Morgunblaðið - 21.03.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
^ ^
#% #% #%
V,#' V,#'
BOLTAR
FYRIR
• * ■*'
'JL '>£.
JON
OG ÁRNA
FRAMARAR ætla ekki að brenna sig á sama soðinu og Skagamenn
í sambandi við félagaskipti leikmanna frá félaginu yfir til Svíþjóðar.
Sem kunnugt er hafa þeir Árni Stefánsson og Jón Pétursson ákveðið
að leika með Jönköping í 2. deildinni í Svíþjóð á næsta
keppnistímabili. Til að hafa allt á hreinu hafa Framarar sett þau
skilyrði fyrir félagaskiptunum að þegar samningstími þeirra félaga
við sænska liðið er liðinn geti þeir komið heim til íslands og byrjað
að leika með Fram án þess að neinar fjárkröfur komi frá Jönköping
eins og gerzt hefur með Matthías Hallgrimsson.
Höfðu Framarar og stjórn KSÍ samvinnu um þetta mál og í lok
síðustu viku barst bréf frá Svíunum þess efnis að þeir muni engar
slíkar kröfur gera að loknu samningstímabili þeirra Jóns og Árna.
Jón er þegar farinn utan, en Árni Stefánsson fer í lok vikunnar.
Framarar fá ekkert í sinn hlut við félagaskipti þessara leikmanna
og er það í rauninni fráleitt þegar haft er í huga hversu dýrmætir
þessir leikmenn eru félaginu og hve miklu Fram hefur fórnað til að
gera þessa leikmenn eins sterka og þeir eru. Þetta er þó ekkert
nýnæmi en minnir okkur enn á hve langt við erum á eftir
nágrannaþjóðunum í þessu sambandi. Héðan geta leikmenn horfið á
miðju keppnistímabili án þess að nokkuð verði að gert.
Undirritaður er ekki að hvetja til þess að átthagaf jötrar verði settir
á knattspyrnumenn, unga menn, sem nota knattspyrnuna sem
vegabréf til að litast um annars staðar og e.t.v. til að drýgja tekjur
sínar með þessu helztu áhugamáli sínu. En það er eigi að síður
fáránlegt að Framarar skuli fá senda 25 fótbolta fyrir þessa tvo
landsliðsmenn sina eins og Svíarnir sendu Fram bréf upp í síðustu
viku. Skyldi Árni og Jón ekki vera Fram meira virði en 25 tuðrur
þó svo að boltarnir séu ómissandi í íþróttinni? Það er líka fáránlegt
að Skagamenn skuli eiga að borga Halmia fyrir Matthías samkvæmt
kokkabókum Svíanna, auðvitað ætti það að vera á hinn veginn.
KSÍ verður að sporna við fótum og það fyrr en seinna. Nú eru Danir
búnir að taka upp atvinnuknattspyrnu og þess verður varla langt
að bíða að þeira fari að seilast eftir íslenzkum leikmönnum í auknum
mæli. ísland á t.d. landsleik gegn Dönum snemma ísumar, skyldu ekki
einhverjir „kaupmenn“ fylgjast með þeim leik? Það verður að tryggja
félögunum eitthvert öryggi og þau verða að fá eitthvað fyrir sitt starf.
„Munum krefjast
þess að Matthías
verði úrskurðaður
löglegur með ÍA"
— OKKUR finnst það hreint og beint fáránlegt að Ilalmia
skuli gera fjárkröfur á okkur vegna félagaskipta
Matthíasar Hallgrímssonar, sagði Gunnar Sigurðsson,
formaður Knattspyrnuráðs Akraness, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Eins og kunnugt er hefur Halmia
neitað að samþykkja félagaskipti Matthíasar nema
Akurnesingar greiði Halmia ákveðna fjárupphæð. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nema kröfurnar 1.1
milljón króna.
, — Matthías er alinn upp hjá.ÍA
sem knattspyrnumaður og þegar
hann fór frá okkur á miðju
keppnistímabili 1976 fengum við
ekki krónu frá þessu saenska
félagi, sagði Gunnar. — Það hefði
þó ekki verið ósanngjarnt að við
hefðum fengið eitthvað í okkar
hlut við þessi skipti, en slíkt hefur
ekki tíðkast hér á landi og því voru
engar slíkar kröfur gerðar á
hendur Svíunum. Slíkt er í raun-
inni fásinna, en sýnir aðeins hve
mikil börn við höfum verið í
sambandi við þessa hluti.
— Það kemur ekki til greina að
við borgum þessum mönnum
krónu vegna heimkomu Matta.
Samningur hans við Halmia rann
út um áramót og hann er því laus
allra mála gagnvart félaginu. Við
munum hins vegar á næstunni
gera kröfu til ÍSI eða KSÍ um að
Matthías verði úrskurðaður lög-
iegur með ÍA, svo fremi sem
Svíarnir falla ekki frá kröfum
sínum á næstu dögum, sagði
Gunnar. Hann bætti því við að
mikill hugur væri í knattspyrnu-
mönnum Akraness um þessar-
mundir, æfingar væru mjög vel
sóttar af stórum hópi og meðal
þeirra, sem æfðu allra bezt, væri
Matthías Hallgrímsson.
Skagamenn hafa falið Ellert B.
