Morgunblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
13
Kærandi málsins væri fyrr-
verandi þýzkur rannsóknarlög-
reglumaður og hefði komið
hingað til lands eftir ósk ís-
lenzkra stjórnvalda til starfa
sem sérfræðilegur ráðunautur
sakadómaraembættisins í
Reykjavík við rannsókn tiltek-
inna refsimála. Yrði hann því
talinn opinber starfsmaður í
skilningi 108. gr. almennra
hegningarlaga og nyti hann þvi
verndar greinarinnar vegna
þessara starfa, sbr. og 3. mgr.
106. gr. laganna.
Þegar birtar væru myndir
þær, sem ákæra fjallar um, og
textar þeir, sem þeim fylgdu,
væri ljóst að þær væru birtar í
tilefni af framangreindum
störfum hans sem vöktu mikla
athygli. Þóttu þær fela í sér
aðdróttanir í garð kæranda svo
að varðaði við 108. gr. hgl.
Þótt teiknarinn hefði auð-
kennt myndir sínar, sem um
langan tíma hefðu birst í
Morgunblaðinu, með skírnar-
nafni sínu, yrði ekki talið, að
hann hefði nafngreint sig
nægilega á þeim tveimur mynd-
um, sem mál þetta vörðuðu, til
að bera refsi- og fébótaábyrgð
skv. 2. mgr. 15. gr. prentlaga.
Var hann því sýknaður.
Þar sem höfundur myndanna
og texta nafngreindi sig ekki
samkvæmt framansögðu með
fullnægjandi hætti bæru rit-
stjórar blaðsins refsi- og fébóta-
ábyrgð á birtingu myndanna,
sbr. 3. mgr. fyrrnefndrar grein-
ar prentlaga. Við mat á ákvörð-
un refsinga þeirra samkvæmt
108. gr. hegningarlaga bæri að
taka tillit til þess, að af hálfu
ritstjórnar Morgunblaðsins var
birt á áberandi stað í blaðinu
yfirlýsing hinn 9. september
1976, þar sem borin var fram
afsökun til kæranda vegna
framangreindra mynda, og enn
bæri að hafa í huga,að myndir
þessar voru birtar sem skop-
myndir. Refsing þeirra hvors
um sig þótti samkvæmt þessu
hæfilega ákveðin í héraðs-
dóminum. Ennfremur þótti rétt
að dæma ritstjórana til að
greiða óskipt kr. 75.000 í fébæt-
ur til kæranda, Karls Schiitz.
Einn dómaranna skilaði sér-
atkvæði.
I héraði kvað upp dóminn Már
Pétursson, setudómari í málinu,
og í Hæstarétti dæmdu hæsta-
réttardómararnir Ármann
Snævarr, Benedikt Sigurjóns-
son, Björn Sveinbjörnsson, Logi
Einarsson og Magnús Þ. Torfa-
son.
Verður öld-
ungadeild á
verknáms-
og bóknáms-
braut stofnuð
við Fjölbrauta-
skólann í
Breiðholti?
Mánudaginn 13. marz lögðu
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fram tillögu í fræðslu-
ráði sem hljóðar svo: „Fræðsluráð
felur fræðslustjóra, stjórnarnefnd
Fjölbrautaskólans í Breiðholti og
skólameistara að kanna hvort
tímabært sé að stofna „öldunga-
deild“ við skólann. Könnunin
beinist ekki síður að verklegum
greinum en bóklegum". Þetta mál
kom til umræðu á fundi borgar-
stjórnar 16. marz svo og tillaga
sem lá frammi fyrir þeim fundi frá
borgarfulltrúa Alþýðuflokksins
þar sem segir, að borgarstjórn feli
fræðsluráði að athuga hvort ekki
væri unnt að koma á fót öldunga-
deild við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Formaður fræðslu-
ráðs, Ragnar Júlíusson rakti
nokkuð ganga málsins allt aftur til
ársins 1970 þegar samþykkt var að
stofna tilraunaskóla á gagnfræða-
og menntaskólastigi, sem nú er
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Ragnar sagði það hafa verið í huga
þeirra sem sömdu greinargerð um
málið 1971, að húsnæði skólans
yrði nýtt sem bezt, þar á meðal til
fullorðinsfræðslu. Af fyrrgreind-
um ástæðum hefði sjálfstæðis-
mönnum í fræðsluráði þótt tíma-
bært að láta kanna hvort stofna
skuli nú á næstunni til öldunga-
deildar. Ragnar sagði, að þeir sem
kæmu til með að kanna málið,
væru fræðslustjóri og stjórnar-
nefndin í skólanum. Þeir aðilar,
sem kanna ættu málið væru
þannig skipaðir, að hagsmunir
hlutaðeigandi myndu örugglega
koma fram. Nú myndi ef til kæmi
skapast aðstaða til verklegrar
kennslu jafnt sem bóklegrar fyrir
fullorðna og væri það vel. Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir (A) tók næst
til máls. Hún kvaðst ekki hafa
vitað hversu málið var langt komið
og að til stæði að leggja tillögu
fram varðandi þetta í fræðsluráði.
