Morgunblaðið - 22.04.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALtF.
Utgerðarfélag Akureyr-
inga mikilvægur hlekkur
AUmiklar umræður hafa farið fram að undanförnu um stöðu
fiskvinnslufyrirtækja og þá ýmist rætt um rekstrarstöðu einstakra húsa
í ákveðnum landshlutum eða þýðingu þessarar atvinnugreinar fyrir
þjóðarbúið. En hvernig er rekstri einstakra hlekkja í heildarkeðjunni
háttað? Til að fá svar við þeirri spurningu ræddi Viðskiptasíðan við þá
Gísla Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóra
Útgerðarfélags Akureyrar, en það fyrirtæki er meðal stærstu
fiskvinnslufyrirtækja landsins.
Útgerðarfélag Akureyrar er stofnað 1945 og kom fyrsti togari
félagsins til landsins 1947. í dag er starfsmannafjöldi um 400 manns,
þar af um 110—120 á togurum fyrirtækisins. Vinnulaunagreiðslur á
síðasta ári námu 1195 milljónum kr. og höfðu hækkað um tæp 51% frá
fyrra ári. Skuttogarar félagsins, 5 að tölu, fóru í alls 120 veiðiferðir á
árinu 1977, veiðidagar urðu 1463 og heildarafli nam samtals 18.737
tonnum, og varð aukning hans milli ára 8,6%. í eftirfarandi töflu má
sjá hvernig veiðarnar gengu fyrir sig 1976 og 1977.
1976 1977% aukning.
Veiðferðir, alls 116 120 3.4
Úthaldsdagar, alls 1678 1810 7.9
Veiðidagar, alls 1425 1463 2.7
Heildarafli, tonn 17.260 18.737 8.6
Afli pr. veiðidag, tonn 12,11 12,81 5.8
Landað á Ak./ÚA. 15.660 16.796 7.3
Landað á AK/aðrir 874 999 14.3
Landað utan Akureyrar 586 942 60.8
Landað erlendis 140 0
17.260 18.737
Meðalverð pr. kg. 56,17 81,66
En hvernig skiptist þessi afli eftir verkunaraðferðum? Helztu
vinnslugreinar eru freðfiskur, saltfiskur og skreið. Um leið og togari
kemur að landi er vinnsla hafin og ekur þá lyftari kössum inn í sérstaka
fiskmóttöku. Þegar um t.d. frystingu er að ræða þá fer aflinn inn í
vélasai, þ.e. í hausskurð, flökun og roðflettingu, en síðan eru flökin sett
í bakka sem ekið er inn í annan sal til frekari vinnslu. Núorðið vinnur
starfsfólk svo til eingöngu eftir bónuskerfi í frystihúsi ÚA. í heild
skiptist aflinn þannig eftir vinnslugreinum:
1976 1977 Aukning
Framl. Framl. frl. í %
Freðfiskur, kassar 212.031 225.926 6.6
Freðfiskur, tonn 5024 5378 7,0
Saltfiskur, tonn 812 1168 43,8
Skreið, tonn 131 159 21,4
Freðfiskframleiðsla sú sem greint er frá er sú mesta hjá einstöku
fyrirtæki á síðasta ári hérlendis. Þess má geta að 1971 nam
freðfiskframleiðsla fyrirtækisins 3250 tonnum þannig að á þessum árum
hefur hún aukist um 65,5%. Skreiðarframleiðslan 1971 nam 26 tonnum
og 162 tonn fóru í saltfiskverkun það ár. Hvað er það sem gerir þessa
miklu aukningu mögulega?
Þeir Gísli og Vilhelm voru sammála um að það væri fyrst og fremst
að þakka miklum endurbótum framleiðslutækja undanfarin ár og eins
hefði það sitt að segja að svo til sama starfsfólkið hefði unnið hjá
fyrirtækinu öll þessi ár. Eitt af meiriháttar hagræðingaratriðum sem
fengist hefðu út úr endurbótunum væri að nú er tryggð jöfn
hráefnisöflun en sá stöðugleiki er lífsnauðsynlegur fyrir fiskvinnslufyr-
irtæki. Af núverandi hagræðingarframkvæmdum má nefna byggingu
nýrrar fiskmóttöku, viðbótarbyggingu fyrir saltfiskverkun og einnig er
verið að bæta alla aðstöðu fyrir starfsfólkið. Ef hagræðing heldur ekki
stöðugt áfram er hætta á stöðnun. Búa þá fiskvinnslufyrirtæki á boð
við Útgerðarfélag Akureyrar ekki við neinn rekstrarvanda? Þeir voru
sammála um að einhver stærsti vandi sem steðjaði að fiskvinnslunni
í dag væri vaxtakostnaður, þ.e. afurðalánavextirnir. Þessir vextir hefðu
t.d. hækkað um 125% síðan í júlí 1977 auk þess sem fyrirtækjunum væri
nú gert að greiða þá fyrirfram til þriggja mánaða. Þessa öfugþróun í
vaxtamálunum er orðið erfitt að búa við öllu lengur. Er við spurðum
um nettó-hagnað fyrirtækisins á síðasta ári sögðust þeir ekki geta
upplýst hann að svo stöddu þar sem aðalfundur hefði ekki verið haldinn
ennþá, en vonir stæðu til að ekki yrði um stórtap að ræða, enda væri
eitthvað meira en lítið að í þjóðfélagi okkar ef svona stórvirkt fyrirtæki
skilaði ekki þokkalegri afkomu, sögðu þeir Gísli og Vilhelm að lokum.
