Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Úlfur Sigmundsson:
Um lyftur í
Bláfjöllum
Elín Pálmadóttir, borgarfull-
trúi og formaður Bláfjallanefnd-
ar, sem nú gefur einnig kost á sér
til setu á Alþingi gerir, í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
26. febrúar síðast liðinn, útivist-
arlíf Islendinga að umtalsefni.
Hugleiðingar hennar í fyrsta
hluta greinarinnar ætla ég ekki
að ræða um, hún heldur að vanda
lipurlega á penna. T.d. getur það
verið réttmætt og skemmtilegt að
spyrja eins og hún: „Erum við
ekki líka farin að kunna betur að
meta það sem þetta land hefur
upp á að bjóða til yndisauka
umfram önnur?" En um leið
virðist hún efins því jafnframt
upplýsir hún að 70 þús. Islending-
ar hafi farið til sólarlanda á
síðasta ári eða 1 af hverjum 3.
Ekki vil ég gera lítið úr nauðsyn
þess að færa útivistarmálin í
hugljúfan búning en um leið
finnst mér að ekki megi gleymast
að útivistarmál okkar eru hluti af
útivistarvakningu sem átt hefur
sér stað undanfarið í vestræna
heiminum. Með bílaeign og aukn-
um tómstundum eykst fjöldi
þeirra, sem fást vilja við heil-
brigð tómstundastörf.
En það eru lyftumálin í Blá-
fjöllum, sem mig langar að gera
að umtalsefni og þau vandræði
sem lyftuleysið nú veldur. I grein
Elínar segir orðrétt: „Með tiL-
komu stólalyftu í Kóngsgili
næsta vetur, sem flytja á 1000
manns á klukkustund upp á
brúnir ætti nokkurt forskot að
fást...“ Hér er mikið sagt með
fáum orðum. Elín fullyrðir sem
sagt að tekin hafi verið ákvörðun
um 40 til 50 milljón kr. fjárfest-
ingu í Bláfjöllum. Jafnframt
fullyrðir hún að þessi fjárfesting
verði komið í gagnið næsta vetur.
Mikið ef satt væri en er nú ekki
kosningalykt að þessu. Liggur
kannski fjárveiting fyrir og hefur
rýrnað um 15% vegna gengis-
breytingar? A ef til vill eftir að
þeggja þessa fjárhagsáætlun fyr-
ir fjárhagsáætlunardeild borgar-
innar og síðan sparnaðarnefnd?
Allir muna að við síðustu erfið-
leika er steðjuðu að borgarsjóði
var stór hluti fjárveitingar til
Bláfjalla felldur niður.
En leysir stólalyfta úr Kóngs-
gili vandann? Borgarfulltrúi seg-
ir stólalyfta í Kóngsgili. Það
getur ekki verið rétt. Nóg eru nú
þrengslin fyrir — hvar á skíða-
fólkið sjálft að vera og jafnvel
renna sér? Hve marga daga er
unnt að reka stólalyftu, sem fer
upp á brúnir? Hefur það verið
mælt og talið undanfarin ár?
Enginn segir mér í alvöru að
byggja eigi á reynslu eins vetrar,
ekki einu sinni hvað erlendir
sérfræðingar. A.m.k. er að
tvennu að hyggja hvaða hliðar-
vindsálag þolir stólalyfta í gangi
og við hvaða veðurskilyrði er
unnt að komast úr henni á
„brúninni" (tindinum eða
grennd). Það fer ekki milli mála
að í veðursæld eru stólalyftur
afkastamikil tæki. Gallinn er
bara sá að þeir sem fá skíðabakt-
eríuna fara líka á skíði í misjöfn-
um veðrum. Það er það jákvæða,
að þeir sem skíðaíþróttina iðka,
láta sig veðrið minna skipta en
innisetufólk. Hér kemur að litl-
um notum reynsla úr Ölpunum.
