Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.03.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Sovétþota rauf lofthelgi Tokýo 17. marz. AP. SOVÉZK sprcngiþota rauf í dag lofthelKÍ Japans yfir Tshus- hima-eyju í Suður-Japan, að sögn japanska varnarmálaráðuneytis- ins. Fregnir hermdu að sprengiþot- an, sem er af gerðinni Tu-95, oft Japans kölluð „Björninn", hefði rofið lofthelgina í eina mínútu og 15 sekúndur. Vélin var á flugi ásamt annarri sams konar vél, en sú hélt sig utan við lofthelgi Japans. Þ'etta er í sjötta sinn sem sovézk flugvéí rýfur lofthelgi Japans síðan 1967. Frá lögreglunni: Lýst eftir vitn- um að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Mofgun- hlaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirfarandi ákeyrslum en f öllum tilvikunum viku tjónvaldar af vettvangi án þess að láta af sér vita. Sími slysarannsóknadeildar- innar er 10200. Mánud. 20.2. Ekið á bifreiðina R-21594, Toyota fólksb., Kula að lit, þar sem hún stóð á Vitastíg á móts við hús nr. 11 á tímabilinu kl. 15.30 — 6.30. Hægra framaurbretti var dældað. Miðvikud. 22.2. Ekið á bifreiðina Y-3775, Opel Fólksb., árg. ,71, rauða að lit, þar sem hún stóð á móts við Síðumúla 11. Skemmdir á vinstra afturaurbretti. Fimmtud. 23.2. Ekið á bifreiðina R-56100, Ford-Cortina, árg. ,72, rauða að lit, á bifreiðastæði á móts við Jörfabakka 26—32. Bifreiðinni hafði verið lagt á stæðið 19.2. Kistulok var dældað. Rostropo- vich krefst réttarhalda París 17. marz AP. MSTISLAV Rostropovich, hinn heimsfrægi sellóleikari, scm sviptur hefur verið sovézkum horgararétti sínum, sagði 1 dag, að hann væri fórnarlamb „sið- ferðislegrar hryðjuverkaherferð- ar“ og sendi bréf til Leonid Brezhnevs, flokksleiðtoga Sovét- ríkjanna. og krafðist þess að opin réttarhöld yrðu haldin 1 máli sinu til að rökstyðja þá gerð. að hann fengi ekki lengur að vera sovézk- ur borgari. „Þér eruð að svipta okkur möguleikunum til að lifa, starfa og deyja í föðurlandi okkar, í því landi sem við erum fædd og höfum fórnað megninu af lífsstarfi okk- ar“, sagði í bréfinu til Brezhnevs. Bréfið var undirritað af Rostropovich og Galinu eiginkönu hans og dreift til skara frétta- manna í Grand Hotel í París, þar sem þau hjónin hafa aðsetur um sinn. Rostropovich sem fór frá Sovét- ríkjunum árið 1974 er fastur hljómsveitarstjóri bandarísku sin- fóníuhljómsveitarinnar í Was- hington D.C. Kona hans er þekkt óperusöngkona og giftist selló- leikaranum árið 1955. Hún var einnig svipt ríkisborgararétti sín- um og þar með er þeim meinað að snúa nokkru sinni aftur til Sovét- ríkjanna. — Sýnir list- ræn rúmteppi Framhald af bls. 2 og segir Linda aö þrátt fyrir aö þetta sé mjög gömul listgrein sem rekja megi til Forn-Egypta sé hún alveg ný fyrir Evrópubúum. Kínverjar notuöu hins vegar stungin teppi til klæöageröar og gera enn. Linda hélt fyrirlestur um listgrein sína í Menningarstofnun Bandaríkj- anna nú í vikunni og sóttu hann um tvö hundruö manns. Sýningin á verkum hennar veröur opnuö eins og fyrr segir í dag og stendur til 8. apríl. í kvöld eftir opnun sýningarinnar mun hún kynna listgrein sína, aöferöir og svara fyrirspurnum. Lauvcard. 25.2. Ekið á bifreiðina R-9670, Fíat fólksb., árg. ,74, græna að lit, þar sem hún stóð á móts við Víðimel 57, á tímabilinu kl. 18.00 þ. 24. til kl. 10.30 þennan dag. Vinstri hlið bifreiðarinnar var dælduð. • Mánud. 