Morgunblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 25
24 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 25 Stúdentar gáfu Njarðvíkingum aukaleik og von um meistaratitil KR-INGAR sóttu ekki gull í greipar stúdenta á laugardaginn þegar liðin áttust við í lokaviðureign sinni í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik. Súdentar virtust hafa öruggan leik í höndunum þegar aðeins 3 mínútur voru til leiksloka og var þá staðan 91—80 þeim í vil. Við þetta bættist að Einar Bollason og Andy Piazza, bezti leikmaður KR-inga, voru báðir farnir út af með 5 villur og Jón Sigurðsson var með 4 villur. En einmitt þá þegar allt virtist löngu tapað fór Jón Sigurðsson í gang og virtist ætla á eigin spýtur að færa KR ingum meistaratitilinn. Áður en varði var staðan orðin 95 — 90 og þegar 53 sekúndur voru eftir var staðan 95—92 stúdentum í vil. Árni Guðmundsson minnkaði muninn síðan f 1 stig úr vítum og nú þegar sigur var f nánd fékk Jón sfna 5 villu. Stúdentar misstu boltann þegar aðeins 7 sekúndur voru eftir, en Ingi Stefánsson komst inn f sendingu KR-inga aftur og bjargaði deginum fyrir stúdenta. Stúdentar voru án tveggja sinna beztu manna, Jóns Heððinssonar og Kolbeins Kristinssonar, og höfðu ekki nema 4 af þeim mönnum, sem mest hefur mætt á í vetur. En þrátt fyrir þetta tóku stúdentar strax forystuna í leiknum og leiddu leikinn þar til 4 mínútur voru eftir af hálfleiknum, en þá loks komust KR-ingar yfir og var staðan þá 34—33. En góður lokakafli IS-manna kom þeim yfir aftur og var staðan í leikhléi 47—43 þeim í vil. Munaði mestu um stórleik Bjarna Gunnars Sveinssonar, en hann skoraði 21 stig í hálfleikn- um og var nær einráður um öll fráköst. í seinni hálfleik má segja að stúdentar hafi leikið á alls oddi í sókninni og fléttuðu þeir sig oft skemmtilega í gegnum vörn KR-inga, sem vart vissi hvað sneri upp og hvað niður. Var nú undramaðurinn Dirk Dunbar kominn í stuð og var fátt um varnir þegar hann nálgaðist kröfu KR-inga. Einu mennirnir, sem sýnt höfðu lit í KR-liðinu, voru þeir Andy Piazza og Árni Guðmundson, en Árni skoraði 8 af 10 fyrstu stigum KR-inga og þá var honum skipt út af, sem var nokkuð undarieg ráðstöfun. Andy Piazza fór útaf á 16. mínútu eins og áður sagði og var þá staðan 89—78 stúdentum í vil, og léku þá stúdentar eins og meistarar. Þá fékk Helgi Jéns- son sína 5. villu og við það riðlaðist leikur IS-manna og Jón Sigurðsson hóf lokasprettinn fyrir KR-inga, sem nærri dugði þeim til sigurs. Eftir leikinn sagði Bjarni Gunnar Sveinsson: „Við lékum meira sem liðsheild en KR-ingar og það gerði gæfumuninn. Stúdentar höfðu næga burði til að sigra Islandsmótið og þessi leikur sýndi það. Fjarvera þeirra Kolbeins og Jóns virtist gera KR-inga örugga um sigur, en allir okkar menn náðu að sýna sitt bezta svo að betra liðið vann“. Það er óhætt að taka undir þessi orð Bjarna Gunnars því að stúdentar voru svo sannarlega vel að þessum sigri komnir. Beztir í liði stúdenta voru Dirk Dunbar og Bjarni Gunnar og má segja að þeir tveir hafi hreinlega „drepið í KR-ingum“, en einnig væru Steinn Sveinsson og Ingi Stefánsson góðir og gerðu laglega hluti þegar þess mest þurfti. Þá skal minnzt á Helga Jensson, sem sennilega hefur leikið þarna bezta leik sinn til þessa, en Helgi hefur tekið verulegum framförum í vetur undir stjórn Birgis Arnar Birgissonar