Mín reynsla er sú í þessi tvö
skipti sem ég hef farið á skíði í
Ölpunum, að strax og veðrið
tekur á sig venjulegan íslenskan
blæ loka þeir stólalyftum, gond-
ólum o.s.frv. Kunnugt er dæmið
úr Herjedalen í Svíþjóð, en
maður, sem er kunnur staðhátt-
um þar, sagði mér að þar hefði
því miður verið stórlega of
fjárfest í stólalyftum og gondól-
um að Alpafyrirmynd, sem ekki
komu að notum nema í besta
veðri.
Elín bendir réttilega á í grein
sinni að dýrt sé að hafa fólk á
launum frá áramótum þegar ekki
gefi í Bláfjöll fyrr en 19. fgbrúar
eins og í fyrra. Þetta er rétt og
segir sína sögu líka um nýtingu
af fjárfestingu þar. Líka er þess
að geta að enn sem komið er
virðast borgarlyftur í Bláfjöllum
ekki reknar með þeim mannskap
sem vanalegt ef erlendis. Utan
þess mannskaps sem selur lyftu-
aðgang og ekur troðara hef ég
ekki séð neinn annan við lyftur í
vetur en þann sem aðgætir um
aðgöngukort. Erlendis mundi
bæði vera maður til að aðstoða
fólk til að fara í lyftuna og annar
til öryggisgæslu þar sem farið er
úr. Ekki veit ég hvað fjölga þyrfti
starfsmönnum til þessarar ör-
yggisgæslu, en bágt á ég með að
trúa að við íslenskir séum betur
af guði gerðir en aðrir og þess
vegna þyrfti minni öryggisgæslu
hjá okkur en öðrum. Það er að
vísu rétt að þessum málum er
ekki betur fyrir komið hjá
áhugamannafélögunum sem
þarna reka lyftur en þá er þess
að geta að þetta er áhugafólk í
sjálfboðaliðsstarfi. Hjá borg og
Bláfjallanefnd er ekki um slíkt að
ræða m.ö.o. mistök og eða slys
hljóta að valda fullri fébóta-
ábyrgð.
En því gerist ég svo langorður
um þetta að komi stólalyfta til
sögunnar þá þyrfti fyrst verulega
að auka starfsmannafjöldann.
Þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir
aö stólalyfta sé ekki í gangi nema
hluta af þeim tíma sem venjuleg
toglyfta gæti verið i gangi, verður
hún ekki gangsett nema með
fullum starfsmannafjölda bæði
uppi og niðri.
Elínu verður tíðrætt um aust-
urríska sérfræðinginn og skoðan-
ir hans í Bláfjöllum. — Ég fagna
því að Bláfjallanefnd skuli fá
sérfræðinga til liðs við sig. Hins
vegar má ekki taka þá of
hátíðlega. Hætt er t.d. við að ef
Skíðadeild Ármanns hefði fengið
sérfræðing í sömu erindagjörð-
um, en Skíðadeildin byggði sér
skála í Kóngsgili á sínum tíma,
ýtti jarðvegi til í gilinu til að
forðast vissar hættur, setti upp
traktorslyftur og Borerlyftur og
stóð fyrir raflýsingu, allt í
tilnefndu Kóngsgili, hefðu niður-
stöður orðið öðruvísi.
Vandi austurríska sérfræð-
ingsins er líka nokkur. Hann
hefur aldrei séð svæðið snævi
þakið og í notkun. Þess vegna tek
ég því með jafnaðargeði þegar
Elín upplýsir að nú hafi austur-
ríski sérfræðingurinn fallist á að
koma megi fyrir lyftu í ofanverðu
Kóngsgili svo sem þeir hafa sótt
fastast. (Skíðadeild Ármanns).
En jafnframt var hann við slíku
samkrulli fleiri aðila á einum
stað af stjórnunarástæðum og
segir það alls staðar hafa gefist
illa í Austurríki. Hver getur tekið
síðarnefnda álit sérfræðingsins
alvarlega — báðar aðferðirnar
eru fullgildar í Ölpunum. Það
'vita allir sem þar hafa komið. En
ég skil formann Bláfjallanefndar
vel á bak við þessi orð. Það væri
þægilegra fyrir Bláfjallanefnd að
hafa öll ráð í Kóngsgili í hendi
sér.
