Morgunblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 14
14
MGRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Sóknarnefnd Dómkirkjusafnað-
ar neyddist fyrir nokkru til þess að
taka þá ákvörðun að segja upp
ráðningarsamningi, sem í gildi
hefur verið milli hennar og
Ragnars Björnssonar, organista
(með þriggja mánaða gagnkvæm-
um uppsagnarfresti). Nefndin tók
þá afstöðu í upphafi að reyna að
forðast allt, sem gæti gert upp-
sögnina að opinberu rifrildisefni
eða blaðaþrasi. Þegar venjulegum
ráðningarsamningi er slitið á
löglegan og formlegan hátt, af
hvorum aðilja sem er, er hvorugur
skyldur til þess að veita skýringar
á uppsögninni, og mjög óheppilegt
kann að vera að knýja slíkar
skýringar fram með dagblaða-
þrætum. Nú hefur Ragnar sjálfur
kosið að gera uppsögnina að
deilumáli í dagblöðunum, og eftir
birtingu greinar í dagblaðinu
„Þjóðviljanum" 18. marz, þar sem
fréttastjóri blaðsins, Einar Karl
Haraldsson, skrifar á sérstakan
hátt um mál þetta, kemst sóknar-
nefnd því miður ekki hjá því að
gera nokkra grein fyrir því á
opinberum vettvangi, þótt hér sé
'annars um að ræða innansafn-
aðarmál og venjulega uppsögn á
ráðningarsamningi.
Það ætti að vera auðskilið, að
sóknarnefnd gerir það ekki að
ástæðulausu að slita ráðningar-
samningi við organista. Auðvitað
eru fullgildar ástæður að baki,
þótti ekki sé víst, að heppilegt sé
að gera þær opinberar almenningi,
fremur en endranær, þegar ráðn-
ingarsamningi er slitið. Hjá því
verður þó ekki komizt í þetta sinn
vegna ósanninda og rógburðar i
grein Einars Karls Haraldssonar,
fréttastjóra Þjóðviljans, að kynna
ýmsar hliðar á máli þessu, — þó
ekki allar (að sinni a.m.k.).
Þess má geta, að sóknarnefnd
hefur nú fjallað um þetta mál
beint á fjórum fundum, þ.e. fyrst,
þegar uppsögnin var ákveðin, í
annað og þriðja sinn þegar fjallað
var um tilmæli um endurskoðun
uppsagnarinnar, og í fjórða sinn er
umsókn Ragnars um starfið (frá 6.
marz) var hafnað. Auk þess hafa
málefni organista verið til um-
ræðu á flestum ef ekki öllum
sóknarnefndarfundum um margra
ára skeið. Hér hefur því ekki verið
flanað að neinu. Allir sóknar-
nefndarmenn hafa fjallað um
málið, þ.e. fimm aðalmenn og tveir
varamenn, auk þess sem báðir
sóknarprestar og safnaðarfulltrúi
hafa setið fundi um málið.
Gefið er í skyn, að uppsögnina
hafi borið að með hranalegum
hætti og skrifað, að organista hafi
verið vikið úr starfi „fyrirvara-
laust", „skipað að skila lyklum",
„eins og um afbrot væri að ræða“,
„harkalegar ráðstafanir" o.s.frv.
Eins og venja er, þegar ráðningar-
samningi er slitið meðal annars
vegna slæms samstarfs og ósam-
komulags, var organisti látinn
hætta störfum strax, þótt hann
fengi vitanlega kaup til loka
ráðningartíma. Slíkt fyrirkomulag
var talið báðum aðiljum samn-
ingsins fyrir beztu. Þvingað
þriggja mánaða samstarf var
álitið óheppilegt, ekki sízt á
þessum vinnustað. Ragnar Björns-
son virðist og hafa verið sama
sinnis, þegar hann í kaup- og
kjaradeilu sumarið 1975 sendi
sóknarnefnd skilyrta uppsögn og
óskaði þess „að verða laus nú
þegar". — Þá er það og venja, að
menn skili lyklum að vinnustað
sínum, þegar þeir hætta þar
störfum. Ósk um skil á lyklum er
vitanlega ekki ásökun um afbrot.