eins og stúdentar allir. Hjá KR-ingum voru beztir Andy Piazza og Jón Sigurðsson, en einnig var Árni Guðmunds- son góður þann tíma, sem hann var inn á. Aðrir voru daufir og líktust helzt skugganum af sjálfum sér. Nú er ljóst eftir að Njarð- víkingar sigruðu Val, að KR og UMFN verða að heyja einvígi um íslandsmeistaratitilinn og verður sú viðureign að líkindum söguleg. KR-ingar geta aðeins sjálfum sér um kennt hvernig fór gegn stúdentum án þess að köstuð sé rýr að á leik stúdenta. Njarðvíkingar eygja nú góða möguleika á sínum fyrsta Is- landsmeistaratitli og mega KR-ingar hafa sig alla við til að taka slikt frá þeim. Stig ÍS skoruðu: Dunbar 35, Bjarni Gunnar 30, Steinn Sveinsson 12 stig, Ingi Stefáns, 10 og Helgi Jensson og Guðni Kolbeinsson 4 stig hvor. Stig KRskoruðu: Piazza 30, Jón Sig. 23, Árni Guðmundsson 13, Einar Bollason 12, Bjarni Jóhannesson 6 stig, Ágúst Lín- dal og Þröstur Guðmundsson 4 stig og Eiríkur Jóhannesson 2 stig. Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir erfiðan leik nokkuð vel. GG. ENGINN GLÆSIBRAGUR ER FRAM OG ÁRMANN KVÖDDU 1. DEILDINA ÞAÐ VAR enginn stórleikur, er Fram og Ármann mættust í síðasta leik sínum í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik á sunnudaginn. Bæði liðin voru þegar fallin, þannig að til lítils var að vinna, nema þá helzt fyrir Armann, að vinna einn leik í mótinu. Lengi vel leit úr fyrir að það ætlaði að takast, en svo fór þó ekki, Framarar voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu 80t75, en í leikhléi var staðan 42.35 Ármanni í vil. Þessi sigur breytti þó litlu hjá Fram, þeir voru þegar fallnir, vegna þess að Þór vann ÍR á laugardaginn. í fjarveru Símonar Ólafssonar voru leikmenn Fram nokkuð jafn- ir. Beztan leik áttu Sigurður Hjörleifsson og Ómar Þráinsson, en einnig voru Björn Magnússon og Þorvaidur Geirsson góðir. Veturinn hefur verið hálfdapur- legur hjá Ármenningum, svo ekki sé meira sagt, og tókst þeim ekki að hljóta stig í mótinu. í þessum leik eins og svo oft áður var það Atli Arason, sem var atkvæða- mestur, en einnig átti Jón Björg- vinsson ágætan leik. Stigin fyrir Fram: Sigurður Hjörleifsson 18, Björn Magnússon 17, Þorvaldur Geirsson 16, Ómar Þráinsson 14, Ólafur Jóhannesson 8, Birgir Thorlacius, Björn Jónsson og Gunnar Bjarnason 2 hver. Stigin fyrir Ármann: Atli Ara- son 23, Jón Björgvinsson 19, Rick Morel 12, Björn Christiansen 11, Hallgrímur Gunnarsson og Ómar Sigurðsson 4 hvor og Birgir Örn Birgis 2. Góðir dómarar voru Eiríkur Jóhannesson og Kristbjörn Al- bertsson. ÁG Torfi Magnússon og Rick Hockenos, voru tveir bestu leik- menn Vals í leiknum gegn UMFN. Þeir sjást hér taka frákast þrátt fyrir tóða tilburði Jónasar Jóhannessonar, sem átti góðan leik með UMFN. (Ljósm. ÁG.) Dick Dunbar stigahæstur Lokastaöan í íslandsmótinu. UMFN14 12 2 1282.1086 24 91.6.77,6 14.0 KR 14 12 2 1287.1102 24 91.9,78.7 13,2 Valur 14 10 4 1218.1095 20 87.0,78.2 8,8 ÍS 14 10 4 1286,1225 20 91.9,87,5 4,4 ÍR 14 5 9 1181,1260 10 84.4,90.0 -5.6 Þór 14 4 10 1040,1132 8 74.3,80.9 -6,6 Fram 14 3 11 1063,1174 6 75,9,83,9 -8,0 Árm.14 0 14 1105,1389 0 78.9,99.2 -20.3 Eftir er aukaúrslitaleikur milli UMFN <>k KR um íslandsmeistaratitilinn. stÍK leikir stÍK aö meöal- tali í leik Dirk Dunbar ÍS 459 13 35.3 Rick Hockenos Val 407 14 29.1 Mark Christensen Þór 363 14 25.9 Símon Ólafsson