Morgunblaðið - 28.02.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 28.02.1978, Síða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Sveinn Hjörleifsson Gilhaga — Minning Allt er hurfið, — dagur dvln, dauðinn leiðir mig til grafar. Allt er hljótt, og augun mín, óljóst sjá. hvar geisli stafar. Lof mér, guð þitt Ijós að sjá. leið mig heim, ó, vak mér hjá! (Guðm. Guðm.son). Mig langar til að minnast tengdaföður míns, Sveins, sem svo skyndilega er horfinn sjónum. Þótt hann væri kominn á efri ár og heilsan nokkuð tekin að bila, var dauðinn honum fjarlægur og þó svo nálægur í raun — er hann kvaddi okkur að áliðnum degi þ. 13. þ.m. og hélt austur að Selfossi til heimkynna sinna. Hann hafði dvalið í Reykjavík um helgina og vitjað barna sinna, er þar bjuggu. En á bökkum ölfusár undi hann best — og þar var hann sistarfandi til hinstu stundar — og nú vildi hann ljúka þar verki áður en sól hnigi til viðar. En vegir guðs eru órannsakanlegir og áður en eldaði fyrir nýjum degi var hann allur. Sveinn var fæddur á Eyrarbakka h. 14. sept. 1904 og voru foreldrar hans Hjörleifur Hjörleifsson söðlasmiður og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir bæði ættuð úr Skaftafellssýslu. Sveinn varð ungur að taka þátt i lifsbaráttunni, sem oft var hörð á þeim árum. Hann sótti sjóinn og stundaði aðra vinnu er til féll. Stin> alærði hann múrverk ogvar meistari í þeirri grein. A árunum 1928—29 vann hann á Laugar- vatni við bygginu skólahúss, þar var þá við nám Elin Arndís Sigurðardóttir frá Vatnsleysu í Biskupstungum, þau felldu hugi saman og ást kviknaði er varði á meðan bæði lifðu. Frá þessum æskudögum hefur Sveinn eflaust átt margar sínar sælustu minning- ar, og þar átti hann hvítan gæðing sem var nú ekki svo lítill hluti kærra minninga en alla tíð átti Sveinn hesta og naut samskipta við þá. — Um góð verk- föll og vond Framhald af bls. 19 bótum setur jafnframt á markað visitölutryggð skuldabréf. Hér birtist ljóslega mismunandi af- staða til dauðra fjármuna og lif- andi vinnuafls. Réttur fjármagnsins setturofar þörfum lifandi fólks. Þeim sem eru aflögufærir umfram daglegar þaríir tryggður fullur verðbóta- réttur eigna sinna en hlutur hins vinnandi manns skertur að mun. Við viljum ei una því að vera sett skör lægra. A Alþingishátiðinni á Þingvöll- um 1930 giftu þau Sveinn og Elín sig, en þar voru þau bæði við störf. Sveinn vann þar við lög- gæslu og vakti nær samfleytt i þrjá sólarhringa, þar var mikil rigning og eftir þá vosbúð veiktist hann af lungnabólgu en Elín vakti yfir honum þar til lífs- löngunin hafði sigrað. Þannig voru hveitidrauðsdagar þessarra ungu hjóna og þannig urðu búskaparár þeirra, skin og skúrir, eins og hjá öllum mannanna börn- um. Þau hófu búskap í Bræðra- tungu og seinna að Drumbodds- stöðum i Biskupstungum og þar fæddust elstu börnin. En árið 1937 fluttu þau niður að ölfusá þar sem þéttbýliskjarninn Selfoss var þá að myndast. Sveinn tók virkan þátt í uppbyggingu staðar- ins, en í hjarta sínu var hann alltaf bóndi og ætíð átti hann hesta og kindur sem hann annað- ist af alúð. Vinnudagur varð oft langur því hinar ljósu sumarnæt- ur eru bjartar og sá sem er ungur gleymir þreytunni þegar áhuginn er ríkur og margs er þörf þegar fjölskyldan er stór. Sveinn og Elin eignuðust sjö börn og barna- börnin eru orðin fjórtán. Börn þeirra eru: Margrét, versl- unarkona, búsett í Reykjavík. Sig- ríður búsett á Selfossi, maki Lár- us Jóhannsson bílasmiður, Sig- urður bifreiðarstjóri í Reykjavík, maki undirrituð. Elias landbúnað- arhagfræðingur búsettur í Upp- sala, maki Yvonnie Tidbech. Hilmar húsasmiður á Selfossi kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur, og Svanhildur búsett í Hafnarfirði gift Steini Þorgeirssyni tækni- fræðingi. Eina dóttur, Ingigerði, misstu Sveinn og Elín á öðru ári. Sveinn lét börn sín ekki alast upp í iðjuleysi og snemma fóru þau að hjálpa til við að afla heim- ilinu tekna á einn eða annan hátt. Án vinnu — engín verðmæti. Réttur til handa þeim er selja vinnuafl sitt eigi siðri en þeirra er hirða afrakstur vinnunnar. — Hjalti Geir Framhald af bls. 1. 15. Gunnar Asgeirsson, heild- verslun h.f., 16. Haljdór Jónsson, Steypustöðin, 17. Þorvaldur Guðmundsson, Síld & Fiskur, 18. Otto Schopka, Kassagerð Reykjavíkur, 19. Pétur O. Nikulásson, P.O. Nikulásson h.f. Hjalti Geir Kristjánsson var kjörinn formaður Verzlunarráðs Islands til næstu 2ja ára. Síðan uxu börnin úr grasi og stofnuðu eigin heimili og árið 1969 missti Sveinn konu sína, er hafði átt við langa vanheilsu að striða. En Sveinn tók breyttum aðstæðum með jafnaðargeði. Og eftir að hafa búið hjá sonum sín- um tveim í nokkur ár, reisti hann sér nýbýli á bakka ölfusár, gegnt Selfossi og nefndi það Gilhaga. Var hann þá kominn fast að sjötugu. Þar bjó hann síðustu ár ævinnar einn síns liðs, fyrir utan einn vetur er dótturdóttir hans Jónina, bjó þar honum til mikillar gleði. Þótt þannig væru breyttir tím- ar, hjá Sveini, frá mannmörgu heimili, yfir í líf einbúans, var hann í rauninni ekki einmana, því börn hans og barnabörn á Selfossi vöktu yfir velferð hans. Og elsta barnabarnið Elín Arndís sá vel um allt er að þjónustu laut. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda min þakka Sveini allar góðar samverustundir, og sérstak- lega ánægjulega samfylgd út til Svíþjóðar og Danmerkur á liðnu sumri, þar sem við lifðum ógleym- anlega sólskinsdaga á heimili sonar hans i Uppsala. Hafi hann þökk fyrir einlægt hjarta, hlý bros og aðstoð þegar hennar var þörf. Gunnlaug Úlafsdóttir. — Indira Framhald af bls. 1. kommúnistar fjögur og óháðir átta. Stjórnmálasérfræóingar telja að á næstu dögum muni margir stuðningsmenn gamla Kongress- flokksins snúa baki við honum og ganga í Kongressflokk Indiru. Sá möguleiki er ekki útilokaður að flokkarnir sameinist i einn flokk undir forystu frú Gandhi. I fylkinu Assam hefur Janata- flokkurinn unnið 14 sæti af 126, gamli Kongressflokkurinn 10 og Kongressflokkur Indiru þrjú en aðrir flokkar sjö. I Meghalaya hefur gamli Kongressflokkurinn unnið 14 sæti af 60, en tveir flokk- ar sem starfa aðeins í fylkinu hafa fengið 12 og 11 þingsæti. I fyikinu Maharsahtra á Vestur- Indlandi hefur gamli Kongress- flokkurinn fengið 18 sæti af 64, Kongressflokkur Indiru 12 og aðr- ir flokkar 13. tJrslitin í Karnataka urðu þau að Kongressflokkur Indiru hlaut 152 sæti af 224, Janata 58, óháðir og smáflokkar níu, kommúnistar þrjú og gamli Kongressflokkur- inn aðeins tvö þingsæti. — Loðnuaflinn Framhald af bls. 19 Aflamagn á einstökum stöðum 25. febr. Vfkuafli heildarafli Seyðisfjörður 11534 35897 'Siglufjörður 750 33294 Eskifjörður 10045 31419 Neskaupsstaður 4919 30755 Norglobal 5298 29115 Rau farhöfn 