Schram, formanni KSÍ, að annast
þessi mál fyrir sig gagnvart
Svíunum. Fór Ellert til Svíþjóðar
fyrir skömmu þar sem hann ræddi
meðal annars við stjórnarmenn í
sænska knattspyrnusambandinu
og Halmia. Sagði Ellert við
heimkomuna að kröfur Svíanna
væru algjörlega óaðgengilegar og
ef ekki tækist að leysa þessi mál
í bróðerni yrði leitað tjl Alþjóða
knattspyrnusambandsins og kann-
að hvaða rétt Halmia hefði til
slíkra fjárkrafna.
Þess má geta, að er Teitur
Þórðarson skipti um félag innan
Svíþjóðar fyrir skömmu greiddi
nýja félagið um 3 milljónir ís-
lenzkra króna Jönköping fyrir
leikmanninn.
- áij
Gott gengi ungling-
anna í æfingaleikjum
UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu æfir stíft um þessar mundir og hefur á síðustu dögum leikið
fjóra æfingaleiki. Ekki verður annað sagt en að liðinu hafi gengið vel í þessum leikjum, þrír þeirra
hafa unnizt. en einn tapast og markatalan úr leikjunum er 14i4 unlingunum í dag. Fyrir viku lék
liðið við KR og tapaði 0.2, en daginn eftir vann liðið stórsigur á FH-ingum, 5.0. Um síðustu helgi
lék liðið við Stjörnuna á laugardag og vann 7.0 og síðan Fram 2.1 á sunnudag.
Á æfingum unglingalndsliðsins
núna eru allir sömu leikmenn og
tryggðu sér rétt til þátttöku í
úrslitakeppni EM með sigri og
jafntefli á móti Wales á síðasta
hausti. Einn leikmaður dettur
þó úr þeim hópi, Þróttarinn Páll
Ólafssóri, sem dæmdur var í
leikbann af UEFA í haust.
Fimm leikmönnum hefur verið
bætt í hópinn, þannig að 20
leikmenn berjast nú um sæti í
liðinu, sem fer til Póllands.
Keppnin í Póllandi byrjar 5.
maí, en þá ættu flestir leikmenn
íslenzka liðsins að vera í miðjum
prófönnum. Er því unnið að því
þessa dagana að fá prófum
þeirra flýtt eða frestað. Ekki er
enn ljóst hvaða lið leika með
íslandi í úrslitum EM, en þó er
nokkurn veginn öruggt að Belg-
Unglingalandsliðshópurinn. sem tryggði sér þátttöku í úrslita-
keppni EM í Póllandi í mafmánuði næstkomandi.
ar verða eitt af liðunum í riðli
Islands. Hin liðin tvö verða
annað hvort Júgóslavar eða
Rúmenar og Tékkar eða Rúmen-
ar.
Unglingalandsliðið æfir alltaf
á þriðjudögum um þessar mund-
ir, en auk þess eru tveir leikir
um helgar. Til að mynda er
stefnt að leikjum við Val og
Víking um páskahelgina. Ekki
er heiglum hent að ná unglinga-
lndsliðinu saman þar sem
nokkrir leikmannanna búa utan
Reykjavíkur. Þannig þarf
Kristján Olgeirsson, fyrirliði
liðsins, að fljúga frá Húsavík
um hverja helgi og Ómar
Jóhannsson frá Vestmannaeyj-
um. Frá Laugarvatni kemur
síðan Selfyssingurinn Heimir
Bergsson til leikjanna.
Unglingalandsliðið er með
happdrætti í gangi og er m.a.
ætlunin að unglingalnndsliðið
verði fatað upp fyrir fé það, sem
fæst af happdrættinu. Reið
unglingalandsliðið einmitt á
vaðið rfyrra er keypt voru eins
föt á alla leikmenn liðsins áður
en haldið var í úrslit EM þá.
Vakti íslenzka liðið athygli fyrir
smekkleg föt og góða framkomu,
en því miður hefur nokkuð skort
á slíkt hjá mörgum íþrótta-
flokkum, sem farið hafa út fyrir
landssteinanna.
—áij.
- SKAGAMENN hófu knattspyrnu-
yertíðina meö pvi að vinna FH 3:1
í fyrsta leik Litlu bikarkeppninnar í
Hafnarfirði á laugardaginn. Það var
ekki fyrr en á síðustu mínútum
leiksins að ÍA náði undirtökunum í
leiknum og skoraði þá tvö mörk.
Pátur Pátursson gerði 2 af mörkum
Skagamanna, Matthías Hallgríms-
son eitt. í keppni b-liöa fólaganna
varð jafntefli 1:1 og í peim peik var
Það Helgi Benediktsson, leikmaður
Þróttar á Neskauðstað, sem skoraði
fyrir Hafnfirðinga.
- HÁLFDÁN Örlygsson opnaði
markareikning sinn með Val er
hann skoraði 2 af 5 mörkum Vals í
æfingaleik við Hauka á laugardag-
inn. Urslitin urðu 5:0 fyrir Val og auk
Hálfdáns skoruðu Magni Pétursson,
Ingi Björn Albertsson og Guðmund-
ur Þorbjörnsson mörk Valsmanna.
- ÞRÓTTAR AR unnu KR 1.-0 í
æfingaleik á laugardaginn og skor-
aði Arsæll Kjartansson eina mark
ieiksins. Á sunnudaginn léku Þrótt-
arar síðan á móti Víkingi og varð
jafntefli, bæði lið skoruðu 2 mörk.