Fram 330 13 25.4 Andrew Piazza KR 325 14 23.2 Kristinn Jörundsson ÍR 309 14 22,1 Þorsteinn Bjarnason UMFN 288 14 20,6 Jón Sigurðssqn KR 282 14 20,1 Atli Arason Armanni 250 13 19,2 Erlendur Markússon ÍR 234 10 23.4 SNÆFELL SIGRAÐI í 2. DEILD ÚRSLIT eru nú kunn í 2. deildinni í körfuknattleik. Eftir tvísýna baráttu standa Snæfellingar efstir og munu þeir á að líkindum leika aukaleik við þriðja neðsta iið 1. deildar, Þór frá Akureyri, um sæti í Úrvalsdeildinni næsta ár. Nú um helgina fóru fram síðustu leikir 2. deildar. Léku á Iaugardaginn Snæfellingar og Breiðabliksmenn. Náðu Snæfellsmenn strax góðri forystu, sem entist þeim út leikinn og urðu lokatölur 78—72 eftir að staðan hafði verið 51—34 í hálfleik. Daginn eftir héldu Snæfellingar til Grindavíkur og léku við UMFG og héldu Snæfellsmenn þaðan með öruggan sigur 107—88 og þar með sigur í 2. deild. Næst Snæfelli koma síðan UBK, Vestmannaeyingar og Grindvikingar. Lið Snæfells er vel að sigrinum komið. í liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn auk reynslumikilla manna eins og t.d. Einars Sigfússonar og Magnúsar Þ. Þórðarsonar sem lengi lék með liði KR.k GG Stúdentar stövuðu KR-inga í bili a.m.k. og átti Bjarni Gunnar Sveinsson einna mestan þátt í því. Hér skorar hann 2 af sínum 30 stigum þrátt fyrir varnartilburði KR-inganna Kristins Stefánssonar og Andy Piazza. (Ljósm. GG). ENGIN MISTÖK MEÐ fremur óvæntum sigri ÍS yfir KR á laugardaginn færðist mikil spenna í íslandsmótið í körfuknattleik. UMFN eygði möguleika á að hljóta íslandsmeistaratitilinn, en þeir þurftu að vinna Val til þess að fá aukaleik við KR. Það voru því ákveðnir Njarðvíkingar, sem mættu til leiksins við Val á sunnudaginn, en einnig var mikiö í húfi fyrir Valsmenn, því með sigri yfir UMFN hefðu þeir hlotið silfurverðlaunin í mótinu. Eftir jafnan og spennandi leik stóðu Njarðvíkingar uppi sem sigurvegarar, þeir skoruðu 76 stig gegn 70 stigum Valsmanna. Það verður því að fara fram aukaúrslitaleikur milli KR og UMFN til þess að fá úr því skorið, hvort liðið hlýtur íslandsmeistaratitilinn 1978. NJARÐVÍK HJÁ Svo við víkjum að gangi leiksins, þá var leikurinn jafn framan af, en um miðjan fyrri hálfleik náði Valur 7 stiga forystu, 27:20, en munurinn minnkaði fljótlega aftur og í leikhléi hafði Valur yfir, 47:44. Þá var allur vindur úr ÍR-liðinu og Jón Jörundsson fór af velli með 5 villur, en hann hafði hitt með ólíkindum í seinni hálfleiknum. í þeim fyrri skoraði hann aðeins 6 stig og Kristinn bróðir hans komst ekki á blað. Þór vann 86:76 eins og áður sagði og liðið heldur því sæti sínu í úrvalsdeildinni, en tap hefði þýtt aukaleik við Fram. Jón Indriðason átti nú sinn bezta leik með Þór og skoraði 26 stig, en UMFN byrjaði síðari hálfleikinn vel og komst í 51:47, en Valsmenn vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu forystunni á ný og höfðu yfir 60:53. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Val og á stuttum þeir Mark Christiansen og Eiríkur Sigurðsson áttu einnig góðan leik. Bræðurnir í ÍR-liðinu voru beztir, en ÍR-liðið var hálf vængbrotið að þessu sinni. Stig Þórsi Jón 26, Mark 21, Eiríkur 20, Hjörtur 8, Ólafur 7, Þröstur 4. Stig ÍRi Jón 26, Kristinn 20, Kristján 16, Stefán 6, Sigurður Valur og Gunnlaugur 4 hvor. — Sig.G. tíma skoraði UMFN 16 stig gegn 2 og breytti stöðunni í 69:62. Smá von vaknaði hjá Val, er þeir minnkuðu muninn í 66:69, en hver mistökin ráku önnur á lokamínút- unum og Njarðvík sigraði eins og áður sagði 76:70. Rick Hockenos var langbeztur hjá Val og hefði alveg mátt hafa sig meira íYrammi. Torfi Magnús- son gerði margt mjög fallegt, en gerði sig svo sekan um of mörg mistök á lokamínútunum. Þá átti Lárus Hólm mjög góðan leik og hefði betur verið notaður síðustu mínúturnar. Þessir þrír leikmenn voru þeir einu sem eitthvað kvað að í Valsliðinu, en menn eins og Kristján Ágústsson og Ríkharður Hrafnkelsson brugðust alveg. UMFN-liðið var jafnt að vanda, en helzt mætti nefna Kára Marís- son, Þorstein Bjarnason og Jónas Jóhannesson og er alveg furðulegt hve sá síðastnefndi er lítið notað- ur. Þá var Geir Þorsteinsson sterkur í lokin og Gunnar Þorvarð- arson var drjúgur að vanda, en hann ætti að hætta þeim ósið að vera sífellt að reyna að blekkja dómara með einhverjum leikara- skap. Stigin fyrir UMFN: Gunnar Þorvarðarson og Kári Marísson 17 hvor, Þorsteinn Bjarnason 15, Jónas Jóhannesson 11, Geir Þor- steinsson 10, Brynjar Sigmunds- son og Stefán Bjarkason 3 hvor. Stigin fyrir Val: Rick Hockenos 35, Torfi Magnússon 18, Lárus Hólm 7, Ríkharður Hrafnkelsson 6, Helgi Gústafsson og Kristján Ágústsson 2 hvor. Dómarar voru Erlendur Ey- steinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir vægast sagt illa. ÁG ÍS OG UMFN LEIKA í KVÖLD EINN leikur fer fram í undanúr- slitum bikarkeppninnar í körfu- knattleik í kvöld. ÍS og UMFN mætast þá í íþróttahúsi Kennara- háskólans og hefst leikurinn klukkan 20. Er ekki að efa að hart verður barizt og óhætt er að spá spennandi leik, þannig hafa flestir leikir toppliðanna í körfu- knattleiknum verið í vetur. Ann- að kvöld leika síðan KR og Valur í bikarkeppninni. Þóráfram með- al þeirra beztu ÞÓRSARAR tryggðu sér sæti í Úrvaldsdeildinni í kröfuknattleik næsta vetur en liðið vann IR 86.76 á Akureyri á laugardaginn. í fyrri hálfleiknum höfðu Akureyringar mikla yfirburði og leiddu 44.22 í leikhléi. I scinni hálfleiknum var hins vegar mun meiri barátta í IR-ingum og eftir að Þór hafði komizt í 56.26 sóttu ÍR-ingar í sig veðrið og munurinn varð aðeins 9 stig, 64.55. NORÐURLANDA- MET í METASAFN GÚSTAFS GUSTAF Agnarsson úr KR bætti Norðurlandametið í innar — „Súlnasalnum" — um helgina. Gústaf bætti snörun í glæsilegt metasafn sitt er hann á sunnudaginn þarna met Svíans Lennarts Dahlgren um þrjú kíló og fór upp með 155 kíló í greininni. Þetta afrek Gústafs var honum ákaft fagnað af yfir 100 áhorfendum. sem var hápunkturinn á ágætlega heppnuðu íslandsmóti í fylgdust með mótinu báða keppnisdagana. lyftingum. sem haldið var í anddyri Laugardalshallar- Auk þessa mets bætti Gústaf einnig Islandsmetið í samanlögðu í 100 kílóa flokki, en það met átti Guðmundur Sigurðsson. Var Guðmundur, ásamt Skúla Óskarssyni, sá eini, sem maður saknaði á mótinu að þessu sinni. Guðmundur mun hafa lagt lóðin á hilluna, eins og lyftingamenn segja er þeir hætta keppni, en Skúli undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum, sem hann hefur að mestu leyti snúið sér að. Fyrri dag keppninnar var keppt í íéttari þyngdarflokkum og þar gerðist það markverðast að Akureyringurinn Haraldur Ólafsson setti unglingamet í snörun, jafnhöttun og þá um leið í samanlögðu. Þá setti félagi hans, Freyr Aðalsteinsson, íslandsmet í snörun