Hið fyrrnefnda álít ég stíl-
bragð Elínar fyrst og fremst. Ég
get a.m.k. ekki skilið hvernig
Bláfjallanefnd hefur afsalað sér
ákvörðunarrétti sínum í hendur
erlends sérfræðings.
Vandinn við skíðafólkið er sá
sami og með aðra hópa fólks —
það verður reynslunni ríkara og
mörgum ef ekki flestum fer fram
á skíðum. Þess vegna bráðliggur
á að byggja fleiri afkastasaanar
lyftur sem þola íslenska veðráttu
og að slíkum lyftum verði komið
upp sem fyrst einhvers staðar
fyrir ofan Kóngsgilið að bestu
manna fyrirsögn en það fer ekki
á milli mála að þar er besta
skíðalandið. Ein slík beiðni kom
fram í haust en henni var hafnað
af Bláfjallanefnd og var þar
skotið sér á bak við erlenda
sérfræðinga sem í alvöru virðast
leggja til að byggð sé stólalyfta
upp á brúnir (tind) án þess að
nokkuð liggi fyrir hve marga
daga unnt sé að reka slíka lyftu.
Ef sérfræðingurinn er ekki
tengdur útflutningi stólalyfta,
sem ég veit ekkert um, þá finnst
mér hann greinilega hafa ruglað
saman veðráttu í Ölpunum og
hér.
Án þess að fullyrða nokkuð er
mér nær að halda að byggja
mætti allt að þrjár afkastasamar
toglyftur í brekkunum fyrir ofan
Kóngsgil fyrir sömu upphæð og
stólalyfta kostar, þ.e. eina á ári
næstu 3 ár. Með því mætti
tryggja að raunverulega verði
byggð ein lyfta á næsta ári því
nægileg reynsla liggur fyrir um
staðarval fyrir slíka lyftu á
þessum stað. Þá má fullyrða að
slíka lyftu er unnt að reka miklu
fleiri daga en nokkurn tíma
stólalyftu og þannig fáist betri
nýting úr fjárfestingunni.
Ég tek það svo fram að lokum
að ég er alveg sammála Elínu um
ágæti kveðskapar Sigurðar Þór-
arinssonar „Betra er á fjöllum".
Ég man ekki betur að Sigurður
hafi einmitt komið fram með
slagorð í lesbók Morgunblaðsins
sem mér er í fersku minni a.m.k.
inntak þess sem er á þá leið að
við eigum að læra að lifa með
landinu sem við búum í.
Úlfur Sigurmundsson.
— íþróttir
Framhald af bls. 22.
leiknum og þá mest fyrir það að
reyna skot of fljótt úr frekar
vonlitlum færum, Ármenningar
juku muninn og. sigruðu með
fjórum mörkum. Björn Jóhanns-
son var Ármenningum geysidrjúg-
ur í lok ieiksins, og skoraði hann
sex mörk síðustu 10 mínúturnar.
( Ármenningar léku allskemmti-
legan handknattleik á köflum,
einkum í síðari hálfleik. Keyrðu
þeir oft upp ágætan hraða og voru
með leikkerfi sem gengu bærilega
upp. í spili liðsins voru þeir Jón
Viðar Sigurðsson og Björn
Jóhannsson potturinn og pannan,
þó sérstaklega Jón, sem gerði
margt mjög laglegt í þessum leik.
Friðrik Jóhannsson var tekinn úr
umferð í síðari hálfleik, en hann
hafði leikið mjög vel og var
ógnandr í leik liðsins. ÍR-liðið
virkaði heldur sundurlaust og
óákveðið miðað við fyrri leiki
liðsins í vetur. Það skyldi þá aldrei
vera að þeir héfðu vanmetið
andstæðinginn, það kann ekki
góðri lukku að stýra. Árni Stefáns-
son var ásamt Brynjólfi besti
maður liðsins, þá átti Sigurður
Gíslason ágætan leik í vörninni.
