Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
7
Lífskjör
og þjóöar-
tekjur
Þjóarfjölskyldan lýtur
sem heild sömu lögmil-
um um tekjur og gjöld og
heimili þitt eöa mitt. Þau
verðmæti, sem veröa til í
Þjóðarbúskapnum, og
Þaö verð sem fæst fyrir
útflutningsframleiöslu
okkar, setja lífskjörum
okkar ramma, bæöi sem
heildar og einstaklinga.
Það skiptir pví miklu
máli að standa Þann veg
aö framvindu mála í fjár-
festingu okkar og Þjóöar-
búskap að verömæti
framleiöslunnar aukist og
aö útflutningsgreinar
hasli sér völl á traustustu
mörkuöum heims. Það
skiptir máli aö verja
takmörkuðu afla- og
lánsfé Þann veg, aö arð-
semi ráði ferð, svo Þaö
megi skila sér sem fyrst
og bezt aftur, m.a. til
nýrra viöfangsefna. Af
Þessum sökum er og
eölilegt aö talað sé um
Þjóöhagsvísitölu eöa vísi-
tölu verðs á útflutningi
okkar, sem mæli okkur
kaup. Sú aðferð virðist
raunhæfari en sú, sem nú
er viöhöfö. Þaö hefur
kostað okkur 800%
krónutöluhækkun kaups
á sl. sjö árum aö ná 43%
kaupmáttaraukningu.
Svo stór hluti krónu-
hækkana hvarf í verð-
bólguhítina. Svo lítill
hluti var raunverulegur.
Skipting
þjóöartekna
Skipting pjóöartekna
er viðvarandi deilumál.
Þaö gleymist hins vegar
oft aö huga að afgerandi
Þáttum í Þeirri skiptingu.
Fjárfesting, sem ekki er
arösöm, tekur sinn skatt
af Þjóðartekjum, áður en
Þær koma til skiptanna.
Erlendar skuldir pjóðar-
innar taka hátt í 15% af
gjaldeyristekjum Þjóöar-
innar í dag, í afborganir
og lánakostnað. Þessi
skuldaskattur kemur
ekki til skiptanna í laun-
um til ÞjóðfélagsÞegn-
anna. Hann er engu aö
síður réttlætanlegur í
Þeim tilfellum sem stofn-
að var til erlendra skuldá
vegna nauösynlegra og
arðsamra framkvæmda,
sem annað tveggja auka
á gjaldeyrisöflun (í meiri
eöa nýrri framleiðslu)
eða spara gjaldeyri (hita-
veitur). Óaröbærar fram-
kvæmdir eru hins vegar
baggi á pjóöinni, sem
rýra kjör hennar.
Þjóðin gerir kröfur til
ríkis og sveitarfélaga um
margvíslegar fram-
kvæmdir og Þjónustu.
Þessi páttur Þjóðar-
búskparins, sem stund-
um er kallaður sam-
neyzla, er borinn uppi
með margs konar skatt-
heimtu. Það sem sam-
neyzlan/ skattarnir tekur
til sín af heildartekjum
Þjóðarinnar kemur ekki
fram í svokölluðum frjáls-
um ráðstöfunartekjum
heimila og einstaklinga.
Erlendar
skuldir og
samneyzlan
Það liggur Því Ijóst
fyrir, að ef að er gáð og
um er hugsað, aö óarð-
bær fjárfesting rýrir lífs-
kjör ÞjóðfélagsÞegnanna.
Erlend skuldasöfnun til
slíkrar fjárfestingar bind-
ur Þjóðinni bagga. Sam-
neyzlan, útgjöld ríkis og
sveitarfélaga, sem á
flesta grein eru nauösyn-
leg, mega Þó ekki fara út.
fyrir Þann ramma, að
heímili og einstaklingar
haldi eftir Þeim hlut
Þjóðartekna, til frjálsrar
ráðstöfunar, sem tryggir
Þeim sambærileg lífskjör
og valkosti og tíðkast í
nágrannaríkjum. Og Það
sem skiptir ekki síður
máli: Það má ekki sauma
svo að atvinnurekstrinum
í landinu, sem verðmæta-
sköpunin og atvinnu-
öryggið grundvallast á,
að hann fái ekki undir
risið.
Aðhald í rekstri og
framkvæmdum ríkis og
sveitarfélaga er Því nauö-
syn. Frjálshyggjufólk vill
halda slíkum samneyzlu-
kostnaði innan hóflegra
marka, miöaö við Þjóðar-
tekjur. Sósíalistar vilja
hins vegar samneyzluna
sem mesta en einkafjár-
ráö sem minnst. Hér er
komið að pólitísku mati,
sem fólk kemst ekki hjá
að taka afstöðu til. Og
Þessi Þáttur, meö og
ásamt skuldakostnaöi
Þjóðarinnar, hefur meiri
áhrif á lífskjör okkar og
kaupmátt launa en flestir
gera sér grein fyrir. Þaö
sem ríkið tekur af at-
vinnurekstri í hvers kon-
ar álagi: tollum, sköttum
o.s.frv., verður ekki jafn-
framt notað í kaup-
greiðslur. Og Það sem
ríkið tekur af einstakling-
um í sköttum verður ekki
jafnframt notað í
heimilishaldið. Ríki og
sveitarfélög Þurfa vissu-
lega að fá sitt. En Það má
ekki gleymast, að sú
sköttun hefur áhrif á Það
fjármagn, sem heimilin
hafa eftir til frjálsrar
ráðstöfunar.
