Morgunblaðið - 21.03.1978, Side 27
r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
27
Kazimierz Deyna skorar 1 iandsieik gegn Júgóslavíu. Hann er einn hinna sjö leikmanna úr bronslifti
Pólverja sem mynda kjarna póiska liðsins í Argentínu í sumar.
Pólverjar byggja
á liðinufrá HM'74
ALDREI hefur pólsk knattspyrna risið eins hátt og þegar pólska landsliðið vann gullið
á Ólympíuleikunum 1970 og síðan bronsið á HM í V-Þýskalandi 1974. Eftir þessa miklu
velgengni kom greinilegur afturkippur, sem líklega hefur átt rætur sínar að rekja til
of mikils álags á fáa lykilmenn, en fyrstu mánuðina eftir HM lék pólska liðið hreinlega
illa og það var ekki fyrr en í undankeppninni fyrir HM í Argentínu í sumar, að liðið
sýndi glefsur af fyrri getu. Þó að heildarútkoman úr landsleikjunum síðan á HM 1974
sé frekar ósannfærandi, þá vann liðið alla þá leiki sem máli skiptu og Pólverjar tryggðu
sér sæti í Argentínu í sumar á kostnað Portúgal, Danmerkur og Kýpur.
Helsta breytingin sem orðið
hefur síðan á HM 1974, er sú að
þjálfarinn Kazimierz Gorski hefur
lagt upp laupana, en aðstoðarmað-
ur hans Jazek Gmoch hefur tekið
við stjórninni. Hann hefur þó ekki
gert neinar stórkostlegar breyt-
ingar og sjö þeirra leikmanna sem
léku með hinu sigursæla liði 1974,
mynda kjarna HM liðs Pólverja að
þessu sinni. Það eru markvörður-
inn kunni Jan Tomaschewsky,
bakverðirnir Antoni Szymanow-
sky og Wladislav Zmuda, tengilið-
irnir Henryk Kasperczak og Kazi-
mierz Deyna, auk framherjanna
Gregorz Lato og Andrezei Szar-
mach. Til þess að byggja utan um
þennan sterka kjarna, hefur
Gmoch reynt í kringum 50 leik-
menn í hinum ýmsu stöðum.
Pólverjar munu sakna miðvarðar-
risans Jerzy Gorgon, en hann er,
nú kominn í eilífðarbann hjá
landsliðinu vegna óreglu í
drykkjusiðum, en miðvarðarstöð-
urnar eru líklegar til að vera
fylltar af þeim Henryk Wieczorek
og Zbigniew Plaszewski. Zibgniew
Boniek er mjög líklegur í þriðju
miðvallarstöðuna og Wlodi
Lubanski í þriðju framherjastöð-
una.
Gmoch hefur ekki tilkynnt hóp
sinn endanlega, en fróðir menn
telja sig geta séð í hendi sér
hverjir hljóta náð auk þeirra sem
þegar eru nefndir, þeir eru:
Markverðir: Krzystov Sobieski og
Stanislav Burzynski, varnarmenn:
Henryk Maculewicz, Wojzek Rudi
og Marek Dziuba, tengiliðir: Jan
Erlich, Adam Nawalka og Bohdan
Masztaler, framherjar: Stanislav
Terlecki, Marek Kusto og Krzystov
Iwan.
Pólverjar eru í þriðja riðli,
ásamt heimsmeisturunum V-Þjóð-
verjum, Mexico og Túnis, léttur
riðill á pappírnum, en Pólverjar
myndu gera vel að telja sig ekki
örugga fyrirfram í átta liða
úrslitin. Líklega bursta öll liðin
Túnis, en Mexikanar gætu gert
Pólverjum skráveifu ef þeir mæta
til leiks með röngu hugarfari.
Pólsk alþýða er búin að ganga út
frá því að lið þeirra komist í átta
liða úrslitin, en Jazek Gmoch
hefur um þetta mál að segja: „í
fljótu bragði mætti ætla að við
værum í léttasta riðlinum og
kæmumst átakalaust í átta liða
úrslitin, en málið er samt ekki svo
einfalt, því að Mexikanar eru
tilbúnir að refsa okkur fyrir
sigurvissu og við minnumst þess
að þeir gerðu jafntefli við Vest-
ur-Þýskaland, 2—2 á siðasta
sumri. Möguleikar okkar eru samt
mjög miklir, heimsmeistararnir
eiga ekki unnin leik gegn okkur og
lið Túnis er talið mjög slakt á
heimsmælikvarða".
Svo er að heyra, að Gmoch sé
mjög bjartsýnn, en sé þó að reyna
að hafa hemil á sigurvissunni.
Takist honum og leikmönnum
hans það, má telja víst að
Pólverjar verði meðal átta síðustu
landsliðanna.
— gg
Gróði Dana
44 milljónir
DANIR voru bjartsýnir um þær mundir er Ileimsmeistarakeppninni
í handknattleik lauk og þeir héldu því fram að gróðinn af mótshaldinu
yrði ekki undir tveimur milljónum danskra króna. Nú er hins vegar
komið í ljós að gróðinn hefur þegar minnkað um helming og enn eru
ekki öll kurl komin til grafar. Reikningarnir hafa streymt inn til
danska sambandsins og enn eru að berast nótur úr hinum ólfklegustu
áttum. Greinilegt er að skipulagið hefur brugðist hjá Dönum á
nokkrum punktum, en þeir geta varla kvartað yfir því að fá 44
milljónir króna í hrcinan gróða. Auk þess fengu þeir mikla auglýsingu
og frábær frammistaða landsliðs Dana er mikil auglýsing fyrir
íþróttina innan Danmerkur.
