Morgunblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 48
au<;lysin<;asíminn er:
22480
llforgtmbbtblfe
au<;lVsin<;asíminn er:
22480
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Ljósm. Frióþjófur.
Piltarnir þrír í
gæzluvarðhaldi
PILTARNIR þrír, sem 17 ára
gömul stúlka kærði fyrir grófa
nauðgun s.l. laugardagsmorgun,
voru úrskurðaðir f allt að 10 daga
gæziuvarðhald í sakadómi
Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins mun stúlk-
an hafa hitt einn þessara pilta á
föstudagskvöldið við Umferðar-
miðstöðina og farið með honum í
Framhald á bls. 30.
Hret
á
vorjafndœgri
Trúi því ekki að
3ja sætið sé í hættu
Ná bátar ekki netum úr
sjó fyrir veiðibannið
Sjómenn óánægðir með að vera afskráðir vegna bannsins
ÓTÍÐIN siðustu daga hefur vald-
ið því að netabátar víða á
Suðvesturlandi hafa ekki getað
vitjað um net sín og kann þetta
að geta valdið vissum
erfiðleikum, þegar fara á að
framfýlgja þorskveiðibanni því
sem gildi tekur á hádegi í dag og
standa skal í eina viku eða til
hádegis 28. marz n.k. Þá hefur
Landssamband ísl. útvegsmanna
gert útgerðarmönnum báta grein
fyrir, að ekkert sé því til fyrir-
stöðu að þeir láti afskrá skips-
hafnir mcðan bannið stendur en
þetta hefur aftur valdið óánægju
innan sjómannasamtakanna.
Þetta er í þriðja sinn sem
þorskveiðar eru stöðvaðar um
tíma með þessum hætti að boði
sjávarútvegsráðuneytisins og í
fyrsta sinn á þessu ári. Að sögn
Þórðar Ásgeirssonar, skrifstofu-
stjóra sjávarútvegsráðuneytisins,
eru horfur á að flest þorskveiði-
skip muni stöðva allar veiðar
meðan á banninu stendur, en
skipunum er heimilt að stunda
veiðar á öðrum fisktegundum. Þá
munu einhver skip nota þennan
tíma og sigla með afla til útlanda.
Þórður kvaðst hafa trú á því að
samstaða væri meðal sjómanna á
fiskveiðiflotanum um að virða
bannið, en tók þó fram að upp
virtist vera komið vandamál vegna
netabátanna á sunnanverðu
landinu. Þar hefði verið hið versta
veður undanfarna tvo daga og
bátarnir því ekki haft það af að ná
öllum netum úr sjó, þannig að
einhverjir bátar kynnu enn að eiga
neit í sjó þegar þorskveiðibannið
skylli á. Þórður sagðist þó gera ráð
fyrir að tekið yrði tillit til þessa
og þessum bátum, sem þarna um
ræddi, veitt leyfi til að vitja um
netin, enda þess þá gætt áð
einungis yrði um þessi eftirlegunet
að ræða.
I samtölum við forsvarsmenn
sjómannasamtakanna, bæði
Sjómannasambands íslands og
Farmanna- og fiskimannasam-
bands tslands, kom fram að þeir
hafa áhyggjur af því ef útgerðirn-
Framhald á bls. 30.
— segir Steinþór Gestsson alþingis-
maður um D-listann á Sudurlandi
„ÉG TRÚI því ekki að þriðja
sætið sé í neinni hættu,“ sagði
Steinþór Gestsson, alþingis-
maður, er Morgunblaðið spurði
hann um hverjum augum hann
liti framboðstista Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi, en hann
var ákveðinn um helgina. „Ég
held að önnur röðun hefði verið
sterkari og eðlilegri.“ Eggert
Haukdal, bóndi á Bergþórshvoli,
sem skipar fyrsta sæti listans,
sagðii „Niðurstaðan er að skipan
listans varð hin sama og verið
hefur frá þvf er núverandi
kjördæmaskipan tók gildi. Ég
vona að menn sameinist nú um
þennan lista og sjálfstæðismenn
vinni sem einn maður að sigri
hans f kosningunum.“
í efsta sæti listans er Eggert
Haukdal, fulltrúi Rangæinga. í
öðru sæti er Guðmundur Karlsson,
framkvæmdastjóri, fulltrúi Vest-
mannaeyinga, og í þriðja sæti er
Steinþór Gestsson, alþingismaður
og bóndi á Hæli í Gnúpverja-
hreppi, fulltrúi Árnesinga. I fjórða
sæti er síðan Siggeir Björnsson,
bóndi í Holti á Síðu.