2829 25132 Vopnafjörður 1443 20117 Re.vðarfjörður 4129 10131 Vestmannaeyjar 7502 8405 Akure./ Krossan 6403 Hornafjörður 3948 6015 Fáskrúðsfjörður 1073 4887 Djúpivogur 2571 3674 Bolungarvík 2571 3674 Stöðvarf jörður 986 2632 Akranes — 1658 Breiðdalsvfk 485 1486 Þorlákshöfn 846 995 Reykjavfk — 335 — Begin Framhald af bls. 1. grundvallaryfirlýsingu um fram- hald friðarviðræðna. Begin afhenti Atherton endur- skoðaða tillögu Israelsstjórnar sem aðstoðarutanríkisráðherrann fer með til Kaíró á morgun. Begin sagði að ein grein í tillögum ísra- elsmanna og Egypta væru sam- hljóða og aðeins vissar breytingar þyrftu að gera á nokkrum öðrum greinum. Einn helzti ráðunautur Begin, Eliahu Ben-Elissar, sagði að af- staða Egypta hefði harðnað og hann kenndi Bandaríkjamönnum um að hvetja Egypta til að taka harðari afstöðu. Egyptar segja einnig að afstaða Israelsmanna hafi harðnað. Atherton sagði fréttamönnum að hann væri ekki með nýjar bandarískar tillögur meðferðis og bæri aðeins skilaboð á milli Egypta og Israelsmanna. Jafnframt herma fréttir að Dav- id Owen, utanríkisráðherra Breta, hafi sagt Israelsmönnum þegar hann kom frá Jórdaniu í gær að Hussein konungur héldi opnum þeim möguleika að taka þátt í friðarviðræðum síðar meir. Isra- elsmenn telja þátttöku Jórdaníu- manna nauðsynlega í friðarvið- ræðunum og eru sannfærðir um að Egyptar neiti að komast að samkomulagi nema Jórdaníu- menn setjist að samningaborðinu. Owen mun hafa sagt Moshe Dayan utanríkisráðherra að Isra- elsmenn verði að reyna að fá Hussein til að taka þátt í viðræð- unum með því að gera honum eitthvert freistandi tilboð. Begin hefur verið mikið kappsmál að fá Breta til að taka þátt í friðartil- raununum. Kunnugir telja að nokkur ár- angur muni sjást af ferð Ather- tons fyrr en Begin fer til Washington til viðræðna við Cart- er forseta. Tilkynnt var í Washington i dag að Begin færi til Washington 13. marz og yrði þar til 16. marz. I Kaíró sagði Ibrahim Kamel utanríkisráðherra blaðamönnum í dag að tsraelsmenn torvelduðu friðartilraunir með þeirri ákvörð- un að viðhalda ísraelskri byggð á herteknu svæðunum og sakaði Israelsmenn um að bregðast ekki jákvætt við frumkvæði Sadats. — Nokkrir þættir Framhald af bls. 15 Seðlabankanum batnaði lausa- fjárstaða flestra innlánsstofnana afar mikið, einkum á fyrstu mán- uðum áfsins, og í desember. Út- lánagetan var því mun meiri en upphaflega var reiknað með og er ljóst að innlánsstofnanir hafa lát- ið undan þeim eftirspurnarþrýst- ingi sem að þeim steðjaði, því almenn útlán viðskiptabanka hækkuðu um 34,9% og sparisjóða um 39,1%, en stefnt var að því, að þessi lán ykjust ekki um meira en 20% á árinu. Við þetta bættust endurseld lán, sem áður er getið, og nam aukning heildarútlána innlánsstofnana 42,2% samanbor- ið við 26,2% árið 1976. A móti kemur að þróun innlána og lausa- fjárstöðu varð hagstæðari en undanfarin ár. Lausafjárstaða batnaði um 3.145 m. kr. hjá inn- lánsstofnunum I heild en árið 1976 nam batinn 518 m. kr. Heildarinnlán innlánsstofnana jukust um 42,9% samanborið við 32,8% árið 1976. Aukningin var að langmestu leyti i formi spari- innlána sem jukust um 42,4% en höfðu aukist um 36% árið áður. Svo sem 1. línurit (bls. 6) sýnir var aukning spariinnlána mikil á fyrstu mánuðum ársins. A tíma- bilinu apríl til ágúst minnkaði hún hins vegar stig af stigi, en