VELDI HART-
ONOHRUNIÐ
LIEM Swie King frá Indónesíu
sigraði landa sinn Rudi
Ilartono í einliðaleik í badmin-
ton í All-England keppninni á
W'embley á laugardaginn, en
Ilartono hefur unnið þennan
titil átta sinum síðustu árin.
King sigraði næsta léttilega
15—10 og 15—3 í úrslitaviður
eigninni.
I einliðaleik kvenna sigraði
Giliian Gilks frá Bretlandi
japönsku stúlkuna Saori
Kondo 11 —1 og 11—9.
í tvíliðaleik karla sigruðu
þeir Tjun Tjun og Johan
Wahjudi frá Indónesíu í fjórða
skiptið á fimm árum. nú landa
sína Christian og Ade Chandra,
15,-12 og 15-8.
í tvfliðaleik kvenna unnu
Tokudo og Takada þær Uenu
og Ynoekura. 18—16 og 15—6
og í parakeppni vann enska
parið Tredgett og Perry það
danska. Skovgaard og Koppen,
15-7 og 15-4.
Morten Frost og Svend Pri áttu
ekki mögúleika á móti Indónes-
um að þessu sinni.
I ID TC|/|/|
I li Cm 1_Nk ■
Um helgina fór fram allmikið alþjóðlegt sundmót í Bremen í
Vestur-Þýzkalandi og meðal'úrslita á mótinu voru eftirfarandi.
400 metra skriðsund kvenna. Tracy Wickman (Ástraiíu) á
4,16.78
800 metra skriðsund kvenna. Tracv Wickman (Ástralfu) á
8.30,69
200 metra skriðsund karla. Ron McKeon (Ástralfu) á 1.54,34
200 metra flugsund kvenna. Linda Ilanel (Ástralíu) á 2.14,65
100 metra bringusund kvenna. Sue .Nielson (Danmörk) á 1.13,77
400 metra boðsund kvenna. Sue Nielson (Danmörk) á 4.59,65
Aðal stjarna mótsins var hins vegar Tékkinn Miroslav Rolko.
sem var sigurvegari í 400 metra boðsund karla. 200 metra
baksundi og 100 metra flugsundi. Enginn setti þó heimsmet.
Enn sigur
hjá Stenmark
SVÍINN Ingemar Stenmark héit upp á 22 ára afmælisdag sinn
á laugardaginn með því að sigra í stórsvigskeppnini. sem fram
fór í Arosa í Sviss. Þetta var fyrsti sigurinn hjá Stenmark síðan
hann tryggði sér heimsbikarinn í Garmisch-Partenkirchen fyrr
í yetur.
í öðru sæti varð Andreas Wenzel, en það nægði honum ekki
til þess að skjótast í annað sætið á heimshikartöflunni. en það
sæti vermir Phil Mahre frá Bandarfkjunum.
LokaKtaAan í hoimshikarnum varö Klaus ilridPKKor (Austurríki)
þossi, Horbort iMank (Italfu)
Ingimar Stenmark (Svíþjóð) JokoI Walohor (Austurríki)
Phil Mahro (Bandaríkin) • Hoini Hemmi (Sviss)
Andreas Wenzel (Lioehtenstein) Piorrt. (iros (Itaiiu)
Verður Túnis að
hætta við HM
NÚ UM heigina var landslið Túnis í knattspyrnu dæmt í tveggja
ára bann frá keppnum í þeirri heimsálfu. eftir að leikmenn liðsins
höfðu gengið af leikvelli allir sem einn í landsleik gegn Nígeríu.
Töldu þeir. að mark. sem Nígeríumenn skorúðu og jöfnuðu
stöðuna f 1.1, hafi verið ólöglegt. enda hafði iínuvörður gefið
merki um það merki. sem dómarinn tók ekkert mark á.
Talsmaður FIFA lét það frá sér fara, að bann þetta þyrfti ekki
að þýða það. að Túnis yrði meinað að leika í lokakeppni HM í
Argentínu í sumar. þar sem liðið leikur í riðli með Mexikó.
PóIIandi og VesturÞýzkalandi, slíkt kæmi aðeins til tals ef að
knattspyrnusamband Afríku færi fram á það sérstaklega og það
hefur ekki verið gert ennþá a.m.k. Verði slík fyrirspurn borin
fram. mun FIFA ræða málið í agancfnd og ákveða þar hvað gera
skuli. en enn sem komið væri hefði FIFA ekki einu sinni verið
tilkynnt formlega um bannið.
POCÍeOeA SIVJKJOSS SICOICAC. ACí&SAÍe
H’3Í4, ^AAE.ceJvAVJKJÍkJos\ SH&SSOAI
CHIZ.O A HAEZeCÍ VCAVJT- írSC fc FJoeoW
■í»'lkJIOOKA KAAClc SJVAVJeCA
e'itt, o<í.
vití t-veie ■s.oífcjCJíSe?.
Tvö heimsmet
SOVÉZKI lyftingamaðurinn
Yurik Varanian setti tvö heims-
met á lyftingamóti. sem fram fór
í Moskvu á laugardaginn. Varani-
an. sem keppir í 82.5 kg þyngdar
flokki. jafnhattaði 210 kg og
samtals lvfti hann 375 kg. Ba'ði
voru nvet hans 2.5 kg betri en þau
gömlu. sem áttu þeir Rolf Milsre
frá Vestur-Þýzkalandi (jafnhött-
un) og Trendafil Stoichev frá
Sovétrfkjunum (samanlagt).