Morgunblaðið - 21.03.1978, Síða 38

Morgunblaðið - 21.03.1978, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 + Maöurinn minn og faöir okkar, ARI GUÐMUNDSSON, San Diego, California, lést aö heimili sínu 11. mars s.l. Jaröarförin hefur fariö fram. Inga Guömundamon, Auður Aradóttir Norðfjörö, Aðalsteínn Guðmundason, Gunnar Guðmundsson, Rósanna Guðmundsson. + Sonur okkar og bróöir, GÍSLI BJARNASON, StöAulfelli Gnúpverjahreppi, andaöist á Borgarspítalanum 18. mars. Bjarni Gíelaaon, Bryndít Eiríksdóttir og tyttkini. t Eiginkona mín, MARÍA JÓNSDÓTTIR, fró Kirkjuba, Minagötu 5, ísafiröi, andaöist í Landspítalanum 19. marz sl. Baldvin E. Þórðarson. * Móöir mín og tengdamóöir FRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Stapadal andaöist í Landspítalanum 19. þ.m. ' Ragna Möller Steinn Hansson Ólafur Sigurðsson t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, HALLFRÍÐUR ALDA EINARSDÓTTIR, Blesugróf 24, Reykjavík, andaöist á Borgarspítalanum þann 19. mars s.l. Sigurður Þorvaldsson, SteinÞór Hilmarsson, Lilja B. Tryggvadóttir, Eygló B. Einarsdóttir, Rúnar Hartmannsson, og barnabörn. t Eiginmaöur minn JÓHANN V. JÓNSSON, bifreiðastjóri, Áifheimum 15 andaöist í Borgarspítalanum þann 19. marz. Fyrir hönd vandamanna Kristrún Kristjánsdóttir. t ÁSLAUG EGGERTSDÓTTIR kennari, Auðbrekku 9 Kópavogi, sem andaöist miðvikudaginn 15. þ.m., veröur kvödd meö athöfn í Kópavogskirkju miövikudaginn 22. þ.m. kl. 15.30. Jarösett veröur frá Leirárkirkju laugardaginn 25. mars kl. 14.00 Vandamenn. t Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaöir JÓN B. BÓASON frá Eyri, Reyðarfirði, sem andaöist 17. marz veröur jarösettur frá Búðareyrarkirkju Reyðarfiröi miövikud. 22. marz kl. 14. .... vonanna Jónsdóttir Oddur Guðjónsson Jónas Jónsson Arnfríður Þorsteinsdóttir Jóhann B. Valdórsson. t Eiginmaöur minn, HARALDUR ÓLAFSSON, Hringbraut 99 veröur jarösettur miövikudaginn 22. mars frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Kristlaug Pátursdóftir. Jón Þorkelsson Minningarorð Fæddur 10. marz 1896. Dáinn 11. marz 1978. Hvernig sem á því stendur, hefur íslenzki stofninn tekið fjör- kipp um og fyrir síðustu aldamót, slíkur var og er hugur og lífsþrótt- ur margra þeirra, sem þá fæddust. Eitt ljósasta dæmið, sem ég þekki, er tengdafaðir minn, sem lézt á Hrafnistu 11. marz s.l. Jón fæddist norður í Fljótum 10. marz 1896, en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum, Þorkeli Sigurðssyni og Önnu Sigríði Jóns- dóttur, á nýbýlið Landamót, aust- an fjarðar í Siglufirði, í nágrenni við norsku síldarbræðsluna, sem seinna sópaðist á sjó út í snjóflóði. Þarna ólst Jón upp í stórum systkingahópi og öll urðu þau að taka til hendi, strax og þau gátu, við að draga björg í bú. Skólagang- an var ekki löng, enda þurftu börnin að ganga fyrir fjarðarbotn- inn í skólann á Siglufirði. Anna hélt þó bókum og lestri að börnum sínum, glæddi og örvaði löngun þeirra til náms eftir föngum, líkt og margar mæður gerðu og gera enn. Arangurinn varð sá, að Landamóta-systkinin urðu mann- kostafólk, þótt sjórinn og hinn hvíti dauði tækju sinn toll. Þetta er ekkert einstök saga, svona var líf íslenzka almúgafólks- ins á þessum tíma, litlar frístund- ir, fá færi á námi, vinna og aftur vinna. Halda mætti, að upp úr þessum jarðvegi gætu ekki sprott- ið annað en jafðlægar seigkrækl- ur, en svo var þó alls ekki og fáa veit ég afsanna það betur en Jón. Honum tókst. að varðveita safa- ríka kímnigáfu og létta lund, hvað sem á dundi. Félagi var hann ágætur, hafði yndi af sögum og ljóðum, sagði sjálfur fágæta vel frá og varð allt að efni. Smávægilegustu hversdagsat- burðir urðu kostulegir í meðförum hans. Hann var því kunningjasæll, enda hafði hann einstakt lag á að umgangast ólíkustu manngerðir þannig, að öllum var jafn vel til háns. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, heldur fann hann góða kosti jafnvel þar sem aðrir eygðu enga. Þegar verst lét, þagði hann og þá var það svart. Jón hafði afar ríka ævintýraþrá og setti hvenær sem færi gafst ofurlítinn ævintýrablæ á tilver- una. Þessi þrá rak hann ungan af stað út í heim í byrjun fyrra stríðs. Stundaði hann aðallega sjó- mennsku í Noregi og kom ekki til íslands aftur fyrr en hann hafði fengið sig fullsaddan af heimatrú- boðsmönnum þar. Þá kom hann góðu heilli heim og tók til við að miðla af lífsgleði sinni til sam- ferðamanna hér heima. Fór hann þá í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi vorið 1922. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1926, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurlaugu Davíðsdóttur frá Hvammstanga. Bjuggu þau í Siglufirði í 31 ár, en eftir það í Reykjavík. Þau eignuð- ust fimm dætur, barnabörnin eru fjórtán og barnabarnabörnin þrjú. Frá því að Jón lauk skipstjóra- prófi og fram undir 1940, var hann ýmist við veiðar eða vinnslu á fiski, en þá gerðist hann starfs- maður Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Þar varð hann verk- stjóri 1942 og starfaði þar í rúm 20 ár. Margan veturinn fór hann, eins og fleiri góðir Siglfirðingar, suður á vertíð, en seinni árin vann hann jafnframt hjá Síldarmati ríkisins. Eftir 1963 var hann eingöngu hjá Síldarmatinu og starfaði þar að mati og stórn og kenndi nýjum matsmönnum, með- an heilsan entist eða þar til hann var fullra 78 ára. Þegar ég kynntist Jóni var hann kominn á sextugsaldur og kannski voru mestu ærslin af honum farin. Sögurnar af skemmtilegum uppá- tækjum hans voru óteljandi, en mér kom hann fyrir sjónir sem greindur og vandaður karl, sem gekk með alúð að því, sem hann var að gera hverju sinni, bæði í starfi og leik. Hann var lagnastur manna, sem ég hefi kynnst, að halda góðum anda í kringum sig. Viðbrögð hans við fýlu og drugna voru næstum ósjálfráð. Hann var óðara farinn að segja frá einhverju broslegu, næmur á þau ráð, er dugðu til þess að létta lund. Þetta glaðværðartrúboð tók oft tíma og aldrei varð hann ríkur af þeirri iðju, en gullkistu gleðinnar þraut aldrei og úr henni jós hann ómælt til annarra. Það var hans auður. Víst er að Jón er farinn og ég veit að margir sakna hans, en oft sagði Jón, að ekki ætti að víla + Fósturmóðir mín, GUÐFINNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Geislagötu 35, Akurayri, andaöist þann 9. 3. aö Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Lyfjadeildar fyrir kærleiksríka umönnun, fyrir hönd ættingja og vina. Gunnar Þorbjörnaaon. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi SIGURDUR HALLDÓRSSON fyrrverandi verkatjóri Mévahlíö 17 veröur jarösunginn frá Frlkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 22. marz kl. 1.30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanfr. Jóna Siguröardóttir, Elín Siguróardóttir, Magnút Bergateintaon, Halldór Sigurótton, Ingibjörg Marteinadóttir, Erlendur Sigurótaon, Klara Siguröardóttir, Oddgeir Siguröeton, Sigríóur Björnadóttir Margrét Sigurðardóttir, Þór Erlingtton, barnaborn og barnabarnabörn. orðinn hlut, heldur horfa fram og reyna sitt bezta til þess að bæta lífið og gera það umfram allt skemmtilegra. Þess vegna þakka ég ánægjuríka samfylgd og á kveöjustundinni er ég þess fullviss, að gott eiga þeir, sem fengið hafa hann í sinn hóp til þess að hýrga tilveruna hinum megin. borsteinn Egilsson. Hann vær fæddur að Húns- stöðum í Stíflu í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sigríðar Jóns- dóttir bónda í Móskógum Jóns- sonar og Þorkell Sigurðssonar bóndi og síðar verkamaður í Siglufirði. Var Jón sá fjórði í röð ellefu systkina og má nærri geta, að oft hafi verið þrengra í búi hjá svona stórri fjölskyldu í harðbýlli sveit heldur en foreldrar höfðu óskað sér. En með dugnaði og * ósérplægni foreldra þroskuðust börn þeirra eðlilega og döfnuðu vel. Fljótabændur stunduðu sjósókn jafnhliða búskapnum til bú- drýginda og til þess að létta framfærsluna og voru viður- kenndir og eftirsóttir sjómenn, og meðal þeirra var Þorkell bóndi á Húnsstöðum. Kom því öll umsýsla bús og barna meira á herðar húsfreyju þann tíma, sem bóndi var á sjónum, en hún reis undir þessu með reisn og dugnaði eins og svo margar stallsystur hennar á und- anförnum öldum. Fjörmikill og frískur barnahóp- ur þarf athafnasvæði og þörf til að fást við meira en leiki þegar vaxið er úr grasi, enda voru systkinin öll snemma til gagns við bú foreldra sinna strax og aldur leyfði. Fregnir bárust vestur yfir Siglu- fjarðarskarð með sjómönnum, er þeir komu heim að lokinni vertíð sem og með öðrum hætti, að Siglufjörður væri „uppgangs- pláss". Síld væri farin að veiðast þar úti fyrir og höfðu Norðmenn komið með „lykilinn" að síldar- miðunum um og upp úr alda- mótunum og valið Siglufjörð sem aðalathafnastað og mun þar einkum hafa ráðið úrslitum nálægð staðarins við síldarmiðin, hin landfræðilega lega Siglu- fjarðar og hin sjálfgerða ágæta höfn og einnig það, að forráða- menn staðarins voru alls ódeigir við að veita þessum nýju gestum nauðsynlega aðstöðu og athafna- svæði í landi. Þeir sáu sem var, að hér opnuðust nýir atvinnumöguleikar, tækifæri til framkvæmda og ýmissa gagnlegra athafna samfara þessu bárust þeim upp í hendur, er ekki höfðu áður boðist þessu norðlæga byggðarlagi. Þetta var upphafið að hinu snögga vaxtar- skeiði Siglufjarðar. Norðmenn voru aðalatvinnu- rekendurnir, einkum árið 1904—1908, og frá þeim kom aðalfjármagnið. íbúatala Siglu- fjarðar óx ört á þessum og næstu árum, svo sem sjá má af því að um aldamótin var íbúatala Hvanneyr- arhrepps, eins og byggðarlagið hét þá, 408 sálir en 15 árum seinna voru íbúarnir orðnir 961. Hljóp því snöggur vaxtarkippur í þessa fámennu og afskekktu fjarðarbyggð og breytti henni úr fátæku hreppsfélagi í þróttmikið vaxandi kauptún, sem laðaði til sín nýja íbúa. Hjónin á Húnsstöðum flytja sig búferlum til Siglufjarðar þar sem þau eygja nýja möguleika til bættra lífskjara fyrir sig og sinn stóra barnahóp og er þetta skeður er Jón 9 ára að aldri. Ekki er mér kunnugt hvar þau hjón bjuggu með sína stóru fjölskyldu fyrstu árin, sem þau dvöldu í Siglufirði, en 1912 reisir Þorkell timburhús á Skútuskriðu suðaustan fjarðarins og nefndi Landamót. Var fjöl- skyldan síðan kennd við Landa- mót. Öll tók fjölskyldan þátt í vexti og þróun Siglufjarðar á þessum árum og lagði sinn skerf af mörkum í athafnasömu sumar- starfi og gagnsamri iðju að vetri til undirbúnings áframhaldandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.