Jens var óvenju mistækur í
markinu eins og áður sagði, og
fékk á sig mjög ódýr mörk.
Mörk Ármannsi Björn Jóhanns-
son 10, Jón Viðar Sigurðsson 6,
Friðrik Jóhannsson 2, Jón Ást-
valdsson 2, Óskar Ásmundsson 2.
Mörk ÍRi Brynjólfur Markússon
4, Vilhjálmur Sigurgeirsson 4,
Sigurður Svavarsson 2, Bjarni
Bessason 2, Ásgeir Elíasson 2,
Árni Stefánsson 2, Jóhann
Gunnarsson 1, Ársæll Hafsteins-
son 1.
Mishcppnað vítakasti Ragnar
Gunnarsson varði vítakast
Brynjólfs Markússonar á 6. mín.
Brottvísanir af leikvellii Engin.
Dómarart Karl Jóhannsson og
Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu
þeir vel. _ þR
— Nokkur orð
Framhald af bls. 10
hlýtur í senn að koma niður á
neytendum og framleiðendum, og
eru launþegar ekki neytendur?
Það er því blekking að halda, að
starfsmaðurinn verði ekki fyrir
barðinu á sínu eigin kæru- og
virðingarleysi, jafnvel þótt afleið-
ingin geri ekki vart við sig þegar
í stað. Því víðar sem slíkt gerist,
því þyngri verða áhrifin, og það
segir sig sjálft, að svona getur ekki
gengið endalaust.
Ætlum við okkur að halda í góð
lífskjör, sýnist óhjákvæmilegt, að
breyting verði á hugsun og vinnu-
brögðum, því betri nýting verð-
mæta, aukin gæði og meiri afköst
eru eina leiðín til þss að auka
þjóðarframleiðsuna, en það er
aftur hún, sem í bráð og lengd
ræður því við hvaða kjör við búum.
Þannig getum við bæði tryggt hag
fyrirtækjanna og okkar sjálfra.
Jóhann Þór Ilopkins,
Seljalandi 1. Reykjavík.
— Borgarstjórn
Framhald af bls.13
dótt'ir (S) tók næst til máls og
sagðist telja, að sinámið ætti að
falla áð fræðslukerfinu enda hlyti
það að nýta sömu skólahús, sömu
tæki og svo framvegis. Elín sagði,
að fullorðinsfræðsla hefði það
markmið að skapa öllum skilyrði
til þroska bæði sem einstaklingum
og samfélagsþegnum. Fullorðins-
fræðsla væri annar þáttur í
menntakerfi þjóðarinnar, ævi-
menntun, og hún væri jafnrétthá
hinum þættinum, frumfræðslunni.
Elín Pálmadóttir sagðist telja, að
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
væri heppilegur til forystu í
þessum efnum. En málin yrðu
engu að síður að fá að þróast
eðlilega. Þess vegna væri rétt af
stað farið að fela fræðslustjóra og
fleirum athugun á málinu.
Þorbjörn Broddason sagði hug-
myndina ágæta því staðreynd
væri, að fullorðið fólk væri ekki
síðri nemendur en þeir er yngri
væru. Tillagan hafði áður verið
samþykkt í fræðsluráði og hlaut
staðfestingu borgarstjórnar.
— Deleríum
búbónis
Framhald af bls. 37.
gamanleikurinn Deleríum búbónis
eftir þá bræður Jónas og Jón Múla
Árnasyni. Vandað var til
sýningarinnar eftir því sem að-
stæður leyfðu m.a. lék hljómsveit
í söngatriðum.
Leikstjóri er Jón Júlíusson en
hann leikstýrði einnig þegar ung-
mennafélagið sýndi Leynimel 13
fyrir tveim árum og þótti takast
vel til. Leikmynd er eftir Vigni
Guðmundsson. Ákveðið hefur ver-
ið að næstu sýningar á Deleríum
búbónis á Brún verði miðvikudags-
kvöld 22. marz og barnasýning
verður síðan um miðjan dag á
skírdag. J.Ó.G.