzla að „banda- ríska herstöðin í Keflavík hafi sérstaklega mikilvægu hlut- verki að gegna“. Hlutverk varnarliðsins Bandaríska herliðið á Islandi er kallað Varnarlið Islands. Þannig er á það lögð áherzla — ekki sízt frá sjónarmiði Islend- inga — að þessi liðsafli gegni fyrst og fremst þvi hlutverki að verja Island. Varnir tslands eru hins vegar ekkert einangrað fyrirbæri, því að þær eru liður í heildaráætlunum NATO. Hér er i aðalatriðum um það að ræða að viðhalda yfirráðunum yfir Norður-Atlantshafi til þess að auðvelda liðs- og birgða- flutninga frá Norður-Ameríku til Evrópu — þar á meðal Is- lands og Noregs — á striðstím- um. Þar við bætist það mark- mið að hefta að eins miklu leyti og það er kleift starfsemi so- vézka heraflans sem hefur bækistöðvar sfnar á Murmansk- og Leníngrad-svæðunum. NATO mundi stefna að því að koma þessu til leiðar með því að eyða sovézkum flotastöðvum og flugvélabækistöðvum og með þvi að tortíma eins mörg- um sovézkum skipum og flug- vélum og kostur er áður en þau gætu ráðizt á stöðvar og herlið Atlantshafi haldið undir reglu- legu eftirliti. Vitneskjan, sem Orion- flugvélarnar afla, er áreiðan- lega aukin með hjálp banda- risks leitarbúnaðar neðansjáv- ar í raufinni milli Grænlands, tslands og Bretlands. Eins og segir í Strategic Survey Alþjóð- legu herfræðistofnunarinnar 1975 er auðvelt með hjálp stórra bergmálsleitartækja neðansjávar og fullkomnum kafbátaleitarbúnaði að hafa uppi á kafbátum og fylgjast með þeim í „flöskuhálsum", þar sem auðvelt er að kljást við þá, eins og í raufinni Grænland — Island — Bretland og á Japanshafi. Nú á greinilega að efla sér- staka girðingu leitartækja á Norður-Atlantshafi I árs- skýrslu bandaríska landvarna- ráðuneytisins fyrir fjárhagsár- ið 1978 segir: „Viðtæk lang- Norðmenn og varnir íslands eftir John C. Ausland NATO. Margs konar liðsafli NATO tæki þátt í þessum að- gerðum, en ég ætla að ein- skorða mig við þær sem varða Island. Mikilvægasta verkefni bandariska herliðsins á Islandi er að hafa uppi á sovézkum herskipum, bæði ofansjávar- skipum og kafbátum, og eyða þeim á stríðstímum. Ofarlega á blaði eru sovézkir kjarnorku- flaugakafbátar, sem hafa bæki- stöð á Murmansk-svæðinu, vegna þeirrar hættu sem frá þeim stafar sökum þeirrar miklu tortímingar sem þeir geta komið til leiðar i Norður- Ameríku. B.ndarískar Orion-flugvélar á Keflavíkurflugvelli gegna mikilvægu hlutverki í eftirliti með ferðum sovézkra flota- deilda. Orionflugvélarnar eru búnar tölvutengdum leitar- tækjum, sem gera þeim kleift að fylgjast með skipum bæði ofansjávar og neðansjávar. Þessar flugvélar hafa náið sam- starf við norskar Orion- flugvélar, sem hafa bækistöð á Andöya í Norður-Noregi, og brezkar Nimrod-þotur, sem hafa bækistöð i Skotlandi. Þess- ar þrjár stöðvar mynda þrí- hyrning og frá þéim er Norður- tímaáætlun um fast eftirlit neðansjávar er nú til athugun- ar. Þessi áætlun mun ná til tíu ára tímabils og þar verður gert ráð fyrir öllum nauðsynlegum mannvirkjum. Auk þess sem tsland er mikil- væg bækistöð Orion-flugvéla gegnir landið lika mikilvægu hlutverki í viðvörunarkerfi gegn sovézkum flugvélum. A Islandi eru tvær stórar ratsjár- stöðvar, önnur í Keflavik og hin á suðausturhorni landsins. Þessar stöðvar tengjast öðrum