Morgunblaðið - 22.04.1978, Page 8

Morgunblaðið - 22.04.1978, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Rabbað við Bjarka Árnason harmonikkuleikara í Siglufirði, sem leikið hefur á yfir 2000 dansleikjum Dans til kl þrjú, fjögur og fimm þótti kristilegt þá” Hann hefur leikið fyrir dansi á yfir 2000 dansleikj- um s.l. 40 ár. hcitir Bjarki Árnason ott býr í Sixlu- firði. Ilarmonikkan er hans sérfajt or lög hefur hann samið, ljúf ott létt. Við röhbuðum við Bjarka um hljómlistina og feril hansi „Lenti einn dag í fiskvaski“ „Ég er Þingeyingur, fæddur að Stóru-Reykjum og var þar til 18 ára aldurs er ég fluttist til Siglufjarð- ar. Ég byrjaði hér um slóðir með því að mjólka kýr á Hóli einn vetur, en þá voru liðlega 60 mjólkandi kýr á, Hóli sem nú er orðin íþróttamiðstöð. Næsta vet- ur reif ég hús í Skarðsdaln- unum en efnahagurinn leyfði það ekki. „Lék fyrir dansi á munnhörpu“ Tónlistin? Hún er sjálf- sagt meðfædd. Þorsteinn afi minn spilaði mikið á fiðlu og Þorsteinn föður- bróðir minn. Pabbi lék á orgel og það var mikið spilað í sveitinni. Það fyrsta sem ég spilaði var á munnhörpu. Efnahagurinn var ekki beysinn hjá mér né foreldrum mínum, en ung- mennafélagið keypti veg- lega munnhörpu og ég lék oft á hana fyrir dansi hjá Ungmennafélaginu á Hveravöilum í Reykja- hverfi. Þá var hleypt úr lauginni og brugðið á balli og þarna voru haldnar veizlur, brúðkaup, skírnir og fleira. Þetta hús stendur ennþá en nú er bara synt í sundlauginni. Næsta skrefið í tónlist- inni hjá mér var tengt því að verið var að rífa gamla baðstofu á Hveravöllum og lúið orgel þaðan fékk inni hjá okkur á Litlu-Reykjum þar sem ég var alinn upp. Á þetta hljóðfæri fór ég að glamra og það var byrjun- in. Hingað til Siglufjarðar fluttist ég 1943 og kom um og flutti það að Hóli. Hér í Siglufirði hef ég unnið við trésmíði og sem kaupmaður, en varla snert á fiski. Ég lenti einn dag í fiskvaski, að þvo upp úr kari og það er lengsti dagur sem ég hef lifað, þetta er hrikaleg atvinna. Til sjós hef ég aldrei farið, stefndi að því að verða bóndi en þetta þróaðist svona. Það gekk ekki allt eins og maður ætlaði. Ég ætlaði í tónlistarskóla á unglingsár- alkominn 1944 og hef ekki farið héðan síðan nema í skotferðir. Fyrstu harmon- ikkuna eignaðist ég 1939, þó að ég ætti ekki fyrir henni. Þetta var lítil píanóhar- monikka, sem ég keypti af manni í næstu sveit og hún kostaði 140 kr. Ég var búinn að ná saman 130 kr. en það gekk erfiðlega með 10 krónurnar þar til föður- bróðir minn lánaði mér þær. í 3—4 ár áður en ég fluttist til Siglufjarðar spil- aði ég alltaf einn fyrir darisi á böllum, en síðan hef ég verið í hljómsveit meira og minna og ætla að reyna að þrauka árið til svo ég nái 40 árunum. Nú svo sér maður til. „Þá spiludum við sleitulangt út mánuðinn“ Þetta er einhvern veginn í blóðinu, maður hefur aldrei getað slitið sig frá því og alltaf bryddað á því aftur. Fyrst og fremst er maður nú að þessu af því að maður hefur gamari af því. Svo hef ég verið heppinn með félaga í síðustu hljóm- sveitum og þetta hefur gengið vel og verið geysi- vinsælt. Á síldarárunum? Þá spiluðum við sleitulaust út mánuðinn, 28 dansleiki að meðaltali á mánuði og þá var ekkert verið að gutla við þetta til kl. 1 eða 2. Til klukkan þrjú, fjögur og í Siglufirði. Bjarki með nikkuna ásamt konu sinni. fimm, þótti það kristilega í, þá tíð. Maður fékk allt niður í 2 kr. fyrir að spila á balli, en 5 kr. var algengt og 25 kr. á stærri síldar- böllum með sérstöku trukki í minnst 5 tíma kring um' 1940. „Nú er pessu öfugt fariö“ Annars hefur svipurinn á dansleikjunum breytzt mikið á síðustu áratugum. Þegar ég byrjaði á þessu var allt öðruvísi dansað en nú. Parið stiklaði þá ekki hvort í sínu horni og það er nú stærsta breytingin sem maður sér tilsýndar. Það sem mér fannst sérstaklega setja leiðinlegan svip á dansleikina á ákveðnu tímabili var sóðalegur klæðnaður fólks, en þetta er að breytast aftur, enda stefna húsin að því að fólk sé sæmilega klætt og sé jafnvel í spariklæðnaði. Fólk skemmtir sér einnig á annan hátt nú. Fyrst heyrði til undantekninga ef maður sást drukkinn, en nú er þessu öfugt farið og fyrr skemmti fólk sér ekki síður en nú og hafði engin eftir- köst eða leiðindi eins og oft vill verða nú. Þá var fólk allsgáð við skemmtunina og það þurfti engin tímamörk eins og nú eru. Þá var lengst spilað til klukkan 7 um morguninn á þorrablóti hjá verkalýðsfé- lögunum og síðan hittist fólk aftur kvöldið eftir til þess að dansa af eins og það var kallað og oft var það hreinasta stríð að fá fólk til þess að hætta dansinum, en þá eins og nú er það stemmningin sem allt byggist á og fólk nú kann ekki síður að nota sér stemmninguna." Ný smurstöð í Kópavogi opnuð NÝ SMURSTÖÐ hefur verið opnuð í Kópavogi. Er hún við Stórahjalla og er í eigu Olíufé- lagsins h.f., en leigð út og hefur Snjólfur Fanndal tekið stöðina á leigu. Snjólfur sagði að smurstöðin væri sú eina á stóru svæði og væri henni ætiað að þjóna austurhluta Kópavogs og Breiðholtshverfum, en ekki væri um neinar smurstöðv- ar að ræða í austurhluta Reykja- víkur nema t.d. við Laugaveg innarlega. Kvaðst hann vonast til að stöðin gæti þjónað þeim hverf- um, sem næst væru, m.a. þar sem hún lægi við miklum umferðaræð- um, t.d. umferð frá Breiðholti. Stöðin er búin öllum nauðsyn- legustu tækjum og tekur á móti tveim bílum í senn, öðrum á gryfju og hinum á lyftara. Er hægt að taka m.a. alla vörubíla þó ekki hærri en 3 m á hæð. Meðal nýjunga er að spegill er á vegg andspænis hurð og auðveldar það ákstur inn yfir gryfjuna. Þá er setustofa þar sem viðskiptavinir geta litið í blöð meðan smurt er. Smurstöðin er opin daglega virka daga kl. 8—18. Myndin: Starfsmenn smurstöðvar- innar standa hér við gryfjuna. Ljósm. RAX i • • i i-j 1 | 1 8! J5®

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.