hækkaði svo aftur eftir það. Þetta bendir til þess, að vaxtabreyting- ar hafi haft jákvæð áhrif, en svo sem kunnugt er hækkuðu vextir á vaxtaaukainnlánum um 3% þann 1. ágúst sl. og 21. nóvember hækk- uðu vextir á spariinnlánum og öllum tegundum útlána um 3%. Heildarinnlán að viðbættum seðl- um og mynt í umferð, þ.e. pen- ingamagn og sparifjáreign, jukust um 43,1% árið 1977, en 32,6% árið 1976. Fjárfestingar- lánasjóðir Nýjar lánveitingar fjárfesting- arlánasjóðanna námu skv. bráða- birgðauppgjöri 20.978 m. kr. til samanburðar við 18.295 m. kr. skv. lánsfjáráætlun. Miðað við fyrra ár nam aukning útlánanna 40,6% á móti 21,6% skv. áætlun. Að næstum helmingi var aukning- in umfram áætlun fjármögnuð af auknu eigin fjármagni úr rekstri sjóðanna, sem er árangur raun- hæfari lánskjara, en að öðru leyti með sjálfkrafa aukningu mark- aðra tekjustofna, skyldusparnað- ar og lána bankakerfisins. — Tónlist Framhald af bls. 13. ötu eftir Vivaldi. Camilla Söderberg hefur nú um nokk- urt skeið haldið flaututónleika og má mikið vera ef framlag hennar á ekki eftir að hafa' áhrif á íslenska tónlistarsögu. Yfir leik hennar er sérstæður þokki og ef svo heldur sem horfir, er hún verðandi „virtú- ós“ á þetta mjög svo misskilda og erfiða hljóðfæri. Helga Ingólfsdóttir stóð fyrir sínu og Lovisa Fjeldsted, sem nýlokið hefur námi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, lék sinn „basso continue" af smekkvísi og þokka. fyrst og fremst beinst að þvi að rannsaka sögu kirkjubygginganna. Krogh sagði að frekari uppgröftur og nánari rannsóknir myndu eflaust leiða í ljós að hér væri um gröf Gorms gamla og Þyry Danabótar að ræða. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við Mbl. í gær að full ástæða væri til að telja fund þennan mjög mark- verð tíðindi, Knud Krogh væri virtur fornleifafræðingur, arkitekt og kirkju- byggingafræðingur. Þá sagði Þór, sem heimsótti Jalangur s.l. sumar að staður- inn væri fræðimönnum mikil ráðgáta. Margar hugmyndir hefðu komið fram um minnismerki þar, en Jalangur á Suð- ur-Jótlandi er fyrsti höfuðstaður danska ríkisins. — Gröf Gorms Framhald af bls. 1. unum heiðnu eftir að hann sjálfur tók kristni. Krogh sagði enn fremur að allt benti til þess að fyrsta kirkjan hefði verið reist sem grafhýsi fyrir Gorm og Þyry. Sagði Krfurbikarinn, sem fannst í öðrum graf- hauganna árið 1820. Þá benti Krogh á það að beinin lægju á víð og dreif í gröfinni, sem sýndi að þetta væri ekki fyrsti legstaður þeírra. Hingað til hefur aðeins einn þriðji hluti kirkjugrunnsins verið rannsakað- ur, en hann er þrjú hundruð fermetrar að flatarmáli og hefur uppgröfturinn radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Sölubúð með bakherbergi til leigu hentug fyrir verzlun, iðnað ofl. Sími 1 5275. Skrifstofuhúsnæði þriflegur iðnaður Til leigu er í verzlunarhúsi við Háaleitis- braut um 65 ferm. húsnæði á 2. hæð ásamt snyrtiherb. Hentugt fyrir skrifstofur eða þriflegan iðnað. Upplýsingar í síma 3 1 380 daglega frá kl. 9 — 6. Til leigu Til leigu 3ja herb. íbúð í litlu fjölbýlishúsi í vesturbænum. íbúðin er á 2. hæð 85 fm. Sjálfvirkar vélar í þvottahúsi. íbúðin er laus nú þegar og leigist til lengri tíma. Tilboð sendist Mbl. með upplýsingum um fjölskyldustærð' og leigu fyrir 4. marz merkt: „Laus strax — 923".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.