27.2. Ekið á bifreiðina R-56867, Datsun fólksb., árg. ,71, rauða að lit á móts við Hótel Loftleiðir. Bifreiðinni hafði verið lagt þarna miðvikud. 22. 2. kl. 07.00 og þar til sunnudaginn 26.2. kl. 14.00, en á þessum tíma hafði verið ekið á hana og var hægra afturaurbretti skemmt og stefnuljós brotið. Mánud. 27.2. Ekið á bifreiðina 1>3288. Mazda fólksbifr., árg. ,78, brúna að lit, Þar sem hún atóð é Snorrabraut skammt noröan gatnamóta Grettisgötu á tímabilinu kl. 20.30 — 23.00 kvöldiö áður. Skemmdir voru á haagri afturhurð og afturaurbretti. Priðjud. 28.2. Ekið á bifreiðina Y-6790, Austin-Mini fólksb., árg. ,73, rauða að lit, þar sem hún stóð fyrir framan anddyri Laugarásbíós á tímabilinu kl. 23.10 — kvöldið áður til kl. 00.15 þennan dag. Vinstri hurð var dælduð og hurðarhúnn brotinn. Svartur litur var í ákomu. Miðvikud. 1.3. Ekið á bifreiðina R-4690, Fíat, fólksb., Ijósrauða að lit, á stæði við Landspítalann á tímabilinu kl. 15.30—16.00. Vinstra framaurbretti var dældað. Fimmtud. 2.3. Ekið á bifreiðina R-49695, Ford-Cortina, árg. ,68, bláa að lit, á móts við Verslun- arbankann í Bankastræti, átímabilinu kl. 13.10 — 13.30. Vinstra afturljós var brotið. Fimmtud. 2.3. Ekið á bifreiðina R-8496, Datsun fólksbifr., árg. ,74, græna aö lit, á bifreiðastæði á móts við Rauðarárstíg 20 á timabilinu kl. 14.00 — 17.20. Vinstra framaurbretti var dældað. Fostud. 3.3. Ekið á bifreiðina R-7167, Volvo fólksb., árg. ,73 bláa að lit, þar sem hún stóð á móts við Grettisgötu 48 um kl. 21.30. Ekið hafði verið aftan á bifreiðina og henni ýtt áfram og hafði sést til ferðar brúnnar bifreiðar, sennilega af amerískri gerð, sem var ekið þarna á brott á miklum hraða. R-7176 var mikið skemmd að aftan og á vinstri hlið. Laugard. 4.3. Ekið á bifreiðina R-2569, Mazda fólksb., rauða aö lit, þar sem hún stóð á móts við Álftamýri 14 um kl. 22.00. Talið er að tjónvaldur sé á bifreið af amerískri gerð. Skemmdir á R-2569 voru á framaurbretti vinstra megin. Miðvikud. 8.3 Ekið á bifreiðina Y-6889, Fíat fólksb., þar sem hún stóð á móts við Yogastöðina við Hátún um kl. 22.30. Skemmdir eru á vinstri hlið fyrir aftan hurð. Föstud. 10.3. Ekiö á bifreiðina R-45067, Ford-Escort, hvíta að lit, þar sem hún stóð á móts við Suðurlandsbraut 20, norðan við húsið, á tímabilinu kl. 10.00—10.45. Skemmdir voru á vinstri hurð. Laugard. 11.3. Ekið á bifreiðina R-51474, Transit sendi- ferðab., árg. ,70, rauða að lit, þar sem hún stóð á móts viö Nýlendugötu 27. Skemmdir voru á hægra framaurbretti. — Sprengja Framhald af bís. 1. kjarnorkuversins og sagt að innan _ fárra mínútna spryngi sprengja í verinu. Lögregla sagðist telja, að að- skilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefði komið sprengjunni fyrir. Þátttakendur í mótmælagöngu sem var farin í Bilbao á sunnudag til að mótmæla smíði kjarnorku- versins, hótuðu því að sprengja verið í loft upp áður en kjarna- kljúfar þess kæmust í gang. Kjarnorkuverið er í 35 kílómetra fjarlægð frá Bilbao. Gjaldkeri í vegatollhúsi á hrað- brautinni milli Bilbao og frönsku landamæranna var skotinn til bana í nótt og lögreglan telur að einnig þar hafi ETA verið að verki. Vitni segja að skotið hafi verið á gjaldkerann úr bifreið með vélbyssu, en áður hafði ETA oftsinnis hótað gjaldkeranum. Þessi sendibíll fór út af Suðurgötunni og steypti sér niður Tjarnarbrekkuna að húsabaki. Enginn meiddist þó við þetta ferðalag og bfllinn skemmdist sama og