stöðvum i Færeyjum og Græn- landi. Til stuðning þessu rat- sjáreftiriiti eru viðvörunarflug- vélar með bækistöð í Keflavík og auk þess sveit Phantom- orrustuflugvéla. Samskipti Islands og Bandarfkjanna Samskipti Bandarikjanna og Islands með tilliti til Keflavík- ur hafa verið snurðulaus siðan nýr samningur var gerður milli landanna 1974 og ekki er hægt að fjalla um stöðina án þess að minnast á þetta atriði i nokkr- um orðum. Bæði islenzkir og bandarískir embættismennssögðu að tals- vert hafði miðað áleiðis í því að hrinda samningnum frá 1974 í framkvæmd. Þar var gert ráð fyrir þvi að fækkað yrði í liði Bandaríkjamanna, að efni bandaríska sjónvarpsins yrði sent út eftir lokuðu kerfi, svo að íslenzkir sjónvarpsáhorfend- ur geti ekki horft á það (ekki eru allir Islendingar ánægðir mað það), og að ýmsar breyt- ingar til bóta yrðu gerðar á Keflavíkurstöðinni. Hér er meðal annar um að ræða bygg- ingu nýs flugturns. Eina mikilvæga atriðið, sem er ekki komið til framkvæmda, er bygging tveggja flugstöðva- bygginga þannig að herinn verði aðskildur frá áætlunar- flugi, en í samningnum sagði að þetta ákvæði væri „háð þeim fjárframlögum, sem væru til- tæk, og hernaðarþörfum“. Horfurnar Öþarft ætti að vera að benda á mikilvægi bandariska herliðs- ins á Islandi fyrir öryggi Nor- egs. Island gegnir ekki aðeins mikilvægu hlutverki í hernaðaráætlunum NATO á Norður-Atlantshafi. Við þetta bætist að missir stöðvarinnar hefði vafalaust það í för með sér að þrýst yrði á Norðmenn að láta meira af mörkum. Eins og Anders G. Sjaastad og Johan Kristen Skogstad segja í bók sinni Politikk og sikkerhet f Norske-havs omraadet: „Án Keflavíkur- stöðavarinnar verða verulega stór hafsvæði eftirlitslaus — að minnsta kosti ef ekki kemur til umtalsverð og þá mjög kostnaðarsöm aukning á starf- semi Breta og Norðmanna". Norska stjórnin hefur gert sér fullkomna grein fyrir þess- um atriðum og þetta hefur átt drjúgan þátt i varkárum af- skiptum, sem Norðmenn hafa einstaka sinnum haft, i því augnamiði að mýkja samskipti Islendinga og bandamanna þeirra. Horfurnar á þvi að Banda- ríkjamenn haldi stöðinni í Keflavík virðast góðar sem stendur. Islenzka stjórnin er vissulega jákvæð í afstöðu sinni til NATO og stöðvarinnar. Hins vegar eiga að'fara fram kosn- ingar á Islandi næsta sumar og stöðin verður áreiðanlega kosn- ingamál. I þessu tilliti á vel við að vitna í ályktunarorð ritgerðar eftir Björn Bjarnason, deildar- stjóra í íslenzka forsætisráðu- neytinu: „Utanríkisstefna ís- lands verður áreiðanlega mikið hitamál hér eftir sem hingað til. Hver kynslóð verður að gera upp við sig hvernig hún vill sjá öryggi sínu borgið. Þótt engin leið sé til að spá um niðurstöð- una er vonandi að fyrst og fremst megi takast að brúa bil- ið milli ólíkra viðhorfa annarra flokka en kommúnista með hliðsjón af viðkvæmri legu landsins og núverandi framlagi Islendinga til friðar og jafn- vægis á Norður-Atlantshafi, líf- ásð hins vestræna heims.