Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
41
+ Leikarinn Danny La
Rue, sem nú er fimmtug-
ur, hefur alla tíð verið
sérstaklega flughræddur.
En það getur ekki verið
gott fyrir mann, sem
mikið þarf að ferðast.
Hann telur sig hafa tap-
að um 50 milljónum ísl.
króna vegna flughræðslu
sinnar, því ekki er hægt
að eyða miklum tíma í að
ferðast á milli með lest-
um og skipum. En nú
hefur hann unnið bug á
flughræðslunni, og það á
hann þolinmóðum vini að
þakka. en hann hefur
gert allt sem hann getur
til að hjálpa La Rue til að
yfirstíga óttann. Fyrir
skömmu flaug hann frá
London til Parísar og
aftur til baka. Og að
ferðinni lokinni sagði La
Rue. „Þetta var ævintýri
líkast, og stórkostleg
upplifun.“
+ Kitty Milinaire,
tengdadóttir hertog-
ans af Bedford, hefur
nú lofað að hætta öllu
f járhættuspili. Og von-
andi stendur hún við
það, eiginmannsins
vegna. A síðustu þrem-
ur árum hefur henni
tekist að tapa IV2 millj-
arði við spilaborðin í
London. Hún hefur
haft allar klær úti til
að reyna að borga
spilaskuldir sínar. Og
er jafnvel grunuð um
að hafa stolið 2
demantshringum að
verðmæti um 90 millj-
ónir króna frá Car-
Car-tier-skartgri pa-
verslun í London. Hún
segir þetta vera sjúk-
dóm. „Ég verð spila-
sjúk ef ég smakka
áfengi og tapa alltaf.
+ Kongafólk er vinsælt myndefni, og Karl Bretaprins hefur
vissulega ekki farið varhluta af því. Og virðist raunar vera í
sérstaklegu uppáhaldi hjá ljósmyndurum. Þessi mynd var tekin
af honum. þegar hann reyndi að hjóla á gömlu hjóli, sem var
á safni sem hann skoðaði. Og eftir tilburðunum að dæma gekk
það ekkert allt of vel.
Nýjasta nýtt!
Jackie Onassis á einn, Paye
Dunawa.v á firnm, Goldie Hawn
hefur keypt fimmtíu og allir
sem vilja fylgjast með tískunni
hafa keypt sér einn eða pantað
fyrir löngu. Það, sem um er að
ræða, eru Concorde-jakkar,
sem nú eru orðnir tískuvara
fyrir tilstilli eins af tískufröm-
uðum Newr York borgar. Jakk-
arnir eru venjulegir flug-
mannajakkar, en það sem
skiptir öllu máli er Con-
corde-merkið á hægri erminni
og merki British Airways á
brjóstinu. Sé þetta tvennt til
staðar seljast jakkarnir eins og
heitar lummur og fyrr ekki.
fclk f
fréttum
mm&mWi 1
Bráðfyndnar og
skemmtilegar
myndasögur
úr íslenzku
atvinnulífi, eftir
Gísla J. Ástþórsson.
FÆST Á NÆSTA
BLAÐSÖLUSTAÐ
JAFNT FYRIR UNGA SEM ALDNA.
Skínandi pottar og pönnur
með Brillo stálull með sápu
Úrvals japanskir
höggdeyfar í allar gerðtr
Maida bifreiða
Ótrúlega lógt verð
Höggdeyfar að framan kr. 5.990 pr. st.
Höggdeyfar að aftan kr. 4.990 pr. st.
BÍLABORG HF
SMIÐSHÖFÐA 23 - VARAHLUTAVERSLUNIN - SÍMI 81265