En gott var, að „Þjóðviljinn"
minnti Ragnar á lyklana, því að
þeim hefur enn eigi verið skilað,
þótt þess hafi þrívegis verið beðið,
munnlega og skriflega.
Reynt er að láta líta svo út í
skrifum og munnlegum sögusögn-
um, að uppsögnin hafi af annar-
legum ástæðum verið dregin á
langinn fram yfir heimkomu
Ragnars úr hljómleikaferðalagi til
útlanda (eða jafnvel verið ákveðin
vegna þess), þótti hitt sé sönnu
nær, að af tillitssemi við hann hafi
verið dregið að segja honum upp,
einmitt vegna ferðarinnar.
Skrifað er um uppsögnina sem
hneykslanlegt einsdæmi, en þar
sem hér var ekki um æviráðningu
að ræða, var organistinn (eins og
sóknarnefndin) auðvitað háður
vinnusamningi sínum sem hver
annar samningsbundinn verksali.
Ekki er langt síðan organista var
sagt upp störfum við Bústaða-
kirkju, og urðu engin blaðaskrif af
því tilefni, enda engin ástæða til
fremur en í þessu tilfelli.
Mál þetta á sér margra ára sögu
og hana leiðinlega. Hér verður
ekki hægt að drepa á nema nokkur
brot úr henni, hvað sem síðar kann
að þykja nauðsynlegt, en söguna
má rekja allt til þess er Ragnar
Björnsson var ráðinn til starfa við
Dómkirkjuna 1. janúar 1968. Öll
skrif um 20 ára starfsferil R. Bj.
við Dómkirkjuna er marklaus, því
að síðasta áratuginn, sem dr. Páll
ísólfsson starfaði við kirkjuna,
aðstoðuðu ýmsir nemendur hans
hann og þeirra lengst Máni
Sigurjónsson.
Þegar í upphafi voru skiptar
skoðanir í sóknarnefnd um ráðn-
ingu Ragnars. í ljós kom þegar á
fyrsta starfsári, að lítill friður
virtist fylgja honum.
1. október 1968 ritaði þáverandi
dómkór sóknarnefnd bréf, þar sem
segir m.a.: „Þar sem núverandi
dómorganisti hefur óskað eftir því,
að dómkórinn starfi ekki lengur en
til næstu áramóta, höfum við
undirrituð ákveðið að segja starfi
okkar lausu frá og með 1. jan.
1969.“
Þar með var kór Páls Isólfsson-
ar rekinn, kór, sem þó hafði
nokkrum mánuðum fyrr mælt með
ráðningu R. Bj. í starf dómorgan-
ista.
Þetta varð sóknarnefnd mikið
áhyggjuefni, og mörg fleiri áttu
áhyggjuefnin eftir að verða vegna
dómkórsins og sönglífs í kirkjunni,
þótt fréttastjóri „Þjóðviljans"
fullyrði, að það hafi verið blóm-
legt, hvernig svo sem hann yeit
það. Næstu ár urðu miklir erfið-
leikar í samstarfi, ekki sízt vegna
mikillar kröfugerðar organistans í
fjármálum. Má þar nefna sem
dæmi, að þrisvar lét Ragnar sig
vanta við jarðarför í Dómkirkj-
unni, þar sem hann hafði lofað að
leika á orgelið. Ætlaði hann þar að
láta eigin fjármálakröfur bitna á
aðstandendum við þessar útfarar-
athafnir, en aðrir orgelleikarar
björguðu heiðri kirkjunnar á
síðustu stundu.
Ragnar stofnaði að sjálfsögðu til
nýs kórs, sem var skipaður ágætu
söngfólki, og gekk allt vel um hríð.
Hins vegar hefur ástandið ýkju-
laust farið hríðversnandi hin
síðari ár. Margt ágætt söngfólk
hefur horfið á braut, og annað ekki
fengizt i staðinn. S.l. 3 ár hefur
ástandið verið svo slæmt, að hafi
verið óskað eftir því, að dómkórinn
syngi lög við kirkjukvöld eða
slíkar samkomur, hefur hann ekki
verið fær um það, að dómi
organistans sjálfs. Um síðustu
áramót var ástandið orðið þannig,
að kór, sem á að vera skipaður 18
manns skv. samningi við kirkju-
kórasambandið og fær laun í
samræmi við það, hafði ekki
lengur nema níu félögum á að
skipa, auk tveggja hjálparmanna.