Stöðug og
mikil vinna
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar sagði að
undanfarin ár hefði verið
stöðug og mikil vinna hjá
hinum 270—280 starfsmönnum
fyrirtækisins. Fyrir utan
nýsmíðar eftir pöntunum,
viðhald og viðgerðir hefði
Slippstöðin ráðist í kaup á
skrokk af 800 tonna nótaveiði-
skipi frá Danmörku en eitt
meginmarkmiðið með kaupun-
um var að tryggja ákveðnum
starfshópum, s.s. vélvirkjum
og trésmiðum, stöðuga vinnu.
Um vinnutímatilhögun sagði
hann að þeir hefðu breytt
vinnutíma þegar mötuneyti
var tekið í notkun 1975. Matar-
tími var styttur í xk klst. og
einn kaffitími var felldur mður
og væri nú hætt fyrr sem þeim
tíma næmi. Þetta fyrirkomu-
lag hafði gefist vel og einnig
kom það fram í skoðanakönn-
un að starfsfólkið var og er
ánægt með þessa skipan mála.
Ef'tryggja á í framtíðinni
jafn stöðuga atvinnu og verið
hefur undanfarin ár þá er
nauðsynlegt að endurnýjun
skipastólsins verði meiri en nú
er. Fyrstu skuttogararnir eru
að verða of gamlir og verður að
hyggja að endurnýjun togara-
flotans í tíma því stökkbreyt-
ingar á 20 ára fresti eru ekki
hagkvæm lausn, Það hefur
reynslan kennt okkur, sagði
Gunnar Ragnars.
Úr slippnum
Auðu
sætin
Flugfélag íslands hefur dreift
auglýsingaspjaldi þar sem at-
hygli manna er vakin á þeim
óþarfa erfiðleikum og töfum, er
skapast þegar þeir sem eiga
frátekin sæti gleyma að af-
panta þau þegar áætlun þeirra
breytist. Munið þess vegna eftir
að afpanta ef þér breytið
áætlun yðar. Það getur síðar
komið sér vel fyrir yður ef aðrir
gera það sama. Rétt þykir að
minna á þessa einföldu stað-
reynd hér svona rétt fyrir
háannatímann.
Góð
hótel-
nýting
RAGNAR Ragnarsson hótelstjóri
á Hótel KEA sagði að hótelnýting
það sem af væri þessu ári væri all
góð en Viðskiptasíðan hélt á fund
hans til að afla frétta af ferðamál-
um og þá sérstaklega stöðu
þeirra mála á Akureyri.
Hótel KEA er stofnað 1944 og er
nú auk gistingar boðið upp á
veitingasölu, dansleikjahald og
einnig er kaffiterían Súlnaberg
rekin í tengslum við hótelið.
Ragnar kvað það hafa sýnt sig að
kaffiterían væri ómissandi þáttur
í bæjarlífinu, en einnig nauðsyn-
legur þáttur í rekstri hótelsins,
m.a. vegna betri fjármagnsnýting-
ar.
Hin síðari ár hefur þróunin í
hótelrekstri á Akureyri haft bæði
sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar,
en af þeim síðarnefndu bæri að
sjálfsögðu verðlagsþróunina hæst.
Hann sagðist vilja nefna tvö dæmi
í þessu sambandi. Ef halda ætti í
við verðhækkanir á matvöru þá
þyrfti helzt að vera dagverð á
veitingum, en allir sæju að slíkt
væri óviðunandi. Verðlagsþróunin
hefur leitt til þess að erfitt er að
gefa upp verð með löngum fyrir-
vara og allt slíkt hefur slæm áhrif
á erlenda ferðamenn. Hin síðari ár
hafa hin tíðu verkföll farið illa
með þessa atvínnugrein, sagði
Ragnar, og nú er svo komið að nóg
er ef hætta er á verkfalli þá koma
áhrifin strax fram og gætir þeirra
ávallt nokkru lengur en verkfalls-
tíma nemur. Brýna nauðsyn ber
því til að draga úr verðbólgunni og
auka jafnvægið í þessu þjóðfélagi
okkar.
Um jákvæðu hliðarnar væri það
að segja að nú er mun jafnari og
betri nýting á hótelinu en áður,
þannig hefur hótelnýtingin verið
Framhald á bls. 28