Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 30

Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 — Hlutafé aukið Framhald af bls. 2 að bjóða öðrum og nýjum hluthöf- um aukinn hlut á því verði, sem hún ákveður. Réttur hluthafa til að skrá sig yfir hlutafjáraukningu þeirri, sem að framan greinir, gildir til 1. júlí 1979, og er áskrift bindandi fyrir hluthafa. Hlutaféð skal aukið árlega um a.m.k. 100 milljónir þ.e. á árunum 1979, 1980 og 1981. Gjalddagi er 1. október hvert árið. Sömu reglur gilda um hin nýju hlutabréf og um annað hlutafé í bankanum. Líta ber á samþykkt þessa sem efnislega breytingu á 4. gr. sam- þykkta bankans nr. 154/1974, og skal leita staðfestingar ráðherra á breytingunni. Hlutafé Verzlunarbanka íslands h.f. verður því 500 milljónir króna. Hluthafafundur getur ákveðið að auka hlutaféð eftir sömu reglum og gilda um breytingar á sam- þykktum félagsins sbr. 34 gr. Hluthafar allir sbr. 5. grein hafa forgangsrétt til hlutafjárauka að tiltölu við hlutafjáreign sína í félaginu innan tímamarka, sem greind verða í samþykkt um aukningu hiutafjár. Nú neyta hluthafar ekki forkaupsréttar síns, og eru þá hlutabréfin boðin til kaups með opinberu útboði eða á annan hátt, eftir nánari fyrir- mælum hluthafafundar. Innborgað hlutafé er kr. 200.000.000 þ.m.t. jöfnunarhlutafé. Híutaféð er allt jafn rétthátt." „5. grein orðist svo: „Hlutabréfin hljóða á nafn. Hlutabréfin eru að nafnverði kr. 1.000, kr. 5.000, kr. 10.000, kr. 50.000, kr. 100.000 og kr. 500.000. Hlutabréfin skiptast í flokka, og bréf í hverjum flokki eru í framhaldandi töluröð. A-flokks hlutabréf tilheyra félagsmönnum í Verzlunarráði íslands og Félagi íslenzkra stórkaupmanna, en B- flokks hlutabréf félagsmönnum í Kaupmannasamtökum íslands. Aðrir hluthafar sem ekki eru meðlimir í ofangreindum samtök- um, skulu fá hlutabréf A eða B, eftir því á hverra vegum þeir starfa innan greindra samtaka. Arður af hlutabréfum skal sendur hluthöfum í ávísun innan mánaðar frá lokum aðalfundar." Sýning í NH; Börn og umhverfi KKÍIsst(M)um 20. marz. SPURNINGAKEPPNI sveitar- stjórna á Austurlandi lauk í Valaskjálf í gærkvöldL Keppnin fór fram á vegum ÚÍA og var keppt á 5 stöðum með aðstoð ungmennafélaga á hverjum stað, er sáu um skemmtiatriði en yfirumsjón keppninnar önnuðust Sigurjón Bjarnason og Hermann Níelsson. Sigurvegari í lokakeppninni varð sveitarstjórn Eiðahrepps og veitti móttöku farandgrip, sem er veglegur skjöldur, gefinn af Plast- iðjunni II. Skjöldurinn er unnin af Val Fannar. Alls tóku 17 sveitar- stjórnir þátt í spurningakeppninni. — Steinþór. Fyrirmenn drepa hér niður fæti GASTON Thorn, forsætis- ráðherra Luxemborgar, og Henri prins af Luxemborg' höfðu við- komu á Keflavíkurflugvelli í fyrra- dag, en þeir voru á leið vestur um haf til vesturstrandar Bandaríkj- anna. Mývetning- ar sýna Músagildruna Bjiirk. Mývatnssveit — 20. marz. UNGMENNAFÉLAGIÐ Mývetn- ingur frumsýndi Músagildruna eftir Agötu Christie í Skjólbrekku s.l. laugardagskvöld. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Að- sókn var ágæt og undirtektir áhorfenda frábærar. í leikslok bárust leikstjóranum blóm. Helztu leikendur voru Hjörleifur Sigurðs- son, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Óli Kristjánsson, Haukur Hreggviðs- son, Sigrún Jóhannsdóttir, Ásmundur Kristjánsson, Egill Freysteinsson. Leiksviðsstjóri var Ásmundur Jónsson. Næsta sýning verður í Skjólbrekku miðvikudag- inn 22. þ.m. Þá er einnig ráðgert að sýna leikinn í nágrannasveitum á næstunni. — Kristján. — Hæstiréttur Framhald af bls. 2 Stefndi skal vera sýkn af kröfu áfrýjenda um miskabætur. Stefndi greiði áfrýjendum sam- eiginlega 20.000 krónur til að kosta birtingu dómsorðs og forsendna dóms þessa í opinberum blöðum. Birta skal dóm þenna, dómsorð og forsendur, í 1. eða 2. tölublaði dagblaðsins Þjóðviljans, sem kemur út eftir birtingu hans. Stefndi greiði áfrýjendum 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.“. Málið dæmdu varadómarar Hæstaréttar, þeir Halldór Þor- björnsson, yfirsakadómari, Guðmundur Yngvi Sigurðsson, hrl., Jón Finnsson, hrl., Unnsteinn Beck borgarfógeti og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Þeir Halldór og Guðmundur skiluðu sératkvæði, sem var svo- hljóðandi: „Við teljum að þar sem stefndi er sekur fundinn um refsiverðar ærumeiðingar í garð áfrýjenda, beri að taka til greina kröfu þeirra um miskabætur úr hendi stefnda, en erum sammála atkvæði meiri- hluta dómenda að öðru leyti. Þar sem eigi er meirihlut fyrir þeirri niðurstöðu að dæma miska- bætur verður fjárhæð bóta ekki ákveðin." — Nauðgunarmálið Framhald af bls. 48 hús í austurborginni. Þar fyrir voru hinir piltarnir tveir og eitthvað fleira fólk. Áfengi var haft um hönd. Samkvæmt fram- burði stúlkunnar gerðist það undir morguninn að piltanir þrír leituðu á hana. Hún kveðst hafa streitzt á móti en ekki getað varizt piltunum og hefðu þeir komið vilja sínum fram gagnvart henni hver af öðrum. Kveðst stúlkan hafa sloppið frá piltunum við illan leik á laugardagsmorguninn og var atburðurinn þegar kærður til lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar mun einn piltanna hafa áður komið við sögu hjá lögregl- unni fyrir brot af sama tagi. — Ná bátar ekki... Framhald af bls. 48 ar nota bannið til að láta afskrá áhafnir skipa, þannig að bannið yrði til þess að sjómenn yrðu einir launþega teknalausir yfir páskana af þessum sökum. Óskar Vigfús- son, formaður Sjómannasam- bandsins, sdgði m.a. að enda þótt sjómenn styddu algjörlega friðunaraðgerðir af þessu tagi þætti þeim hart ef þeir ættu einir að taka á sig tekjutapið sem hlytist af því að útgerðirnar hefðu í hyggju að láta afskrá áhafnir þennan tíma er bannið stæði. Fyrir lægi að sjómenn myndu ekki fá einn aðgang að sjóðum, svo sem aflatryggingasjóði, til að bæta sér þetta tap og það ættu sjómenn eðlilega erfitt með að sætta sig við, sérstaklega með tilliti til þess hversu tekjurýr vertíðin hefði verið til þessa frá áramótum, þar sem hásetar hefðu rétt haft aflatrygginguna og vart meira í sinn hlut. Hins vegar sagði Óskar, að sér væri ljóst að útgerðin stæði einnig höllum fæti af þessum sökum, en hann teldi óréttlátt að útgerðin og sjómenn þyrftu einir að bera tekjumissinn sem af banninu leiddi en ekki þjóðin öll. Morgunblaðið sneri sér einnig til Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands ísl. út- vegsmanna, og spurði hann nánar um þetta atriði. Kristján sagði, að það væri í sjálfu sér á valdi hvers útgerðarmanns hvort hann léti afskrá skipshafnir vegna þorsk- veiðibannsins eða ekki, en hins vegar hefði LÍÚ í bréfi gert útgerðunum grein fyrir því hver réttur þeirra væri í þessu efni, en þeim væri tvímælalaust heimilt að láta afskrá skipshafnir af þessum sökum og það reyndar eðlilegt því að hver skráningardagur væri mjög kostnaðarsamur fyrir út- gerðina. Kristján sagði ennfremur, að nákvæmlega eins hefði verið farið að í fyrri þorskveiðibönnun- um tveimur og þá hefði ekki verið hreyft neinum mótmælum af hálfu sjómannasamtakanna. — Hluti Líbanon á valdi Israels Framhald af bls. 1. Fréttaritari Reuters á vígstöðv- unum segir að ísraelskir hermenn hafi sótt til staðar í um það bil fjögurra kílómetra fjarlægð frá Tyros sem Palestínumenn nota fyrir birgðastöð. Heimildir í Tel Aviv herma, að Israelsmenn hafi ákveðið að reyna ekki að ná Tyros á sitt vald þar sem slíkar aðgerðir hefðu það í för með sér að barizt yrði í návígi og mannfall yrði mikið. Palestínumenn í Tyros segja að um 30 ísraelskir hermenn hafi fallið þegar fjórum herflutninga- bifreiðum var eytt með gagnskrið- drekavopnum í nálægu þorpi. En Israelsmenn sögðu að þeir hefðu aðeins misst einn mann fallinn í bardögunum í dag og þar með hafa 18 ísraelskir hermenn fallið sam- kvæmt opinberum tölum síðan innrásin hófst 14. marz. Jafnframt er hernaðaraðstoð farin að berast. palestínskum skæruliðum og líbönskum stuðn- ingsmönnum þeirra frá Irak. Þaðan fór í dag 21 vöruflutninga- bíll hlaðinn vopnum áleiðis til Nabatiyeh, markaðsbæjar á valdi Palestínumanna, um 30 km norð- austur af Tyros. I Damaskus ræddu utanríkis- og landvarnaráðherrar svokallaðra harðlínuríkja Araba um afstöðu sína til gæzlusveita sem reynt er að koma á laggirnar og ætlunin er að senda til Suður-Líbanon. Margt bendir til þess að Frelsissamtök Palestínu (PLO) séu andvíg hug-. myndinni. Forsætisráðherra Israels, Manachem Begin, fór í dag frá New York til Washington þar sem hann ræðir við Carter forseta um aðgerðir Israelsmanna í Suð- ur-Líbanon. Sambúð ísraelsmanna og Bandaríkjamanna er sögð verri en hún hefur nokkurn tíma verið síðan í Súez-deilunni 1956. ísraels- menn vilja fá vissu fyrir því að fyrirhugað gæzlulið verði nógu öflugt til þess að koma í veg fyrir að Palestínumenn komi sér upp nýjum bækistöðvum. I New York var haft eftir áreiðanlegum heimildum í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna að rúmur mánuður gæti liðið þar til mestallt gæzluliðið tæki sér stöðu í Suður-Líbanon þótt þegar hefði verið hafizt handa um að koma fyrstu sveitunum s«nan og líklegt sé talið áð þær komi til Líbanon bráðlega. Liðið verður skipað 4.000 mönnum og hlutverk þess verður samkvæmt fyrirmælum Öryggis- ráðsins að koma í veg fyrir að bardagar brjótist út að nýju og tryggja það að ekki komi til átaka af nokkru tagi. Finnski hershöfð- inginn Ensio Siiiasavuo verður yfirmaður gæzluliðsins og hann ræddi í dag ályktun Öryggisráðs- ins við ísraelska embættismenn í Jerúsalem. I Beirút kemur sá uggur fram í blöðum hægrimanna að