Oft komu ekki nema fimm til
-messusöngs.
Einu tillögur Ragnars til úrbóta
voru þær að reka dómkórinn öðru
sinni og ráða tíu „toppsöngvara"
til að syngja í morgunmessunum
en skilja síðdegismessur eftir
kórlausar. Slíkum tillögum hafn-
aði sóknarnefnd að sjálfsögðu,
enda fann söngfólkið sjálft, að
þetta gat ekki gengið. Það ritaði
sóknarnefnd bréf, þar sem rætt er
um „mjög slæmt" ástand kórsins.
Þegar R. Bj. var ráðinn að
Dómkirkjunni, hét hann því, að
Dómkirkjan hefði forgang að
ströfum hans. Á því varð mis-
brestur. í nóv. 1975 tók hann að
sér stjórn á óperunni „Carmen" í
Þjóðleikhúsinu og skildi Dóm-
kirkjuna þess vegna eftir algjör-
lega tónlistarlausa á aðventu-
kvöldi. Ragnar var minntur á
aðventukvöldið með a.m.k. sex
vikna fyrirvara. Hann tilkynnti
nokkru síðar, að dómkórinn væri
ekki í því ástandi að geta sungið
þar, en lofaði að leika í staðinn
einleik á orgelið. Með mjög
skömmum fyrirvara afboðaði
Ragnar það svo einnig, þar sem
hann yrði í Þjóðleikhúsinu þetta
kvöld, og að lokum gat hann ekki
útvegað mann í sinn stað, sem
hann hafði þó heitið. Á þetta atvik
var litið mjög alvarlegum augum.
Um þetta leyti voru samningar við
Ragnar lausir, þar eð hann hafði
sagt starfi sínu lausu vegna
kaupdeilu, og var þá ákveðið að
semja ekki við hann, fyrr en
gerður hafði verið við hann mjög
nákvæmur sérsamningur til við-
bótar og staðfestingar kjarasamn-
ingi Félags íslenzkra organleikara.
Sá samningur var ekki undirritað-
ur fyrr en í marz 1977. I honum
voru tekin fram flest atriði, sem
valdið hafa ágreiningi og árekstr-
um undanfarin ár. Sóknarnefnd
heldur því óhikað fram, að
samningur þessi hafi verið organ-
ista mjög hagstæður, en illa gekk
honum þó að halda hann.
Sóknarnefnd harmar vissulega,
að svona skuli hafa farið í
samskiptum hennar við R. Bj., en
þar sem hann eða aðrir vitna til
starfa hans annars staðar, að því
er virðist í því skyni að fá fram
samanburð, verður að nefna, að
víðar hefur orðið fátt um kveðjur
í vertíðarlok, og má þar til nefna
Karlakórinn Fóstbræður og Tón-
listarskólann í Keflavík. Óratóríu-
kórinn, sem hann stofnaði við
Dómkirkjuna, lognaðist út af og
varð skammlífur mjög. Kirkju-
garðar Reykjavíkur (Fossvogs-
kirkja) hafa hafnað samstarfi við
R. Bj. við jarðarfarir, og tveir
sérkórar, sem syngja við jarðar-
farir hér í bænum, syngja helzt
ekki með honum lengur, jafnvel
þótt athafnir fari fram í Dóm-
kirkjunni og prestar hennar leiði
þær.
Það gefur auga leið, að störf
Ragnars hafa ekki nýtzt Dóm-
kirkjunni nema að litlu leyti.
Síðan Ragnari var sagt upp í
Keflavík, hefur hann engum störf-
um gegnt nema við Dómkirkjuna.
Samt hefur dómkórinn ekki verið
æfður neitt að ráði, nema við
frumflutning á verki eftir Ragnar
og vegna minningarkvölds um tvo
fyrrverandi dómorganista, en þá
varð að fa margt fólk utan kórs til
aðstoðar.
Mjög hefur verið klifað á
uppsögn dómkórsins vegna upp-
sagnar R. Bj., eða þess hluta, sem
eftir var af þessum kór, en í
honum áttu að vera átján manns.