%
ÉfL JWcásiur r GUÐSPJALL DAGSINS, Jóh. 16., Sending heilags anda.
m 1 t *a morguu LITUR DAGSINS, Hvítur. — Litur gleðinnar.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd.
Séra Þórir Stephensen. Messa kl.
2 síðd. Séra Hjalti Guðmundsson.
Einsöngvarakórinn syngur við
báöar messurnar.
ARBÆ JARPREST AK ALL: Barna
og fjölskyldusamkoma í Safnaðar-
heimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd.
Altarisgönguathöfn í Dómkirkjunni
kl. 20:30. Séra Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 aö
Noröurbrún 1. Séra Grímur Gríms-
son.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Fermingarguðsþjónustur í Bú-
staðakirkju kl. 10:30 árd. og kl. 2
síöd. Altarisganga miðvikudags-
kvöld 26. apríl kl. 8:30. Séra Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA Fermingar-
messur Breiöholtsprestakalls kl.
10:30 og ki. 2. Sóknarnefndin.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Safnaöarheimilinu viö
Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingar-
guösþjónustur í Kópavogskirkja kl.
10:30 og kl. 14. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11
árd. Séra Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2.
Organleikari Jón G. Þórarinsson.
Séra Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Lesmessa n.k. þriöjudag kl.
10:30 árd. Beöiö fyrir sjúkum. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Séra
Arngrímur Jónsson. Síðdegis-
messa og fyrirbænir kl. 5. Séra
Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Ferming kl. 10:30. Guösþjónusta
kl. 2. Safnaöarstjórn.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 2.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
10:30 árd. Sr. Frank M. Halldórs-
son. Guösþjónusta kl. 2 e.h.
Einleikur á flautu: Gísli Helgason.
Organisti Ragnar Björnsson. Séra
Guömundur Óskar Ólafsson.
Bænamessa kl. 5 síðd. Organleik-
ari Ragnar Björnsson. Séra Frank
M. Halldórsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaöar-
guösþjónusta kl. 14. — Aðeins
fyrir söfnuðinn. Almenn guösþjón-
usta kl. 20. Guðmundur Markús-
son.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síöd.
FRÍKIRKJAN Reykjavík: Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl.
2 síöd. Séra Þorsteinn Björnsson.
FÆREYSKA Sjómannaheimilið:
Samkoma kl. 5 síöd. Jóhann
Olsen.
KIRKJA Óháöa safnaöarins Messa
kl. 2 síöd. Kaffiveitingar í Kirkjubæ
eftir messu. Sér Emil Björnsson.
KIRKJA Jesu Krists (Mormónar):
Aö Austurstræti. 13. Sakramennt-
issamkoma kl. 14.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi
Friöriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
HAFNARFJARDARKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 2 síöd. Bænastund
n.k. þriöjudagskvöld kl. 8.30. Séra
Gunnþór Ingason.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 2 síöd. Séra Bragi
Friöriksson.
NJARDVÍKURPRESTAKALL:
Fermingarguösþjónusta í Keflavík-
urkirkju kl. 10.30 árd. og í
Innri-Njarövíkurkirkju kl. 14. Séra
Páll Þórðarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Kristiö
æskufólk heldur vorsamkomu fyrir
fermingarbörn í dag.laugardag kl.
5 síðd. Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferming-
arguösþjónusta uösþjónusta kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
UTSKALAKIRKJA:
Fermingarguðsþjónusta kl. 2 síöd.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Almenn guösþjónusta kl. 2 síöd.
Barnaguðsþjónusta veröur aö lok-
inni messu. Sóknarprestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Ferm-
ingarguðsþjónusta og altarisganga
kl. 2 síöd. Séra Stefán Lárusson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
síðd. Séra Björn Jónsson.
Aðalfundur
Hins íslenzka prentarafélags
er í dag, laugardag, 22. apríl, í félags-
heimilinu, Hverfisgötu 21 og hefst kl.
13.15.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á
fundinn og taka pannig virkan pátt í
afgreiðslu og umræðum um sín eigin
málefni. _ #
Stjornm
Orð krossins
Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World
Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags-
morgni kl. 10.00—10.15.
Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9.5 MHZ.)
Orð krossins, pósh. 4187, REYKJAVÍK.
ER ÞAÐ SEM Á VANTAÐI
GÍTAR
„Ég mæli með Kramer“, Jóhann G. Jóhannsson (Póker).
„Frábær gítar“, Andrés Helgason (Tívolí).
KYNNING
á Kramer
gítörum og
bassagítörum
verður haldin í
versluninni Tónkvísl
laugardaginn 22. apríl
frá kl. 14.00- 18.00
Þekktir menn úr
bransanum leiðbeina.
Tónkvitl
GÆÐI FRAMAR ÖLLU
fLAUFÁSVEGI17 SÍMI 25336