ekkert. — Aldo Moro Framhald af bls. 1. samtakanna sem sitja í fangelsi verði ekki sleppt úr haldi. Leitað hefur verið í hverju húsi í úthverfinu Monte Mario í Róm og hafin er leit í hellum og yfirgefn- um byggingum í sveitinni í grenndinni. Tollverðir leita á sjó og leit er haldið áfram úr þyrlum. Á landamærunum er leitað í öllum bifreiðum þar sem óstað- festar fréttir herma- að hryðju- verkamenn í mörgum löndum kunni að hafa staðið að mannrán- inu. Meðal margra sem hafa hringt til fjölmiðla og sagzt bera ábyrgð á mannráninu var maður nokkur sem kvaðst vera félagi í vestur-þýzku hryðjuverkasam- tökunum Baader-Meinhof. „Moro er hjá okkur", sagði hann. Lögreglan segir að ógerningur sé að ganga úr skugga um hvort mark sé takandi á hringingunum, en þó telja þeir sem rannsaka málið að erlendir hryðjuverka- menn séu viðriðnir málið þótt þeir hafi lítið við að styðjast. — Olíubrák Framhald af bls. 1. gífurleg. Skipið strandaði rétt fyrir utan lítið fiskiþorp og ferðamannastað, Portsall. Um 2.000 íbúar þorpsins óttast að mengunin leggi fiskveiðar þeirra í rúst og verði til þess að ferðamenn hætti við að koma til þorpsins í sumar. Fiskimenn í þorpinu hafa í hyggju að efna til mótmæla þar sem lífsafkoma þeirra hefur komizt í hættu. 44 manna áhöfn skipsins var flutt burtu í þyrlum í nótt. Skipið er fimm ára gamalt og sigldi undir Líberúufána. Það var á leið frá Persaflóa til Le Havre með 230.000 lestir af hráolíu. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndinni og fylgdust af áhuga með skipinu, en talsmaður fiskimanna sagði: „Þetta lendir allt á okkur. Það eru alltaf fiskimennirnir sem verða að taka á sig byrðarnar". Þetta er fjórði olíulekinn sem veldur mengun á strönd Bretagne síðan 1967 og getur orðið sá alvarlegasti. Mesta tjóninu til þessa olli Torrey Canyon 1967 þegar 30.000 lestir af 110.000 lesta farmi skipsins bárust á land í Englandi og Frakklandi. r — Israelsmenn Framhald af bls. 1. leigubílana. Aðrir segja að leigu- bílarnir hafi orðið fyrir sprengi- kúlum frá ísraelskum fallbyssu- bátum. En enginn staðfesti pale- stínskar fréttir um harða bardaga milli skæruliða og ísraelsks land- gönguliðs sem sagt var að reyndi að einangra hafnarbæinn Tyrus. í Tel Aviv vildi talsmaður Israels- hers ekkert um málið segja. Fámennir hópar Palestínu- manna berjast enn að baki víglínu Israelsmanna og þeir segjast hafa hæft ísraelskar byggðir með eld- flaugum. Palestínskur talsmaður í Beirút sagði að skæruliðar sæktu niður úr hæðum Suður-Líbanons og réðust aftan að Israeslsmönn- um. Fréttaritari Reuters á víg- stöðvunum segir að ísraelskt herlið hafi sótt inn í Tebnine, eitt helzta vígi Palestínumanna í hæðunum. Hann segir að skæru- liðar og vinstrisinnaðir Líbanir hafi hörfað frá bænum eftir loftárásir og fótgönguliðsárásir Israelsmanna. I Jerúsalem hugleiddi Israels- stjórn í dag tillögu Bandaríkja- manna um brottflutning ísraelska herliðsins frá Suður-Líbanon en án sýnilegs áhuga. ísraelsstjórn sagði skömmu eftir innrásina að það væri ekki ætlunin að ísraelskt herlið yrði til frámbúðar í Suður— Líbanon og að herliðið yrði kallað burtu þegar samkomulag næðist um að palestínskum skæruliðum yrði bægt frá svæðinu. — 1500 falla Framhald af bls. 1. við að tilraun yrði gerð til að rjúfa umsátrið um Asmara eftir ófarir Sómalíumanna í Ogaden-auðninni. Talsmaðurinn sagði að fjöldi þeirra kúbönsku hermanna, sem hefðu verið sendir til Asmara flugleiðis, væri kominn upp í 3.500. — Felldu niður Framhald af hls. 48 skips taldi Gylfi að ynnu rúmlega 200 manns. Við uppskipunina hefðu verið 8 gengi og því kvað hann þetta vera um 16 tíma tap fyrir fyrirtækið. Ætti þá eftir að draga kaffitímann frá. Þetta hlyti því að seinka afgreiðslu eitthvað, þótt það hefði ekki þau áhrif að skip tefðust í gær. Tvö Eimskipa- félagsskip voru í Reykjavíkurhöfn í gær. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, kvað hér eingöngu hafa verið um að ræða aðgerðir, sem verkamennirn- ir sjálfir hefðu ákveðið. „Er það ekki þetta, sem kallað er Alþingi götunnar?" spurði Guðmundur og hló. Guðmundur kvað menn hafa reiknað út, að mismunur á því kaupi, sem samið hafi verið um við atvinnurekendur, og því, sem nú væri greitt, væri andvirði tveggja klukkustunda. „Það er eins og menn ynnu 40 klukkustundir á viku, en fengju greiddar 38,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið spurði hann þá, hvort verkamennirnir ætluðu að gera þetta að vikulegri venju til þess að jafna metin og kvað hann þá nei við. Ekkért slíkt lægi fyrir. Hins vegar lægi fyrir sú spurning, hvort í raun væri ekki komin 38 stunda vinnuvika, þar sem ekki væri greitt nema fyrir þær. Effektífar vinnustundir eins og það hafi verið kallað hafi verið 37 stundir og 5 mínútur og því gætu þær nú verið 35 stundir og 5 mínútur ef kaffi- og matartímar væru ekki taldir með. — Verðlagsdóm- ur hafnar . . . Framhald af bls. 48 kæmu fram í vísitölu er tekin væri 1. maí nk. og kæmi hún þannig fyrst fram í launum 1. júní, sem aftur yrði þá ekki greidd í flestum tilfellum fyrr en í lok þess mánaðar hjá verzluninni. Kvað Georg það hafa komið skýrt fram á fundi verðlagsnefndar þegar umrædd ákvörðun hefði verið tekin, að í haust gæti því verið eðlilegt að endurskoða þessa ákvörðun aftur og í samræmi við þetta hefði síðan annar fulltrúi verzlunarinnar lagt fram á fund- inum tillögu þess efnis að ákvörð- unin félli úr gildi 15. júlí nk. enda yrði þá launakostnaður af völdum gengisfellingarinnar farið að gæta að marki. Georg kvaðst einnigTiafa vitn- eskju um, að Verðlagsdómur hefði neitað að taka umrædda kæru verzlunarinnar til meðferðar fyrir dóminum, þar sem þarna væri ekki um opinbert mál að ræða og því kvaðst Georg ekki telja tímabaért að ræða þessa kæru verzlunarinn- ar frekar að sinni. — Minning Guðrún Framhald af bls. 39 samhent við að byggja upp heimil- ið og hlúa að því á allan hátt. — Hver fær skilið þá ráðstöfun almættis að kalla nokkurn burt úr starfi svo þýðingarmiklu? E.t.v. var tilgangurinn sá að kenna okkur, samferðarmönnum Rúnu, að lifa lífinu. Eitt er víst, að lærdómsríkt var það, þótt sárt væri, að kynnast þeirri hetjulund, sem Rúna sýndi í þessari löngu baráttu við manninn með ljáinn. — Þjáningar sínar bar hún ekki á torg, heldur reyndi af öllum mætti að dylja þær á bak við glaðlyndi sitt, létt spaug, æðruleysi og óbilgirni. Ég er forsjóninni þakklát fyrir, að mér auðnaðist að eiga Guðrúnu Valtýsdóttur að vini, samfylgdin með henni var ómetanleg og gleymist aldrei. — Ég og fjöl- skylda mín öll biðjum henni blessunar. Eiginmanni hennar og börnum, móður, systkinum og öðrum ást- vinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þess, að ljúfar minningar megi verða þeim hugg- un harmi gegn. Rannvcig Edda Hálfdánard.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.