Níu voru eftir, þegar R. Bj. var
sagt upp, og sjö þeirra sögðu þá
upp ásamt hjálparmönnunum
tveimur. Þrír þessara manna hafa
síðan tjáð sig fúsa til að koma til
söngs á ný, þegar annar organisti
væri fenginn. Eftir standa þá sex
manns að þessari uppsögn.
Vegna mannfæðar hafði kór-
fólkið orðið að vera við fleiri
athafnir en til var ætlazt, og
tilkynnti fólkið sóknarnefnd í
janúar s.l., að það myndi aðeins
gera þetta í tvo mánuði tH
viðbótar, þ.e. fram að páskum.
Kórinn hafði þannig í reynd lýst
yfir því, að hann væri ófær til að
gegna hlutverki sínu og sagt upp
störfum, áður en uppsögn organ-
istans fór fram.
I níðgrein Einars Karls Har-
aldssonar í „Þjóðviijanum" er séra
Þóri Stephensen blandað í þetta
mál. Hann er eldri pr'esturinn í
starfi við kirkjuna, og skv. hefð
hefur hann hlotið að koma fram
fyrir kirkjunnar hönd ásamt
formanni sóknarnefndar og jafn-
framt verið e.k. framkvæmdastjóri
hins kirkjulega starfs. Mál af
þessu tagi hljóta því að mæða á
honum öðrum starfsmönnum
fremur. Árásirnar, sem séra Þórir
hefur orðið fyrir vegna þessa máls,
eru mjög ómaklegar, því að enginn
þeirra, sem hér eiga hlut að máli,
hefur reynzt Ragnari Björnssyni
betur en hann, þegar erfiðleikar
hafa steðjað að. Geta má þess til
dæmis hér, að séra Þórir beitti sér
gegn því á sínum tíma, að Ragnar
væri tekinn á orðinu, þegar hann
hafði sent inn uppsögn sína fyrir
tæpum þremur árum, og að séra
Þórir átti hugmyndina að því að
gera dómorganista að ríkisstarfs-
manni og reyndi að koma henni í
framkvæmd, þótt undirtektir yrðu
engar. Ofstæki Einars Karls Har-
aldssonar í garð séra Þóris gengur
svo langt, að hann spinnur upp
sögu um að séra Þóri hafi verið
hafnað í stöðu dómprófasts.
Fréttastjóri ætti að vita, að sú
staða er ekki fylgihlutur dóm-
kirkjuprests, heldur er sú hefð
algengust hérlendis, að einhver
þeirra presta, sem elztir eru að
starfsaldri í prófastsdæminu, er
til starfsins kosinn, en séra Þórir
hafði ekki starfað hér nema þrjú
og hálft ár, er prófastskjör fór
fram. Þetta mál kemur organista-
uppsögninni ekki við, en sýnir að
áhugi fréttastjóra „Þjóðviljans" á
málefnum kirkjunnar er allvíð-
tækur.
Hinum fáheyrðu og ósönnu
ásökunum Einars Karls Haralds-
sonar, fyrrverandi formanns
Blaðamannafélags íslands, um að
séra Þórir hafi hrakið kirkjuvörð
og ræstingakonu á brott frá
Dómkirkjunni, er bezt svarað með
yfirlýsingum þeirra sjálfra, sem
fylgja hér á eftir:
- O -
Yfirlýsing
í Þjóðviljanum í dag er því
haldið fram, að sr. Þórir Stephen-
sen hafi hrakið mig úr starfi
kirkjuvarðar við Dómkirkjuna.
Þar er farið með algjörlega rangt
mál. Ég var kirkjuvörður við
Dómkirkjuna í 8 ár og naut góðs
samstarfs við alla starfsmenn þar.
Þegar mér svo bauðst staða
þingvarðar í Alþingi, staða, sem
bæði er betur launuð en kirkju-
varðarstarfið og gefið meiri frí, þá
hlaut ég að taka því boði. Hitt, að
sr. Þórir hafi hrakið mig frá
kirkjunni, eru rakalaus ósannindi,
og ég harma, að nafn mitt skuli að
tilefnislausu bendlað við svo lítil-
mannlega árás, sem Þjóðviljinn
gerir á sr. Þóri.
