Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjom GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Erlend aðstoð og
Alþýðuflokkurinn
Margt og mikið hefur
verið rætt og ritað um
þá fjárhagsaðstoð, sem
Alþýðuflokkurinn fær frá
jafnaðarmönnum á Norður
íöndum og hefur mál þetta
m.a. komið til umræðu á
Alþingi íslendinga. Sjálf-
sagt sýnist sitt hverjum um
þetta mál eins og önnur, en
því er ekki að leyna, að
kommúnistar hafa viðstöðu-
laust verið gagnrýndir fyrir
þá aðstoð, sem þeir hafa
hlotið frá erlendum
kommúnistum, bæði í Sovét-
ríkjunum og annars staðar,
en sú aðstoð hefur verið í
ýmsu formi, eins og alkunna
er — og þó líklega meiri
áður fyrr en upp á síðkastið,
enda eru kommúnistasam-
tökin margklofin og fólk
veit jafnvel ekki í hvaða
flokksbrotum menn eru,
hvort þeir eru í leninista-
hreyfingunni, marxista-
hreyfingunni, Kommúnista-
flokki fslands, maoistar —
eða hvað þessi hersing nú
heitir. Þó er víst, að flestar
þessar kommúnistahreyfing-
ar njóta ýmiss konar stuðn-
ings frá þeim aðilum erlend-
is, sem þær telja sér skyld-
asta.
Hitt hefur ekki verið til
umræðu hér á landi fyrr en
nú, að Alþýðuflokkurinn
þiggur styrkveitingar frá
jafnaðarmönnum á Norður
löndum og þykir ýmsum
skjóta skökku við, þegar
alþýðuflokksmenn hafa ver
ið að gagnrýna kommún-
ista fyrir að þiggja styrki og
aðstoð ýmiss konar frá er
lendum kommúnistaflokk-
um, en á sama tíma hljóta
íslenzkir alþýðuflokksmenn
fjárhagsstuðning frá skoð-
anabræðrum sínum á Norð-
urlöndum. En þó tekur fyrst
í hnúkana, þegar því er
beinlinis lýst yfir í umræð-
um á þingi Norðurlandaráðs,
að norrænir kratar hafi
áhuga á því að flytja kenn-
ingar sínar út hingað til
fslands með þessum hætti og
hafa þannig áhrif á íslenzk
innanríkismál. Slík afstaða
er í raun og veru forkastan-
leg og engu betri en þegar
kommúnistar hafa verið að
sækja línuna til Sovétríkj-
anna eða annarra landa,
sem lent hafa undir hæli
heimskommúnismans.
Það fór ekki framhjá
neinum, þegar skýrt var frá
því í fréttum nýlega, að einn
af talsmönnum finnskra
jafnaðarmanna á þingi
Norðurlandaráðs, Sund-
kvist að nafni, svaraði því
til, þegar umræður urðu um
styrk norrænna jafnaðar-
manna til íslenzka Alþýðu-
flokksins, að jafnaðarmenn
á Norðurlöndum hefðu sam-
vinnu um að styrkja hug-
sjónabræður sína hér á
Islandi, en í því felst auðvit-
að ekkert annað en yfir-
lýsing um það, að þeir
hyggist koma hugsjónamál-
um sinum inn á íslenzkan
markað, ef svo mætti segja.
fslendingum er enginn
akkur f slíkum samskiptum.
Þeir geta séð um sína eigin
pólitík sjálfir og hugsjónir
sínar þurfa þeir ekki að
sækja út fyrir landsteinana.
fslenzki Alþýðuflokkurinn
ætti að vera einfær um að
hasla sér völl með íslenzka
jafnaðarstefnu að markmiði,
en ekki skandinavíska. Hún
hefur ekki reynzt svo vel á
Norðurlöndum þar sem
ríkisbáknið gín yfir öllu,
eins og við þekkjum frá
Svíþjóð og Danmörku, og
jafnvel hefur ásókn ríkisins
inn í einkalif manna í
Danmörku orðið með þeim
hætti að hálfgerður öfga-
flokkur hefur myndazt gegn
þessari íhlutun, þar sem er
flokkur Glistrups — og er
hann nú orðinn eitt áhrifa-
mesta aflið í dönskum
stjórnmálum. fslendingar
eru staðráðnir í að stinga
við fæti, áður en slíkur
flokkur á rétt á sér hér á
landi. Þeir vilja, að einstakl-
ingurinn hafi gott svigrúm
innan þeirra takmarka, sem
almannaheill og brýnustu
nauðsynjar ríkisins segja til
um. Við þurfum engan inn-
flutning á sameignarstefnu.
Við höfum engan áhuga á
ríkisafskiptum, sem ganga
svo fram af mönnum, að þeir
vilja heldur taka áhættuna
af einhverjum Glistrup en
búa við það, sem danskir
jafnaðarmenn höfðu upp á
að bjóða.
Þetta er þó vonandi eitt-
hvað að breytast.