hernám Israelsmanna í Suður-Líbanon geti leitt til nýrra bardaga líb- anskra hægrimanna og palest- ínskra skæruliða sem nú færa sig norður eftir. I Kaíró sagði egypzki aðstoðar- utanríkisráðherrann, dr. Brutus Ghaly, í dag að beinar viðræður milli Egypta og ísraelsmanna um frið í Miðausturlöndum væru enn möguleiki þrátt fyrir innrásina í Suður-Líbanon sem Egyptar hafa fordæmt. — Páfi veikur Framhald af bls. 1. kalla til lækni til að gefa honum lyf svo hann yfirbugað- ist ekki.-Talsmaður páfa sagði í dag að hann væri nú rúmfást- ur og tæki fúkkalyf gegn inflúenzu og mundi ekki taka þátt í neinum kirkjulegum athöfnum næstu daga, en hins vegar stæðu vonir til að hann gæti messað á páskadag í dómkirkju heilags Péturs eins og undanfarin ár. — Sigur frönsku stjórnarinnar Framhald af bls. 1. d‘Estaing væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. Blaðiö II Tempo í Róm sagði, að Frakkar hefðu í raun kosið Giscard, sam- þykkt stefnu hans og hafnað sameiginlegri stefnuskrá komm- únista og sósíalista. Blaðið Corr- iera della Sera sagði að franskir vinstrimenn hefðu „framið sjálfs- morð“ með þjarki sínu um stefnu- skrána. Svissneska blaðið 24 Heures sagði, að Giscard forseti hefði unnið einn mesta kosningasigur sinn. Belgíska balðið La Libre sagði að sósíalistaleiðtoginn Francois Mitterand hefði beðið mesta ósigurinn í kosningunum og dró í efa hvort hann gæti komið til greina sem frambjóðandi í forsetakosningunum 1981. Tass-fréttastofan sagði frá úrslitunum athugasemdalaust en stjórnarmálgagnið Izvestia hagði eftir leiðtogum franskra vinstri- manna, að úrslitin væru mikill stuðningur við stefnuskrá þeirra. I Washington drógu embættismenn ekki dul á það að úrslitin væru mikill léttir. I London sagöi talsmaður brezka Verkamanna- flokksins, að ósigur vinstrimanna væri mikil vonbrigði en talsmaður Ihaldsflokksins sagði að úrslitin væru mjög uppörvandi og að evrópukommúnismi hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli sem gæti ef til vill riðið honum að fullu. Þótt franska stjórnin hafi öruggan þingmeirihluta eftir kosningarnar óttast sumir að verkalýðsfélög kommúnista og jafnaðarmanna kunni að hefja mikla herferð til þess að knýja fram launahækkanir sem vinstri- flokkarnir lofuðu í kosningabar- áttunni. Raymond Barre forsætisráð- herra sagði um úrslitin, að þjóðin hefði takið ótvíræða ákvörðun og að sigur stjórnarinnar væri sigur fyrir heilbrigða skynsemi. Barre og Giscard d'Estaing vöruðu þjóð- ina við því í kosningabaráttunni að loforð vinstrimanna um að hækka kaup um 37% mundi valda efnahagslegu umróti. Giscard var- aði við því að framtíð efnahagslífs Frakka væri í hættu og skoraði á fólk að kjósa og alls gengu 85% kjósenda að kjörborðinu sem er met. En sérfræðingar telja að ein mikilvægasta skýringin á úrslitun- um sé ótti margra við að kommún- istar tækju sæti í ríkisstjórn eins og kommúnistaleiðtoginn George Marchais og jafnaðarmannaleið- toginn Francois Mitterand sömdu um. Mitterand kenndi Marchais um ósigurinh og sagði að. þjark Jmmmm wm ■ ■ ■ ébéém ■hhéi íiiiibméihéé kommúnista og Jafnaðarmanna í sex mánuði um stefnuna sem þeir ættu að fylgja ef þeir kæmust til valda