Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
5
Lista- o g menning-
arvika Austur-
Skaftfellinga
LISTA- og menningarvika
Austur-Skaftfellinga hófst á
Höfn í Hornafirði í gær og
er hún í beinu framhaldi af
velheppnaðri slíkri menn-
ingarviku 1976, segir í
kynningarriti hátíðarnefnd-
ar nýverið.
Meðal atriða á Lista- og menn-
ingar vikunni verða leiksýningar,
málverkasýning, tónleikar og
margt fleira. Meðal leikverka
verða Grænjaxlar, sem leikarar úr
Þjóðleikhúsinu og Spilverk þjóð-
anna munu flytja. Þá verða fluttir
kaflar úr verkum Halldórs Lax-
ness.
Allar kvölf' amkomurnar hefj-
ast klukkan 2- 30.
Lista og
menningarvika
AUSTUR - SKAFTFELLINGA
Á HÖFN
20. - 24. mars 1978
Bók um íslenzka
kaupf élagss t j óra
INNAN skamms er væntanleg á
markað bók er Bókaforlag Odds
Björnssonar gefur út í samvinnu
við Félag kaupfélagsstjóra og
Samband ísl. samvinnufélaga, en
bókina hefur ritað Andrés
Kristjánsson og fjallar hún um
íslenzka kaupfélagsstjóra.
Er hún samtals 172 bls. og
hefur að geyma myndir og
æviágrip 319 manna sem gegnt
hafa störfum kaupfélagsstjóra
hjá kaupfélögum í Sambandi fsl.
samvinnufélaga frá byrjun sam-
vinnustarfs hérlendis.
Þá er einnig greint frá því í
Sambandsfréttum að væntanleg sé
bók sem beri heitið Samvinnu-
hreyfingin á Islandi, sem sé lýsing
á félagsiegri uppbyggingu og
atvinnurekstri samvinnufélag-
anna á íslandi. Hefur Eysteinn
Sigurðsson unnið að ritun þeirrar
bókar og er henni ætlað að koma
í stað bókar Jónasar Jónssonar frá
Hriflu um sama efni og bókar
Benedikts Gröndals.
Blómleg starfsemi
Íslenzk-ameríska
félagsins í Kalifomiu
Tvær úr stjórn Islenzk-ameriska félagsins, Helga Pétursdóttir t.v. og
Bibi Sæberg.
Lög og reglu-
gerðir um
fjölbýlishús
HÚSEIGENDAFÉLAG Reykja-
víkur hefur tekið saman og látið
prenta lög og reglugerðir um
fjölbýlishús ásamt sýnishorni af
skiptayfirlýsingu. Taka lagaregl-
ur þessar tii allra húsa, sem hafa
að geyma fleiri en eina íbúð, og
eftir atvikum einnig til fjölbýlis-
húsa.
I frétt frá Húseigendafélaginu
segir að húseigendur viti oft lítið
um sína réttarstöðu og sé leitazt
við með þessari sérprentun að
bæta úr þeirri vanþekkingu, en
sérprentunina má fá á skrifstofu
félagsins.
ÍSLENZK-AMERÍSKA
félagið í Suður-Kaliforníu
hélt árshátíð sína fyrir
skömmu og sóttu um 150
manns þorrablótið. í frétt
frá félaginu segir, að hátíðin
hafi farið vel fram, enda sé
það ekki áhverju ári, sem
hangikjöt sé á borðum þar.
Meðal gesta voru þau Halla
og Hal Linker.
Starfsemi félagsins hefur
verið mjög blómleg að undan-
förnu, haldin hefur verið
garðveizla og hefur verið
ráðgerð önnur slík hinn 17.
júní. í stjórn félagsins eru
þrjár konur ættaðar úr
Reykjavík, Bibi Sæberg
Carza, Helga Pétursdóttir
Rósantsson og Lóla Bergs-
dóttir Holland.
FuHar búðir
af nýjum stórglæsilegum
vörum fyrir páskana.
Fermingarföt
fyrir stráka og stelpur
aldrei meira úrval.
Opiö laugardag 25. marz
kl. 9—12.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
mVKARNABÆR
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155