Morgunblaðið - 18.03.1978, Side 10

Morgunblaðið - 18.03.1978, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Gunnar G. Schram prófessor: Aðild Færeyja að Norðurlandaráði Fyrir síðasta fundi Norður- landaráðs, sem haldinn var í Osló undir lok febrúar, lá tillaga um fulla aðild Færeyja að Norður- landaráði. Tillaga þessi sætti mótbyr á þinginu og var felld með miklum meirihluta atkvæða. Is- ienzku þingmennirnir, sem fund þennan sóttu, voru tillögunni andvígir, utan einn. Hér verður ekki rætt um afstöðu íslenzku fulltrúanna til þessa máls, heldur vikið að forsögu og gangi málsins sem óneitanlega hefur nokkra þýðingu fyrir norræna samvinnu í framtíðinni. Jafnframt verður í stuttu máli fjallað um þau rök, sem fram komu á þinginu gegn þeirri ósk um fulla aðild að ráðinu, sem færeyska lögþingið hafði einróma samþykkt. Þótt Færeyjar hafi síðan 1948 búið við sjálfstjórn í öllum sér- málum sínum hafa þeir ekki valið þann kostinn að slíta með öllu sambandinu við Danmörku og lÍKKja ýmsar ástæður til þess, sem hér verður ekki fjölyrt um að sinni. Hinsvegar er ljóst að mikill hluti færeysku þjóðarinnar hefur fullt sjálfstæði eyjanna að mark- miði. A þeim vegi er það mikils- verður áfangi að teljast gjaldgeng- ur í alþjóðasamstarfi. Fyrir Fær- eyjar er þess þó almennt ekki kostur, þar sem eyjarnar hafa aðeins takmarkaða þjóðréttar- aðild, þar sem meðferð utanríkis- mála þeirra er að miklu leyti í höndum Dana. Á vettvangi Norðurlandasamstarfs horfir málið hinsvegar nokkru öðruvísi við, og einkanlega að því er lýtur að Norðurlandaráði. Það er ekki hefðbundin alþjóðastofnun, heldur samtök þinga þjóðanna, sem Norðurlönd byggja. Er því ekki óeðlilegt að sá tími sé kominn að Færeyjar óski eftir fullri aðild að þessari samkomu, í stað þess að eiga aðeins fulltrúa í sendinefnd Dana svo sem nú er. Ósk þeirra er sú, að á færeysku þjóðina verði þar litið sem jafningja, en ekki liðlétt- ing, á því málþingi norrænna þjóða, sem samkoma þessi er. Tillagan um fulla aðild Færeyja að Norðurlandaráði var svo- hljóðandi: „Norðurlandaráð leggur til for- sætisnefndin undirbúi og leggi fyrir ráðið tillögu um þær breyt- ingar á Norðurlandaráðs- samningnum, sem leiði til þess að Fæeyjar verði sjálfstæður aðili ráðsins og njóti þar jafnréttis á við aðra aðila." Það var Erlendur Patursson, sem upphaflega bar fram tillögu þessa síðla árs 1976. Var hún síðan samþykkt efnislega af færeyska lögþinginu án nokkurra mótat- kvæða þann 16. marz 1977. í rökstuðningi fyrir tillögunni er m.a. bent á, að þótt Færeyingar hafi síðan 1970 haft þrjá fuiltrúa í dönsku þingmannanefndinni á fundum ráðsins, þá eigi þeir enga aðild að ráðherranefnd, forsætis- nefnd og öðrum nefndum ráðsins, þar sem mikill hluti hins norræna samstarfs fari fram. Laganefnd Norðurlandaráðs fékk tillöguna um fulla aðild Færeyja til meðferðar. Ræddi nefndin málið á fimm fundum sínum, m.a. á fundi þeim, sem nefndin hélt 3. ágúst 1977 á Akureyri. Fyrir nefndinni lá álitsgerð danska forsætisráðu- neytisins um tillöguna. Var kjarni hennar sá að líta yrði á málið með hliðsjón af aðild Grænlendinga að ráðinu og væntanlegri heima- stjórn Grænlands. Væri þess vegna ekki tímabært að afgreiða tillöguna á jákvæðan hátt. Var niðurstaða meirihluta laga- nefndarinnar neikvæð um tillög- una á lokafundi, þar sem hún var til umræðu í Stokkhólmi 24. janúar sl. Þrír fulltrúar skiluðu þó séráliti og lögðu til að tillagan yrði samþykkt. Enginn íslenzkur þing- maður ritaði undir álit nefndar- innar. Svo sem fyrr sagði var tillagan síðan formlega felld á 26. fundi Norðurlandaráðs, sem haldinn var í Osló nú síðast í febrúar. Voru þeir þingmenn innan við 10 talsins, sem greiddu henni at- kvæði. Barnavernd eftir Sævar Berg Guðbergsson félagsráðgjafa 1. grein En barnavernd er og verður all miklu viðameiri en það verkefni, sem barnaverndar- nefndum er falið að sinna lögum samkvæmt. Barnavernd er allt, sem lýtur að uppeldi og aðhúnaði