hefði fælt í burtu marga kjósendur. Hann sagði að sagan múndi dæma þá sem tóku á sig þá ábyrgð án þess að hika að ganga í lið með hægrimönnum í ofsa- fengnum og stöðugum árásum á Sósíalistaflokkinn. Robert Fabre leiðtogi róttækra vinstrimanna sagði, að hann teldi sig ekki lengur bundinn af samn- ingi vinstriflokkanna. Orð hans eru túlkuð þannig, að hann geti hugsað sér að vinna með stjórn Giscards forseta. Kommúnistaleiðtoginn Marchais sagði, að úrslitin væru að sjálfsögðu mikil vonbrigði öllum þeim sem hefðu gert ráð fyrir því að kosningarnar kæmu til leiðar þeim breytingum sem mikil þörf væri á. í kosningunum fengu gaullistar 145 þingsæti, fleiri en nokkur annar flokkur, en Lýðræðisbanda- lagið (UDF) sem fylgir Giscard að málum fékk litlu færri þingsæti eða 137 alls. Sósíalistar fengu 112 þingsæti en kommúnistar 86. Úrslit eru ekki kunn í fjórum kjördæmum utan Frakklands. — Moro fyrir dómstól Framhald af bls. 1. allri stétt stjórnmálamanna á Ítalíu". Barbaro dómari frestaði réttar- höldunum til morguns vegna ókyrrðar í dómssalnum þegar lesnar höfðu verið upp formlegar ákærur sem geta haft það í för með sér, að sakborningarnir verði dæmdir í allt að 20 ára fangelsi. Jafnframt var frá því skýrt í Róm að ekkert hefði orðið ágengt í hinni miklu leit að Moro og ræningjum hans tólf. Fundizt hefur bifreið sem mann- ræningjarnir notuðu á flóttanum. Hún var ekki langt frá þeim stað þar sem Moro var rænt og því er talið að mannræningjarnir séu ennþá í nágrenninu. Stjórnin í Róm viðurkenndi að ítalir og Þjóðverjar hefðu tekið upp beint tölvusamband til að flýta fyrir upplýsingaskiptum um hryðjuverkamenn og að tveir vestur-þýzkir sérfræðingar væru komnir til Rómar til að hjálpa við leitina. Einnig er rannsakað hugsanlegt samstarf hryðjuverka- hópa í ýmsum Evrópulöndum. Skrifstofa saksóknara í Torino fékk í dag bréf sem sagt er að sé frá Brunilde Pertramer, ítalskri stúlku, sem er ein þeirra 16, sem hefur verið lýst eftir vegna ránsins á Moro. Stúlkan heldur því fram, að hún sé engan hátt viðriðin Rauðu herdeildina og að hún hafi ekki einu sinni verið í Róm þegar Moro var rænt. Komið hefur í ljós í rannsókninni, að ungfrú Pertramer dvaldist í Dólomíta Ölpum 5. til 16. marz, ásamt þýzkum ferðamönnum. í Róm kvaddi Giulio Andreotti forsætisráðherra innanríkismála- ráðherra, landvarnaráðherra og dómsmálaráðherra stjórnarinnar á sinn fund og boðaði til stjórn- arfundar á morgun um vaxandi hryðjuverk í borgum ítaliu. Þeirri kröfu vex nú fylgi, að dauðadómar verði aftur leiddir í lög og jafnvel að herlög verði látin taka gildi, svo og útgöngubann. I Flórenz fóru nokkur hundruð vinstrisinnar í mótmælagöngu í dag til að minnast tveggja vinstri- öfgamanna sem voru skotnir til bana í Mílanó um helgina og hrópuðu: „Frelsið Curcio.“ — Kína hafnar Rússum... Framhald af bls. 1. mánuði lagt til við Kínverja að viðræður færu fram milli land- anna í því augrfemiði að ná samkomulagi um nokkur grund- vallaratriði í samskiptum ríkj- anna. Tass segir að Kínverjar hafa svarað þessum tilmælum með því að endurtaka nokkur óaðgengileg skilyrði fyrir siíkum viðræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.