í síðustu kosningum hlutu þrír
menn kosningu af lista Sjálf-
stæðisflokksins, Ingólfur Jónsson,
' alþingismaður, Hellu, Guðlaugur
Gíslason, alþingismaður, Vest-
mannaeyjum, og Steinþór Gests-
son, alþingismaður, Hæli, Gnúp-
verjahreppi.
Skýrt er frá framboðslistanum á
miðsíðu Mbl. í dag.
Framboðslisti
S j álfstæðism anna
í Reykjaneskjör-
dæmi ákveðinn
FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi
hefur verið birtur. Röð þiggja
efstu manna er óbreytt frá því
í síðustu kosningum, — Matthí-
as Á. Mathiesen, fjármálaráð-
herra, í efsta sæti, þá Oddur
Olafsson, alþingismaður, og
Ólafur G. Einarsson, alþingis-
maður, í þriðjá sæti en fjórða
sæti tekur nú Eiríkur Alex-
andersson, bæjarstjóri Grinda-
vík, í stað Axels Jónssonar,
alþingismanns, sem dregur sig
í hlé og skipar nú síðasta sæti
listans. í 5. sæti listans er
Salóme Þorkelsdóttir, en að
öðru leyti er listinn birtur í
heild«á bls 29.
Rúmt kíló af
hassi var
gert upptækt
LIÐLEGA tvítugur maður var á
laugardag úrskurðaður í allt að
30 daga gæzluvarðhald vegna
rannsóknarinnar á hinu um-
fangsmikla ffkniefnamáli, sem
Fíkniefnadómstóllinn og fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykja-
vík hafa haft til meðferðar
undanfarnar vikur.
Sitja þá tveir menn inni vegna
rannsóknar málsins og hefur
annar þeirra setið í gæzluvarð-
haldi síðan í byrjun janúar. Svo
sem áður hefur komið fram í
fréttum er hér um að ræða smygl
á nokkrum kílóum af hassi til
landsins, aðallega í notuðum
sjónvarpstækjum. Nýlega gerði
lögreglan upptæk 1,3 kg af hassi í
- sambandi við rannsókn þessa
máls.
Hclgi Kristjánsson skipstjóri á Karlsefni.
Metsala hjá Karlsefni í Cuxhaven:
412 krónur fengust
fyrir kílóið af karfa
TOGARINN Karlsefni frá
Reykjavík seldi 112 tonn af
mjög góðum f.iski í Cuxhaven í
gærmorgun og fékk fyrir afl-
ann hærra verð en nokkurt
íslenzkt skip hefur fengið
erlendis eða 325,60 krónur
fyrir hvert kíló að meðaltali.
Uppistaðan í aflanum var karfi
og fékkst fyrir hann geypihátt
verð eða 412 krónur fyrir kílóið
af stærsta og bezta karfanum.
Er jafnvel talið að sala Karls-
efnis sé ein sú hæsta, sem um
getur í heiminum á ferskum
fiski upp úr sjó. Skipstjóri á
Karlsefni er kornungur maður,
Helgi Kristjánsson, 24 ára
gamall.
Samkvæmt upplýsingum
Ágústs Einarssonar hjá LIÚ
fékk Karlsefni 291,500 þýzk
mörk fyrir aflann eða 36,4
milljónir króna. Sem fyrr segir
var uppistaðan í aflanum karfi
og var verðið á honum á bilinu
325 til 412 krónur. Einnig var
þorskur, ýsa, ufsi og langa í afla
togarans en lægra verð fékkst
fyrir þessar fisktegundir.
Ágúst Einarsson sagði að það
væri aðallega þrennt, sem ýtti
undir þessa einstöku sölu Karls-
efnis. í fyrsta lagi skorti mjög
karfa á markaðnum í Þýzka-
landi, í öðru lagi væri páska-
helgi framundan og í þriðja lagi
hefði veður hamlað veiðum í
Norðursjó að undanförnu og því
væri mikil eftirspurn eftir fiski
á markaðnum. Ennfremur hefði
það mikið haft að segja að gæði
fisksins voru mjög góð.
Togarinn Rán frá Hafnarfirði
selur í Cuxhaven í dag og er
uppistaðan í aflanum karfi. Þá
selur togarinn Ólafur Jónsson
frá Sandgerði í Hull í dag.