barns. Þegar ég nefni allt, þá á ég við allt, sem lýtur að 'barni og þörfum þess frá því líf þess kviknar í móðurkviði fyrir samverknað karls og konu, og þar til það er fullþroska, sjálf- stæður einstaklingur. Eitt af því, sem skiptir máli fyrir vernd barns, er undir- búningur að komu þess í heiminn. Bæði að því, er lýtur eftirliti með heilsu móður við mæðraskoðun, svo og annar undirbúningur eins og fatakaup. En það, sem mestu máli skiptir er, að barnið sé velkomið og helst sé móttökunefnd, er taki á móti því — þ.e. bæði faðir og móðir. Það skiptir líka máli fyrir vernd barns, að hvaða leyti foreldrar hafa búið sig undir komu þess. Eru þau tilbúin til að taka á móti þvi og mæta þörfum þess fyrir ást, umhyggju og öryggi? Hér skiptir verulegu máli hvernig undirstaða að sambúð foreldra hefur verið lögð. Bera þau virðingu hvort fyrir öðru og standa saman um það, sem þau gera? Að hvaða leyti hafa þau þekkingu og vilja TÍL AÐ MÆTA ÞÖRFUM HVORS ANNARS OG AÐ HVAÐA LEYTI HEFUR, t.d.: skólaganga þeirra, búið þau undir það að vera karlmaður og kona, faðir og móðir, sem í samvinnu eiga að taka á móti afkvæmi sínu og skapa því öryggi og þroskavænleg skilyrði til að vaxa og þroskast til líkama og sálar. Þessum þætti barnaverndar er alltof oft of lítil skil gerð, þegar það er haft í huga, hversu mikilvægur hann er, já sennilega mikilvægasti þátturinn. Fari eitthvað aflaga I. Inngangur. Öðru hvoru birtast í dag- blöðunum fréttir um aðgerðir barnaverndarnefndar í ein- hverjum málum, þar sem ein- hver nefnd hefur gripið til þess að taka ákvörðun, sem skerðir rétt annars eða beggja foreldra. Það, sem flestum þessum frétt- um er sammerkt, er það, að aðeins ein hlið mála er dregin fram og þá venjulega sú hlið, sem snýr að foreldrinu. Sjaldnar er dregin fram sú hlið, sem snýr að barninu og enn síður sú hlið, sem snýr að barnaverndarnefnd. Reyndar er það svo, að þó fjölmiðlar leiti eftir upplýsing- um hjá barnaverndarnefndum, þá liggja þær ekki á lausu. Ástæðan er sú, að persónuleg málefni, sem fjallað er um í nefndunum, eru trúnaðarmál og ekki þess eðlis, að hægt sé að gera þau að blaðaefni. Flestar barnaverndarnefndir hafa því valið að svara ekki einhliða gagnrýni, sem byggð er á persónulegum málefnum. Hafa nefndirnar talið sig frekar i stakk búnar til að liggja undir rangri sök en að gera persónuleg málefni einstaklinga að frétta- mat. Það skortir því mjög á almenna málefnalega umræðu um barnaverndarmál og með- ferð þeirra, ef frá eru taldar greinar Guðrúnar Erlends- dóttur hrl. í Alþýðublaðinu 1976 um réttarstöðu barna svo og umræður og skrif um þroska- heft börn og fáeinar aðrar greinar, sem birst hafa vítt og breitt undanfarin ár. Af þessum sökum vil ég reyna að fjalla hér almennt um barnavernd — þ.e. — hvað er barnavernd og hvað er gert til að stuðla að vernd barna og ungmenna í íslensku þjóðfélagi í dag. II. Hvað er barnavernd? Þegar talað er um barna- vernd, verður fólki oftast hugsað til barnaverndarnefnda og starfa þeirra. í hugum flestra er barnaverndarnefnd einhver opinber embættisnefnd, sem grípur inn í líf fólks og tekur börn þeirra. Þ.e. einhvers konar Grýla, eins og við þekkjum hana úr þjóðsögum og þulum, sbr.: „Grýla á sér lítinn bát, rær hún fyrir sandi, þegar hún heyrir barnagrát, flýtir hún sér að landi.„ Allir vita, eða telja sig vita, til hvers hún flýtir sér að landi. Eins er það, þegar rætt er um barnaverndarnefndir, þá sér fólk fyrir sér aðila, sem ryðst inn á heimili, ef þar heyrist barnagrátur, skoðar í skápa og kíkir í koppa og kirnur og fer svo með börnin. » mínum veröa. ÍAndfé tiierke Úr „Sfnrtf-t* Heise 2/1977). Mannrettinda- yfirlýsing barnanna Lát míg Droskast e og reyn ad skiJja hvers vegna ég vil ég er Ekki eins og mamn ÓSKAR að ég vei eöa eíns og pabbi VONAR aö ég vei eóa eíns og kennar fínnst óg EIGJ aó Elsku reyrtdu aó ski og hjálpa mér aó vi EINMITT EINS OG £ ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.