Þess vegna vildi hún draga tillögu
sína til baka. Sjöfn ræddi síðan
nokkuð um kennsluna í Fjöl-
brautaskólanum. Elín Pálma-
Framhald á bls. 36
ar, alþm., um sameiningu
tveggja banka nær skammt. Frá
mínum bæjardyrum séð er
aðeins um tvo valkosti að ræða:
(I) Annar er sá, að sameina
alla ríkisbankana í einn.
(II) Hinn er að skipta þeim í
samkeppniseiningar.
I seinna dæminu myndu
Landsbanki og Seðlabanki
starfa sem einn þjóðbanki, hinn
fyrri viðskiptadeild slíks þjóð-
banka, hinn seinni seðlaútgáfu-
deild hans, en Búnaðarbanki og
Útvegsbanki yrðu gerðir að
einkabönkum á vegum viðkom-
andi stéttarfélaga — með líkum
hætti og Iðanaðarbanki nú.
Þetta mun geta skapað grósku
og samkeppni í íslenzkri banka-
starfsemi, dregið úr pólitískri
einhæfni kerfisins — og bundið
enda á það skeið, er ríkis-
bankarnir voru „framfærslu-
stofnanir flokkanna", eins og
snjall hagfræðingur komst að
orði.
Lausafjárstaða
Þetta er kjarni allra banka-
laga. Um málið er fjallað í 23.
gr. frumvarpsins með óljósu og
loðnu orðalagi. Það eitt gerir
þetta fumvarp óhæft til sam-
þykktar á Alþingi í óbre.vttu
formi. Ákvæði um lausafjár-
stöðu viðskiptabanka er mesta
hitamál í öllum umræðum um
bankalagabreytingar, enda
marka þau lánagetu viðskipta-
bankanna bás í bókstaflegri
merkingu. Að hér skuli læðst
með löndum, finnst mér í hæsta
máta tortryggilegt.
Bankaeftirlit
Áöur var minnst á greinar 7,
9 óg 11 um aukið aðhald, sem
eru góðra gjalda verðar, þótt
þær auki rekstrarkostnað og
fjölgi starfsliði, sem ekki er á-
bætandi. Að sjálfsögðu skiptir
engu máli, hvort bankaráð eða
bankastjórn ræður eftirlits-
menn, enda er skeggið skylt
hökunni. Mistökum verður ekki
útrýmt með fleira fólki, heldur
með betra skipulagi.
Meginmálið er bankaeftirlit
ríkisins. Hinn rétti starfsvett-
vangur þess er ráðuneyti, en
ekki banki — og allra sízt
fundarherbergi bankastjóranna.
Hæfileikamaður skipar að sögn
stöðu bankaeftirlitsmanns.
Hann þarf ekki skrifstofubákn,
heldur greiðan aðgang að þeirri
tækni og sérkunnáttu, sem
fáanleg er á þessu sviði heima
og erlendis.
ciyum ctvctiit lyniiiyyjctiiui
Fenner reimar og reimskífur,
Fenner gírmótorar,
Fenner leguhús,
Fenner ástengi í miklu úrvali.
Látið okkur leiðbeina yður
um val á Fenner drifbúnaði.
VALD. POULSEN1
Suðurlandsbraut 10. símar 38520—31142.
FENNER