“ — Vance Framhald af bls. 1 um afskipti utanaðkomandi aðila. OKcun utanríkisráðherra sagði að málið skyldi leyst af þeim sem það snerti og afskipti annarra væru til þess eins fallin að flækja málið og gera það enn erfiðara. Utanríkisráðherrann benti síðan á að samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands væru I sjálfu sér ekki nema I meðallagi hlýleg og þvi væri sennilega meira um vert að vinna að þvi að bæta þau en fa.a að blanda öðru enn viðkvæmara mála og vandleystara inn i það. Vitað er að Tyrkir óska eftir bættum samskiptum við Banda- ríkin, meðal annars vegna þess að þeir telja aðkallandi að fá frá þeim mikilvæga hernaðar- og fjár- hagsaðstoð. Tyrkneski herinn sem skiptir meginmáli á suð- austurvæng Atlantshafsbanda- lagsins er mjög illa búinn og þarf að endurnýja ýmsan kost hans. — Portúgal Framhald af bls. 1 stjórninni og skýrði hann frá þvi er hann sagði frá samvinnu flokk- anna, að hann teldi það heppileg- ast að svo stöddu að minnsta kosti að hann tæki ekki að sér ráðu- neyti. Enda þótt stjórn Sósialista- flokks Soares og miðdemókrata hafi hreinan meirihluta á þingi, hafa ýmsir spáð þvi að verkalýðs- félögin muni gera henni erfitt fyrir þar sem kommúnistar hafa meirihlutaaðstöðu f um 80% verkalýðsfélaga. Aðspurð um þetta sagði Kirsten að þetta væri ekki ýkja almenn skoðun i Portú- gal, enda væri nú svo komið að flestir vildu leggja eitthvað á sig ef það mætti verða til þess að efnahagsástandið i Portúgal kæm- ist á traustan grundvöll. Komm- únistar væru að vísu mjög andvig- ir þessari stjórn og myndu án efa vinna af alefli gegn henni, en áhrif þeirra væru ekki slík að það myndi sköpum skipta. Sósialdemókrataflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn voru um hrið að ihuga að ganga til sam- starfs við Soares en úr þvi varð ekki. Kommúnistar drógu sig á sfðustu stundu til baka en innan Sósialdemókrataflokksins rikir verulegur ágreiningur og mun það hafa átt þátt i að flokkurinn dró sig i hlé. Formaður Sósial- demókrataflokksins PSD Sa Carneiro hefur af þessum sökum dregið sig í hlé fram yfir flokks- þing PSD í næsta mánuði og vara- formaður flokksins, Sousa Franco, gegnir nú formennsku. — Jórdanir Framhald af bls. 1 austurlöndum á næstu dögum, en sagði að mikið væri undir því komið hvað Sadat segði á þingi. Forsetinn kvað það skoðun sina eftir einkaviðræður við Sadat að síðustu viðbrögð hans væru ekki sýndarmennska eða til þess ætluð að þvinga Israelsmenn til undan- látssemi, heldur væri Sadat ein- lægur í friðarumleitunum sinum. Carter sagði að stjórnmálavið- ræðurnar væru ákaflega vanda- samar og viðkvæmar, og væri mun æskilegra að þær færu fram í einrúmi þar sem samningamenn gætu brotið málið til mergjar án þess að ein setning gæti orðið til þess að koma róti á tilfinningar milljóna manna. I yfirlýsingu Jórdana í dag kom m.a. fram að Egyptar stefndu að alhliða lausn málsins og byggðu kröfur sinar á sameiginlegum hagsmunum Araba, um leið og þeir miðuðu við þvi að koma á friði með réttiæti. Fyrir þessa af- stöðu og framlag til friðar i Mið- austurlöndum ættu Egyptar kröfu á stuðningi Arabarikjanna í heild, auk allra rikja, sem vildu frið og réttlæti. — Sendinefnd Framhald af bls. 48 ríkisstjórn landsins. Sigurður Bjarnason hefði þá rætt við tvo ráðherra úr stjórninni og hefðu báðir lofað þessu. Eftir þessar við- ræður milli sendiherrans og ráð- herranna væri vitað að sendi- herra væri í góðu sambandi við þá og væntu menn þess að eitthvað gerðist í málinu nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.