Reykjavík, 18. marz
1978
Jóhannes B.
Magnússon,
■ fv. kirkjuvörður.
_0-
Yfirlýsing
Vegna greinar í Þjóðviljanum
ídag, 18. marz 1978, þar sem því er
haldið fram, að sr. Þórir Stephen-
sen hafi hrakið mig frá starfi
mínu við ræstingu í Dóm-
kirkjunni, vil ég taka fram eftir-
farandi:
Ég hef starfað við Dómkirkjuna
um 15 ára skeið í ágætri samvinnu
við presta og kirkjuverði. Þegar ég
komst á ellilaun, þurfti ég hins
vegar ekki lengur á að halda
tekjum fyrir ræstingastörf og
sagði þeim störfum því upp með
þriggja mánaða fyrirvara miðað
við 1. janúar 1978. Þetta eru einu
ástæðurnar fyrir því að ég hætti
störfum við Dómkirkjuna og orð
Þjóðviljans um þetta algjörlega
ósönn.
Mér þykir leitt, að mér skuli að
ósekju blandað í svo ódrengilega
og ómaklega árás, sem þar er gerð
á sr. Þóri Stephensen.
Reykjavík, 18. marz
1978
Þyri M. Magnús-
dóttir,
Tjarnargötu 16.
-0-
Sóknarnefnd hefur hlynnt að
því, að dómorganisti hefði tæki-
færi til að fara í tónleikaferðir til
annarra landa, með því að gefa
honum þriggja vikna leyfi árlega
á fullum launum (auk sumarleyfis,
sem hann getur að sjálfsögðu nýtt
að vild). Þetta atriði var
samningsbundið á síðastliðnu ári,
og átti séra Þórir frumkvæði að
því.
Þegar Ragnar Björnsson fór til
Þýzkalands á starfslaunum lista-
manna 1976, greiddi sóknarnefnd
honum þriggja mánaða laun, til
þess að starfs- og tekjumissir hans
í Keflavík yrði ekki til þess að
svipta hann þessu tækifæri. Þetta
var gert skv. uppástungu séra
Þóris.
Þetta ætti að nægja í bili til þess
að sýna, hve ósanngjarn sá
áburður Einars Karls Haralds-
sonar er, að R. Bj. hafi hrakizt
burtu vegna aðgerða séra Þóris.
EKH fullyrðir, að á sama hátt og
dómkirkjupresturinn hafi flæmt
kirkjuvörðinn og ræstingakonuna
úr starfi, vinni hann nú að því „að
listamaður verði sviptur starfsað-
stöðu sinni og flæmdur úr landi".
Listamaðurinn ætti að hafa sömu
tækifæri áfram við allar kirkjur
landsins, og t.d. er annað mesta
organistaembættið á landinu nú
laust.
Öllum sóknarnefndarmönnum
var mjög óljúft að þurfa að taka
ákvörðunina um uppsögn organ-
istans, enda er óhætt að fullyrða,
að það var ekki gert fyrr en í
síðustu lög. Sóknarnefnd hefur
ætíð viljað allt fyrir organistann
gera, en þegar Ieið á síðastliðið ár,
missti hún smám saman þolin-
mæðina, þegar samkomulag fór
síversnandi, og alltaf fækkaði í
kórnum.
Aðalatriði þessa máls eru þau,
að söngstarfi og kórlífi hefur farið
hnignandi, unz ekki varð lengur
við unað, en ein af frumskyldum
organista er sú að bera ábyrgð á
söngstarfinu, og að öll samvinna
varð æ erfiðari.
1. Organisti hafði í raun gefizt
upp við að leysa vandamál kórsins
og söngstarfsins.
2. Almennt samstarf við hann
var mjög örðugt.
Eins og í upphafi var sagt,
ætlaði sóknarnefnd ekki með þetta
mál í fjölmiðla, þótt nú hafi hún
verið til þess neydd. Grein Einars
Karls Haraldssonar er orsök
þessarar greinargerðar. Vonandi
nægir hún til að skýra þessi mál,
og helzt vill sóknarnefncj, að þau
séu þar með útrædd.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar.
Greinargerd frá Sóknarnefnd
Dómkirkjunnar vegna uppsagnar
Ragnars B jörnssonar organista