Morgunblaðið - 22.04.1978, Síða 5
<
«
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRIL 1978
Þ jóðleikhúsið:
Laugar dagur,
sunnudagur,
mánudagur
í KVÖLD verður frumsýndur á Stóra
sviði Þjóðleikhússins ítalski gaman-
leikurinn Laugardagur. sunnudag-
ur, mánudagur eftir Eduardo de
Fiiippo í þýðingu Sonju Diego og
leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar.
Leikmynd gerir Sigurjón
Jóhannsson. Leikritið gerist á okkar
dögum á heimili ítalskrar fjölskyldu
í Napolí og hefst á laugardegi, þegar
húsmóðirin er að undirbúa helgar-
máltíðina, ragú-ið sitt víðkunna. Við
fylgjumst síðan með því sem gerist
á heimilinu þessa helgi og koma þar
fjöldi persóna við sögu: hjónin og
börn þeirra þrjú, tengdabörn og
vaentanleg tengdabörn, afinn, frænd-
ur og frænkur, þjónustufólk og
nágrannar. Er óhætt að segja að
leikritið sé gamansöm, litrík og lífleg
mannlífslýsing, þar sem hver at-
burðurinn rekur annan bæði hvers-
dagslegir og óvenjulegir.
Alls koma 17 leikarar fram í
sýningunni. Með stærstu hlutverk
fara Herdís Þorvaldsdóttir og
Róbert Arnfinnsson, sem leika
hjónin, Rósu og Peppino; Valur
Gíslason, sem leikur afann, Antonio;
Milly frænku leikur Guðbjörg
Þorbjarnardóttir og Þórhallur
Sigurðsson Attilio, son hennar.Gísli
Alfreðsson leikur Raffaele, bróður
Hin þekkta leikbrúða Rosers,
Gústaf, ásamt félaga si'num.
Þekktur
brúðuleik-
húsmaður
hér og sýn-
ir aðeins
fyrir full-
orðna
í DAG er væntanlegur til landsins
einn þekktasti brúðuleikhúsmaður
heimsins um þessar mundir, Þjóð-
verjinn Albrecht Roser. Hann
kemur hingað á vegum
Goethe-stofnunarinnar og þýzka
bókasafnsins í Reykjavfk og Un-
ima, sem er félag brúðuleikhús-
manna á íslandi. Roser sýnir einu
sinni hér á landi og verður það í
hátíðasal Hagaskólans við Haga-
torg kl. 20 annað kvöld, sunnudag.
Roser er fæddur árið 1922 og tók
að fást við ýmsar listgreinar 29 ára
gamall er hann sneri heim úr
stríðinu. Byrjaði hann þá m.a. að
skera út leikbrúður og varð svo
heillaður af því viðfangsefni og þeim
möguleikum sem leikbrúðusmíði
hefur upp á að bjóða.
Ein af fyrstu brúðunum hans var
trúðurinn Gústaf. Æfði hann sig
lengi fyrir framan spegil til að ná
tökum á persónuleika Gústafs um
leið og hánn þjálfaði eigin leikhæfi-
leika. Smám saman fylgdu félagar
Gústafs í kjölfarið og þar með hófst
ævintýrið „Gústaf og félagar hans“,
Framhald á bls. 28
húsbóndans og Steinunn Jóhannes-
dóttir Virginiu vinnukonu. Þrjú
börn þeirra Priore-hjóna eru leikin
af Sigmundi Erni Arngrímssyni,
Sigurði Skúlasyni og Lilju Þóris-
dóttur. Helgi Skúlason og Bryndís
Pétursdóttir leika nágrannahjón og
aðrir leikendur eru Helga Jónsdótt-
ir, Gunnar Magnússon, Flosi Ólafs-
son, Eyvindur Erlendsson og Jón
Gunnarsson.
FuUtrúi
erkibiskups
af Kantara-
borg í heim-
sókn hérlendis
MICHAEL Moore, kanúkí, fulltrúi
erkibikupsins af Kantaraborg, er nú
í heimsókn hérlendis og mun ávarpa
Dómkirkjusöfnuðinn við messu
klukkan 11 á morgun, sunnudag.
Róbert og Herdís í hlutverkum sínum
Samkvæmt upplýsingum biskups
íslands, herra Sigurbjörns Einarsson-
ar, er fulltrúi erkibiskupsins í vinar- og
kurteisisheimsókn hér og er tilgangur-
inn heimsóknarinnar að treysta bönd-
in mitli kirkna landanna. Biskup
kvaöst mundu eiga viðræður við hinn
enska fulltrúa um sameiginleg mál
brezku og íslenzku kirkjunnar.
D
Vffi
Alþjóöleg bílasýning
í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa
nú er hver síóastur
aó sjá þessa
glæsilegu sýningu
24 bílar sem ekki hafa
sést á Islandi fyrr
BÍLAHAPPDRÆTTI — vinningur MAZDA 323
aógöngumiðar gilda sem happdrættismióar—þannig
eiga allir sýningargestir jafna vinningsmöguleika
GESTUR DAGSINS er valinn alla daga sýningar-
innar og hlýtur hann sólarlandaferó
meó Samvinnuferóum
Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567