og unglingamet í samanlögðu. Seinni keppnisdagurinn byrjaði á því að Már Vilhjálmsson vann góðan sigur í 82.5 kílóa flokki og í næsta flokki kom unglingamet hjá Birgi Borgþórssyni í jafnhöttun. Sigraði Birgir í þessum flokki, en hann og Ólafur Sigurgeirsson lyftu sömu þyngd. Birgir var léttari og sigurinn því hans. í 110 kílóa flokki byrjaði Óskar Kárason á að jafna met bróður síns, Ágústs, í snörun. Það stóð þó ekki lengi því „litli bróðir“ var í miklum ham á mótinu og setti Ágúst, sem er aðeins 17 ára, met í ö.llum þremur greinunum, þ.e. snörun, jafnhöttun og samanlögðu. Þeir bræður voru þó hættir keppni er Gústaf, Friðrik Jósefsson og Óskar Sigurpálsson hófu keppni. Óskar Sigurpálsson undirbýr sig þessa dagana fyrir Norðurlandamót kögreglumanna, en hann keppti í 110 kílóa flokki. Þessi margreyndi keppnismaður byrjaði á 115 kílóum í snörun og átti í erfiðleikum með þá þyngd. Upp fór hún þó, en Óskar gat ekki stillt sig um að brosa yfir því hvað það gekk erfiðlega. Hann bætti þó um betur og að lokum hafði hahn snarað 130 kílóum. Friðrik Jósefsson byrjaði á 137,5 síðan 145 kílóum og reyndi loks við Norðurlandamet í snörun, 153,5 kíió. Ekki tókst Friðriki að lyfta þeirri þyngd og metið varð því ekki hans. Gústaf Agnarsson hóf keppnina með því að reyna við 155 kíló, sem var Norðurlandametstilraun. í fyrstu at- lögu tókst honum ekki að fara upp með þyngdina, en í 2. tilraun tókst það hins vegar léttilega að því er virtist. Gústaf re.vndi síðan við 160 kíló, en tókst ekki að þessu sinni. Keppnin í jafnhöttun var ekki eins spennandi hjá þeim þyngstu, en með því að jafnhatta 187,5 kíló tókst Gústafi að bæta íslandsmet' Guð- mundar Sigurðssonar í samanlögðu. Gústaf varð stigahæstur einstaklinga á mótinu, hlaut samtals 732 stig og fékk að launum bikar. Keppendur á mótinu voru um 30 frá fjórum félögum og var keppt um skjöld fyrir stiga- hæsta félagið. Hlutu KR-ingar gripinn að þessu sinni með 93 stig, Akureyr- ingar urðu í 2. sæti með 81 stig, ÍBV hlaut 36 stig og Ármenningar 32 stig. áij Eftir að Gústaf hafði snarað 155 kílóum og bætt Norðurlandametið bað hann um 5 kfló í viðbót á stongina. Ilonum tókst ekki að lyfta þeirri þyngd að þessu sinni. en Birgir Borgþórsson og ölafur Sigurgeirsson óska Gústafi til hamingju með Norðurlandametið. (ljósm. RAX). * Urslit á meistaramótinu í lyftingum 56 kg flokkur. Þorvaldur Rögnvaldsson, KR, 145 (65-80) Baldur Borgþórsson, KR, 135 (60—75) 60 kg flokkur. Haraldur Ólafsson, ÍBA, 185 (80,5—105) Garðar Gíslason, IBA, 147.5 (65—82.5) Gylfi Gíslason, IBA, 145 (65—80) 67.5 kg flokkur. Kári Elíasson, Á, 220 (100—120) Viðar Eðvarðsson, ÍBA, 182,5 (82,5—100) Hermann Haraldsson, IBA, 170 (75—95) 75 kg flokkur. Freyr Aðalsteinsson, ÍBA, 240 (113—130) Þorsteinn Leifsson, KR, 225 (100—125) Guðmundur B. Helgason, KR, 205 (90—115) 82.5 kg flokkur. Már Vilhjálmsson, Á 260 (120—140) Sigmundur Knútsson, ÍBA, 237,5 (102,5—125) Björn Ingvarsson, Á, 205 (90—115) 90 kg flokkur. Birgir Þór Borgþórsson, KR, 272,5 (115—158) Ólafur Sigurgeirsson, KR, 272,5 (120—152,5) Kristján Falsson, KR, 260 (120—160) 100 kg flokkur. Gústaf Agnarsson, KR, 342,5 (155—187,5) Friðrik Jósefsson, ÍBV, 315 (145—170) Ágúst Kárason, KR, 267,5 (120—147,5) 110 kg flokkur. Óskar Sigurpálsson, ÍBV, 310 (130—180) /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.