Norrænir jafnaðarmenn
eru farnir að sjá, að ekki
dugar að ganga lengra í
ríkisafskiptum en verið hef-
ur» að nauðsynlegt er að
fara að öllu með gát. Þetta
vita fslenzkir alþýðuflokks-
menn líka, a.m.k. þeir sem
taka ábyrga stefnu í þjóð-
málum, en þeir eru sem
betur fer enn í miklum
meirihluta í Alþýðuflokkn-
um. Hitt er svo annað mál,
að ýmiss konar öfgaöflum
vex fiskur um hrygg í
Alþýðuflokknum og stund-
um er engu likara en
marx-leninistar skrifi mik-
inn hluta Alþýðublaðsins.
En vonandi er það ekki
markmið norrænna
jafnaðarmanna að styrkja
nýjan Alþýðuflokk marx-
leninista!
Til að ná sem mestri ferð strax var gefið vel í eftir hverja hindrun.
SKEIFURALL Bifreiða-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur fór
fram um helgina og tóku þátt
í því 28 bflar. Var ekin tæpiega
600 km löng leið frá Reykjavík,
austur fyrir Fjall. kringum
Búrfeli og um Krísuvík til
Reykjavíkur. Sigurvegarar
urðu Halldór Úlfarsson og
Jóhannes Jóhannesson og óku
þeir á Vauxhall Chevette.
Fengu þeir aðeins 12 sek. í
frádrátt og í öðru sæti urðu Jón
R. Sigmundsson og Dröfn
Björnsdóttir með 44 sek. í
frádrátt. en þau óku Alfa
Romeo Sud. _ Þriðja sætið
skipuðu þeir Úlfar Hinriksson
og Sigurður Sigurðsson sem
óku Ford Escort Sport og
fengu 53 sek. í frádrátt.
Keppnin hófst kl. 11.05 á
laugardagskvöld og var þá fyrst
ekið kringum Hafravatn. Var
leiðin kringum Hafravatnið svo-
kölluð sérleið, en þær voru alls
9. Þær á að aka á um 70 km
meðalhraða, þannig að þar
reynir einna mest á ökumenn og
bílstjóra. Frá Hafravatnsleið-
inni var haldið austur yfir um
Þrengslaveg framhjá Selfossi
niður á Villingaholtsveg og
víðar um Árnes- og Rangár-
vallasýslu, upp fyrir Búrfell, um
Biskupstungur og Laugardali,
Grímsnes og á Selfoss aftur.
Þaðan var síðan haldið um
Krísuvíkurveg, svonefndan
Flóttamannaveg inn á Suður-
landsveg eftur og endað á
Hafravatnshring aftur. Ráðgert
var að fara hring á rally-kross
brautinni í landi Móa en eftir að
nokkrir bílar voru búnir að fara
hana var hún orðin nánast ófær
og töldu forráðamenn keppninn-
ar rétt að fella hana úr.
Af þeim 28 bílum sem hófu
keppni komust 23 alla leið, en 5
féllu út, yfirleitt vegna ein-
hverra bilana. Bílar voru af
Á xérleiðum mátti mcðalhraðinn vera 70 km á klst. og þá var oft
ekki mikið slegið af í beygjum...
Þá sögðu þeir stjórnarmenn
B.I.K.R., að fleiri keppnir væru
í undirbúningi, e.t.v. minni
háttar keppni fljótlega og síðar
á árinu stærri. Það verður
nánar ákveðið eftir aðalfund
klúbbsins er haldinn verður í
næsta mánuði.
Ellert B. Schram ræsir fyrsta bflinn, þá ómar Ragnarsson og Jón
Ragnarsson. Þeir voru sigurvegarar i síðustu keppni en höfnuðu
nú í 14. sæti.
Þau lentu f 2. sætii Jón R. Sigmundsson og Dröfn Björnsdóttir
mörgum gerðum, t.d. kepptu 5 af
gerðinni Saab 96, 7 af Escort
gerð, 3 VW, 2 Gortína, Toyota,
Peugeot, Datsun, Fiat, Simca,
Golf, Passat, Skoda o.fl.
Forráðamenn keppninnar
sögðust vera ánægðir með
keppnina í heild, framkvæmdin
hefði gengið eftir vonum , en
alls störfuðu við hana 75 manns
auk fimm manna stjórnar
klúbbsins. Helzt töldu þeir að
finna mætti að framkomu
áhorfenda þar sem þeir stóðu
stundum þannig við leið
keppenda að þeim gat stafað
hætta af ef ökumönnum fataðist
aksturinn. Þeir sögðu að upp-
haflega hefði þessi keppni átt að
fara fram 2. febr. sl., og verið
skipulögð með tilliti til þess að
snjór gæti verið á leiðinni, en
lítið hafi verið um hann, aðal-
lega á Krísuvíkurleiðinni. Þá
var það nýmæli að nokkru meiri
hraði var leyfður á sérleiðunum
nú en í fyrri keppnum.